Vísir - 07.10.1963, Page 9

Vísir - 07.10.1963, Page 9
V1 S IR . Mánudaginn 7. október 1963, Þorsteinn Jósepsson lýsir leitar- ferð á EYVINDARSTAÐAHEIÐI í hönd. Ég er setztur upp í „hrotuna“ til Norðurlandsins og ég hef keypt mér farmiða að Húnaveri. Ég er klæddur föður- landsbrókum samkvæmt fyrir- mælum norðan úr Húnaþingi og tilsvarandi föðurlandsfatnaði einnig að ofanverðu. Þetta á að gefa hita í hökudjúpum sköfl um. Þetta veldur hins vegar því að ég get ekki hrotið svo sem vera ber í „hrotunni", en bregð hendinni ósjálfrátt irtnan klæða annað veifið til að klóra mér. Það er allt vegna föðurlands- fatnaðarins sem ég er f. Það var rigning f Reykjavik þegar „hrotan“ lagði af stað um níuleytið á mánudagskvöldið, en strax uppi í Borgarfirði og úr því alla leið norður var heið- skír himinn og tunglskin. Um sjöleytið var staðnæmzt í Húna- veri. Þá var kominn þriðjudag- ur og sól tekln að roða fann- hvítar fjallabrúnirnar. Þama var allt á kafi f fönn, enda þótt jörð væri alauð sunnan Holtavörðu- heiðar. Á hlaðvarpanum fyrir fram- an Húnaver stóð ungur, vörpu- legur maður og dyttaði að drátt arvélum. að bænum Steiná í Svartárdal. Þaðan skal haldið til fjalla og þar er viðbúnaður mikill, enda mikið í húfi að vel takist til. Það gat riðið á lífi og heilsu margra gangnamanná og mörg þúsund fjár. Sauðfjárstofninn er lffæð þeirra Svartdælinga. Það er búið að smfða tvo mikla sleða. Á öðrum þeirra skal flutt hey ef nauðsyn bæri til að bjarga aðframkomnu fé, fé, sem lent hefði f fðnn eða á annan hátt verið f svelti lengri eða skemmri tfma. Á hinum sleð anum var einkum matföng og útbúnaður gangnamanna, svo og gangnamennimir sjálfir og loks nokkrir heypokar, Sleðarnir voru festir aftan f beltisdráttarvélar, sem þeir Sig- fús Guðmundsson í Húnaveri og Aðalsteinn Sigurðsson á Leifs- Stöðum stýrðu. HraUstir strák- ar báðir, sem létu sér við fátt bregða, þótt einhverjir erfiðleik- ar steðjuðu að. Fyrir dráttarvél- unum fór stór jarðýta - fer- legt bákn, — sem Ágúst Frið- geirsson stýrði. Hún ruddi drátt arvélunum braut gegnum fann- dyngjuna, en eftir þeirri sömu braut var féð rekið niður til byggðar. hvar að finna á bæjum f Svart- árdal. Dalurinn sá er rómaður fyrir frábæra gestrisni. Það Var um það bil, sem ég var að kveðja þau ágætu hjón Stefán bónda á Steiná og konu hans og þakka þeim höfðingleg- an beina, að ég tók einnig f hendina á dóttur þeirra, Sigur- björg heitir hún, ungri og mynd arlegri heimasætu og bjóst til að kveöja hana. „Það tekur þvf ekki að kveðja mig," sagði hún, „ég kem með ykkur." „Hver andsk . ..!" Lengra komst ég, sem betur fór, ekki með setninguna. „En hvað það er dásamlegt að hafa kvenmann með f ferðinni," sagði ég til að reyna að bæta fyrir glappa- skotið, sem mér hafði orðið á. „Við erum fremur tvær en ein," sagði heimasætan bros- ándi og kynnti mig fyrir stöllu sinnl, Sigurlaugu Markúsdóttur frá Reykjarhóli f Skagafirði. Sú var valkyrja mikil, potaði með broddstaf f strákana eða skellti þeim flötum f snjóinn, ýmist með því að leggja á þá hælkrók eða klofbragð. IV. Klukkan er sjö að kvöldi. Heima á Steiná er unnið að því af kappi að setja belti á drátt- arvélamar til þess að þær komist betur yfir ófærumar og ófærðina sem framundan biðu. um eða lautum. Þar hækkar ruðningur ýtunnar úr meterhá- um garði f nokkurra metra djúp snjógöng. í kjölfar ýtunnar koma báðar dráttarvélarnar með sleðana. Það eru líka far- artæki sem fær eru í flestan sjÓ, ekki sfzt eftir að beltunum hefur verið komið fyrir á þeim. Það var glampandi sólskin á spotta og spotta á eftir ýtunni til að halda á okkur hita. Hún fer ekki hraðar heldur en við göngum og það er gott að hreyfa sig annað veifið. Það var fyrir 135 árum að Jónas Hallgrfmsson áði við Gaitará, ásamt Þóru Gunnars- dóttur frá Laufási. Ef til vill hafa þau lfka tjaldað þar og „Ert þú Sigfús Guðmunds- son?