Vísir - 17.07.1963, Qupperneq 6
6
V í S 1 R . Miðvikudagur 17. júlí 1963.
In ntemoriam
/
fædd 9. jún'i 1889 —
„Sá sem deyr, en ferst ekki,
á hið langa líf fyrir höndum".
Lao-Tse
Oddný Erlendsdóttir Sen var
fædd á Breiðabólstöðum á Álfta-
nesi, elzta bam hjónanna Erlend-
ar Björnssonar, formanns og
hreppstjóra og Maríu Sveinsdótt-
ur. Oddný yar heitin eftir föður-
ömmu sinni Oddnýju Hjörleifs-
dóttur, prests á Skinnastöðum,
konu Björns Björnssonar, Bóka-
Bjöms, bónda og formanns á
Breiðabólsstöðum, Björns Ólafs-
sonar bónda á Tungufelli f Lund-
arreykjadal. María móðir Oddnýj-
ar var dóttir Sveins, bónda og
stórskipasmiðs í Gufunesi, Jóns-
sonar bónda á Hvftanesi, en kona
Sveins var Sigríður Jóhannesdótt-
ir Hansen úr Hafnarfirði.
Að Oddnýju stóðu því traustar
bændaættir um Vestur- og Norð-
urland.
Breiðabólstaðaheimilið var ann-
álað atorku- og myndarheimili,
þar sem framtak og áræði sjó-
sóknarans og gróin teendamenn-
ing sátu í öndvegi. Erlendur fað-
ir Oddnýjar va'r landskunnur for-
maður og Björn faðir hans orð-
lagður bókamaður „sem átti stof-
una fulla af bókúm", að því er
Hannes Porsteinsson hermir.
Snemma hneigðist hugur Oddnýj
ar að bóklegum fræðum, enda
bráðgjör og námfús, syo að orð
fór af. Fyrir áeggjan Hallgrfms
Jónssonar, kennara, settist hún
í Kvennaskólann árið 1903 og
lauk þaðan prófi tveimur ámm
síðar. En hugur hennar stefndi
iengra, og nú til kennslu. Tók
hún kennarapróf frá Flensborgar-
skóla árið 1908, og var heimilis-
kennari f Laugardælum veturinn
eftir.
Nú gerðust þeir atburðir, er
áttu eftir að orka hvað mest á
lífsferil hennar. Árið 1909 ræðst
hún til bókarastarfa hjá G. Gísla-
son & Hay Ltd. í Leith, þá 19
ára að aldri. Þrátt fyrir umfangs-
mikil skyldustörf við fyrirtækið
gaf hún sér tón til framhalds-
menntunar, innritaðist í Heriot-
Watt College f Edinborg og lauk
þaðan prófj f ensku og enskum
liókmenntum.
Á þessum árum stunduðu all-
margir Austurlandastúdentar nám
við Edinborgarháskóla, meðal
þeirra var bráðgáfaður kfnversk-
ur stúdent, Kwei Ting Sen, son-
ur Yil Shiu Sen, rithöfundar og
útgáfustjóra hjá Commercial
Press f Shanghai. Vann hann að
doktorsritgerð í uppeldisfræðum
við Edinborgarháskóla. Felldu
þau Sen og Oddný hugi saman
og giftust, árið 1917.
Þegar hljóðbært varð um Álfta
i,S3, ad Oddný frá Breiðabóls-
stöðum hefði gifzt manni úr Mið-
ríkinu, er sagt, að Álftanesing-
um hafi fallizt hendur, og ekki
mun Erlend bónda hafa órað fyrir
neinu þvflíku, er hann gerði dótt-
ir sína heiman með öllum virkt-
um átta árum áður.
Þau hjónin dvöldust f Edin-
borg til ársins 1922, er þau sigldu
alfarin til Kfna. Hafði dr. Sen
þá verið skipaður prófessor í
fræðigrein sinni við háskólann f
Amoy í Suður-Kfna.
