Vísir - 19.09.1963, Side 4
V í SIR . Fimmtudagur 19. september 1963.
S §§•
, pvaitor
’ \ ' :
í lyisjun
,, •' ■;r/'íf«,Ú
trytju;i
i..- ;,'
SS .»
v>.»Ung
rrynlinMjiur
íryntikiytr
„Elnn aðalmismunurinn á
mataræði Islendinga og flestra
annarra þjóða er hve íslending-
ar neyta miklu minna grænmet-
is og annarra garðávaxta. Petta
er mikill galli, því að garðá-
vextir eru ekki bara holl fæða
heidur alveg ómissandi hluti af
fullkominni máltíð eftir að
menn hafa einu sinni vanizt
slíkum borðsiðum“.
Þetta segir dr. Björn Sigur-
leiks ætlum við að birta nokk-
uð úr henni hér.
„Hollusta garðávaxtana er
ekki einungis fólgin í vítamín-
unum heldur jafnvel fremur í
þeim bætandi áhrifum sein
trefjar og stinnir frumuveggir
garðávaxtanna hafa á melting-
arfærin. Grænmetis- og rótar-
ávaxtaát þarf að stóraukast á
þessu landi, bæði til að auka
fjölbreytni í innlendum mat-
bjömsson f grein er hann ritar
f Garðyrkjuritið 1963 og nefnir
„Garðávextir úr frystiskáp".
Segir hann þar frá ýmsu fróð-
legu í sambandi við frystingu
grænmetis, bæði sem vísinda-
maður og sem heimilisfaðir. þ.
e. hver hans eigin reynsla er af
frystingu garðávaxta. Okkur
þótti greinin fróðleg og svo að
hún megi verða þeim, sem ekki
hafa garðyrkjuritið, til fróð-
vælategundum og til þess að
gera máltíðar lystugri, bragð-
befcri og hollari. Áróður fyrir
slíku á ekkert skylt við kredd-
ur um að smakka ekki önnur
holl og nauðsynleg matvæli úr
dýrarfkinu.
Það sem öðru fremur hefur
gert Islendinga erfitt fyrir um
að hafa garðávexti á borðum
allt árið eru vandkvæði á
geymslu þeirra. Kartöflur og
rófúr má að vfsu geyma þolan-
legá fram á vor og stundum
fram á sumar I vel útbúnum
geymslum. Gulrætur má geyma
með ýmsu erfiðu móti og sum-
ir hengja kálhöfuð upp f rjáf-
ur. Sumir garðávextir hafa ver-
ið soðnir niður eða súrsaðir en
að undanteknum kartöflum og
rófum er fyrst hægt að tala um
ferska garðávexti allt árið með
tilkomu frystingar.
Frystir garðávextir af ýmsum
tegundum eru nú orðnir almenn
og ódýr neyzluvara erlendis. í
sumum verzlunum hér fást inn-
fluttir frystir garðávextir, en
mjög dýrir. Nokkur brögð eru
að því. að heimili hafi sinn eig-
in frystiskáp og frysti heima-
ræktaða og aðkeypta ávexti, en
það er hvergi nærri nógu ai-
gengt.
Ef ^skápur eða kista er á
heimilinu eða aðgangur að
frystiklefa f fshúsi er ekkert
þvf til fyrirstöðu að hafa ferska
garðávexti á borðum allj.
Á mfnu heimiíi hefur verið
fryst bæði eigin framleiðsla og
aðkeypt, AthÖfnin fer að s.jálf-
sögðu fram undir stjórn konu
minnar en þar sem ég hef á-
vallt verið tii aðstoðar get ég
lýst undirbúningi og frvstingu
nokkurra garðávaxta fyrir þeim,
sem hafa hug á að taka upp
þessa nýbreytni.
Garðávextirnir þurfa að vera
sem ferskastir og það er auð-
vitað verra að ganga úr skugga
um þetta ef þeir eru aðkeyptir.
Þeir verða einnig að vera heil-
brigðir þvf að frvstingin lækn-
ar engin mein þótt hún tefji
fyrir framgangi skemmda.
Val garðávaxta til frystingar
má miða við að frysta yfirleitt
aðeins þá, sem neyta á soð-
inna. Þó má geyma ferskfryst
ber og ávexti um nokkurn tíma.
Á meðfylgiandi mynd hef ég
teiknað helztu atburðina varð-
andi undirbúning gulrótna
undir frystingu. Þær eru fyrst
þvegnar vel með bursta og sfð-
an flysjaðar með sérstöku
flysjunartæki. Næst eru þær
skomar f sneiðar eins og sýnt
er á myndinni, eða ristar fjór-
r;
ILl
um við þetta
Eftir tíu ár verður baðfata-
tízka kvenna þannig að aðeins
verður notaður helmingur af
bikini-baðfötum — buxurnar.
