Vísir - 19.09.1963, Page 7
V1SIR . Fimmtudagur 19. september 1963.
nær
Fyrir nokkru var þessi mynd tekin ur iofti af báðum Þverárbrúnum fyrir austan Hvolsvöll. Gamla brúin er
mun lengri eins og á myndinni sést, eða á 2. hundrað metra. Nýja brúin er aðeins 72 metra og er barna í
fullri Iengd sinni. Það sem á vantar verður síðan fyllt upp við eystri brúarsporðinn. Er unnið að því að full-
um krafti, en það er mikið verk og þeim mun meira sem uppfyllinguna þarf að sækja um langan veg.
NÍU
í lok júnímánaðar skýrði Vísir
frá 0 brúm, sem þá voru í smiðum
eða nýiokið smíði á. Nýlega fékk
Vísir upplýsingar um smíði 9 nýrra
brúa, sem síðan hefur verið byrjað
á, en þær eru fIestar 20 — 40 metra
langar. Það er Árnj Pálsson yfir-
verkfræðingur hjá Vegagerð ríkis-
ins, sem veitti blaðinu upplýsingar
þær, sem hér fara á eftir.
Á Vesturlandi eru þrjár brýr í
smíðum. Ein þeirra er yfir Laxá
hjá Dönustöðum í Dalasýslu. Það
er 20 metra steypt brú, gerð fyrir
innanhéraðssamgöngur. Þá er 23
metra brú, gerð yfir 10 metra djúpt
gil í svokallaðri Grjótá 1 Gilsfirði.
Gil þetta hefur oft reynzt hinn
versti farartálmi vegna þess að það
fyllist -af snjó á vetrum og helzt
oft í því langt fram á vor. Þriðja
brúin, sem nú er unnið að á Vest-
urlandi, er yfir Kaldbaksós í
Strandasýslu á aðalleiðinni yfir til
Reykjafjarðar. Þetta verður 38
metra stálbitabrú með trégólfi.
Á Norðurlandi er einnig unnið
að því að brúa þrjú vatnsföll, en
yfir tvö þeirra er komið á gömlum
brúm, sem færðar hafa verið til.
Gamla stálbrúin af Blöndu hjá
Blönduósi var í sumar flutt á Svart
á hjá bænum Steiná í Svartárdal
í Húnaþingi. Hún er 37 metra löng
og á vonandi eftir að gera mikið
gagn ennþá, enda þótt hún sé
orðin 66 ára gömul. Búið er þegar
að taka brúna í notkun á sínum
nýja stað.
Axarfirði, verið flutt á Laxá í Sogi ganga frá 'vegfyllingu við brúar-
í Laxárdal í Suður-Þingeyjarsýslu. sporðana, en það er mikið verk og
Hún er einkum vegna innanhéraðs- seinlegt, þvi flytja verður mest
samgangna. allt efnið að. Enn er ekki útséð um
Þriðja brúin á Norðurlandi, sem j það hvenær unnt verður að taka
nú er unnið að, er yfir Deildardalsá ' nýju brúna í notkun.
í Skagafirði. Það er 14 metra bita- | Auk framangreindra brúa hafa
brú, steypt, einnig gerð vegna inn- margar smábrýr, 4 — 10 metra lang
anhéraðssamgangna. | ar, veriö byggðar víðs vegar um
Inni á miðjum öræfum, þ. e. á j land, en þær verða ekki taldar
Köldukvísl á Sprengisandsleið, hef I hér upp.
ur undanfarið verið unnið að brú-
argerð. Þar er einnig notazt við j
gamla brú, sem áður var á Öxna-
dalsá, 19 metra stálbitabrú. Hún ;
var flutt í heilu lagi inn á öræfin !
og er þegar búið að koma henni
yfir árgljúfrið, en eftir að ganga
frá vegfyllingu beggja vegna við I
hana. Að því er nú unnið.
I smíðum er 36 metra steypt
bitabrú yfir Eskifjarðará á Austur-
landi. Hún kemur í stað gamallar
stálbitabrúar, sem er orðin of veik
fyrir hina miklu umferð og þunga-
flutninga.
Um þessar mundir er verið að
rífa gömlu brúna yfir Ytri-Rangá
hjá Hellu. Þar hefur 90 metra lang-
ur stálbiti verið dreginn upp á ár-
bakkann. Úr honum verður tekinn
26 metra langur bútur og settur á
Kálfá í Gnúpverjahreppi í Árnes-
sýslu.
