Vísir - 03.09.1963, Side 7

Vísir - 03.09.1963, Side 7
 VÍSIR . Þriðjudagur 3. sept. 1963. Ég og steinninn, við erum mestu mátar og ég get ekki sagt annað en mér hafi alla tíð líkað vel að vinna innan um þessa grjóthnullunga, sagði Þorlákur Ottesen verkstjóri hjá Reykja- víkurhöfn, þegar við ræddum við hann einn sólskinsdaj fyrir ^kömmu innan um síð- ustu grjóthnullungana sem sprengdir voru í grjótnámi hafnarinnar í Múlakamp Þorlákur Ottesen, verkstjóri í grjótnámi hafnarinnar í Múlakamp. (Ljósm. Vísis: B. G.), Ákveðið hefur verið að leggja niður grjótnám hafnarinnar í Múlakamp, einhvern tíma á næstunni verður hafin bygging Gagnfræðaskóla Verknáms á stað þeim sem grjótnámið hefur farið fram. Einn þeirra manna sem einna lengst, ef ekki lengst allra hefur unað sér innan um grjóthnullungana, sem sprengd- ir hafa verið í Múlakampnum er Þorlákur Ottesen, verkstjóri hjá Reykjavíkurhöfn. Byrjaði hjá höfninni 1917. •— Frá því að ég byrjaði að vinna hjá höfninni 1917 hefur mikil breyting orðið á hvað grjótnám snertir. Allt fram til 1943 var vinnan í grjótnáminu hrein erfiðisvinna eða hún myndi alla vega vera kölluð það í dag. Allt var bókstaflega gert með handafli fyrstu árin, auð- vitað með góðri aðstoð járnkarls ins. 1943 var mikil breyting., í þessum málum. Hætt var að nota litlu 2 ]/2 tonna vörubílana og kranana sem ekki voru beysn ir. Þá komu stórir vörubílar og kraftmiklir kranar. Grjótnám fyrst á Skólavörðuholti- Síðan byrjað var á byggingu hafnargarðanna hefur árlega ver ið þörf fyrir grjót. Fyrst var ÍIB 7ÍÖÍ9 grjótnám í Skólavörðuholtinu og þá grjótið flutt á járnbrautar- vögnum. Eftir að því lauk var síðar byrjað í Öskjuhlíðinni í hinni svonefndu litlu Öskjuhlíð. Áður en grjótnám hófst hér í Múlakampnum höfðum við grjót ^tó^ld^^^kjáyíkuítíœV.' fyrir unum 1948 til ’60, einnig ókum við töluverðu efni af rauðamöl hingað, til þess að hafa á lager. Grandauppfyllingin úr Múlakampnum. Grjótið í Grandauppfyll- -7 ft stuft rabb viö Þorlák Otfesen verkstjóra ofan Tungu, eða þar sem nú er Framvöllurinn. Úr þessari grjót námu hefur verið tekið nokkuð jafnt, sennilega þó mest á ár- ingunni innan við verbúðir er allt héðan og einnig höfum við notað mikið grjót héðan til þess að stækka Örfirisey. Óhætt er að segja að eyjan hafi verið stækkuð um y3. — Hvað hafið þið notað mest af dýnamiti í sprengingu? — Ef ég man rétt, þá höfum við mest notað l/3 tonn af dýna- miti í sprengingu. Við höfum þó- nokkuð oft sprengt hér í grjót- náminu stórar sprengingar og ætíð gengið vel. Ekki er hægt að segja að hér hafi orðið nokkur teljandi slys eða önnur óhöpp. — Hvar byrjið þið að sprengja þegar búið er að taka allt grjótið héðan? — Já, nú veit ég ekki. Ég held að höfnin geti ekki kom- izt af án þess að hafa ein- hvern ákveðinn stað, því altaf er þörf fyrir grjót. hefur verið í gildi Mannréttindadómstóll Evrópu í Strasbourg starfar skv. ákvæð- um mannréttir.dasáttmálans. — Einn íslenzkur dómari á sæti í dómnum. Er það Einar Amalds yfirborgardómari. Myndin er teki.n af honum, þegar fram fór málflutningur í máli Gerhard Lawless gegn írlandi. Mannréttindasáttmáli 123456 í dag eru liðin 10 ár, síðan Mannréttindasáttmáli Evrópu tók gildi. Hann var gerður á veg um Evrópuráðsins, en byggður á mannréttindayfirlýsingu Sam- einuðu þjóðanna frá 10. desem- ber 1948. Nú hafa 15 af 17 að- ildarríkjum Evrópuráðsins full- gilt sáttmálann, og hefur hann haft mikla þýðingu, bæði beint og óbeint. Meginatriði sáttmál- ans eru skrá yfir þau mannrétt- indi, sem aðildarríkin heita öll- um þeim mönnum, sem dveljast á yfirráðasvæðum þeirra. Þá eru í sáttmálanum ákvæði um mann- réttindanefnd og mannréttinda- dómstól, sem eiga að tryggja, að ríkin standj við fyrirheit sín. Mannfrelsi og mannréttindi eru að flestra áliti grundvöllur lýðræðis og friðar í heiminum. Með það í huga var mannrétt- indayfirlýsing Sameinuðu þjóð- anna gefin út á sínum tíma. Þar var þó aðeins um yfirlýsingu að ræða, — samkomulag tókst ekki um neinar aðgerðir til að tryggja þegnunum í ríkjum Sameinuðu þjóðanna um allan heim þessi réttindi. Viðhorfin voru of sund- urleit og óttinn of mikill við allt það, sem telja mátti skerð- ingu fullveldis. Hins vegar tókst Evrópuráðinu að koma því til leiðar, að mannréttindasáttmáli var gerður milli Evrópuríkja. Þetta var unnt, þar sem í ríkj- um þessum er byggt á sameigin- iegum skilningi á því, hvað j lýðræði felst, — og þar sem þau báru nægilegt traust hvert til annars til að vera reiðubúin til í 10 ár að koma á sameiginlegu eftirliti með framkvæmd mannréttinda- sáttmáia. Þýðing mannréttindasáttmála Evrópu hefur komið fram með ýmsum hætti. Stjórnarskrá Nor- egs heiur verið breytt til sam- ræmis við hann. Lögum og til- skipunum í þremur öðrum lönd- um hefur verið breytt vegna ákvæða í sáttmálanum. 1 sex löndum hafa dómstólar byggt dóma á sáttmálanum. Tíu aðild- arríki sáttmálans hafa komið fyrir mannréttindanefndina til að gefa skýringar í tilefni af kærum til hennar. Tvö ríki hafa svarað til saka fyrir mannrétt- indadómstólnum. ísland var í hópi þeirra 10 ríkja, sem fullgiltu mannréttinda sáttmálann, áður en hann tók gildi. Einu íslenzku máli hefur verið skotið til mannréttinda- nefndarinnar. Er það stóreigna- skattmál Guðmundar Guðmunds sonar og Trésmiðjunnar Víðis h.f., en nefndin vísaði málinu frá í desember 1960. íslenzkir menn e.'u bæði í mannréttinda- nefndinnj og mannréttindadóm- ■stólnum. I nefndinni á nú sæti Sigurgeir Sigurjónsson hrl., en í dómstólnum Einar Arnalds yf- irborgardómari.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.