Vísir - 19.09.1963, Blaðsíða 8

Vísir - 19.09.1963, Blaðsíða 8
8 I' llllilll ■ W MIIIIIH——m—■mirimin Otgefandi: Blaðaútgáfan VlSIR. Ritstjóri: Gunnar G. Schram. Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson Fréttastjóri: Þorsteinn Ó. Thorarensen Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178. Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3. Áskriftargjald er 70 krónur á mánuði. 1 lausasolu 5 kr. eint. — Sími 11660 (5 línur). Prentsmiðja Vfsis. — Edda h.f. Varnargarðar reistir Hér var í fyrradag minnzt nokkuð á ráðstafanir frönsku stjórnarinnar til þess að setja niður dýrtíðina og tryggja efnahag landsins. Dýrtíðin hér á landi er stærsta efnahagsvandamálið sem þjóðin á nú við að etja. Hinar töhiverðu kauphækkanir sem orðið hafa síðasta misserið verða óhjákvæmilega til þess að auka hana verulega, þar eð afurðahækkanir hljóta að fylgja í kjölfarið. Ef ekkert er að gert hlýtur verðbólgan að leiða til upplausnarástands og nýrrar gengisbreyt- ingar. Það hefir verið markmið ríkisstjórnarinnar að tryggja krónuna. Þess vegna hefir nú verið gripið til tveggja ráðstafana í því skyni, sem báðum er ætlað að hafa stöðvunaráhrif og koma í veg fyrir óðaverðbólgu. Önnur ráðstöfunin var ákvörðun Seðlabankans að setja sektarvexti á yfirdráttarlán viðskiptabankanna. Sú ráðstöfun miðar að því að draga úr óhóflegri aukn- ingu útlána, en slík aukning er olía á eld verðbólg- unnar. Hin ráðstöfunin er sú að vörukaupalán erlendis hafa verið takmörkuð þannig, að þriggja mánaða greiðslufrestur, sem heimilaður var við innflutning bif- reiða, hefir verið felldur niður. Verður og þeim vöru- tegundum fækkað sem heimilt er að flytja inn á greiðslufrestinum og hann styttur. Ástæðan til þess- arar ráðstöfunar er sú að verzlunarjöfnuðurinn hefir verið mjög óhagstæður síðustu mánuðina, þ. e. mun meira flutt inn en út. Hafa erlendar vöruskuldir á fyrstu átta mánuðum ársins hækkað um alls 163 millj. króna, en hækkuðu aðeins um 110 millj. allt árið í fyrra. Stytting og afnám greiðslufrestsins er spor í þá átt að draga úr þessari þróun. Þessar tvennar ráðstafanir munu ekki reynast vin- sælar, hvorki hjá kaupsýslumönnum eða þeim sem á lánsfé þurfa að halda. En þær ber heldur ekki að dæma eftir vinsældum, heldur því til hvers heilla þær leiða. Viðureignin við verðbólguna er enginn gamanleikur. Þar duga engin vettlingatök. Og viturlegra er að styrkja krónuna í tíma með ýmsum slíkum ráðstöf- unum, í stað þess að bíða átekta og horfa í aðgerðar- leysi á krónuna falla. Aukin kvöldþjónusta Mikill söngur hefir verið magnaður vegna fyrir- hugaðra breytinga á kvöldsölufyrirkomulaginu. Rang- túlkun á tillögum tvímenninganna hefir þar verið á- berandi. Þær tillögu eru mjög til bóta. Sjoppurnar fá ekki lengur að hleypa unglingum inn, heldur verða að selja út um söluop. Þar með er kvöldhangsið úr sögunni á þessum stöðum. Því ættu allir foreldrar að fagna. Kvöldsöluleyfið verður heldur ekki af neinum tekið. En við bætist þjónusta mat- vörubúða í hverju hverfi, til kl. 10 á kvöldin. Það er því aukin þjónusta sem er meginkjami tillagnanna. V1SIR . Fimmtudagur 19. september 1963. Viðtal við Arne Sögaard iörgensen, starfskynn- ingarstjóra * T sambandi við starfsfræðslu- námskeið hitti Vísir að máli starfskynningarstjóra danska Menntamálaráðuneytisins. „Er þetta fyrsta heimsókn yð ar til íslands?" „Já, en í huganum hef ég oft verið hér“. „Hvað veldur því?