Vísir


Vísir - 03.09.1963, Qupperneq 6

Vísir - 03.09.1963, Qupperneq 6
6 V í S I R . Þriðjudagur 3. sept. 1963. m Ný deild — Málmfyllmg Höfum opnað nýtt verkstæði að Brautar- holti 3. Framkvæmum alls konar málmfyll- ingu og málmhúðun. Endumýjum slitfleti með málmsprautun svo sem: Sveifarása (Bensín eða Disel), öxla margs konar o. fl. Þrautreynd aðferð með öllum tegundum harð- eða mjúkmálma. Ennfremur alls konar rennismíði. Þ.JÓNSSON&CO BRAUTARHOLTI 6 - SIMI 19215 Mikil síldveiði v/ð NOREG Feitsildarveiðarnar við Norður Noreg hafa gengið mjög vel í sum ar. Hafa borizt á Iand meira en tvær milljónir hektólítra og er þetta metár á síldveiðum við Norður Noreg. Síldin fer svo til öll I bræðslu og hefur það verið harðlega gagn rýnt að ekki skuli hafa skapazt möguleikar til fjölbreyttari nýting ar síldarinnar á þessum slóðum. Er talað um algert kæruleysi í þessum efnum. Norski fiskimálaráðherrann skipaði sl. vetur sérstaka nefnd manna til að vinna að betri hag- nýtingu síldarinnar við Noreg en þessi nefndarskipun hefur lítinn sem engan árangur borið. SMURSTÓÐIN Sæiúni 4 - Simi 16-2-27 Bíllinn er smurður fljótt oj vel. Seljum allar tegnndir af smuroliu. Glæsi/eg vörusýning SÍS í Ármúla Margvíslegar iðnaðarvörur eru á sýningu, sem Samband ísl. sam- vinnuféi. opnaði í fyrrad. Sýningin er haldin I nýju, glæsilegu stór- hýsi, sem Sambandið hefur látið byggja við Ármúla 3 í Reykjavík. Að sýningu þessari standa verk- smiðjur Sambandsins, verksmiðjur Kaupfélags Eyfirðinga, Kaupfélags Árnesinga og Kaupfélag Reykjavík ur og nágrennis. Undanfarinn áratug hafa slíkar sýningar nokkrum sinnum verið haldnar á Akureyri, þar sem stærstu verksmiðjur Sambandsins eru, en að þessu sinni þótti rétt að breyta til og hafa sýninguna í höfuðstaðnum. Meðal verksmiðja sem Sambandið rekur er fataverk- !■■■■■! smiðjan Hekla á Akureyri, sem er ■ starfrækt í tveimur deildum, ann- ars vegar prjónadeild og hins veg- ' ar saumadeild.. Fataverksroiðjan Fífa á Húsavík. Hún framleiðir einkum vinnuskyrtur og sport- skyrtur. Verksmiðjan Vör í Borg- arnesi framleiðir einkum regn- og hlífðarfatnað. Einnig er í eigu Sam bandsins Rafvélaverksmiðjan Jöt- unn, sem hóf fyrir nokkrum árum framleiðslu á rafmótorum. Kaup- félag Eyfirðinga sýnir framleiðslu- vörur Smjörlíkisgerðarinnar Flóru j og Efnagerðarinnar Flóru. Kaupfé- Iag Reykjavíkur og nágrennis sýnir framleiðsluvörur frá Efnagerðinni Record og Kaupfélag Ámesinga vörur Efnagerðarinnar Selfoss. Auk .v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v 1 gær hitti ég konu, sem elsk- ar ketti og mann sem hatar þá. Báðum lá þeim nokkuð á hjarta. Rottunum ætlað Kattarvinan sagði mér farir sínar ekki sléttar. Hún hefur um hríð átt kettling, hið mesta uppá haldsdýr og öllum köttum fremri að flestri gerð í augum eigand- ans. En svo bar það við einn morguninn að köttur fannst líf- vana liggjandi. í ljós kom að banameinið var rottueitur. Kött- ur hafði lagt sér eitthvað það til munns, sem rottueitr; hafði verið í komið og það varð hon- um að aldurtila. Sorg eigandans var mikil og hún bætti því við, þegar hún sagði mér söguna, að hún vissi til þess að ungt barn hefði verið komið ískyggilega nærri þvi að fara sömu leið, þegar fuliorðnir skárust í málið. Og hún spurði: Er nauðsyn- legt að eitra þannig fyrir hina miklu meinvætti og óvin mann- kynsins, rottuna, að önnur dýr glæpist á agninu með svo hroða- legum afleiðingum sem hér hafa verið tjáðar? Fuglalifið i hættu? Óvinur kattanna benti mér á á það að fuglalífi í görðum höf- uðstaðarins stafaði mikil hætta af köttum um þessar mundir. Segir hann flækingsköttum hafa mjög fjölgað og fari þeir garð úr garði nótt sem nýtan dag og leggist á fugla og leiti sér hvar- vetna ætis. I framhaldi af því segir hann að ekki þýði að biðja lögregluna að handsama kettina. en hún ráðleggi fólki þess í stað að leita til manns sem aflífi ketti. En þar sé sá hængur á að þótt maðurinn geri það verk snyrtilega, handsami hann ekki flækingskettina heldur verði að færa þá til hans. Hér skorti því einhvern aðila sem hendur hafi í hári kattanna. Benzin á nóttunni Það eru ávallt fleiri eða færri sem snúa sér til blaðanna og kvarta undan þeirri ósvinnu að ekki skuli vera hægt að fá ben- zín keypt eftir miðnætti hér I höfuðborginni. Slíkt nái ekki nokkurri átt í jafnstórri borg og slíkur molbúaháttur þekkist hvergi erlendis. Undir þetta má sannarlega taka. Mér er þó kunn ugt um það að olíufélögin eru hér öll af vilja gerð. Hafa þau boðizt til þess að greiða benzín- sölumönnum næturvinnugreiðsl- ur við nætursölu benzíns. En það munu þeir starfsmenn ekki hafa sætt sig við og heimtað kaup fram yfir venjulegan næt- urtaxta og þar strandaði málið. Vonandi verður ekki lengi enn látið við svo búið standa. Þessi sjálfsagða þjónusta þarf að kom- ast á sem allra fyrst. Kári. '.VAVAWWSmW.V.V.V.V.V.W.V.VV.V.V.V.V.V.VJ þess mun KÁ sýna ýmsar innrétt- ingar og húsgögn frá Trésmiðju KÁ á Selfossi. Samanlagt nam vörusala þeirra verksmiðja, er þarna sýna, um 200 milljónum króna á árinu 1962, og var starfslið þeirra á áttunda hundr að manns. Eins og áður segir, er sýningin í Ármúla 3. Sýningin verður opin í nokkra daga og er öllum velkomið að skoða hana. Frá efnaverksmiðjunni Flóru. Hér sjást vörur frá efnaverksmiðjunni Sjöfn á Akureyri.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.