Áður hefur verið skýrt frá brú-
argerð yfir Þverá í Rangárvalla-
sýslu. Var byggð ný brú á hana í
stað gömlu brúarinnar. Þetta er
mesta brúarmannvirkið i ár, 72
Aflinn í síðuntu viku varð 194.789
mál og tunnur og er þá talinn með
afli frá vikunni þar áður, sem
ekki var hægt að landa þá vegna
þess hve mikill afli barst að landi.
1 sömu viku í fyrra var aflinn
50.043 mál og tunnur.
Heildaraflinn var þá í vikulokin
orðinn 1.569.203 mál og tunnur, en
var orðinn 2.370.066 mál og tunnur
í sömu viku í fyrra og var það þá
lokatala sumarsins.
Aflinn var hagnýttur þannig: í
salt, uppsaltaðar tn.: 463.235, í
fyrra 375.429. í frystingu, uppmæld
ar tn.: 31.655, í fyrra: 39,122. i
bræðslu, mál: 1.074.613, í fyrra
1.955.515.
Aflahæsta skipið er nú Sigurpáll
með 28.120, þá kemur Guðmundur
Þórðarson með 27.964 og Sigurður
Bjarnason með 25.622, Önnur skip
sem fengið hafa yfir 20 þús. mál
og tunnur eru. Grótta 22900, Helgi
Flóventsson 20627, Helgi Helgasoh
20849, Jón Garðar 21790, Ólafur
Magnússon 21602.
gir
o
\ •
Kcilt
síldarlsysi á Skagastrðnd
Sumarið hefur í heild verið kalt
frá þvf í júlíbyrjun. Þá komu
nokkrir hlýir sólskinsdagar og þeir
bændur sem þá voru byrjaðir að
slá náðu heyjum sínum eftir
hendinni. Þess eru dæmi að bænd-
ur hafi alhirt og lokið heyskap á
10 dögum.
Hjá bændum sem síðbúnari voru
með slátt gekk verr, en þó hvergi
illa og hey hafa ekki hrakizt a.
m. k. svo nokkru nemi. Enn eru
hey úti á nokkrum bæjum þar sem
heyskapur er hvað mestur.
Atvinna á Blönduósi hefur verið
mjög mikil og þar er skortur á
vinnuafli. Slátrun hefst upp úr
miðri þessari viku og verður fyrstu
dagana unnið með hálfum afköst-
um, eða þar til fé kemur af fjalli.
Á Skagaströnd er afkoma al-
mennings verri í sumar heldur en
oft áður. Það stafar ekki hvað
sízt af þvf að þar hefur ekki ein
einasta síldarbranda komið á land
í sumar — aldrei þessu vant. Und-
anfarin sumur hefur alltaf borizt
nokkurt síldarmagn til Skaga-
strandar, verið saltað þar á hverju
sumri frá nokkur hundruð og upp
í nokkur þúsund tunnur síldar.
Auk þess verið brætt í síldarverk-
smiðjunni a»- m. k. þannig að
nægilegt magn af síldarmjöli hefur
verið fyrir hendi handa héraðsbú-
um sjálfum. f sumar brá hins veg-
ar svo við að þar barst ekki ein
branda á land og þetta er þeim
mun tilfinnanlegra fyrir þorpsbúa
sem mikil aflatregða hefur verið
á öðrum fiskveiðum Skagastrand-
arbúa.
Þá hefur stálbitabrú, 32 metra j metra langt og er smíði þegar
löng, sem áður var á Brunná f lokið. Hins vegar er enn eftir að
Silfurskottu eytt
Síðastliðinn vetur varð vart við
skordýr það, sem kallast Silfur-
skotta og er versta meindýr,íbarna
skólanum á Akranesi. Er ekki vitað
hvernig hún hefur komizt þangað,
en hún var þar í kringum eldhús,
sem notað er til matreiðslukennslu
og einnig í sambandi við dagheim-
ili, sem þar er haft á sumrin.
Á sfðastliðnu vori var ákveðið að
eyða henni og var eitrað fyrir hana,
þegar skólahaldi lauk.Ekkert hefur
orðið vart við hana síðan, en til
frekara öryggis var eitrað nð nýju
í haust og framkvæmdi þá aðgerð
Aðalsteinn Jóhannesson meindýra-
eyðir úr Reykjavík. Með þessum að
gerðum ætti það að vera tryggt að
Silfurskottunni hafi verið útrýmt
þarna.
