Vísir - 02.09.1963, Síða 9
VISIR . Mánudagur 2. sept. 1963,
9
Sjö manna starfslið dvelur sumarlangt við skíða skólanum í Kerlrngarfjöllum. Hérna er það saman-
komið fyrir utan skála Ferðafélags Islands. Frá vinstri: Valdimar Ömólfsscm, Jónas Kerúlf, Álf-
heiður Gíslad., Guðrún Vilmundard., Sigurður Guðmundsson, Jakob Albertsson og Eiríkur Haraldss.
Skíðaskólinn í Kerl-
ingarfjöllum er hættur
störfum í ár. Um eða
yfir 150 manns hafa not
ið þar kennslu í skíða-
íþróttum í sumar, eða
iðkað þær sér til hress-
ingar og ánægju. Þetta
er þörf stofnun og á-
nægjulegt að vel hefur
tekizt í hvívetna um
stofnun hennar og starf
semi frá upphafi. Von-
andi á þessi nýbreytni
eftir að verða skíða-
íþróttinni eins konar
lyftistöng í framtíðinni
og glæða áhugann fyrir
þessari hollu og fögru
íþrótt.
Það voru þeir Valdimar Örn-
ólfsson og Eiríkur Haraldsson,
sem stofnuðu skólann og nú
hefur hann starfað í þrjú ár við
vaxandi vinsældir. Námskeiðin
hafa öll verið ágætlega sótt og
oft færri komizt að en vildu.
— Það virðist skjóta skökku
við og vera næsta öfugmæla-
um ferðir, svo við tókum þann
kostinn að binda hvert nám-
skeið við viku, þ. e. frá helgi
til helgar. Venjan hefur verið
sú, að lagt er af stað á sunnu-
dagsmorgun frá Reykjavík, en
úr Kerlingarfjöllum næsta Iaug-
ardag á eftir. Þá er venjan að
vera á skíðum fram til hádegis
og leggja af stað til Reykja-
víkur kl. 2—3 e. h.
350 skíðastúdentar
úr Kerlingarfjalla-
háskóla.
— Var mikil áðsókn í sumar?
— Það var fullskipað í öll
námskeiðin fyrirfram, svo að
við höfum ekki undan áhuga-
leysi eða dræmri þátttöku að
kvarta. Miklu heldur hinu, að
geta ekki orðið við óskum allra
þeirra sem til okkar vilja koma.
Greinilegt er, að þessi vísir að
skíðaskóla á vaxandi vinsæld-
um að fagna, því aðsóknin hef-
ur aldrei verið eins mikil og
nú. Á þessum þrem sumrum,
sem námskeiðin hafa verið hald
in, hafa sótt þau um 350
manns, þar af röskur helming-
ur í sumar. Þetta er fólk víðs
vegar að af landinu og á ýmsum
aldri.
— Er aldursmunur mikill?
— Mjög mikill oft og einatt.
Yngsti þátttakandinn sem við
ur er annars 10 ár. En við höf-
um líka haft allt að sextuga
menn á námskeiðunum okkar.
Það er því 55 ára aldursmunur
á elzta og yngsta þátttakand-
anum.
— Hvað komast margir fyrir
I einu?
— Við getum tekið 30—33 í
einu, en þá er líka fullskipað
í skálann, og er þó þröngt. Skál
inn er þegar orðinn of lítill fyrir
konur, liprar og duglegar og vin
sælar af öllum, sem hjá okkur
dvelja, jafnt starfsmönnum sem
þátttakendum í námskeiðunum.
Á þeim mæða umfangsmikil
störf.
Á skíðum
allt sumarið
kennt að bezta og auðveldasta
leiðin fyrir Islendinga til að
stunda skíðaferðir sé að gera
það Ji sumrin. — Eitthvað á-
þeklu þessu fórust Valdimar
Örnólfssyni orð þegar fréttamað
ur Vísis heimsótti hann og fé-
laga hans f Kerlingarfjöll á síð-
asta námskeiðinu sem þeir
héldu.
Betra að iðka
skíðaíþróttir á sumrin
en vetuma.
— En þetta er nú einu sinni
þannig, hélt Valdimar áfram,
að það er hætt að snjóa í skíða
lönd okkar Reykvíkinga á vet-
urna. Þeir voru teljandi dag-
arnir, sem hægt var að komast
á skíði s. 1. vetur. Hins vegar
er nægur snjór allt sumarið í
Kerlingarfjöllum, færi ágætt og
veður oftast nær gott. Hví þá
ekki að notfæra sér tækifærið?
— Eftir aðsókn að skíðanám-
skeiðunum ykkar að dæma, virð
ist fólk kunna að notfæra sér
þessa aðstöðu til skíðaferða á
sumrin. Hvað er langt síðan að
þið byrjuðuð á þessari skíða-
skólahugmynd ykkar?