Þessi ummæli eru höfð eftir
hinum fræga ftalska tízkukenn-
ara, Emilio Pucci og þau birtust
f hinu fræga og virðulega
brezka tízkublaði „Taylor and
Cutter“.
Spádómurinn vakti heldur en
éikki athygli eins og nærri má
geta, en Bretar tóku honum
furðu rólega, enda hafa þeir
haft nóg á sinni könnu sem
hneykslast má á.
Ástæðan til þess að Pucci á-
lftur að þessi breyting muni
verða er sú, að áhrif negraþjóð-
flokka á hinn vestræna heim
fari stöðugt vaxandi. Þess vegna
hljóti að koma að þvf að við
förum að leita tízkuhugmynda
NYJASTA TÍZKAN
Guðrún Bjamadóttir, fegurðardrottning okkar frá Langasandi,
sagði okkur eftir heimkomuna að hárgreiðslutízkan hefði gjör-
breytzt á undanfömum mánuðum. „Nú eru allar velklæddar konur
með slétt hár. Kannski liðaö með stórri rúllu neðst. Einstaka lyfta
hárinu lítið eitt i hnakkann“. Og hún bætir því við, að ungar
stúlkur notuðu ekki „make-up“ né varalit, ef þær vildu sýnast
sem' unglegastar. Svo lengi sem konur vildu sýnast unglegar ættu
þær aðeins að mála sig lítið eitt kringum augun. — Þessurn nýjustu
tfzkufréttunum er hér með komið á framfæri ásamt mynd af Guð-
rúnu og slétta hárinu henmar.
um sinnum langsum og síðan
þversúm, þannig að út komi
teningar. Blómkál og spergilkál
þarf að sjálfsögðu ekki að flysja
eða bryðja niður. Skola bara
vel af þvf snigla og önnur ó-
hreinindi og rista langsum í
greinaklasa. Ef sniglarnir eru
óþægir má leggja blómkálið í
saltvatn þangað til þeir forða
sér. Þessi verk öll eru eins og
sköpuð handa eiginmanninum.
Það sem á eftir fer er vandá-
samara og krefst nákvæmni.
Nú er vatn með örlitlu salti far-
ið að sjóða annað hvort í stór-
um potti eða potti, sem stórt
sigti passar í eins og sýnt er á
myndinni. Eru nú garðávextirn-
ir látnir vera um 3 mínút-
í þjóðbúningum afríkanskra
þjóðflokka. Og eins og kunnugt
er þekja þeir oft ekki mikinn
hluta líkamans.
Nú verða áreiðanlega margar
konur hneykslaðar og segja —
þannig fer ég aldrei klædd á
baðstað. En maður ætti aldrei
að segja aldrei, og allra sízt
þegar um er að ræða kvenfata-
tízku.
Baðfatatfzkan 1973
ur í pottinum eftir að suðan
kemur upp aftur. Þessi athöfn
er mjög nauðsynleg þvf ekki
aðeins drepur suðan bakteriur
á yfirborði pigntnanna heldur
gerir hún óvirk ýmis efni f
plöntunum (enzym), sem valda
rýrnun þeiría við geymslu
(ekki má heldur gleyma þvf að
létt soðnir garðávextir eru
næringarmeiri en hráir). Ef
ekki passa saman pottur og
sigti mega garðávextirnir auð-
vitað fljóta í pottinum frjálsir
en eftir suðuna þarf að snöggr
kæla þá í vatni, annað hvort
eins og myndin sýnir eða með
því að setja þá f vásk fullan
af vatni með fsmolum f eða
rennandi vatn. Næsta skrefið
er að veiða garðávextina upp
úr vaskinum en það er bezt
með sigti svo að vatnið renni
af þeim og nú er aftur komin
atvinna fyrir eiginmanninn þvf
að nú þarf að fylla ílátin.
Hægt er að fá f verzlunum
sérstök plastílát fyrir fryst
matvæli. Það eru án efa beztu
ílátin enda má nota þau aftur
og aftur. Einnig má nota plast-
poka (Polyethylene). Bezt er
að frysta í hverju fláti hæfilegt
magn f máltíð handa heimilis-
fólkinu og hafa auk þess nokk-
ur ílát sem meira er látið í
vegna væntanlegra matargesta.
Ég hef venjulega sogað loft-
ið úr plastpokunum eftir að
þeir hafa verið fylltir og snúið
upp á pokann um leið og lokað
honum síðan með teygju eða
snæri. ílátin eru síðan sett í
frystiskápinn og hann stilltur
Framh. á bls. 13
-•T»1 '^raoiPMgW—«—p*««lWWW