E. Sen
dáin 9. júli 1963
:■: :. ::: < :: .:■ ' i
Næstu 15 áiin dvaldist Oddný
um kyrrt í Amoy. Staða hennar
veitti henni sess á tindi kínverskr-
ar menningar, og enn fœr hún
svalað menntaþorsta sínum, nú
við fótskör austurlenzkra meist-
ara. Henni var það kappsmál að
kynna Islendingum kfnverska
menningu og gagnkvæmt. 1 þvf
skyni hefur hún forgöngu um
að láta þýða „Brúðarkjóllinn"
eftir Kristmann Guðmundsson á
kfnversku. Hún ritaði sjálf for-
málann að bókinni, sem kom út
1935 og nefndist „Chen Yang Li
Fu“. Jafnframt, hófu þau hjón
víðtæka söfnun kfnverskra forn-
gripa og listmuna. Söfnuðu þau
yfir 300 munum. mörgum hinum
mestu kjörgripum. Var það ein-
læg ósk Oddnýjar að mega sýna
löndum sínum þessi „fátæklegu
sýnishom, tínd úr lygnum
straumi þúsund ára listþróunar",
eins og segir í sýningarskrá löngu
sfðar.
í Amoy eignaðist Oddný eftir-
lifandi börn sín tvö, Jón Hai Hwa
og Signýju Unu Ytin-Ho, bæði bú
sett f Reykjavfk. Fyrsta barn sitt,
Erlend Ping-Hwa, eignaðist hún
í Edinborg, en hann lézt í bemsku^
í Kfna. . • ’ *
RÖmm ér sú
er rekka drégur .
föður-túna til,
kveður Óvíd, og eíga þau orð
vel við um Oddnýju; þvf að Is-
land átti hug hennar allan, þrátt
fyrir ástúð hins göfuga eigin-
manns, unað kínversks menning-
arlffs og hin beztu kjör austur-
lenzkra allsnægta. Árið 1937 sigl-
ir hún um langan farveg til Is-
lands með bæði börn sfn, Signýju
þá 9 ára og Jón 13 ára — til árs
dvalar, að hún ætlaði. En hér
kom fleira til: Japansk-kínverska
strfðið var að komast í algleym-
ing. Japanir undirbjuggú árás á
Amoy-eyju, og hernaðarástand
ríkti í borginni. Sen-fjölskyldan
stóð f einu vetfangi andspænis
yfirvofandi hertöku, hungri og
öðrum hörmungum.
Er þau hjónin kvöddust á hinni
hvítu strönd Kína einn haustdag
árið 1937, mun hvorugt hafa
rennt grun í, að skuggi tveggja
styrjalda ætti eftir að hvíla yfir
Kfna á annan tug ára, og að þeim
væru þau örlög sköpuð að sjást
ekki framar í þessu lffi. -
Prófessor Sen andaðist í
Shanghai 1949, og frú Oddný
varð aldrei þeirrar gæfu aðnjót-
andi að mega snúa aftur til Kfna
og bæta sitt brotna hús.
Þegar séð varð, að Oddný ætti
ekki afturkvæmt til Kína, a. m. k.
í bili, stofnaði hún heimili með
börnum sfnum í Reykjavík, Nú
kom bjartsýni Oddnýjar og frá-
bær dugnaður að góðu haldi við
framfærslu og uppeldi barna
sinna. Hún gerði tungomála-
kennslu að aðalstarfi sínu, kenndi
ensku, bæði í skólum og einka-
tímum. Þótti hún afbragðs kenn-
ari, og var einkakennsla hennar
eftirsótt. Uppeldi barna sinna og
menntun annaðist hún í anda
hins fjarstadda ástvinar og föð-
ur af einstakri fórnfýsi og um-
hyggju.