“ spurði ég. „Já, ég er Sigfús." „Þá er ég heitinn þinni um- sjá fram á Eyvindarstaðaheiði." „Ertu í prjónanærbuxum?" „Já, ég er f þeim andskota." „Það er nógur tfmi til að tala ijótt um þann fatnað þegar við komum af heiðum ofan aftur.“ III. Tveim stundum seinna erum við Sigfús í Húnaveri komnir Það var í mörgu að snúast á Steiná sfðustu klukkustundirnar áður en lagt var af stað upp á fjallið. Það þurfti að koma belt* um á dráttarvélarnar, tryggja sleðana, láta heyið, matföng og annan útbúnað á þá og þar fram eftir götunum. Á meðan gekk húsfreyjan á Steiná um beina og bar mönnum bæðl matföng og drykk. Það voru rausnarleg- ar veitingar og miklar. En mér skilst á ýmsu að áþekka gest- risni og höfðingslund sé vfðast Við erum komin að gangna- kofa við Galtará á Eyvindar- staðaheiði. Það er komið sólar- lag, hinzti sólroðinn er að hverfa af fjöllunum lengst f burtu, en niðri á flatlendinu er allt komið í skugga. Húmið er sem óðast að færast yfir. Til þessa hefur ferðin gengið vél, én seint. Yfir landinu öllu var samfelld snjóbreiða eins og á jökli. Sá hvérgi á þúfu eða stein, hvergi á dökkan dfl. Það er kafaófærð, einkum f dæld- þessari leið og útsýni eins og það verður fegurst og mest í glitrandi snjóauðninni. Einkum er fagurt að líta suður til jökl- anna framundan, Eiríksjökuls, Langjökuls, Kerlingarfjalla, Hrútafells og Hofsjökuls. Nær og norðar eru ávalar hæðir og bUngur á Eyvindarstaðaheiði, allt vestan frá Blöndu og aust- ur á Skagfirðingaafrétt. Allt ein mjalldrifin auðn. Við höfum gert okkur það til dundurs á leiðinni að ganga gist. Þar er graslendi nóg fyrir hesta og gott að vera. „Greiddi ég þér lokka við Galtará vei og vandlega" kvað Jónas. Þá var sumar, en nú var vetur yfir allt, enda þótt skammt sé liðið á haustið. Þá hefur sennilega verið sólskin, nú var mánaskin. Fegurðin er önnur og öðru vísi en hún var þá, en samt undarlega sér- kennileg í kvöldhúminu þegar sólgiitið er slokknaö á fjöllum en máninn gægist upp fyrir sjóndeildarhringinn og teygir sig æ hærra upp á skýjalausan og stjörnubjartan himinblám- ann. Hvort myndi Jónas, ef hon- um hefði auðnazt að sjá og lifa þessa tunglskinsstund við Gaitará, ekki minnast Þóru Gunnarsdóttur og lokkanna hennar? En nú voru líka tvær ungar og fagrar valkyrjur f hópnum og hver veit nema ein- hver yngispilturinn hafi farið að dæmi Jónasar og greitt iokka þeirra f húminu? Við höfðum orðið fyrir þvi óhappi við Galtará að missa aðra dráttarvélina með sleðann niður í gegnum ís á ánni. Það varð ekki að alvarlegu slysi, en tafði ferð okkar nokkuð. Við höfðum gert okkur von um að úr þessu gengi ferðin betur vegna þess að snjórinn var heldur minni en norðar á helð- inni, og sumir voru bjartsýnir á að við myndum komast fyrir eða um miðnætti f næturstað, sem er gangnaskáli við Ströngu Framh. 6 bls. 6 Uppi á Eyvindarstaðaheiði var ein samfelld snjóbreiða svo langt sem augað eygði. Einu dökku dflamir sem þar sáust á suðurleið voru jarðýtan og dráttarvélamar báðar sem óku f kjölfar ýtunnar.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.