Vísir - 02.09.1963, Blaðsíða 2

Vísir - 02.09.1963, Blaðsíða 2
2 V1SIR . mánudagur 2. sept. 1963. Faðir, tengdafaðir og afi okkar, VALDIMAR S. LOFTSSON rafvirkjameistari, verður jarðsettur frá Fossvogskirkjugarði þriðjudag- inn 3. september kl. 1.30 e. h. Blóm vinsamlegast afþökkuð, en þeim sem vildu minnast hans er bent á líknarstofnanir. Böm, tengdaböm, bamabörn. Afhragðs veiði í nótt 42 þúsund múl tilkynnt KLÚBBURINN er opinn í kvöld. Hljómsveit Magnúsar Péturssonar leikur. Nýir skemmtikraftur — Söngkonan Othella Dallas syngur. KLÚBBURINN. Matreiðsla-Afgreiðsla Matreiðslukona óskast á veitingastað í ná grenni Reykjavíkur. Einnig vantar afgreiðslu- stúlku á kaffistofu í Miðbænum, þrískipt vakt. Uppl. í síma 10252 og 24552. Notið frístundirnar ICennsIa ^ y PITMAN HRAÐRITUN. VÉLRITUN — blindskrift, uppsetning og frágangur verzlunarbréfa, samninga o. fl. ENSKA — Einkatímar. Les einnig með skólafólki. DAG OG KVÖLDTÍMAR. Upplýsingar í síma 19383 um helgar, annars kl. 7—8 e. h. Geymið auglýsinguna! Hildigunnur Eggertsdóttir, Stórholti 27 — Sími 19383. Ágæt síldveiði var í Reyftar- fjarðardýpi í nótt, veður er gott fyrir austan og flotinn aliur kom inn þangað. Alls höfðu 58 skip tilkynnt sildarleitinni um afla í morgun, samtals 41—42 þús- und tunnur. Var allur afli tilkynntur til Seyðisfjarðar að undanskildum 4300 málum af fimm skipum, sem munu hafa fengizt út af Langanesi og voru tilkynnt til Raufarhafnar. Veiðin var sem fyrr segir aðallega í Reyðarfjarðardýpi, 45 sjómílur suðaustur af austri frá Seley, og er síldin mjög góð. Eftirtalin skip fengu 800 mál og tunnur hvert um sig eða þar yfir í nótt: Sólrún 1450, Hafrún 1200, Guðmundur Þórðarson 1100, Gnýfari 1000, Ljósafell 1300, Skírnir 100, Auðunn 1200, Hrafn Sveinbjarnarson 1100, Þórkatla 1100, Arnfirðingur 800, Akra- borg 800, Hilmir annar 900, Sunnutindur 900, Víðir SU 800, Sigrún AK 900 og Gjafar 900. Tveir menn rotaðir eg rændir í fyrrinótt í fyrrinótt var ráðist á tvo menn, sinn í hvoru Iagi, báðir barðir niður, þannig að þeir misstu meðvitund og peningum rænt úr vösum þeirra. I bæði skiptin voru tveir á- rásarmenn að verki og ber lýs- ingum þeirra, sem fyrir árás- unum urðu, á árásarmönnunum f aðalatriðum saman. Lögreglan leitar nú sökudólganna. Fyrri árásin var gerð klukkan rúmlega eitt eftir miðnætti vest- ur' á Hringbraut. Maður, sem var að koma frá Hótel Sögu, ætlaði sér að ná strætisvagni á Hringbrautinni, móts við Elli- heimilið. Hann fékk sér fyrst sæti á bekk á meðan hann beið, en stóð síðan á fætur og gekk fram og aftur um gangstéttina. Bar þá að tvo unga menn, sem komu gangandi eftir gangstétt- inni. Telur maðurinn þá hafa verið um tvítugt eftir útliti að dæma og annar þeirra nokkru NÚ ER TÆKIFÆRIÐ Karlmannaföt - Frakkar - Jakkar STÓRKOSTLEG VERÐLÆKKUN AÐEINS FÁA DAGA Sími 10510. ANDERSEN & LAUTH H.F. hávaxnari en hinn. Um leið og mennirnir ganga framhjá fær maðurinn, sem beið eftir strætisvagninum, rokna högg fyrir bringspalimar og missir um ieið meðvitund. Vissi hann ekkert af sér fyrr en hann raknar við á gangstéttinni nokkru síðar. Um svipað leyti bar að lögreglubíl, sem ók hon- um heim til hans. 1 gærmorgun, þegar hann tók að huga að pen- ingaveski sínu, var það horfið með 1200—1400 krónum, sem í því áttu að vera. Málsatvik; ,að' hinni árásinni voru þau áð f fyrrinótt er 63 ára gamall maður