Vísir - 17.07.1963, Qupperneq 8
8
VÍSIR . Miðvikudagur 17. júlí 1963.
VISIR
Útgefandi: Blaðaútgáfan VÍSIR.
Ritstjóri: Gunnar G. Schram.
Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson.
Fréttastjóri: Þorsteinn Ó. Thorarensen.
Ritstjómarskrifstofur Laugavegi 178.
Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3.
Áskriftargjald er 65 krónur á mánuði.
1 Iausasölu 4 kr. eint. — Sími 11660 (5 línur).
^rentsm'ðja ^Uis. — Edda h.f.
Kommúnistar og verkföllin
Leiðtogum kommúnista líður alltaf einkar vel þeg-
ar verkföll standa yfir, enda beita þeir áhrifum sínum
eftir mætti til þess, að einhver stétt eða starfshópur
sé alltaf í verkfalli. Það er líka kunnugt, að þegar
verkföllin eru skollin á, gera kommúnistar allt sem í
þeirra valdi stendur, til þess að hindra að samningar
takist, en samtímis er Þjóðviljinn látinn undrast og
hneykslast yfir því, að ekki skuli vera samið strax.
Kommúnistar hafa nú leikið þennan ljóta leik í
svo mörg ár, að öllum þorra fólks ætti að vera orðið
ljóst, hvað fyrir þeim vakir. Þeir eru ekki að hugsa
um hag vinnustéttanna eða þjóðarheildarinnar, held-
ur að grafa undan þjóðskipulaginu. Þess vegna beita
þeir sér fyrir vinnustöðvunum í stað þess að stuðla
að friðsartnlegri lausn ágreiningsmálanna. Verkföll eru
löngu orðin úrelt aðferð til þess að bæta lífskjörin.
Það tapa allir á þeim. Þegar kommúnistar komu af
stað verkföllunum miklu vorið 1955, var það tilræði
við efnahagslíf þjóðarinnar, sem vinstri stjórnin sjálf
fékk svo smjörþefinn af og þjóðin öll hefur verið að
súpa af æ síðan. Allir ábyrgir forustumenn bæði vinnu-
veitenda og vinnustéttanna vilja leysa kaupdeilur með
samningum, án þess að til verkfalla komi, og það
hefði oftast tekizt hér fljótt og farsællega, ef komm-
únistar hefðu ekki spillt fyrir því eins og þeir gátu.
Það er von allra þjóðhollra manna, að samkomu-
lag náist framvegis um kaupgjald án þess að til verk-
falla komi, og sú von hefur óneitanlega glæðzt mikið
við þá útreið, sem kommúnistar fengu í Alþingiskosn-
ingunum. Héðan af á að vera hægt að einangra þá
smám saman í flestum greinum og gera þá áhrifa-
lausa á öllum sviðum þjóðmálanna. Þau örlög hljóta
að bíða þeirra hér, eins og í flestum öðrum lýðræðis-
löndum, þar sem fylgið hefur hrunið af þeim síðustu
árin.
Minnkandi áhrif
Þingstyrkur kommúnista er nú ekki orðinn beysn-
ari en það, að þeir fá engan mann kjörinn í 5 manna
nefndir á Alþingi hjálparlaust. Þetta ætti að draga
stórlega úr áhrifum þeirra, ef Framsóknarflokkurinn
hleypur ekki undir bagga með þeim í nefndarkosn-
ingunum, en til þess yrði hann þá að fórna öðrum
fulltrúa sínum í nefndunum. Verður að telja ótrúlegt,
að Framsókn geri það, þótt raunar sé aldrei hægt að
vita upp á hverju sú maddama tekur.
Harmatölur Þjóðviljans um að það sé óréttlæti,
að áhrif kommúnista minnki á Alþingi, munu allir
þjóðhollir menn láta sér í léttu rúmi liggja.
cmm
Valerln Zorin hellsar Hailsham lávaröi viö komu hans til Moskvu.
Samkomulag í Moskvu
án griðasáttmála ?
Moskvufundur þríveldanna til
þess að reyna að ná samkomu-
lagi um bann við tilraunum með
kjamorkuvopn hófst í fyrradag.
Var Krúsév sjálfur við setningu
ráöstefnunnar og töldu stjórn-
málafréttaritarar vestrænir, nú
staddir í Moskvu, það góðs vita.
Deilur um formsatriði myndu
ekki verða til .tnfati hqidúr haftlij
, izt handa urp að fást vi{Lyanda.- .
rriálið sjálft þégar-í;staö.
Bjartsýni var mikil fyrir ráð-
stefnuna og við setninguna gat
ekki að líta nema broshýr and-
lit. Aðalmenn á ráðstefnunni
eru: Averill Harriman, f. h.
