Vísir - 19.09.1963, Síða 16

Vísir - 19.09.1963, Síða 16
VISIR Fimmtudagur 19. sept. 1963. Allgóð síldveiði Allgóð sfldveiði var i Reyðar- fjarðardýpi I gærkvifld og fengu 29 skip 15.150 mál um 50 sjómílur úti af NorðfjarðarhornL Brætt er nú af fullum krafti í síldarverksmiðjum austanlands og á Raufarhöfn á síldarbræðslan nú 8 daga vinnslu. Á sfldarplönum er unnið af kappi við yfirtöku á síld. Þessi skip fengu yfir 500 mál s. 1. sólarhring: Ársæll Sigurðsson II 500, Odd- geir 700, Steingrímur trölli 800, Hoffell 600, Guðmundur Þórðarson 500, Náttfari 900, Gullver 500, Hannes Hafstein 700, Sæfari 500, Helga RE 500, Lómur 800, Helgi Flóventsson 600, Garðar 600, Gull- faxi 750, Guðrún Þorkelsdóttir 700, Sigurpáll 1500. Iskyggileg slysaöld / Reykjavík Mikil slysa- og árekstraöld ríkir 1 Reykjavik og nágrenni hennar um þessar mundir og mun fátitt að jafn margt fólk hafi slasazt á jafn skömmum tíma sem einmitt siðustu dag- ana. I þessu sambandi þykir hlýða að skýra frá upplýsingum sem Kristmundur Sigurðsson varð- stjóri í umferðardeild rannsókn arlögreglunnar hér I borg hefur látið Vísi í té. Hann hefur m. a. tjáð blaðinu, að fleiri hafi slasazt í árekstrinum mikla á mótum Lönguhlíðar og Miklu- brautar s. 1. föstudag heldur en vitað var í fyrstu. Þá var vitað um 9 manns, sem höfðu meiðzt, en seinna hefur lögreglan feng- ið vitneskju um 5 manns til viðbótar, sem slösuðust í þess- um harða árekstri, þannig að heildartala slasaðra er komin upp í 14 og sumir þeirra eru rúmliggjandi ennþá. Tveim og hálfum sólarhring síðar slösuð- ust 7 menn uppi á Hellisheiði, þannig að á 2 y2 sólarhring hafa yfir 20 manns slasazt i aðeins tveim árekstrum. 1 fyrra hafði rannsóknarlög- reglan í Reykjavik með slys á 408 manns að gera, eða nokkuð meir en eitt slys á dag að með- altali. Kristmundur sagði að sér virtist sem slysaöldin væri meiri nú en þá, en hann sagði að sér hafi ekki unnizt tími til að telja siysin saman, það sem af væri árinu. Hann gat þess jafnframt, að nú væri svo komið að lög- reglan hrósaði happi yfir hverj- um þeim degi, sem ekki bæri slys, eitt eða fleiri, að höndum. Svo tíð væru þau orðin. I fyrrad. varð enn eitt umferð- arslys í Reykjavík, þar sem tvö telpubörn slösuðust mikið. Þetta skeði á Kleppsvegi um hádegis- leytið. Tvær telpur, 3 og 4 ára gamlar, voru að ganga norður yfir götuna þegar bíl bar að, Framh. á bls. 2 jiTn-..... ^ Ingi R. al- þjóðlegur skákmeisturi í morgun barst sú frétt til landsins að Ingi R. Jóhannsson I I hefði verið sæmdur nafnbót-1 inni alþjóðlegur skákmeistari. Var ákvörðun um það tekin á ' ' aðalfundi Alþjóðaskáksam- I bandsins sem þessa dagana I i iýkur störfum í Sviss. Árangur Inga á Olympíu- , skákmótinu í Miinchen árið' 1958, þax sem hann tefldi á 1.1 I borði vakti mikla athygli en | I það sem tryggði Inga að fullu i I viðurkeimingu Alþjóðasam- bandsins var útkoma hans á' svæðamótinu f Halle 1 Vestur- I | Þýzkalandi nú f sumar sem leið. Skólastjóraembættið í Vestmannaeyjum: HÆFASTIMAÐURINN HLAUT EKKISTÚBUNA Ræðir í dag um brezkan ballett Mr. Robert Harrold Brezki listdansarinn Robert Harrold flytur fyrirlestur f I. kennslustofu Háskólans kl. 5.30 f dag um balletstjóm f óperum. Fyrirlesturinn er fluttur á veg- um félagslns Anglia. Mr, Harrold var áður for- stöðumaður Rambert-balletsins víðkunna og hefir oft komið fram í sjónvarpi og kvikmynd- um. Fyrir nokkrum árum setti hann á svið fyrsta óstytta ball- ettinn sem sýndur var í Tyrk- landi. Nú starfar hann að samningu balletdansa fyrir Glyndebourne óperuna f Bretlandi. Hann hefir að und- anförnu verið á fyrirlestraferð í Bandaríkjunum og er nú á heimleið til Bretlands. Hér dvelst hann f.