Vísir - 17.10.1963, Síða 7
VÍSIR . Fimmt daginn 17. október 1963.
iáðsfefnsa SýðræðsssSnnsa:
wátt launanna
Vísi hafa borizt ályktanir þær,
er gerðar voru á ráðstefnu lýð-
ræðissinna um kjaramál. í aðal-
ályktun ráðstefnunnar segir, að
tryggja verði fólki aukna hlut-®'
deild í þeirri hagfelldu þróun
efnahagsmála þjóðarinnar, sem
átt hafi sér stað síðustu árin,
auknu framleiðslumagni og
bættri fjárhagsafkomu þjóðar-
búsins og að ekki verði við það
unað, að hlutur verkafólks verði
skertur.
Þá segir í ályktuninni, að mikl
ar verðhækkanir hafi orðið und-
anfarið og aðrir betur launaðir
þjóðfélagshópar hafi fengið
meiri Iaunabætur en meðlimir
verkalýðsfélaganna, og hafi þar
með raskazt það Iaunajafnvægi,
sem ríkt hafi hér á landi. Segj-
ast hin lýðræðissinnuðu verka-
lýðsfélög munu sem fyrr leggja
höfuðáherzlu á að tryggja kaup-
mátt þeirra launa, sem um verði
samið.
Til þess að tryggja raunhæfar
kjarabætur, viil ráðstefna lýð-
ræðissinna benda á eftirfarandi:
1. Hvort ekki myndi þjóðhags-
lega hagkvæmt að breyta nú-
verandi fyrirkomulagi við á-
kvörðun landbúnaðarafurða.
2. Endurskoðun skatta- og út-
svarslaganna.
3. Aukið verðlagseftirlit.
Sérstök ályktun var gerð um
kjaramál verzlunarfólks. í henni,
segir, að ráðstefna lýðræðis-
sinna lýsi fyllsta stuðningi við
kröfur verzlunarfólks og krefj-
ist þess, að laun og kjör verzl-
unarfólks verði þegar í stað
samræmd við laun og kjör op-
inberra starfsmanna sam-
■.v.v:
kvæmt niðurstöðum Kjaradóms.
Ráðstefna iýðræðissinna var
sótt af fulltrúum Sjómannafé-
lags Reykjavíkur, Verzlunar-
mannafélags Reykjavíkur, Iðju,
félags verksmiðjufólks og Fé-
lags ísienzkra rafvirkja.
HEIMDALLUR -
Framhald af bls. 4
inn hafði pilturinn sýnt okkur
hvar hann átti heima og þegar
við ókum framhjá húsinu heima
hjá honum stóðu þar nokkrir pilt-
ar á hans reki en a-þýzki vin-
urinn okkar, í barnalegri ákefð,
veifáði þeim allt hvað af tók. Og
nú er komið að kjarna málsins.
Var einhver piltanna, sem vinur
vor veifaði hvað mest til, harðari
flokksmaður en hann sjálfur? Sá
einhver þeirra sig tilneyddan til
að tilkynna lögreglunni um grun-
samlegt samneyti piltsins við út-
lendinga, kannski í þeirra augum
auðvaldsútsendara? Því að seinna
um daginn er við ókum piltinum
heim og höfðum ieyst hann út
með gjöfum og kvatt hann og
hann gengið skáhalit yfir götuna
að húsi því, er hann bjó í spruttu
upp lögregluþjónar og óeinkennis-
klæddir menn, umkringdu piltinn
og drógu hann að bifreið, sehi
stóð þar skammt frá. Við höfðum
ekið af stað og saum síðast út
um afturglugga bifreiðarinnar
hvar hinni bifreiðinni með vini
okkar A-Þjóðverjanum innan-
borðs var ekið í gagnstæða átt.
Þar sem bifreiðirnir fjarlægjast
hvor áðra lýkur viðtalinu við
Kristin Ragnarsson, húsgagna-
smið.
