Vísir - 02.09.1963, Blaðsíða 15
VÍSIR . Mánudagur 2. sept. 1963.
75
E3S5S2KE
Peggy Gaddis:
13
mmm
Peebles þessi hafði flutt allt sitt
hafurtask í Afdalinn á vagni, sem
uxum var beitt fyrir. Og enn voru
í kofunum ýmsir hlutir frá göml-
um tfma, jafnvel kjóllinn, cem kona
hans hafði verið í, er þau voru
gefin saman. Og þayna var margt
húsgagna, sem hann sjálfur hafði
smíðað.
Marthy frænka hafði verið ekkja
síðan nótt eina fyrir ellefu árum,
•er maður hennar, drykkfelldur iðju-
'leysingi, hrapaði til bana augafull-
ur uppi í fjöllunum, þar sem hann
bruggaði, en það var hans eina
iðja. En Marthy frænka var af öðr-
um málmi steypt. Hún var nú kona
um fimmtugt, hlý kona og góð-
hjörtuð og sístarfandi, sem aldrei
máttti aumt sjá, og alltaf var reiðu
búin að hjálpa öðrum. Margoft
gekk hún marga kílómetra vegar,
þar sem neyð ríkti, ti! þess að
verða að einhverju liði, og það
jafnt á vetrum, þegar ófærð var,
eins og á sumrin. Hún var því
kona vinsæl og hvarvetna vel fagn-
að, hún átti líknarhug og líknar-
hendur, og huggunarorð hennar
létu vel í eyrum hinna sorgmæddu.
Meredith hafði svo sem að lík-
um lætur kynnzt henni og fengið
miklar mætur á henni ,og ætti hún
leið í Afdalinn, var hún því vön
jafnan, gæti hún því við komið,
að líta inn til hennar og rabba við
hana góða stund.
Það var yndislegan miðsumars-
dag nokkurn, er Meredith ók bif-
reið sinni að bjálkakofanum, og er
hún var komin út úr henni, og
Marthy hvergi sjáanleg, hóaði hún,
í von um að hún. væri einhvers
staðar nálæg. Og eftir dálitla stund
kom hún, þerrandi blautar hendur
á svuntu sinni:
— Ef það er þá ekki Merry
læknir, sem komin er — og vel-
komin veri hún. Alltaf gleðst ég
að sjá yður, Merry — og nú megið
þér til með að koma inn smástund.
Þegar inn kom þurrkaði Marthy
af stól með svuntu sinni og bað
hana að setjast. Þegar þær höfðu
næðst við um stund gerði Mere-
dith sér grein fyrir að eitthvað
var að — ekki var hún í vafa um,
að Marthy var jafn innilega glöð
yfir að sjá hana og vanalega, en
einhvern veginn fannst henni, að
hún væri eitthvað viðutan og tæki
ekki alltaf eftir því, sem hún sagði,
og loks gat Meredith ekki stillt sig
um að spyrja.
— Hvað er að, Marthy frænka?
Mér dylst ekki, að eitthvað amar
að.
Marthy frænka leit snöggt á
hana. Henni hafði brugðið. Svo
Ieit hún undan og var þögul langa
stund.
Meredith sá, að æðaberar, knýtt-
ar hendur Marthy frænku, sem hún
studdi að knjám sér, lyftust lítið
eitt, er hún kreppti fingur fastar
að knjánum, og varir hennar bærð-
ust, — svo virtist sem hún vildi
segja eitthvað, en gæti ekkert sagt.
Meredith beið á meðan, full nam-
úðar, og loks Ieit Marthy frænka
á hana, og það var ótti og kvíði
r hinum gráu augum hennar.
— Já, þtð er eitthvað að mér,
Merry læknir, og ... og ég er
hrædd um, að það sé eitthvað mjög
slæmt.
