Vísir - 26.07.1963, Blaðsíða 7

Vísir - 26.07.1963, Blaðsíða 7
VÍSIR . Föstudagur 26. júlí 1963 7 Greinar um byggingarmál, birtar í samvinnu við Byggingaþjónustu Arkitektafélags íslands. NÝR ÞÁTTUR Áður en þér byggið Hér Birtist i fyrsta sinn nýr þáttur í VísT um byggingarmál. I þættinum verða greinar um íbúðarhús, innréttingar, bygg- ingarefni og ýmsar nýjungar í þesum efnum auk margs annars viðkomandi byggingarstarfsem- inni í landinu. ÞáíftJrinn er birtur í sam- vinnu við Byggingaþjónustu Arkitektafélags íslands. Væntir Vísir þess að geta f þessum þætti aflað þeim fróðleiks, sem eru að byggja eða hafa í hyggju að gera það. Arkitektarnir Guðmundur Kristinsson, Guðmundur Þór Pálsson, Manfreð Vilhjálmsson, Sigurjón Sveinsson og Þorvald- ur Kristmundsson munu að verulegu leyti skipuleggja efni þáttarins auk framkvæmda- stjóra Byggingarþjónustu Arki- tektafélags íslands Ólafs Jens- sonar. Hafið þér í hyggju að byggja yfir yður og fjölskyldu yðar? Eflaust. Allir stefna að því a’o kortia eigin þaki yfir höfuðið á sér og sínum. En ekki er ölium Ijóst hvers ber að gæta áður en af því getur orðið. Hér er eink- um átt við ýmis viðskipti sem óhjákvæmileg verða við bygg- ingaryfdrvöldin. Þér vitið um peningalegu hliðina. Það er æskilegast að þér hafið næga peninga, ýmist eigið fé eða láns- fé til að geta haldið byggingar- starfseminni áfram stöðvunar- laust. AHa vega verður að vera tryggt, að þér missið ekki íbúð- ina út úr höndunum vegna van- skila. En látum útrætt um það og snúum okkur að ýmsum smærri atriðum. Hvað þarf einn verðandi húsbyggjandi að ganga í gegnum hjá byggingaryfir- völdunum? T?yrst þarf hann að útvega sér Ióð. Sótt er um hana til borgarráðs. Skrifstofa borgar- verkfræðings, Skúlatúni 2 Iegg- ur til sérstök eyðublöð fyrir um- sóknina. Þar er getið þess, sem borgarráð vill vita áður en það tekur afstöðu til umsóknarinn- ar. Enginn fær lóð sína afhenta án þess að hafa greitt gatna- gerðargjald, sem er mismunandi eftir tegund þess húss sem á að reisa á lóðinni. Ef um einbýlis- hús er að ræða verður gatna- gerðargjaldið 52 kr. á rúmmetra, fyrir raðhús 34 kr. pr. rúm- metra, tvíbýlishús 27.50 pr. rúm metra, fjölbýlishús, fjórar hæð- ir, 21 kr. pr. rúmm., fjölbýlis- hús yfir fjóra metra 16 kr. pr. rúmmetra. Tjegar gatnagerðargjaldið hefur verið greitt fær húsbyggj- andi uppdrátt af lóð sinni ásamt mæliblöðum með hæðarmælingu og flatarmáli. Að þeim blöðum fengnum liggur leiðin til arki- tektsins. Hann teiknar húsið á grundvelli staðsetningar og þeirra óska, sem húsbyggjandi lætur í ljós. En hann verður og að hafa í huga mjög víðtækar reglur, sem byggingaryfirvöldin hafa sett og gert er grein fyrir í Byggingarsamþykkt Reykja- víkur. Séu þær reglur ekki tekn- ar til greina er eins líklegt að byggingarnefnd Reykjavíkur sætti sig ekki við teikninguna og neiti að veita leyfi til hús- byggingarinnar. En það er ein- mitt byggingarnefndin, sem in sína vfir að hús- A -invs rumv . . , reist lóðih imnj„,sanj jjyiega./ afhenda yður. Hér má skjóta því inn í