Vísir - 03.09.1963, Side 5

Vísir - 03.09.1963, Side 5
VÍSIR . ÞriSjudagur 3. sept. 1963. 5 ilýir presfar — Framhald at bls. 1. ákveðið um framtíðarprestakalla skipan í Reykjavíkurprófasts- dæmi þegar að því kemur að næst þarf að fjölga prestum. Þá á Seltjamamessókn að verða sérstakt prestakall, sem nær yf- ir Seltjarnarnes, einnig verður sérstakt prestakall milli Suður- landsbrautar og Miklubrautar, austur af Háteigsprestakalli, og á það að heita Háaleitispresta- kall, og loks verður F.ossvogur- inn gerður að sérstöku presta- kalli. En þessi skipting kemur sem sé ekki til framkvæmda að þes.su sinni og ekki fyrr en fólksfjölgun á fyrrnefndum svæðum gefur tilefni til. Hins vegar verður Kópavogssókn nú þegar að sérstöku prestakalli, sem núverandi prestur þjónar áfram, en Bústaðasókn, sem hann hefir einnig þjónað, verð- ur sérstakt prestakall sem fyrr segir. HVERJIR SÆKJA? Margir eru þegar farnir að velta því fyrir sér, bæði þeir, sem hafa rétt til að sækja og þeir, sem hafa rétt til að kjósa. Ekki er vitað um endanlega tölu umsækjenda af skiljanleg- um ástæðum, en blaðið hefir heyrt eftirfarandi: Séra Hjalti Guðmundsson og Frank Hall- dórsson guðfræðikandidat munu hafa hugsað sér að sækja um Nesprestakall. Séra Arngrímur Jónsson í Odda, séra Ásgeir Ingibergsson I Hvammi og séra Lárus Halldórsson munu hafa hugsað sér að sækja um Háteigs prestakall. Séra Sigurbur Hauk- ur Guðjónsson á Hálsi í Fnjóska dal og séra Magnús Runólfsson Reykjavík munu sækja um Lang holtsprestakall. Séra Jónas Gísla son í Vík í Mýrdal mun ætla að sækja um hið nýja Áspresta- kall. Felix Ólafsson guðfræði- kandidat og kristniboði og séra Ragnar Fjalar Lárusson á Siglu-' firði munu ætla að sækja um hið nýja Grensásprestakall. Og Ioks mun séra Ólafur Skúlason ætla að sækja um Bústaðapresta kall. Bþróttir — Framhald af bls. 2. Hafnarfjörður fimmtu og Keflavík neðst. í hinum riðlinum voru Vest- mannaeyingar efstir með 7 stig í 4 leikjum. Valur varð númer 2, þá ísafjörður og Selfoss. SjósBys — Framhald af bls. 1 ins, sjór kom I STB-ganginn og við hallann sem varð rann síld- in til í lestinni og jók það enn á hann. Leitazt var við að draga úr hallanum og var háfun stöðv uð. Við háfun á nýjan leik var sett í BB-stíur til að rétta skip- ið. Á meðan jókst vindur stöð- ugt,, var orðinn á að gizka 5—6 vindstig, sjór krappur og skugg sýnt. Varla var skipið orðið kjöl rétt þegar annar sjór reið yfir skipið STB-megin og fljótlega önnur bára. Við það fylltist lestin og þilfarið, lagðist skipið á STB-hlið og var sokkið eftir þrjár til fjórar mínútur. Skipverjum bar saman um öll atriði eftir því sem þeir höfðu aðstöðu til að vitna um þau. Síðast sást til Símonar Símon- ar Símonarsonar aftast á skip- inu, og fannst hann ekki þrátt fyrir mikla leit allmargra báta f þrjár klukkustundir. Að sögn skipstjórans var Símon ósyndur. Eftir að skipstjóri hafði borið vitni, mættu Ólafur H. Pálsson, stýrimaður, Ingimundur Jóns- son vélstjóri og hásetarnir