Meredith strauk sem snöggvast
handarbak Marthy frænku og sagði
svo með áherzlu:
— Segðu mér nánara frá þessu,
Marthy frænka, til þess eru lækn-
ar, að til þeirra sé leitað, ef eitt-
hvað er að. Vertu nú ekki allt of
kvíðin, — það er engin vissa fyrir,
að þetta: sé eins alvarlegt og þú
heldur.
— Komið sem snöggvast inn í
svefnherbergið, sagði Marthy
frænka og reis á fætur. Það var
komin harka í rödd hennar.
Svefnherbergið var bjart og allt
þokkalegt þar, hvítar gardínur,
hreint á rúminu, gólfið hvítskúrað.
Hún hneppti frá sér blúsunni ó-
styrkum fingrum og afklæddi sig
nægilega til þess, að Meredith gæti
hlustað hana og skoðað. Þegar hún
| hafði lokið því, horfði Merthy
| frænka á hana, jafn kvíðafull og
fyrr, og sagði:
— Ég er svo hrædd um, að ég
sé með krabba ...
í augum fólksins í Afdalnum var
krabbamein eins óttalegt orð og
dauði og merkti hið sama — að
fá krabbamein hugði það miklu
verra en að fá a ðdeyja úr nokk-
urr; annarri veiki, því að það væri
sama sem að þjást mánuðum ef
ekki árum saman, ávallt með dauð-
ann framundan.
— Við skulum vona það bezta,
Marthy frænka. Ég get ekkert
ákveðið sagt um slíkt eftir skoðun
sem þessa, — það þarf nákvæmari
skoðun til og gegnumlýsingu og
myndatökur. Hefirðu haft þjáning-
ar í brjóstinu fyrr?
— Já, það var einhver bólga, ég
var talsvert veik, og Jónatan dreng-
urinn minn var þá fjögurra mán-
aða, og ég varð að láta hann fá
pelann, og fólk segir, að það sé
þess vcgna ser.r það lifði ekki.
— Vitleysa, Marthy frænka. Mill-
jónir, tugmilljónir hraustra karla
og kvenna voru eitt sinn pelabörn,
og reyndi að mæla sem hessileg-
ast, og leyna þeim beyg, sem í hug
hennar var, að eitthvað mjög alvar-
legt væri að. Hún dundaði við að
hagræða einhverju í læknistösku
sinni meðan Marthy fræna var að
laga sig til, og sagði svo:
— Hlustaðu nú á mig, Marthy
frænka, sagði hún, þú ættir nú að
koma með mér í bæinn til gegnum-
lýsingar og myndatöku. Það er eina
leiðin til þess að vita vissu sína
í svona tilfelli. Sýni myndirnar ekk-
ert alvarlegt muntu verða vonglöð
og hress á ný.
— En ég þarf að mjólka og sinna
hænsnunum — og það er orðið
framorðið.
— Þú veizt vel, að nágrannarnir
munutaka það að sér — Fowler og
kona hans — og ég skal aka þér
hingað í fyrramálið — og það yrði
tilbreyting fyrir þig að skreppa í
bæinn um leið.
— Hamingjan góða, sagði Marthy
frænka ,næstum af barnslegri furðu
er hún hugsaði til þess eins og hún
væri að leggja út í mikið ferðalag,
og ég sem hef ekki farið að heiman
óratíma, nema hérna um dalinn til
þess að sitja yfir veikum eða svo-
leiðis — það hljóta að vera ein
15-20 ár.
— Þá er sannarlega kominn tími
til að þú hverfir frá þínum daglegu
störfum eins og einn sólarhring,
sagði Meredith ákveðin, — svona,
farðu nú og taktu saman það, sem
þú þarft, og búðu þig. svo í þessa
miklu langferð. A^jn^fct-'fer^g og
tala við Fowler og konu hans.
_ _ _ 6 !