að formlega séð er þáð borgarstjórn Reykjavikur, sem veitir leyfið, því að hún verður að samþykkja allar gerðir bygg- ingarnefndar. En byggingar- nefnd er sá aðili, sem rannsak- JA'ðúí, öit'ti^g^ili^gaffj,^fnl^væmd|r gátu hafizt' þurfti að sækja um margvísleg leyfi byggingaryfirvalda ar teikninguna og kveður upp úrskurð um hvort heimilt sé að byggja eftir henni eða ekki. Um leið og byggingarleyfið er veitt verður að greiða byggingarleyf- isgjald, sem er 83 aurar á rúm- metra. Tíeynist byggingarnefnd fús til að fallast á teikninguna er næst að fara til verkfræðingsins og fá hann til að gera alls konar útreikninga og áætlanir. Verkfræðingurinn, einn eða fleiri, annast útreikninga á skólplögn, gerir undirstöðu- teikningar samhliða járnateikn- ingum vegna veggja, súlna og lofta. Skólp- og járnútreikninga þarf að fá samþykkta hjá borg- arverkfræðingi. En samhliða þeirri samþykkt þarf að fá svo- kallað götuleyfi, leyfi til að grafa út í götuna fyrir skólp- lögnum. Þá má ekki gleyma raf- lögnum. Sérfræðingur verður að teikna þær og Rafmagnsveita Rgykjavíkur verður að sam- þykkja þær áður en þær teljast nothæfar. fjegar þessar teikningar allar hafa verið gerðar og sam- þykktar má byrja að byggja. En vel að merkja áður er skylt að hafa fengið húsasmíðameist- ara ásamt rafvirkjameistara og pípulagningameistara. Þeir bera mikla ábyrgð í sambandi við húsbygginguna og eiga að vera trygging fyrir því að rétt sé byggt. Nýtt hverfi í byggingu í Reykjavik. amkeppni um bygg- ingar á Hvanneyri Boðað hefur verið til sam- keppni um nýjar byggingar fyr- ir Bændaskólann á Hvanneyri. Tilgangur samkeppninnar er að fá fram hagkvæmar lausnir á fyrirkomulagi og staðsetningu skólans, þar sem tekið er tilljt til landslags og annarra stað- hátta. Heimild til þátttöku hafa allir íslenzkir arkitektar og námsmenn í byggingarlist. Tillögum skal skilað til trún- aðarmanns dómnefndar Ólafs Jenssonar, Byggingarþjónustu Arkitektafélags íslands í síðasta lagi mánudaginn 9. des. 1963 kl. 18. Verðlaun eru þrenn, 1. verð- laun sem eru 100 þúsund krón- ur, 2. verðlaun 50 þús. kr. og 3. verðlaun 25 þús. kr. Dómnefnd skipa Guðmundur Jónsson, skólastjóri, Bjarni Óskarsson, byggingarfulltrúa, Aðalsteinn Richter arkitekt A.Í., húsameistari ríkisins Hörður Bjarnason og Kjartan Sigurðs- son arkitekt A.í. ' í almennum skýringum, sem dómnefnd hefur gefið út, segir, að ekki sé æskilegt að fleiri en um 30 nemendur verði á hverri sérdeild heimavistarinnar, og að einhleypir kennarar geti haft um sjón með deildunum. Tillit skal tekið til að nota megi herbergin fyrir sumardvalargesti. Æskilegt er að nota megi kennslustofurnar, sem i „fag- skólakerfi". Keppendur eru ekki bundmr við núverandi heimreið að Hvanneyri og staðsetning hins nýja skóla svo og hin arkitekt- oniska uppbygging staðarlns er I keppendum frjáls. | Dómnefndin mun taka tillit I til hagkvæmni i ráðstöfun land : svæðisins gagnvart framtíðar þörfum ásamt byggingar- og íi reksturskostnaði.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.