Vísir - 02.09.1963, Síða 10
70
V I S I R . mánudagur 2. sept. 1963.
Á SKÍÐtJM
Framhald af bls. 9.
skeiðum háttað? Hvað eruð þið
lengi á skíðum á daginn og
hvað er gert á kvöldin?
— Þessu skal ég öllu svara.
Við getum sagt að dagurinn
hefjist með því að fólkinu er
færður morgunverðurinn í rúm-
ið kl. 8.30—9.00 á morgnana.
Þetta er gamall þjóðlegur sið-
ur, en í Kerlingarfjöllunum er
hann allt að því nauðsynlegur
til að forðast þrengsli. Það er
nefnilega enginn matsalur til í
skálanum.
KI. 10 f. h. er lagt af stað
upp í fjöllin, fyrsta áfangann í
bíl, en þaðan er stutt í snjó. Við
höfum þar uppi tvær skíðalyft-
ur, önnur, sem ætluð er byrjend
um, er í léttri brekku, en hin
í góðri brattri brekku undir
Fannbug. Þær eru 200—300
metra langar. Okkur langar til
að koma upp enn Iengri og full-
komnari lyftu og vonumst til
að það takist.
Fólkið er á skíðum til kl. 5
—6 á kvöldin, en áður er kaffi-
hlé, venjulega kl. 1—2 e. h. og
þá drekkur fólkið kaffi eða te
með smurðu brauði í tjöldum
undir skíðabrekkunum. Aðal-
máltíð dagsins er borðuð á
kvöldin þegar fólkið kemur
heim í skálann. Að henni lok-
inni er venjulega efnt til kvöld-
vöku, þar sem fólkinu er skipt
í hópa og skiptast hóparnir á
að annast skemmtiatriði. Sum
kvöldin er dansað. Venjulega
gengur fólk til náða um mið-
nætti. Engum dettur í hug að
þrássast við settar reglur og
óregla í einni eða annarri
mynd þekkist ekki. Við höfum
aldrei haft annað en gott fólk.
Veðnr aldrei vond
— aðeins mismundi
góð.
— Er ekki innistaða í vond-
um veðrum?
— Ef veður er mjög vont,
hefst fólkið við í skálanum, en
það er næsta sjaldgæft. í sum-
ar kom það aðeins einu sinni
fyrir sem fólk hélt sig inni í
heilan dag sökum veðurs. Yfir-
leitt var veður mjög hagstætt
í sumar og það var ekki nema
ein vika á öllu sumrinu, sem
veðurskilyrði voru erfið. Við
nýtum slæmu dagana oft með
þvl að fara í bað norður á
Hveravelli.
Stundum kemur fyrir að fólk-
ið vill hvíla sig frá skíðunum.
Þá er lagt í gönguferðir um fjöll
in, enda er af nógu að taka í
þeim efnum og fjölbreytnin allt
að því óþrjótandi. Þarna eru
jöklar og tindar, mikil hvera-
svæði og líparítfjöll í hinum feg
urstu litum, hrikaleg gljúfur, ís-
borgir og íshellar og flest það
sem auga ferðalangsins girnist.
Langt til læknis.
— Hefur ekki komið fyrir að
fólk hafi meiðzt á skíðum
þarna uppi, og er þá ekki lang-
sótt til læknis?
— Jú, vissulega væri langt til
læknis ef meiri háttar slys bæri
að höndum, en það er brýnt fyr
ir fólki að fara varlega og hætta
sér ekki út í vafasama hluti,
enda aldrei komið fyrir nein al-
varleg meiðsli.
Ódýr skóli.
— Hvað kostar að' vera eina
viku á námskeiði hjá ykkur?
— Það er ekki dýrt miðað við
það sem flest fólk þarf að borga
í sumarleyfum sínum. V:ð höf-
um tekið 2200 kr. fyrir hvern
einstakling og í því er allt inni-
falið, fæði og húsnæði, kennsla
og ferðalög,
— Þetta er að einhverju leyti
gert í samvinnu við Ferðafélag
íslands.
— Já, það lætur húsnæðið í
té og eins tekur skrifstofa Ferða
félagsins við þátttökutilkynning
um fyrir okkur. Höfum við þar
nctið mjög góðrar fyrirgreiðslu
Helgu Teitsdóttur svo og fram-
kvæmdastjóra Ferðafélagsins.
Hjálp þeirra hefur verið okkur
ómetanleg.
Góð nýíing
á sæluhúsinu.
Það sem okkur þykir leiðin-
legt er þegar einhverjir meðlim-
ir Ferðafélagsins koma í fullt
sæluhúsið og telja sig eiga
heimtingu á gistingu. Við vitum
að þetta er nokkuð erfitt vanda-
mál fyrir Ferðafélagið, en telj-
um hins vegar að það hafi gert
rétt með því að láta húsnæðið
í té til afnota fyrir skólann.
Með því kemur húsið að fullum
notum yfir allt sumarið, en gist
ingar yrðu annars mjög tak-
markaðar í því, þar sem lang-
flestir ferðalangar leita á Hvera
velli til gistingar. Loks ber að
geta, að við yfirgefum húsið
alltaf öll laugardagskvöld, ein-
mitt þegar helzt er gesta von.
— Telurðu að þarna þurfi end
urbóta við ef framhald verður á
skíðanámskeiðunum hjá ykkur?
— Já. Ég gat áðan um stærri
og fullkomnari skíðalyftu. Það
er líka aðkallandi að koma upp
böðum, snyrtiherbergi og helzt
stærra svefnrými til að leysa
brýnasta vandann. Við höfum
líka látið okkur dreyma um
vegarruðning upp að efri skíða-
lyftunni okkar undir Fannborg.
