Vísir - 03.09.1963, Side 2
I
VÍSIR . Þriðjudagur 3. sept. 196$.
////ómww/mn?/////A
rr \ 1 u
V/////A ZV//////Æ W//////M.
BL
Akranessliðið,, sem vann Landsmót 3. flokks: Efsta röð: Magnús Magnússon, Sigurjón Sigurðsson, Eng-
iibert Guðmundsson, Einar Guðlaugsson, Trausti Hallsteinsson. Miðröð: Lárus Skúlason, Ingi Gunn-
laugsson, Finnur Jóhannsson. Neðsta röð: Sigursteinn Halldórsson, Guðmundur Haraldsson, Guðlaugur
Þórðarson, Júlíus Ármannsson, Einvarður Albertsson, Eileifur Hafsteinsson.
r r
UrvsilslRð M í yn§ri fbickiiRfsani
AKRANES vann meistaratitilinn í
landsmóti 3. flokks í skemmtileg-
um Ieik á Melavelli á sunnudaginn.
Þetta er í fyrsta sinn sem tvö
utanbæjarlið mætast til úrslita í
landsmóti, en hingað til hafa
Reykjavíkurliðin alltaf átt a. m. k.
annan fulltrúann í úrslitunum.
Akurnesingar sýndu mun meiri
leikni, en annars var harka í leikn-
um nokkuð mikil og samleikur í
slakasta lagi. Vestmannaeyingar
reyndu ekki mikið að hyggja upp,
en treystu á löng spörk fram miðj-
una, sem sprettharðir sóknarmenn
eltu uppi.
Sævar Tryggvason skoraði fyrsta
markið, komst inn fyrir vörn Akra-
ness og færði Vestmannaeyingum
forystu. Rétt fyrir lok háifleiksins
skoraði hinn bráðefnilegi Eileifur
Hafsteinsson 1:1 úr vítaspyrnu. I
seinni hálfleik byrjuðu Skagamenn
þar sem frá var horfið í fyrri hálf-
leik og brunuðu upp með boltann,
en endahnútinn rak nýbakaður
sveinameisfari í 100 metra hlaupi,
Sigurjón Sigurðsson og 3:1 kom
seint í 'hálfleiknum eftir laglegt sam
spií og Vestmannaeyingar skoruðu
3:2 er mjög stutt var eftir af leikn-
um. Það skoraði Ólafur Kristinsson
úr þröngri stöðu, mjög fallegt
mark.
Björgvin Schram, formaður KSÍ
afhenti Akurnesingum sigurlaunin
að Ioknum leik, forkunnar fagran
bikar, em nú er keppt um í þriðja
skipti. Valur vann bikarinn í tvö
fyrstu skiptin.
Leikmenn Eyjamanna tóku tap-
inu með sannri íþróttamennsku, en
leitt var að sjá og heyra til eldri
áhangenda liðsins, sem fóru hinum
verstu orðum um piltana og voru
reiðir og dónalegir.
í undanrásum 3. flokks vann ÍA
sinn riðil með 10 stigum í 5 leik-
um og skoruðu 23 mörk gegn 6.
Þróttur varð annar með 7 stig,
tapaði fyrir ÍA en fór að svo búnu
utan og kom heim með nýtt og
betra lið og stóð sig mjög vel eftir
það. Víkingur varð þriðji, en Fram
Reykjavikurmeistararnir fjórðu,
Framh. á bls. 5
'WWVWVWWVWWWWWWWWWWVVWWV
Ósigrandi efíir fallið!
Akureyringar „falleruðu“ í 1. deild fyrir rúmri viku, eins
og kunnugt er, en síðan hafa þeir svo sannarlega ekki gert
það endasleppt. Þeir hafa leikið tvo knattspyrnuleiki og unn-
ið með hinni ótrúlegu markatölu, 22:1 samanlagt. Þó voru
liðin, sem keppt var við, ekki af lakari endanum, sem sé lið
frá brezka heimsveldinu og annað frá V.-Þýzkalandi, bæði
af skipum, sem komu til Akureyrar.
Akureyringar eiga annars eftir að láta heyra frá sér meira,
þ. e. í bikarkeppninni og Norðurlandsmótinu, sem hefst inn-
an skamms.
„Smaiuð" fil keppnð:
•j
Lfm síðustu helgi fór fram
ieikur I landsmóti II. flokks í
Vestmannaeyjum. Leiknum lauk
með því að vailarmet var sett,
11:0. Það voru sjálfir Reykja-
víkurmeistararnir í II. flokk sem
mættu liði Í.B.V. og lauk þeim
ieik með sigri Í.B.V.