— Hvort ég vil, Merry læknir,
sagði Abe Fowler, við skulum líta
eftir öllu fyrir hana. Það er meir
en kominn tfmi til, að einhver geri
eitthvað fyrir hana, sem alltaf hef-
ur verið reiðubúin til þess að hjálpa
öðrum. Það er þó vonandi ekkert
alvarlegt að Marthy frænku? Mér
fannst hún hressileg þegar ég sá
hana í morgun.
— Fráleitt neitt mjög alvarlegt,
sagði Meredith, þótt hana grunaði
annað, en hún vildi ekki verða til
þess að vekja áhyggjur í hugum
vinveittra nágranna Marthy frænku
ef það skyldi svo reynast svo, að
hún væri ekki hættulega veik.
— Hún hefur verið eitthvað las-
in og mér fannst rétt að hressa upp
á hana og fá hana með mér í bæ-
inn. Þá get ég skoðað hana betur
um leið, þó ekkert sé að, hefur hún
gott af tilbreytingunni.
Abe Fowler og kona hans voru
henni fyllilega sammála og þegar
hún ók af stað eftir veginum til
gilsins, sem vegurinn lá um, var
veifað til þeirra úr hverjum kofa,
því að það hafði frétzt furðu fijótt,
að Merry læknir væri á ferð og
hefði tekið Marthy frænku með sér
til River Gap.
Rosalie tók Marthy frænku vel,
en var dálítið hissa á komu hennar,
þar til Meredith hafði sagt henni
hvernig á stóð. Vísaði Rosalie Mar-
thy inn í gestaherbergi og fannst
Marthy svo fín þar, að engu var
líkara en að hún væri smeyk við að
setjast niður. Rosalie bað hana að
láta sem hún væri heima hjá sér
og stjanaði við hana meðan Mere-
dith hringdi til Frazier læknis. Hún
sagði honum í stuttu mállfrá Mar-
thy frænku og bætti svo við eins
og hálfhikandi:
— Ef þér treystið yður til þess
að hjálpa mér við myndatökurnar
væri ég þakklát. Og hve dásamleg
það væri, ef í ljós kæmi að ótti
minn væri ástæðulaus.
— Ég kem, sagði Frazier ákvcð-
inn. Hvenær viljið þér að ég komi?
— Komið til miðdegisverðar,
sagði Meredith og var sem fergi
væri af henni létt.
Á ég að taka húsráðandu með
mér? spurði Frazier læknir og vott-
aði fyrir glettnj í rödd han->.
— Fyrir alla muni, sagði Mere-
dith með áhuga.
Frazier hló og lagði frá sér heyrn
artólið, en hægt andvarp leið frá
brjósti Meredith, sem uppgötvaði
sér til undrunar, að hún var dálítið
óstyrk á taugum.
Hún minntist þess, sem Evan
Farley hafði ávallt lagt áherzlu á,
að þeir sem vildu verða góðir lækn-
ar yrðu að koma fram við hvern
einstakan sjúkling án tilfinninga-
semi, að líta ávallt eingöngu svo á,
að um sjúkdómstilfelli væri að
ræða, — sjúkdóm, sem þyrfti að
lækna, en Meredith hafði fyrir
Iöngu komizt að raun um, að hún
gat ekki annað en látið persónu-
legra tilfinninga gæta í allri með-
ferð og framkomu gagnvart sjúk-
lingum. Og i-Máháyr frænka var
kona við aldur, góð sál, sem öllum
hafði ávallt viljað gott gera og
mikið liðið á Iangri ævi. Hvernig
gæti hún annað en látið allt þetta
hafa áhrif á sig. Og hún hvorki
vildi né gat bægt þeim áhrifum frá.
