Vísir - 02.09.1963, Side 5
5
rramháif? Dls
Aðeins 4 mín. síðar kemur 2—1,
sem var ákaflega mótmælt af á-
horfendum og leikmönnum, enda
slcorað úr greinilegri rangstöðu.
Landsliðið lék upp vinstri kant og
fyrirgjöf Sigurþórs til Gunnars Fel-
ixsonar, sem var einn langt fyrir
innan, varð til að tilraunaiiðið
komst yfir. Línuvörðurinn, sem
fylgdist vel með að bví er virtist,
sá ekki rangstöðuna, en nokkur
þúsund augu vallargesta voru á alit
öðru rnáli, og sama var uppi á ten
ingnum f leik KR og Fram í ís-
landsmótinu fyrir skömmu, þá
skoraði Fram rangstöðumark, sem
sami línuvörður sá ekki.
©
Á 26. mfn jafnaði Hermann Gunn
arsson fyrir pressuna, Hann fékk
boltann inn í vftateignum, var einn
og óvaldaður og hæfði Iaglega i
markhomið, en einnig hann var
nokkuð „rangstæðilegur“, þó ekki
eins áberandi og Gunnar Felixson
nokkrum mínútum áður.
1 seinni hálfleik átti tilraunaliðið
mun meiri ítök f leiknum á mið-
biki vallarins og um leið varð sókn
ín þyngri en fyrr. Þó var það Skúli
Hákonarson, sem átti tækifæri á
að ná forystu fyrir pressuliðið
snemma f hálfleiknum en Helgi
kom út á móti og Iokaði markinu
og varði f horn. Á 9. mfn kom
3—2, en það var Gunnar Felixson
sem skoraði fyrir tilraunalandslið-
ið með bráðfallegum skalla, en
Steingrímur gaf fallegan bolta inn
að markinu, og Gunnar skallaði
yfir Heimi, sem var nokkuð fram-
arlega í markinu.
Sókn tilraunaliðsins varð nú mun
stífari og Ríkharður Jónss.on var
leiðandi maður í öllum aðgerðum
við markið. Hann átti t. d. stór-
kostlega fallegt skot af vítateig,
en það lenti í hliðametinu og mun-
aði mjög litlu að það Ienti innan
rammans. Fjórum mfnútum síðar
átti Ríkharður mjög fallegan skalla
að markinu upp úr henni frá Axel
Axelssyni, en þar kom Jón Leós-
son liðsmaður Rfkharðar í Akra-
nesliðinu og skallaði frá marki, —
mjög fallega gert hjá Akurnesing-
unum. Á 20. mín. jöfnuðu pressu-
menn þó leikinn. Ljót mistök við
tilraunamarkið, Helga mistókst út-
spark og Skúli skoraði í tómt mark-
ið, 3—3.
Tilraunamenn reyndu sem mest
þeir máttu að skora en én árang-
urs. Hcimir Guöjónss. átti sinn þátt
í að halda jöfnu þar til er aðsins
3 mínútur voru eftir af Ieik. Heim-
ir varði t. d. á 21 mínútu geysi-
fallegt skot frá Gunnari Felixssyni
af vítateig. Hins vegar var Heimir
ekki í aðstöðu til að ná sigurskoti
Gunnars, sem hafði Ieikið á pressu
vörnina og skaut frá markíeigs-
horni í hornið fjær sér, Heimir ekki
sem bezt staðsettur, 4:3.
FRAMMISTAÐA
LEIKMANNA.
Jón Stefánsson sem miðvörður
en sennilegt er að Hörður Felix-
son mundi henta betur gegn Bret-
um, einkum ef reyna á leikaðferð-
ina 4 — 2 — 4, sem legið hefur
í Ioftinu undanfarið og reynt hefur
verið með liðið, en þá mundu senni
lega Garðar og Hörður Ieilca tvö-
falda miðvarðarstöður, en innherji
(e. t. v. Ellert Schram) draga sig
aftur og mata framherjana. Heim-
ir í markinu er mjög góður og
betri en Helgi Dan Spuming er
samt hvort Helgi dugi ekki betur
er f Iandsleik kemur. Helgi á vissu-
lega fallega landsleikjaskýrslu, t. d.
voru tveir siðustu landsleikir gegn
írum stórkostlega góðir eins og
menn muna. Beztu tveir bakverð-
irnir voru tilraunalandsliðsmennirn
ir Ámi og Bjarni, sem ættu að
eiga vís sæti í Iandsliðinu. Garðar
Árnason var ekki með í gær vegna
veikinda, en hann ætti að eiga
sitt sæti vfst í landsliði en Magnús
framvörður stóð sig allvel í seinni
hálfleik, en Hrannar allgóður í fyrri
með pressuliðinu. í framlínunum
spjöruðu sig bezt Ríkharður og er
spurning hv.ort hann eigi ekki sæti
í landsliði. Hann barðist vel, en
skjóta má inn í að hann getur náð
helmingi meiru úr leik sínum, með
því að gefa boltann en freistast
ekki til að einleika. Einnig var
það mikill galli á Rfkharði að „hel-
frysta“ Axel Axelsson útherja h.
megin. Axel er mjög góður leik-
maður og getur orðið mikil stoð
fyrir landsliðið. Sama er um Sig-
urþór Jakobsson að segja. Hann
og Axel em örugglega tveir okk-
ar beztu útherjar, — en verða vit-
anlega að fá boltann, a. m. k. öðm
hverju til að hita sig upp, en það
vildi brenna við f gær. Gunnar Fel-
ixson átti ágætan leik sem miðh.,
en Hermann Gunnarsson, ungur og
efnilegur maður f þeirri stöðu,
gleymdi gjörsamlega að það voru
10 með honum og 11 á móti.
