Vísir - 07.10.1963, Page 16
I
i
j
i
i
VÍSIR
Stefán Þórhallsson ræðir við föður sinn norður á Akureyri í
gegnum amatör-útvarpið.
Tveir menn slasasf
Annað slysið varð í vöruskála
Eimskips og vildi til með þeim
hætti að maður féll niður af tunnu-
stafla og skall á höfuðið á bílpall.
Maður þessi Finnbogi Finnboga-
son, var fluttur í sjúkrabíl I slysa-
varðstofuna, en ekki er blaðinu
kunnugt frekar um hve mikið
hann meiddist.
Hitt slysið varð á miðjum Lauga
vegi I sambandi við umferð. Maður
gekk út á götuna og beint fram
fyrir bíl sem ekið var eftir göt-
unni. Ökumaður snarhemlaði, enda
á hægri ferð, og tókst á þann
hátt að forða frá alvarlegu slysi.
Maðurinn sem varð fyrir bifreið-
inni marðist á læri, en meiðslin
ekki -talin mikiL.
Sjálfstæðisflokkurinn efn-
ir tíl skymHhuppdrættis
Sjálfstæðisflokkurinn hefur
ákveðið að efna til skyndihapp-
drættis eins og oft áður. Fram-
uttdan er fjölþætt flokksstarf-
semi í framhaldi af sigri og
traustsyfirlýsingu meiri hiuta
landsmanna til míverandi stjórn
arflokka í siðustu alþingiskosn-
ingum. Miklu máli skiptir að
stuðningsmenn Sjálfstæðis-
flokksins hafa ætíð verið reiðu-
búnir ♦?! að leggja honum Iið
þeg.'* orsdur á að flokk-
urinn leitar til þeirra undir
svipuðum kringumstæðum. Nú
verður það gert á líkan hátt og
áður, miðar verða seldir og
vinningurinn í happdrættinu er
Framh. á bls. 5.
Vísir átti í morgun tal við
Guttorm Erlendsson, borgarend
urskoðanda vegna fregna í blöð
um um fjárdrátt í sambandi við
greiðslur kaupenda borgarhús-
anna við Gnoðarvog.
Guttormur skýrði Vísi svo frá
að hér hefði ekki verið um fjár
drátt að ræða. Vart hefði hins
vegar orðið við misfellur í sam-
bandi við innheimtu hjá kaup-
endum Gnoðarvogshúsanna. At-
hugun sem fram hefði farið í
endurskoðunardeild borgarinnar
hefði leitt í Ijós að viðkomandi
starfsmaður hefði farið út fyrir
embættistakmörk sín við ráð-
stöfun á fé er hann innheimti.
Hins vegar hefði þegar i ljós
komið við rannsókn að hann
hefði ekkj dregið sjálfum sér
það fé sem hann veitti mót-
töku. Rannsókn málsins er enn
ekki að öllu lokið. Mun borgar-
endurskoðandi gefa borgarráði
skýrsiu um málið nú einhvem
næstu daga.
Mánudagur Í. október 1963.
Leynivínsolur
teknir
Reykjavíkurlögregian hafði I
ýmsu að snúast um helgina, ekki
sizt vegna umferðarlagabrota.
Meðal annars voru fimm ölvaðir
ökumenn teknir og færðir til blóð-
prufu. Einn þeirra var 16 ára
unglingur og var því réttindalaus,
auk þess að vera drukkinn við
stýrið. Hjá honum er þar af leið-
andi um tvöfalt brot að ræða.
Aðra fimm ökumenn tók lög-
reglan og kærði fyrir of hraðan
akstur um götur Reykjavíkur.
Hefur hún undanfarið tekið all-
marga, einkum unglinga, fyrir
þessar sakir.
Tveir leigubflstjórar voru teknir
fyrir leynivínsölu. Að minnsta
kosti annar þeirra hefur oftar en
einu sinni komið við sögu fyrir
sömu sakir áður. Mál þeirra verða
kærð til sakadómara.
í gær var félag amatör-út-
varpsmanna endurvakið á fundi
á Café Höll. Áður en fundurinn
hófst var komið upp á fundar-
staðnum sendistöð, sem gerði
félagsmönnum kleift að fá sam
band út um allan heim. Ætlunin
er að hafa slflra stöð í framtíð-
inni á klúbbfundum, svo að þeir
unglingar, sem ekki hafa bol-
magn til að koma sér enn upp
stöð geti notað hana til að ná
útvarpssambandi út um heim-
inn.
Á þessum fundj komu 10 ný-
ir meðlimir í félagið, en allir er
áhuga hafa á amatör-útvarpi
geta gengið i félagið.
Samtöl I gegnum stöðina fóru
fyrst þannig fram, að Stefán
Framh. á bls. 5.
DRÁTT ÁÐ RÆÐA
Eldvarnarvikan 1963 hófst í
gærdag með sýningu, sem
slökkvilið Reykjavíkur efndi til
við norðurenda tjamarinnar. —
Allmargt manna var viðstatt
sýninguna, sem fór mjög vel
fram. Hvert atriði fyrir sig var
kynnt jafnóðum fyrir áhorfend
um, svo þeir gætu fylgzt vel
með. UM 50 slökkviliðsmenn
tóku þátt I sýningunni.
Sýning slökkviliðsins hófst kl.
2 með því að 4 slökkviliðsmenn
stukku út um glugga á gamla
Iðnskólahúsinu niður í björgun-
armottu. Eftir það fór fram sýn-
ing á fullkomnu og handhægu
björgunartæki, sem nefnt er
björgunarklukka, en slík tæki
hafa mjög rutt sér rúm á sviði
eldvarnarmála á sl. árum, og
eru þessi tæki komin í notkun
hér á landi.
Næst var sýnt hvernig
slökkva ætti eld með hinum
ýmsu efnum. Kveikt var í benz-
íni og sýnt að ekki væri hægt
að slökkva slíkan eld með vatni,
en síðan var slökkt með froðu,
Framh. á bls. 5.
EKKE UM FJÁR-