Það myndi létta undir og
lengja kennslutímann dag
hvern. Næsta sumar höfum við
hugsað okkur að koma upp sér-
stökum námskeiðum fyrir ungl-
inga.
iofffesting
Veggfesting
Rfðætasm ugp
upp
5IMI 1374 3
LINÍDARGÖTU 25
Aldrei er
Kodak
litfilman
na uðsyn legri
en þegar
teknar eru
blómamyndir
hý
KODACHROMEII 15 DIN
KODACHROME X 19 DIN
EKTACHROME 16 DIN
HANS PETERSEN H.F.
Sími 2-03-13 Bankastræti 4.
D“ Næturvarzla vikuna 31. til 7.
sept. er í Laugavegs apóteki
Mánudagur 2. september.
"o Fastir liðir að venju.
*l 18.30 Lög úr kvikmyndum.
■° 20.00 Um daginn og veginn
°> (Vignir Guðmundsson
blaðamaður).
20.20 íslenzk tónlist.
°í 20.40 Erindi: „Saga af einum
■° tunnustaf“ (Gunnar M.
”■ Magnúss rithöf.)
°a 21.00 Kórinn Concordia í Minne-
■“ sota syngur.
21.30 Útvarpssagan: „Herfjötur".
22.20 Búnaðarþáttur.
22.40 Kammertónleikar.
‘■ •23.10 Dagskrárlok.
Sjónvarpið
Mánudagur 2. september.
14.00 The 20th Century
15.00 Football Hilites
15.30 Land Of The Free
16.00 Air Power
16.30 Ford Star Anthology
17.00 Mid-day Matinee
„Behind Looked Doors“
18.00 Arfts News
18.15 Country Style U.S.A.
18.30 The Andy Griffith Show
19.00 Sing Along with Mitch
19.55 Afrts News Extra
20.00 The Jerry Lewis Show
21.00 Wagon Train
22.00 The Twillight Zone
22.30 Peter Gunn
22.55 Afrts Final Edition News
23.00 Big Time Wrestling.
Ódýru fargjöldin til útlanda
aftur í gildi.
Flugfélag Islands og Loftleiðir
bjóða stórfelldan afslátt af far-
gjöldum á flugleiðum frá fslandi.
I því skyni að gefa sem flest-
um íslendingum kost á sumar-
auka erlendis og til að dreifa
nokkru af önnum sumarsins yfir
á vor og haust ,hafa flugfélögin
tekið upp á þeirri nýbreytni að
gefa kost á lágum sérfargjöldum
frá Islandi til nágrannalandanna
vor og haust. Lágu fargjöldin, sem
eru 25% ódýrarj en venjuleg ein-
miðagjöld, komu fyrst til fram-
kvæmda 1. apríl s.l. og giltu þá
apríl og maí. Þessi nýbreytni
mæltist mjög vel fyrir og fjöldi
fólks notfærði sér sérfargjöldin
til utanlandsferða.
I gær gengu ódýru fargjöldin
f gildi að nýju og gilda í sept-
ember og október.
Ódýru vor- og haustfargjöldin
eru háð því skilyrði að keyptur
sé farseðill frá íslandi til staðar
erlendis og til íslands aftur og að
ferð ljúki innan eins mánaðar frá
brottfarardegi.
Hin ódýru fargjöld eru sem hér
segir:
Frá Reykjavík til eftirtalinna
staða og til baka:
Amsterdam kr. 6.909.00
Bergen — 4.847.00
Bruxelles — 6.560.00
Glasgow — 4.522.00
Gautaborg — 6.330.00
Hamborg — 6.975.00
Helsinki — 8.923.00
Kaupmannahöfn — 6.330.00
London — 5.709.00
Luxemburg — 7.066.00
Oslo - 5.233.00
París — 6.933.00
Stavanger — 4.847.00
Stockholm — 6.825.00
Frétt frá menntamálaráðuneytinu.
Vísindamálaráðherra Sambands
lýðveldisins Þýzkalands, Hans
Lenz, kom til íslands í gær ásamt
konu sinni og dóttur, og munu
þau dveljast hér vikutíma. Gest-
irnir munu m.a. fara til Þingvalla,
að Gullfossi og Geysi, að Reyk-
holti í Borgarfirði, til Akureyrar
og Mývatns. — Ráðherrann mun
skoða söfn og rannsóknarstofn-
anir og flytja fyrirlestur f Há-
skólanum 4. september.
BELLA
OPIB
ttripuw
Þú horfir aldrei svona á mig.
8/öðum
fletf
Mörg ein snótin böl mér bjó,
bara gegnir furðu,
hvað mér vænt um þykir þó
þessar drottins smurðu.
Káinn.
Anno 1710 er ég fæddur í þessa
heims ljós af frómu almúgafólki
.. og þó ég væri getinn fyrr en
hjónaband var á komið með þeim,
þá hefur samt minn skapari ekki
látið mig gjalda þess hingað til
dags. Ei heldur mína foreldra, svo
að ég hafi kunnað mark á að
taka, þvf að hann blessaði þau
þar eftir með tveim piltum, bræðr
um mínum og einni dóttur. (Sjálfs
ævisaga sr. Þorsteins Péturssonar
á Staðarbakka).
Tóbaks-
korn
... jú, góði, ég held að ég
kunni einmitt ráð við þessari
bölvaðri ekkisen minkaplágu ...
ef þessum vísindamönnum tækist
að kynbæta stofninn, að hvert
þessara kvikinda yrði með fjórum
til fimm skottum ...
1