Jó- hann Þorsteinsson og Guðmund ur Einarsson. Meðdómendur í réttinum voru skipstjórarnir Sigmundur Sig- mundsson og Jón Sigurðsson. Sinfóníuhljómsv. — Framhald vt bls. 1. Noregi og Betty Allen frá Bandaríkjunum. Síðast en ekki sfzt er að geta þess, að leitað hefur verið eftir að fá hingað söngkonuna heims- frægu Elisabeth Schwarzkopf og píanósniilinginn Rudolf Ser- kin. Sinfóníuhljómsveitin byrjar starfsemi sína á morgun, leikur fyrin sýningum Konunglega danska ballettsins síðar f mán- uðinum og fyrir Ríkisútvarpið. Fyrstu hljómleikar hennar á starfsárinu verða 10. október. Alls verða áskriftarkonsertar 16 talsins, auk skólatónleika og hugsanlegra aukatónleika. Efn- isskráin verður fjölbreytt að vanda, og nefna má að flutt verður nýtt hljómsveitarverk eft ir Leif Þórarinsson. Framkvæmdastjóri hljómsveit- arinnar verður Gunnar Guð- mundsson, í veikindaforföllum Fritz Weishappei. Þyrilvængja — Framhald af bls. 16. — Þetta hlýtur að kosta þig einhver ósköp. — Já, það er ekki hægt að neita því, að þetta er talsvert dýrt ævintýri, sennilega kostar sjálf þyrilvængjan mig um 40 þús. — Hvað um réttindi til að fljúga svona þyrilvængju? — Ég held að ég þurfi ekki að taka sérstakt próf, en eftir því, sem ég bezt veit, þá verður flug málastjórnin að samþykkja vél- ina. — Hvað getur vélin borið mik ið. — Eitthvað um 317 kg. Sjálf- ur er ég um 70 kg, svo óhætt væri að taka nokkurn farangur, ef rými er til. Já, og einhver var að minnast á, að ég skryppi út í eyjar og flytti lunda. — Hvað þarftu stórt lending- arsvæði. — Ég hugsa að hún þurfi um 10 metra langt svæði til þess að lenda á. — Og hvenær mega Vest- mannaeyingar búast við þvf að sjá fyrstu flugvélina í eigu Vest mannaeyings svífa yfir kaup- staðnum? — Ja, nú get ég ekki svarað. Fyrst er að vita, hvort eitthvað verði úr þessu hjá mér. En ef allt gengur vel, þá verður vél- in sett saman í vetur, og þá verður sennilega ekkert reynt að fljúga fyrr en næsta vor. — Og þig langar auðvitað til þess að læra flugvirkjun? — Nei, ég er að læra raf- virkjun. Þetta er aðeins tóm- stundavinna hjá mér, sagði þessi 18 ára piltur, sem vinnur við að smíða væntanlega fyrstu flugvélina, sem verður í eigu Vestmannaeyings. ___ Laugarvafa — Framhald af bls. 16. Borgarfjarðarhérað komu þeir nokkra stund. f ferð sinni um m. a. að Kleppjárnsreykjum, Varmalandi og Borgarnesi. Fór námstjóri Vesturlands með þá um Borgarfjarðarhérað. Sagði Helgi Elíasson að sér hefði virzt Norðmennirnir á- nægðir með heimsóknina hingað og fyndist þeim margt hér vel gert miðað við aðstæður. Er Norðmennirnir komu heim til Noregs, hafði norska frétta- stofan NTB viðtal við þá. Viku þeir þar sérstaklega að skóla- miðstöðinni að Laugarvatni og kváðu þar hafa verið gerða Féll fvrir borð Sjópróf vegna hvarfs Þorleifs Sig urbjörnssonar af togaranum Þor- keli mána aðfaranótt s.l. föstudags skammt frá Hull fóru fram í rn.org- un. Samkvæmt framburði skipverja hafði Þorleifur verið með nokkr- um þeirra á kvikmyndasýningu, og