Vísir - 03.09.1963, Síða 3
VISIR . Þ::!
Það var margt manna saman
komið í Listamannaskálanum sl.
föstudagskvöld að skoða fjöl-
breytt úrval af verkum, sem frú
Nína Tryggvadóttir hefur málað
á árunum 1936-1963. Þarna voru
abstraktmyndir og myndir, sem
áður fyrr þóttu abstrakt, en
virðast nú eins natúralistísk-
ar og frekast er hægt að óska
sér á vorum abstrakt dögum.
Myndir af þekktum Islending-
um með augu, nef og munn,
eins og málarar höfðu á fyrir-
myndum sínum til skamms
tíma, málverk af Reykjavík, eins
og hún var fyrir 20—30 árum
eða eins og hún leit út í augum
listakonunnar. Landslagsmyndir
eins og hún sér landslagið nú
orðið. Mörgum finnst hún kann-
ske hafa breytzt í túlkun sinni,
en sjálf er hún ekki svo viss
um það. Sama línan gengur
gegnum allt, sama uppbygging-
in, en hún leitar stöðugt nýrra
tjáningarforma að hætti góðra
listamanna. Áhorfendumir skoð-
uðu verkin af athygli, þ. e. a. s.
Menntamálaráðherra, Gylfi Þ. Gíslason, og frú hans, Guðrún Vilmundardóttir, ræða við Nínu og dóttur hennar, Unu
Listþróun Nínu frá ‘36 til 463
eftir því sem hægt var fyrir
öðrum áhorfendum, sem
skyggðu á. Þarna voru ráðherrar
og þekktir listamenn, prófessor-
ar. og nemendur, húsmæður og
svokallað venjulegt fólk, allir
flokkaðir saman undir heildar-
titilinn listunnendur. Og Nína
stóð við dyrnar og brosti.
Tónskáldin njóta listaverkanna. Jó'n Nordal og dr. Páll ísólfsson eru þungt hugsi, eins og vera ber
Dr. Selma Jónsdóttir og frú Sigríður Björnsdóttir, eiginkona Bjarna
Benediktssonar, dómsmálaráðherra, hafa nóg að spjalla.
Prófessorinn og listakonan. Dr. Sigurður Nordal óskar Nínu til
hamingju.
Þorvaldur Skúlason veltir vöngum yfir myndinni af sjálfum sér, en Gunnar Sigurðsson virðist hinn
ánægðasti með svipmótið.