Bandarfkjanna, Hailsham lávarð
ur fyrir hönd Bretlands, Valerin
Zorin, sennilega, fyrir hönd Sov
étríkjanna.
Eins og komið hefur frám í
fréttum, verða fundir haldnir
fyrir luktum dyrum og er það
Krúsév sjálfur, sem tók ákvörð-
un um það.í einu kunnasta blaði
Norðurlanda segir um þetta, að
fjölda margir skilji þetta svo, að
fyrir Krúsév vaki ekki í þetta
skipti, að ráöstefnan verði vett-
vangur til áróðurslegs hagnaðs
fyrir Sovétríkin, og sé honum
full alvara með, að samkomulag
náist, en blaðið bætir því við,
að ekki verði sagt um það með
vissu, að tilgangurinn sé svo
eðallyndur, en ákvörðunin sé
allar götur eðlileg, þar sem Rúss
um kæmi illa að verið væri að
þásúna út um allan hinn komm-
únistiska heim um samkomu-
lagsumleitanir hans við auð-
valdsríkin — þar sem deilur séu
harðar milli Rússa og Kínverja,
og fréttaflutningur af samkomu-
lagsumleitunum kynni að verða
til þess að auka erfiðleikana á
sovézk-kínversku ráðstefnunni,
sem menn hafa verið að búast
við að færi algerlega út um þúf-
ur dag hvern seinustu daga.
Það er vegna ummæla þeirra
Kennedys forseta og Krúsévs í
ræðum sem þeir fluttu eigi alls
fyrir löngu, að mjög hafa auk-
izt vonir manna um að nú kunni
að nást samkomulag — sam-
komulag um takmarkað bann að
minnsta kosti — og það enda
þótt ekki verði gerður griðasátt-
máli, en eftir er að vita hvort
vonirnar um samkomulag ræt-
ast.
Harriman
Furðuleg ráðstöfun
Fyrir nokkru síðan ákvað um-
ferðarnefnd að Skothúsvegurinn
skyldi vera aðalbraut, með stöðv
unarskyldu umferðar um Tjarn-
argötuna. Með þessari furðulegu
ráðstöfun, hefur skapazt eitt
mesta hættusvæðið á götum
borgarinnar. Og þarf ekki langt
mál til að rökstyðja það. Eins og
umferðarnefnd hlýtur að vita, er
Slökkvistöð Reykjavíkur til húsa
I Tjamargötu 12, með slna
slökkviblla, og sjúkrabíla. Leið
brunavarða með þessi tæki ligg-
ur langoftast suður Tjarnargöt-
una og yfir Skothúsveginn, og
ekki bætir um, að keyra þarf
framhjá sjúkrahúsi þarna rétt
áður en að gatnamótum Skot-
húsvegar og Tjarnargötu kemur.
1 öllum tilfellum þurfa bílar
slökkviliðsins að hraða för sinni
svo sem frekast má, hið sama er
og um sjúkrabllana að segja. En
hvernig I ósköpunum má það
ske, að sett er stöðvunarskylda
á þessa bíla, gagnvart annarri
umferð, rétt eftir að þeir hafa
lagt upp frá slökkvistöðinni, og
ökumenn þeirra hafa náð nokkr-
um hraða í akstrinum. Er þetta
svo furðuleg ráðstöfun, að undr-
un sætir. Nú þegar hafa orðið
þarna að minnsta kosti tveir á-
rekstrar við slökkvibíla, sem bet
ur fer hefur enn ekki orðið neitt
slys á mönnum í þvf sambandi,
en Borgarsjóður faer að blæða
fyrir tjón, á bflum, slökkviliðs-
stjóri mun hafa mótmælt þessari
ráðstöfun á sínum tíma, en ekki
fengið neina jákvæða áheym. —
Ennfremur mun hann hafa beðið
um, að sett yrði stöðvunarljós-
merki við Skothúsveginn, sem
hægt væri að kveikja frá
slökkvistöðinni. Þegar bílar frá
henni ættu þarna leið um, en
þeirri málaleitan hans hefur held
ur ekki verið sinnt.
Það, sem umferðarnefnd ber
nú að gera, áður en stórslys
verður þama á þessum gatna-
mótum, er að viðurkenna villu
sfna. Og snúa hlutunum alveg
við, með því að gera Tjamar-
götuna að aðalbraut, en setja
stöðvunarskyldu á Skothúsveg-
inn við bæði hom, þar sem
Tjamargatan sker sig í gegn.
Og það er ekki til nein afsökun
fyrir því, að láta þetta ógert.
Kjartan Ólafsson,
varðstjóri.