komu þeir um borð klukkustund áður en skipið lagði úr höfn. Um tvöleytið um nóttina sást síðast til Þorleifs þar sem hann gekk aftur með skipinu. Hvert hann var að fara vissi enginn. En síðar varð ljóst, að Þorleifur myndi hafa fall- ið fyrir borð og drukknað. Vita skipverjar ekki frekar um afdrif hans. Þorleifur var 2. matsveinn um borð í togaranum. mjög merkilega tilraun, þar sem menntaskóla, héraðsskóla, í- þróttaskóla hefði verið komið upp á sama stað og heimavist- um við skólana. Ræddu þeir nokkuð um heima vistarskólana hér, sem skapazt hefðu vegna hins mikla strjál- býlis, en kváðu þá ekki henta Noregi, þar sem Norðmenn stefndu að þv£ að láta börnin búa eins lengi heima og mögu- legt væri. Nefndarmenn sögðust mjög hrifnir af hinum nýja Kennara- skóla í Reykjavík, kváðu hann sérstaklega nýtízkulegan og hag kvæman. Þá minntust þeir einn ig á stofnun lýðháskóla í Skál- holti og höfðu þær áætlanir vak ið athygli þeirra. Er þeir að lokum voru spurð- ir hvort í skólamálum á íslandi væri1 eitthvað1 sem i tæki i f ram skólamálum Noregs og sem Norðmenn gætu ’ haft að fýrlr- mynd, svöruðu þeir: Að svo komnu máli gætu Norðmenn ekki byggt á heimavistarskóla- skipulaginu, sem hið mikla strjálbýli á íslandi krefðist, því að þótt það vandamál hefði mik ið verið rætt I Noregi, væri þörfin ekki eins mikil og á Is- Iandi. Willy Brandt til Islands Willy Brandt, borgarstjóri Vest- ur-Berlínar, mun væntanlega koma í opinbera heimsókn til Islands í apríl ’64, en um það leyti verður hann á ferð um Norðurlönd. Frá þessu skýrði dr. Gerhard Walther þingmaður sósíaldemókrata í Vest- ur-Berlín á fundi með fréttamönn- um í gær. Sagði hann, að lengi hefði staðið til, að Brandt heimsækti Island, en ekki orðið af þvl sökum anna. — Walther er hér I boði Alþýðu- flokksins ásamt þremur öðrum full- trúum, þeim Wuttre, sem er einn af borgarstjórum V.-Berlínar, MUU- er, sem er fulltrúi Brandts I kosn- ingabaráttunni, og Schlawe, sem á sæti í yfirborgarstjórn. Fjórmenningarnir eru hér tU þess að kynna Islendingum málstað V.- Berlínar, og kynna sér jafnframt íslenzk stjórnmál. Tvö slys Á sunnudaginn varð slys á Grandavegi. Það varð með þeim hætti að menn voru að draga til vlra úr m.b. Aðalbjörgu. Á með- an þeir voru að þessu ók bifreið á vírana svo þeir slógust á fót eins verkamannsins, Ólafs Ólafssonar, Skipasundi 18. Hann var fluttur til læknisaðgerðar, en blaðinu er ekki kunnugt um meiðsli hans. Sama dag varð árekstur milli bifreiðar og hjólreiðarmanns á hjálparmótorhjóli á gatnamótum Skothúsvegar. Hjólreiðarmaðurinn féll I götuna og var fluttur I slysa- varðstöðina, en meiðsli hans ekki alvarleg talin. Stúlka óskast Stúlka óskast strax til afgreiðslustarfa í kjörbúð. Sími 12112 kl. 6—7 í kvöld og næstu kvöld. VOLKSWAGEN - 1500 VERÐ: VOLKSWAGEN 1500 KR. 163.780. VOLKSWAGEN 1500 STATION KR. 175.220. Alltaf fjölgar VOLKSWAG EIN H E K L A , Laugavegi 170-172. Sími 11275.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.