þrjá daga. Gefst í dag og gott tækifæri til þess að kynnast brezkum ballett af frásögn Mr. Ilarroids. Fyrir nokkrum dögum skip- aði menntamálaráðherra Eyjólf Pálsson skólastjóra Gagnfræða- skólans f Vestmannaeyjum. Frá farandi skólastjóri, Þorsteinn Þ. Vfglundsson, hafði beðizt lausn ar frá starfi sökum aldurs. Um stöðuna sóttu þrfr kenn- arar skólans, yfirkennarinn Sig fús Johnsen, Eyjólfur Pálsson og Gfsli Gunnarsson. Elnn umsækjendanna, Sigfús Johnsen, hlaut meðmæli þeirra aðiia, sem um málið fjölluðu, en var hins vegar ekki veitt staðan. Meiri hluti fræðsluráðs Vest- mannaeyja mælti með þvf að Sigfúsi Johnsen yrði veitt stað- an. Námstjóri gagnfræðastigs- ins, Aðalsteinn Eirfksson, mælti einnig með þvf að Sigfús hlyti starfið og fræðslumálastjóri, Helgi Elíasson, taldi Sigfús vel hæfan til að gegna stöðunni. Þá Frh. á bls. 5. Skólabíll- inn kemur Við vorum stödd vlð Austur- bæjarskólann einn morguninn nú fyrir skömmu, er áætlunar- bfll renndi upp að skólanum. Er dymar voru opnaðar, þustu út litlir drengir og litlar stúlkur með skólatöskur um öxl og tóku þau á rás upp f skólaport- ið. Þarna var kominn skólabfll- inn, sem fer um Álftamýrar- hverfið og flytur bömin þaðan til Austurbæjarskólans. Barnaskóli er enn ekki risinn í Álftamýrarhverfinu og því var ákveðið að böm þaðan sæktu nám í Austurbæjarskólanum. Þar sem vegalengdin er mikil, hefur verið tekið það ráð að láta bfl flytja bömin f og úr skóla. (Ljósm. Vfsis: B. G.). Kíkt 0 landhelgisbrjóta úr GarSskagavita Nýr kapltuli í sögu landhelgis- gæzlunnar var skráður í Garðskaga vita í fyrradag. Skrásetjarar voru Ámi Valdimarsson og Gunnar Ólafsson starfsmenn landhelgis- gæzlumiar, en skrásetningatækið var gamalt landmælingatæki, sem flutt hafði verið upp í vitann til að staðsetja 7 óheppna dragnóta- báta, sem höfðu bmgðið sér inn á bannsvæði í Garðsjónum, tvær sjómílur undan landi. Með land- mælingatækinu, eða sjónaukanum, var nákvæmlega fylgzt með ferð- um þeirra og athöfnum, og staðar- ákvarðanir gerðar, og er það í fyrsta sinn í sögu landhelgisgæzl- unnar að meintir landhelgisbrjótar eru teknir eftir mælingum, sem gerðar em í landi. Fram að þessu hafa slíkar mælingar annað hvort verið gerðar á sjó eða lofti. Gunn- ar Bergsteinsson, sem er yfirmaður landhelgisgæzlunnar f fjarveru Péturs Sigurðssonar, sagði Vísi í morgun að þessar mælingar hefði aðeins verið uirnt að framkvæma í landi vegna þess hversu nærri landi bátarnir vom. Bátarnir, sem staðnir vom að ólöglegum veiðum þama, em Gull- toppur, Ver, Hólmsteinn, Stakkur, Blátindur, Gylfi og Tjaldur. Munu þeir sízt allra neita því hér eftir að Iandhelgisgæzlan hafi auga með þeim. Þessar meintu ólöglegu veið- ar hafa verið tilkynntar bæjar- fógetaembættinu f Keflavfk, sem rannsakar mál skipstjóranna jafn- óðum og þeir koma inn. Landhelgisflugvélin stóð einnig tvo togbáta að ólöglegum veiðum út af Vfk f Mýrdal í fyrradag, öðl- ing VE og Harald SF 70. I

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.