Við komu sína til íslands hóf
Oddný víðtæka kynningarstarf-
semi um Kína og kínverska menn-
ingu; hún hélt fyrirlestra í út-
varpi og á mannfundum, ritaði
fjölda greina, svo og bókina
„Undralandið Kína“, þætti um
land og þjóð að fornu og nýju,
hina ágætustu bók, sem út var
gefin 1941. Þá hélt hún þrjár
sýningar í Reykjavík og eina á
Akureyri á listmunasafni sínu,
sem hún varðveitti heilt og óskipt
til dauðadags Lét hún ekkert
tækifæri ónotað til að kynna Is-
lendingum menningu Kínverja f
ræðu og riti, meðan henni entist
líf og heilsa. Hús hennar stóð
jafnan opið öllum Kínverjum, er
hér bar að garði, en á kínversku
þjóðerni hafði hún Iotningarfulla
aðdáun.
Þótt vinnudagur hennar væri
jafnan langur, lét hún félagsmál
talsvert til sfn taka; var hún m.
a. formaður Zontaklúbbs Reykja-
víkur 1948—50 og 1954—55.
Frú Oddný var svo litríkur,
margslunginn og stórbrotinn per-
sónuleiki, að erfitt er að draga
fram þann eðlisþátt hennar, er
var öðrum rfkari. Þó mun hin tak
markalausa virðing hennar fyrir
menntun og lærdðmi hafa verið
einn ríkasti þátturinn f fari henn-
ar. Sjálf var hún menntuð kona
og gáfuð. Áhrif kínverskrar —
og ekki sízt brezkrar menningar
gætti jafnan í fari hennar; hún
var víðlesin í enskum bókmennt-
um, og framganga hennar og fas
hafði keim af brezkum siðvenj-
um; engum gat dulizt, að þar fór
„lady“, sem hún fór. Áhugamál
hennar náðu til hinna ótrúlegustu
hluta, allt frá Taoisma til tafls,
fiðluleik til fornsagna.
Af öllum greinum mun þó fs-
lenzk tunga og skáldskapur hafa
verið henni hjartfólgnust. Orð-
færi hennar var rammíslenzkt, og
við komu Oddnýjar til íslands
eftir nær 30 ára samfellda dvöl
erlendis, undruðust menn tungu-
tak hennar. Um útvarpsfyrirlest-
ur, er hún hélt um þær mundir,
skrifar Guðmundur skáld Frið-
jónsson að hann hafi fallið í stafi
við að hlusta á íslenzkuna, „sem
hún hafði á valdi sínu, sem ver-
ið hefði hér heima að æfa sig í
málsnilld alla æfi“.
Frú Oddný rækti vel frænd-
semi við ættingja sína, bauð þeim
tíðum til gestaboða á heimili sínu,
Framh. á bls. 5
Varnáðarorð vegna MRA
Hættulegir mannkyni, 1
Nauðsynlegt er að gleypa ekki
hugsunarlaust við hvaða fagur-
gala sem við heyrum. Er Buch-
mann lézt, sá er stofnaði MRA,
skrifuðu flest blöð heims um fé-
lagið og rifjuðu upp úr heimilda-
safni sínu um það, virðist sem
MRA sé eitt þeirra öfgafélaga
sem byggja tjlveru sina á óvild
milli austurs og vesturs, m. a.
vegna þess að kommúnistar
banna það félag, hins vegar lof-
söng MRA nazista á meðan
þeir höfðu efni á að styrkja fé-
lagið. Áróðurinn er mjög miðaður
við augnablikið, í hagnaðarskyni,
að sögn stórblaðanna, og ,,fé-
lagsrn." r éyna að auglýsa sig
sem GÓÐA menn, en hafa slag-
orðið ÞAÐ SKIPTIR EKKI
MÁLI HVER HEFUR RÉTT
FYRIR SÉR, HELDUR HVAÐ
ER RÉTT. Er þetta ekki sama
og Krúsév sagði?: „Fyrst komm-
únisminn — —“ Hver ákveður
hvað er rétt?