— Þetta er þriðja sumarið. í
hitteðfyrra gerðum við fyrstu
tilraunina. Þá með aðeins tvö
námskeið, sem vöruðu í 10 daga
hvort. Reynslan af þeim varð
það góð, að við ákváðum að
halda námskeiðunum áfram og
jafnframt að færa út kvíarnar. 1
fyrrasumar efndum við til fimm
námskeiða, sem hvert um sig
stóð yfir eina viku. í sumar
verða námskeiðin sex talsins.
— Er ekki ein vika full stutt-
ur tími?
— Það er hverjum heimilt að
vera lengur ef hann vill. En
það er einu sinni svo, að fólki
þykir hentugra að koma um
helgi og fara um helgi heldur
en £ miðri viku, líka þægilegra
höfum haft var 5 ára gamall,
reyndar í fylgd með foreldrum
sínum, því að öðrum kosti
treystumst við ekki til að taka
jafn unga krakka. Lágmarksald-
Skálinn of lítill
fyrir hina miklu
aðsókn.
||g
líí-X'-X" • .
f. •.'■X.v.-X
' •> - ~ -r,
r.j
|-s > v .v ■ if
Við skiðalyftuna undir Fannborg i Kerlingarfjöllum. Fremst ;i
myndinni sést traktorinn, sem heldur lyftunni í gangi. Tveir eru
á leið upp brautina, en aðrir komnir upp og teknir að renna sér
á skíðunum.
þá miklu aðsókn, sem að nám-
skeiðunum berast. Við höfum
þess vegna ráðizt í að koma
upp lítilli bráðabirgðabyggingu
yfir starfsfólk námskeiðanna, til
að leysa brýnasta vandonn.
Sjö manna starfs-
og kennslulið.
— Er það margt?
— Við erum nú orðið sjö,
fimm karlar og tvær ráðskonur.
Auk mín eru þrfr skíðakenn-
arar, þeir Eiríkur Haraldsson,
Sigurður Guðmundsson og
Jakob Albertsson. Sá síðast-
nefndi gegnir auk þess því sér-
staka hlutverki að fylgja fólki
— sem hvfla vill sig frá skíða-
ferðum dag og dag — í göngu-
ferðir um fjöllin. Þar er af
mörgu að taka, fjölbreytnin að
heita má óendanleg og útsýn
af fjallatindum dæmalaus.Jakob
veit skil á hverjum tindi og
hverri þúfu og þekkir örnefnin
f Kerlingarfjöllum allra manna
bezt. Loks er Jakob þúsund
þjala smiður og gerir við allt,
utan húss og innan, sem aflaga
fer.
Við höfum hér á staðnum
stóran hópferðabíl allt sumarið.
Hlutverk hans er að flytja okk-
ur frá skálanum og upp f skfða-
löndin á morgnana og til baka
aftur á kvöldin. Einu sinni í
viku förum við í bað norður á
Hveravelli og loks flytur bíllinn
fólkið til Reykjavíkur um helg-
ar og sækir nýtt fólk og vistir.
Við höfum ráðið ágætan bfl-
stjóra, Jónas Kerúlf frá Reyk-
holti, sem dvelur hjá okkur allt
sumarið.
Loks starfa á vegum skólans
tvær ráðskonur, þær Álfheiður
Gfsladóttir og Guðrún Vilmund-
ardóttir. Báðar miklar ágætis-
Væntanlegir
Olympíufarar
að æfingum.
— En hvaða fólk er það sem
sækir námskeiðin?
— Ýmiskonar fólk, úr öllum
stéttum og aldursflokkum,
kvenfólk jafnt sem karlar. Það
var upphaflega hugmyndin að
námskeiðin væru einkum ætluð
byrjendum, en annars hefur all-
ur háttur verið hafður á um
það. Sumir hafa aldrei stigið á
skfði fyrr, aðrir koma til þess
eins að endurnýja kunnáttu
sfna og æfa sig. Þess vegna höf-
um við orðið að skipta nem-
endunum f hópa eftir kunnáttu
þeirra og getu.
Á sfðustu tveim námskeiðun-
um í sumar höfðum við beztu
skíðamenn landsins til þjálfun-
ar hjá okkur. Þeir voru að æfa
undir Olympfuleikana í Inns-
bruck á komandi vetri. Þeir
voru 9 talsins, 5 svigmenn og
4 göngumenn. Þeir beztu úr
þessum hópi verða valdir til ut-
anferðar. Skömmu aður en þeir
fóru héðan, var eins konar úr-
tökumót fyrir þá bæði í svigi
og stórsvigi. Það síðarnefnda
hófst f nær 1500 metra hæð eða
hærra uppi en nokkurt skíða-
mót á íslandi hefur verið háð
til þessa. Hlutskarpastur í báð-
um keppnunum varð Jóhann Vil
bergsson frá Siglufirði, en hann
er núverandi svigmeistari Is-
lands. Það er gert ráð fyrir að
þessir piltar æfi sig seinna í
haust, einhversstaðar norðan-
Iands og þá verður endanlega
ákveðið hverjir valdir verða á
Olympfuleikana.
Dagskrá
námskeiðsins
— Hvernig er þessum nám-
Framh. á bls. 10.