Ekki virtist mikill áhugi vera
ríkjandi hjá Valsmönnum fyrir
ferðinni, því reynt var að
,,smala“ mönnum til að keppa
í landsmóti I. flokks. En ekki
gekk betur en svo, að aðeins
mættu 7 Valsmenn út á flug-
völl kl. 8 á laugardagsmorgun-
inn. Þrátt fyrir það héldu þeir
til Vestmannaeyja í von um það
að þeim tækist að finna ein-
hvern Valsmann í Eyjum. En
sem kunnugt er getur lið ekki
hafið keppni, nema minnst 8
leikmenn mæti til ieiks.
Svo heppilega vildi til að B.
G. ljósmyndari Vísis var stadd-
ur í Eyjum og drifu Valsmenn
hann í keppnisbúning, svo úr
leik þeirra gæti orðið. Fyrrnefnd
ur hafði aldrei keppt í knatt-
spyrnu áður og aldrei á knatt-
spyrnuvöll stigið, enda var ár-
angur hans eftir þvf. Er dóm-
arinn flautaði af höfðu Eyja-
skeggjar skorað 11 mörk, en
Reykjavíkurmeistararnir ekkert.
En í þakklætisskyni við B. G.
fyrir það að hann hefði gert
þeim mögulegt að keppa, báru
Valsmenn hann á gullstól út af.
Vallarmetið og markatalan
11:0 ætti að vera Valsmönnum
og öðrum félögum góð áminn-
ing um að senda ekki lið út á
land til keppni nema þau séu
skipuð 11 mönnum, svo ekki
sé minnzt á varamenn. Já, og
allra sízt i landsmóti.
Hagaskóls
skóli
Innan Norrænu sundkeppninnar
hefur framkvæmdanefndin í Reykja
vík komið á keppni milii skólanna
eins og var í síðustu keppni. Þátt-
taka skóianema er eins og vera
ber talsvert hærri en meðalþátt-
taka borgarbúa, enda eiga allir
skólanemendur að vera syndir og
skyldugir að synda 200 metrana
ef mögulegt er. Þátttaka í efstu
skólunum er nú orðin þessi: Fram-
haldsskólar: Hagaskólinn 230 þáttt.
eða 42%. Gagnfræðask. Austurb.
©g Hlíða-
efstir
244 eða 40%. Gagnfræðask. Lind-
arg. 109 þáttt. eða 35%.
Barnaskólar: Hlíðarskólinn ; 330,
36%, Laugalækjarskóiinn ;221,
35%, Austurbæjarbarnaskólinn
313 34%, Laugarnesskólinn 367
34%, Miðöœjarskólinn 304 29%.
I síðustu keppni unnu Réttarholts
skólinn (66,1%) í keppni framhalds
skólanna og Laugarnesskólinn (72,
7%) í keppni barnaskólanna. Hlaut
hvor skóli bikar að verðlaunum.
63
Þær keppa við vina-
bæinn í handknattleik
S. 1. laugardag héldu fyrstu utánfarar kvennaflokka FH í handknatt-
leiksferð til Noregs. Ferðinni var heitið til vinabæjar Hafnarfjarðar,
sem heitir Bærum, og er í svipaðri aðstöðu gagnvart Osló og Hafnar-
fjörður gagnvart Reykjavík. I Bærum munu stúlkurnar leika nokkra
leiki við meistaraflokkslið norskra, en íþróttafélagið MODE er gest-
gjafi stúlknanna.
Mjög skemmtileg dagskrá hefur verið sett upp fyrir ferð stúlknanna
og meðal annars, sem þær munu gera í Noregi, eru skógarferðir, sjó-
skíðaferðir, verzlunarferðir og dansleikir, og iokahóf verður í ráðhúsi
Bærum.
FH-stúlkurnar hafa aurað saman af mesta dugnaði í vetur og sumar
og fá þarna ódýra og góða ferð. Þær flugu utan með Flugfélags Vél, en
koma með m.s. Heklu heim aftur. Fararstjórar eru þeir Valgarð Thor-
oddsen og Hallsteinn Hinriksson.
Stúlkurnar, sem taka þátt í Noregsferðinni: Sigurlína, Herdís, Sylvía,
Elín, Sigríður, Sigrún (úr Breiðabliki), Þórhildur, Erna, Guðlaug,
Jónína.