Þetta var á sumarkvöldi og byrj-
að að húma. Hún vissi, að hún
hefði átt að skreppa heim í húsið,
til þess að segja Jeanne, að þrír
gestir yrðu til miðdegisverðar, en
hún var óvenjulega þreytt og ó-
venjulega bölsýn, og hún óskaði
sér þess, að Jónatan væri hjá
henni. Hún lokaði skrifborði sínu
og var í þann veginn að leggja af
stað heim, þegar hún heyrði geng-
ið hröðum .léttum skrefum að úti-
dyrunum. Og á næsta andartaki
næstum flaug Louella inn til henn-
ar, svo hýr *á svipinn og ham-
ingjusöm, að hún ætlaði varla að
trúa sínum eigin augum.
Louella faðmaði Meredith þegar
að sér í innilegri hamingju sem
hún auðsæilega var gagntekin af.
— O, Meredith læknir, þér eruð
alveg dásamlegar, ég blátt áfram
elska yður, ég er, ó, ég er svo inni-
lega hamingjusöm, og veit ekki,
hvernig ég get þakkað yður.
Meredith hló og smitaðist af
æskufjöri hennar og endurheimti
þegar nokkuð af eigin gleði og
bjartsýni.
Barnið gott, segjum sem svo, að
ég sé dásamleg, en hvernig fórstu
að uppgötva það?
— Ég veit — ég veit ég var
alveg skammarlega leiðinleg þeg-
ar mamma kom með mig hingað,
og ég vil gera hvað sem er til
þess að sýna hvað ég sé eftir því
og hve þakklát ég er, því að þér
hafið kippt öllu í lag. —
f Q 03 03 □ SS 03 E3 Q Q Q Q Q Q Q Q Q Q Q Q
MY OKPEKS FKOM 6EKIEK.AL YEATS AKE TO T VERV WELL,CW’TAIW WILPCM\ ..
/ BUT l'VE JUST PROVEP THAT
5 MOSTMOTO-MOTOS AKE NOT
SAVASES1 X THINK. WE CAW USE
. MOTO-MOTOS-FOK. PEACE!
SRIWS YOU OUT IM THE COFTER.TAKZAM,
OR STAY WITH YOU'. IF YOU STAV AMOMð
THESE SAVAGES^ I STAY'. j-------j
Jæja, eins og þú vilt Tarzan,
segir gamli höfðinginn, farðu með
þá til Nombuzi og láttu dæma þá
þar. Ég hef skipanir frá Yeats
hershöfðingja um að koma með
þig með mér Tarzan, sc' Tild
cat, ef þú verður hérna áfram,
þá verð ég líka. Eins og þú vilt,
svarar Tarzan honum, en ég hef
■££'
sannað, að það eru ekki allir Moto
Motoar blóðþyrstir. Ég held að
við getum auðveldlega haldið frið
við þá.
j Hárgreiðslustofan
HÁTÚNI G, sími 15493.
[ Hárgreiðslustofan
[sðLEV
^Sólvallagötu 72.
jSími 14853.
: Hárgreiðslustofan
iPIROLA
[ Grettisgötu 31, sími 14787.
Hárgreiðslustofa
VESTURBÆJAR
Grenimel 9, simi 19218.
Hárgreiðslustoía
AUSTURBÆJAR
(María Guðmundsdóttir)
Laugaveg 13, sími 14656.
Nuddstofa á sama stað.
Hárgreiðslu- og snyrtistofa
STEINU og DÓDÓ
Laugaveg 18 3. hæð (lyfta).
Sími 24616.
Hárgreiðslustofan
Hverfisgötu 37, (horni Klappar-
stígs og Hverfisgötu). Gjörið
svo vel og gangið inn. Engar
sérstakar pantanir, úrgreiðslur.
P E R IVI A, Garðsenda 21, simi
33968 — Hárgreiðslu og snyrti-
stofa.
Dömu, hárgreiðsla við allra hæfi ‘
TJARNARSTOFAN,
Tjarnargötu 10, Vonarstrætis-
megin. Sími 14662
Hárgreiðslustofan
Háaleitisbraut 20 Sími 12614
^WWWWWNAAAAAAAAi
Ódýrar þykkar
dreagjapeysur
HAGKAUP
Miklatorgi