Á sýningu Stjórnunarfélagsins,
„Skrifstofutækni 1963“,
sem nú er opin almenningi f
húsakynnum Verzlunarskólans
við Grundarstíg, eru sýndar ýms
ar nýjungar á sviði skrifstofu-
tækni, Er á sýningunni lögð
mest áherzla á reikningsvélar
af ýmsum gerðum, bókhaldsvél-
ar, búðakassa, samlagningarvél-
ar og kalkúlatora.
Mikilfenglegust er rafreikni-
vélin frá IBM, kölluð IBM-632,
enda er hún dýrasta vélin, sem
þarna er sýnd, kostar hátt á
aðra milljón króna. Hraðinn,
sem hún vinnur á, er geysileg-
ur, enda byggist hann mjög mik
ið á rafmagni á svipaðan hátt
og hinir stóru rafeindaheilar er-
lendis.
IBM er • víðþekkt fyrirtæki
fyrir að vera brautryðjandi á
sviði rafeindafræða, og hafa tek-
ið slfkar vélar óspart í notkun
á skrifstofum. I Bandaríkjun-
um eru um 4000 rafeindaheilar
notaðir einungis við úrlausn
skrifstofuverkefna. Áætlað er að
árið 1970 verði þeir um 7 eða
8 þúsund þar í landi. Að sjálf
sögðu eru skrifstofur þar mik-
ið stærri en hér gerist. Vinna
þar oft margar þús. manna.
Einn rafreiknir leysir stundum
2000 manns frá störfum á skrif-
stofum.
IMB-632 er minnsta gerð raf-
eindareiknivéla, og sú gerðin,
sem líklegust er til að henta
landi okkar, enda eru þegar í
notkun hér fjórar eða fimm slik
ar vélar. Vinna þær við ýmsa
flókna útreikninga, s. s. víxla-
reikning, flutningsgjöld og nótu-
útskriftir, er bókhaldið fært um
Ieið og aðrar uplýsingar eru
unnar.
Vél þessi hefur vakið mikla
athygli á sýningunni, bæði er
hún fyrirferðamikil og hávær,
svo hún fer ekki framhjá mönn-
um, og eins er mjög skemmti-
legt að sjá hana vinna. Þó er
fráleitt að ætla, að menn geti
með stuttri heimsókn á sýning-
una áflað sér fullkominnar þekk
ngar á svo miklum grip.
"Vmsar fleiri nýjungar eru
þarna kynntar. Frá ADDO
er sýnd einföld og tiltölulega ó-
dýr bókhaldsvél, með sjálfvirkri
kortísetningu. Þá sýndi ADDO
nýjustu gerð sína af samlagn-
ingavélum, sem deilir. Hafa þeir
ekki verið með svo flóknar vélar
fyrr.
Frá DIEHL er sýndur mjög
hraðgengur skrifandi kalkúla-
tor. Hraði hans er um 800 slög
á mínútu, miðað við um 180 á
venjulegum samlagningarvélum.
BURROUGHS sýnir einnig vél-
ar, sem hér hafa lítið sézt fyrr.
Frá KIENZLE eru sýndar bók
haldsvélar, sem mjög eru algeng
ar orðnar hér á landi. Helzta
nýjungin þaðan er bókhaldsvél,
sem tengd er spjaldgatara.
OLIVETTI sýnir nokkrar gerð
ir stórra bókhaldsvéla, sem sum
ar eru nokkuð mikið notaðar
hér. Þarna eru sýndar í fyrsta
sinn tvær gerðir af nýjustu skrif
andi kalkúlatorum frá OLI-
VETTI, flóknar en fullkomnar
vélar.
Ný hugmynd f skjalavörzlu er
þarna kynnt. Fram til þessa hef-
ur langmest verið gert af því að
geyma skjöl í skúffum, sem
krefjast mikils gólfrýmis. Nú
sýnir RONEO hilluskápa, sem
gegna eiga sama hlutverki, nema
taka miklu minna rúm og eru
einfaldari f smíði.
Hér hafa aðeins verið nefndar
nokkrar af mörgum nýjungum,
sem á sýningunni eru kynntar.