Þess vegna tapaði hann boltanum
ærið oft við fætur eins af þessum
bannsettu mótherjum
Dómari var Steinn Guðmundsson
og dæmdi ágætlega.
— jbp —
Framliaia •.! ols l
skeytamanna og bryta, sem eru
í Farmanna- og Fiskimannasam-
bandi Islands, við félög fram-
reiðslumanna, matreiðslumanna
og þerna, sem eru í Sambandi
matreiðslu- og framreiðslu-
manna, og loks er samið við
Sjómannafélag Reykjavíkur fyr
ir hönd háseta og smyrjara.
Sú nýjung er í þessu sam-
komulagi að þar er í fyrsta sinn
gert ráð fyrir sérstökum kaup-
taxta fyrir unglinga, sem vinna
á kaupskipaflotanum.
§$auði Krossinn —
Framnald „I bls. i
í ávarpi sínu að barnaskólar lands-
ins tækju upp árlega kynningu á
starfi Rauða Krossins. Einar Svein-
björnsson lék einleik á fiðlu, Ró-
mönsu op. 50 eftir Beethoven. Því
næst talaði borgarstjórinn í Reykja
vík, Geir Hallgrímsson, og minnt-
ist hann starfsemi Rauða Krossins
í þágu Reykvíkinga sérstaklega og
þakkaði fyrir hönd borgarbúa það
merka starf. Rögnvaldur Sigurjóns
son lék á píanó Ballade og tvær
etýður eftir Chopin. Þá flutti Valur
Gíslason leikari þætti úr aldarsögu
Rauða Krossins. Guðmundur Jóns
son óperusöngvari söng að lokum.
Þorkell Sigurbjörnsson, tónskáid
annaðist undirleik á hátíðinni. Jón
Auðuns, dómprófastur sleit sam-
komunni um kl. 22.
Seint á föstudagskvöldið varð það slys á síldarmiðunum um 70 míl-
ur út af Langanesi, að Reykjavíkurbátnum Leifi Eiríkssyni hvolfdi og
sökk hann skömmu síðar. Einn maður fórst með bátnum, Símon Sím-
onarson 34 ára gamall, ókvæntur. — Slysið varð þannig, að báturinn
var nýbúinn að fá stórt kast og var með pokann á hliðinni. Skyndi-
lega skall sjór yfir hann og lagðist hann á stjórnborðshlið og hvolfdi.
Tveir bátar, Jón Finnsson og Sigfús Bergmann voru nærstaddir og
björguðu áhöfninni, nema einum manni. Myndin sem hér birtist var
tekin, þegar Jón Finnsson var að koma með skipbrotsmennina í land
á Seyðisfirði.
Harmonikuhljómleikar
í Austurbæjarbíó
Bjarni Benediktsson, heilbrigðis-
málaráðherra, flytur ávarp sitt á há
tfð Rauða Krossins.
í kvöld kl. 7 heldur harmoniku-
parið Steinar Stöen og Birgit Wing-
ender hljómleika í Austurbæjarbíói
í Reykjavík. Hingað til Iands komu
þau í gær og ætla þau að ferðast
um Iandið og halda hljómleika.
Steinar Stöen, sem er norskur
að ætt, fékk snemma áhuga á har-
monikuleik og þegar hann var 17
ára innritaðist hann í Hljómlistar-
háskólann í Trossingen í Þýzka-
landi, en þar er stærsti harmoniku-
skóli í heimi. Steinar stóð sig
með afbrigðum vel í skólanum og
á burtfararprófi hlaut hann ágætis-
einkunn í harmonikuleik og ávarp-
aði skólastjórinn hann sérstaklega.
Unnusta Steinars Stöen, Birgit
Wingender, stundaði einnig nám f
harmonikuleik við skólann í Tross-
ingen og leikur hún á hljómleik-
unum'með StÖen hér á landi.
í fyrra tók Stöen þátt í heims-
meistarakeppni harmonikuleikara í
Prag og hlaut hann þar verðlaun
og var talinn bezti Norðurlanda-
búinn, sem þátt tók í keppninni.
Hefur hann nú fengið boð um
stöðu við Tónlistarskólann í írak,
en hafnað boðinu og hyggst hann
ferðast um og halda hljómleika.
Meðal þess sem Stöen og Wing-
ender leika hér á landi eru fanta-
síur, fúgur og kóralforspil eftir
Bach, Allegro eftir Handel, Ziege-
unerweisen eftir Sarasate, La
Campanella eftir Liszt.
Kvenfélag Óháða safnaðarins
heldur áríðandi fund í Kirkjubæ kl.
8,30 í kvöld.
Alltaf fjölgar
VOLKSWAG E !M
VERÐ:
VOLKSWAGEN 1500
STATIQN
KR. 175.220.
H E K L A , Laugavegi
170-172 . Sími 11275.
VOLKSWAGEN 1500
KR. 163.780.
VOLKSWAGEN - 1500