Time segir:
Buchmann taldi MRA vera
verkfæri Guðs. MRA uppskar er
til lengdar lét orð fyrir að við-
hafa hentisemistefnu, og Buch-
mann var svo óheppinn að kunn-
gera fólki: Ég þakka hamingj-
unni fyrir mann eins og Adolf
Hitler“.
Kirkjan mótmælir MRA.
Fyrir nokkrum árum áleit
kirkjuráð ensku kirkjunnar að
stefna MRA væri allsherjarakstur
frá ábyrgu líferni, múgsefjun ig
sjúkleg ágengni við fólk o. m. fi.
þessu líkt. Af kaþólskum leiðtog-
um hefur hreyfingin margsinnis
verið átalin sem afbrigði af trú-
hræsni og trúarlegum blekking-
um. Ef hóflaust líferni og marg-
milljóna fjárfesting og auðsöfnun
MRA var átalin, hafði Buchmann
svar: „Er Guð ekki milljóneri?"
MRA þakkar Nazistum.
Blaðið Spiegel birtir á sama
tíma álíka grein um MRA úr
Frank Buchman
sínu heimildasafni: „Árið 1936
var kunngert þakkarávarp frá
MRA til Himmlers og Hitlers
fyrir forystu í baráttunni gegn
„antikristi“.
Gyðingamorð og MRA.
Blaðið Information: „(MRA)
menn sem Guð stjórnar eiga að
stjórna heiminum", sagði Buch-
mann. Hugsjón hans leiddi hann
út í fíkn í auð og völd og ieiddi
MRA brátt út í lygar, fals og róg
ásamt blindu kommúnistahatri,
Buchmann afsakaði Gyðingaof-
sóknirnar þannig (meðan nazistar
studdu MRA) „Ég býst við, að
Hitler sjái Kari Marx í hverjum
Gyðingi“. Time: „Eftir stríðið
snerist MRA til árása á kommún-
ismann með þeirri tækni að
herja á rauðliða sem ábyrgðar-
laust verkfæri Guðs“.
Kongó og MRA.
„Félagar“ MRA halda að allt
gott stafi frá „félaginu". t. d.
lausn heimsvandamála m. a. í
Kongó, þar er Tsjombe MRA-
maður, sá er myrti Lumumba og
hrifsaði völdin; er grunaður um
að hafa haft hönd í bagga er
Hammarskjöld fórst, og gert S.
Þ. allt til bölvunar, A. Schweit-
zer studdi óeirðirnar og Tsjombe,
enda sagður MRA-maður.
Nefna má Quadros í Brazilíu,
hann studdi MRA af kappi, en
var settur af er hann heiðraði
kommúnista á Kúbu.
Það skiptir máli
hvort þú og ég höfum á réttu
að standa, þótt MRA meini að
málstaðurinn sé aðalatriðið, eins
og í kommúnismanum. „Heimur-
inn á — á milli MRA og komm-
únismans að velja“, segja áróð-
ursmennirnir. Það geta allir trú-
að á eitthvað gott og flestir von-
ast til að finna eitthvað gott i
hinu daglega lífi. Hvernig fólk
heldur að MRA sé eitthvað töfra-
meðal skil ég ekki, einkum þar
eð siðakenning Biblíunnar og
kristinnar kirkju hefur allt það
góða sem „umbótafélög" þykjast
berjast fyrir en enga af ókostum
þeirra. Hvf fólk eyðir orku og
tima í vafasöm „félög“ eins og
MRA hlýtur að stafa af hrekk-
Ieysi og kjánaskap, eins og
heimspressan hefur sýnt með því
að rifja upp sögu MRA og ég
hef þýtt lauslega og að framan
getur. Það er ekki allt gull sem
glóir, MRA er „plett“, en er sagt
gull.
Viggó Oddsson