“ „Ég kynntist fyrir 17 árum síðan brautryðjanda ykkar Is- lendinga í starfsfræðslu, Ólafi Gunnarssyni, sálfræðingi. Við erum skólabræður úr Hafnarhá- skóla og samstarfsmenn i Starfs fræðslusambandi Norðurlanda. Hann hefur sagt mér margt frá lslandi svo eiginlega kom mér fátt eitt hér alveg á óvart. Þó er allt hér enn nýtízkulegra og iðnvæddara en ég hafði gert mér grein fyrir'*. „Er áhuginn á starfsfræðslu eins mikill I Danmörku og hér á landi?" Ame Sögaard Jörgensen. Starfsfneðsla er æskunni ubieri .mu>ICir r „Á öllum Norðurlöndunum er mikill áhugi á starfsfræðslu og fer sívaxandi. Yfirvöldin eiga fullt í fangi með að fullnægja þörfum æskunnar á þessu sviði, en þær aukast jafnt og þétt eftir því sem starfsgreinum fjölgar og menntabrautimar verða fleiri. Blöð, útvarp og kvikmyndir gera það að verkum að fólk kemst á snoðir um margt, sem Ráðinn til Stokkhólms- óperunnar Hinn kunni leikari og söngvari Jón Sigurbjörnsson hefur verið ráðinn til að syngja við Stokk- | hólmsóperuna I eitt ár, frá næstu |áramótum að telja. Aðdragandinn að þessu máli er ;sá, að er óperan „II Trovatore" var sýnd hér s. 1. vor, fór Jón með hlutverk Ferraudos. Leikstjóri var - - Lars Runsten frá Stokkhólmsóper- unni, og fór hann þess á leit við að hann færi utan og syngi yrir forstöðumenn óperunnar hvað hann nú hefur gert. Ráðgeft er að Jón Sigurbjörns- Ison fari með hlutverk í óperunum '-'Aida, Tannhauser og Brúðkaup % Flgarós. það vissi engin skil á áður og um leið vex þörfin á að vita meira um það, sem aðeins er hægt að kynnast Iauslega t. d. með því að horfa á kvikmyndir. Áður fyrr var það algengast að fjölskyldan valdi ævistarfið fyrir unglinginn. Þetta er nú ger breytt. 1 fyrsta lagi þekkja engir foreldrar svo vel allar starfs- greinar þjóðfélagsins að þeir geti af nægri þekkingu Ieiðbeint börnum sínum. í öðru lagi hefur afstaða foreldra til barna sinna breytzt. Foreldrarnir vilja nú fyrst og fremst að unglingarnir komist á rétta hillu í Iífinu og velji starf f samræmi við hæfi- leika sína og áhugamál". TTvemig er starfsfræðslan 99 skipulögð á hinum Norð uriöndunum?" „Á árunum eftir sfðari heims- styrjöldina risu upp starfs- fræðslustofnanir á öllum Norður löndum, sem lúta stjórn Vinnu- málaráðuneytana. Eins og stend ur eru um 400 starfsfræðslu- stjórar og starfskynningarstjór- ar starfandi á Norðurlöndum. Við þetta bætast nokkur hundr uð starfsleiðbeinendur og starfs kynningarkennarar. Á öllum Norðurlöndunum er mönnum Ijóst, að því aðeins nær starfsfræðslan tilgangi sfn- um ef þess er gætt að fela fram kvæmd hennar velmenntuðum • mönnum". „Er skipulag starfsfræðslunn- ar orðið fastmótað?" „Þróunin hefur verið ör og ný vandamál skjóta alltaf upp koll inum. I fyrstu var einvörðungu litið á starfsfræðsluna sem persónulegar leiðbeiningar og þessar einstaklingsbundnu leið- beiningar eru og verða senni- lega alltaf einn aðalþáttur starfsins. En á seinni árum hafa menn lagt aukna áherzlu á að koma á starfskynningu í kennsluformi, sem undanfara starfsvalsins. Verið er að skipuleggja sér- stakt fag í skólum, sem nær bæði yfir helztu atriði þess, sem unglingar verða að hafa f huga áður en starfið er valið, heim- sóknir á vinnustaði ,starfs- reynslu á vinnustöðvum o. fl. Tjessi þróun hefur vakið mik- inn áhuga skólayfirvalda og forustumanna atvinnulífsins. Augljóst er að starfsfræðslan er afar umfangsmikil og gerir ráð fyrir mikilli samvinnu milli margra aðila atvinnulífsins, skóla og fjárveitingavalds". „Hvað teljið þér skipta mestu máli við skipulag starfsfræðsl- unnar," „Að áðurnefndir aðilar standi saman að hlutlausri stofnun, Starfsfræðslunni, sem beri aðal ábyrgðina á hinu daglega starfi. Ber þar að nefna hvers konar prentað fræðsluefni, fræðslu- myndir, hljómbönd o. fl. Þá er menntun þeirra sem annast eiga starfskynningu m. a. í skólum mál sem Starfsfræðslan verður að annast í samvinnu við fræðsluyfirvöld og atvinnulíf.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.