Vísir - 19.09.1963, Side 3

Vísir - 19.09.1963, Side 3
i V í SIR . Fimmtudagur 19. september 1963. 3 >f GISL Pað gengur á öllum ósköpun- um á sviði Þjóðleikhússins, æf- ing á „Gísl“ eftir Brendan Be- han, stjórnað af samlanda hans, Thomas MacAnna frá Abbey leikhúsinu í Dublin. Leikaramir okkar hlaupa um sviðið tötralega klæddir og villt ir á svipinn, enda er þetta allt hádramatískt, skotin ríða af, umsát um húsið, leynilögreglu- menn á hverju strái, lokaatriðið er í fullum gangi. Thomas veif ar öllum öngum, æpir og smell- ir fingrum. „Bang, bang, skot, skot!“ hrópar hann hástöfum og kemur i staðinn fyrir byssu- hvelli, svo syngur hann, þegar vantar undirspil, og það er erf- ítt að ímynda sér leikritið án hans á harðahlaupum um svið- ið. Leikararnir em svo innlifað- ir, að maður býst hálft í hvom við, að þeir fari að myrða hver annan á næsta augnabliki. En það er nú listin að geta verið svona sannfærandi, jafnvel á æfingum. Thomas hefur auðsjá- anlega gott Iag á þeim og þeir á honum. Efsta myndin sýnir lokaatriði leiksins. Valur Gfslason beygir sig yfir unga manninn, sem leikur gíslinn. Það er Araar Jónsson, nýliði á sviði Þjóð- leikhússins, útskrifaður úr leik- skóla þess. Ævar R. Kvaran, Þómnn Magnúsdóttir, Nína Sveinsdóttir, Helga Valtýsdótt- ir, Jón Kjartansson, Margrét Guðmundsd., Gísli Halldórsson, og Róbert Arnfinnsson horfa á. A miðmyndinni er Thomas MacAnna að leiðbeina Helgu Valtýsdóttur og Áma Tryggva syni. Bak við Helgu er Kristín Magnús. Neðst t.v. Róbert er dálítið heyrnarsljór í þessu leik riti, svo að Valur verður að hækka sig. T.h. Valur og Thom as ræðast við í bróðerni.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.