að koma frá Veitingahúsinu Röðli og leggur leið sína niður í miðbæ. í Aust- urstræti hittir hann tvo unga menn og ber lýsingu á þeim í aðalatriðum saman við lýsingu mannsins, sem varð fyrir árás- inni á Hringbrautinni. Telur maðurinn að klukkan hafi verið langt gengin f tvö um nóttina, þegar hann hafi hitt piltaa í Austurstræti. Þeir gáfu sig á tal við hinn roskna vegfarenda, höfðu flösku með áfengi í pússi sínu og buðu honum að drekka, hvað hann þáði. Að þvf búnu buðust þeir til að aka honum heim og þáði hann það einnig. fóru þeir allir þrír á bifreiða- stöð og fengu leigubíl. Var gert upp fyrir bílinn í námunda við heimili mannsins. Bauð hann ungu piltunum tveim inn með sér og hugðist mundu endurgjalda þeim þegnar veit- ingar. Var gengið inn í íbúð mannsins á bakhlið hússins og var inn í port að fara. Þegar maðurinn var búinn að taka upp lyklakippuna og í þann veg inn að opna útidyrnar heyrir hann að annar piltanna segir: „Nú!“ 1 sama bili ríður þungt högg á hægri augabrún svo að maðurinn féll við, vissir þó Gísli Árnoson á Helluvaði láfinn Gísli Árnason, bóndi á Helluvaði í Mývatnssveit, andaðist í gær, 64 ára að aldri. Eftirlifandi kona hans er frú Sigríður Sigurgeirsdóttir, og eignuðust þau fjögur börn, sem öll eru uppkomin. Gísli fór utan til að kynna sér fiskirækt, og dvald ist í þvf skyni f Noregi. En fljót- lega eftir að hann kom heim sneri hann sér að búskap, fyrst á Skútu stöðum og síðar á Helluvaði, og bjó þar myndarbúi, sem er vfða þekkt. ekki meðvitund og ætlar að rísa á fætur aftur, en þá fékk hann annað högg og við það gleymdi hann sér. Hafði hann þá fengið fossandi blóðnasir. Þegar maðurinn raknaði aftur við staulaðist hann á fætur, komst þá að þeirri niðurstöðu að búið var að ræna 2 þús. kr. úr veski hans. Hann fór þá út á götu, náði í bíl og ók niður á lögreglustöð til að kæra árás ina og ránið. Lögreglan leitar nú árásar- mannanna, sem henni þykir lík legt að séu hinir sömu í báð- um tilfellunum. Biður hún alla, sem einhverjar upplýsingar geta gefið að láta sig vita þegar í stað. Þjófnaður — Framhald af bls. 16. fjörðs í kjailara Bókaverzlunar Sigfúsar Eymundssonar aðfara- nótt 17. janúar f vetur. Þá var brotin þar rúða í hurð á ótrú- lega bíræfinn hátt og síðan lát- ið greipar sópa f hillum verzl- unarinnar og talið að verðmæti þýfisins — úra og skartgripa — hafi numið um eða yfir 100 þús. krónum. Mál þetta er nú í frekari rann sókn, en það má telja mikið happaverk hjá rannsóknarlög- reglunni að hafa á fáum dögum tekizt að upplýsa tvo einhverja stærstu innbrotsþjófnaði, sem framdir hafa verið í Reykjavík. 100 þús. — Framhald af bis. 16. Nú um helgina komst heild- arsöltun á Seyðisfirði yfir 100 þúsund tunnur og tvær söltun- arstöðvar þar eru nú komnar með yfir 20 þúsund tunnur. 1 fyrri viku hafði Hafaldan kom- izt yfir markið og er nú komin með 22 þús. tn. Nú f vikulok- in fór Ströndin, sem er söltun- arstöð Seyðfirðinga sjálfra, yfir markið. Stjórnendur Strandarinnar á- kvað að veita starfsfólkinu þrenn verðlaun, þegar tuttugu þúsund tunna markinu væri náð. 1. verðlaunin voru kvengullúr með áletrun og hlaut þau 13 ára piltur, Karl Svavarsson á Seyðisfirði. Aukaverðlaun, 500 krónur, fengu Ingibjörg Gísla- dóttir, 11 ára stúlka frá Seyðis- firði, og Sigríður Guðjónsdóttir frá Bolungarvfk.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.