Æskulýðssíðan vill ein-
ungis bæta því við að þó
að ekki fari ýkjamikið
fyrir frásögninni hér að
framan, er sagan bó dæmi
gerð upp á þjóðskipulag
kommúnismans. og bann
ruddaskap við einstakling
inn. sem á sér stað í ein-
ræðisrfkium austan iárn-
tjalds. bó að siíkt ástand
kunni að vera fjarlægt
okkur íslendingum er þó
eina tryggingin gegn því
að ámóta ástanó skapisf
hér, áð staðið sé á verði
gegn öfgastetnunni ng hin
um íslenzku boðberum
hennar gert skihanlegt að
íslendingar vilji ekkert
með stefnu beirra né þá
sjá^fa hafa að gera.
-jc
Ódýrar „vasabækur"
Ég er mikili fylgismaður vasa-
bóka eins og brezkir kalla þær
bækur eða smábóka, eins og þær
hafa stundum verið nefndar á is
lenzku. Hér á ég við ódýrar úf-
gáfur skáldrita og annarra bóka
í litlu broti, óbundnar, pooket-
books, eins og þær eru nefndar
Eftirlæti mitt á slíkum bókum
stafar auðvitað fyrst og fremst
af því hve þær eru ódýrar. Þarna
getur maður keypt sér merkt
skáldrit eða ferðabækur fyrir
20 — 30 krónur eða einn tíunda
þess verðs sem þær mundu
kosta í venjulegum útgáfum.
Hv'i ekki hérlendis?
Slíkar vasabækur byggjast á
stórum upplögum, þar sem verð-
ið er svo lágt. Og stóru upplög
in fyrirfinnast ekki á Islandi.
Það er vafalaust ástæðan til
þess að slíkar bækur eru ekki
gefnar út hér, a. m. k. varla
svo orð sé á gerandi. En hafa
íslenzkir útgefendur þrautreynt
þessa leið? Helgafell kom með fá
einar slíkar bækur hér um árið
og vonandi seldust þær vel enda
úrvalsbækur. Þess ber hér að
gæta að verð þeirra mætti vera
mun hærra en erlendra smá-
bóka, því samt yrðu þær keypt-
ar. Vonandi verður þess ekki
langt að bíða að slíkar bækur
fari að skjóta upp kollinum hér
í æ ríkara mæli. Þá afleggst
kannski sá ósiður að nú kaupa
m:nn varla dýra bók — nema til
þess að gefa öðrum, á jólum eða
örðum stórhátíðum.
Nýjar hugmyndir
vanfar
Hvers vegna setur ekki lög-
reglan í Reykjavik upp skilti á
mestu slysahornum borgarinnar
þar sem skráð er tala slysa þar
síðasta árið? Þetta hafa Þjóð-
verjar gert með góðum árangri.
Og hvers vegna eru ekki ljót
slysabíiflök sett á stall við
hættulegustu kaflana á Þjóð-
vegum í bæjarnágrenninu til
þess að vara bílstjóra við glanna
skap? Það gera Bandaríkjamenn
og hefir gefizt vel.
Við þurfum nýjar hugmyndir
í okkar umferðar og slysavörn-
um. Þar dugar ekki að hjakka
alltaf í sama farinu. Augun
verða að vera opin og nútíma
auglýsingatækni virkjuð í þágu
slysavarna. Og þetta kostar
sama sem ekki neitt. Hví er ekki
hafizt handa?
Hvar er
Þjórsárdalsskýrslan ?
Mikið umtal vakti hneyksiið í
Þjórsárdal í sumar er drykkjuóð
ir unglingar slógust og „dóu“
unnvörpum í lundum nýrra
skóga. Merkir menn voru skip-
aðir í nefnd til þess að rita til-
iögur til úrbóta og rannsaka
þetta sorglega mál. Þéir hafa
samið . ítarlega skýrslu fyrir
nokkru. Nú spyr ég — og margir
fleiri: Hví er skýrslan ekki birt'
almenningi?
Kári.
Á laugardag um tvöieytið varð
ég var við fríðan hóp ung-
menna sem lögðu leið sína í
Nýja Bíó, og af forvitnisástæð-
um athugaði ég það sem þarna
var á seyði. Hreif það mig mjög,
og eftir að ég hafði átt tal við
forráðamenn þess sem þarna
fór fram, og séð sýnishorn af
prógrammi vetrarins, leyfi ég
mér að hvetja fólk á öllum aldri
til að fjölmenna í Nýja Bíó kl.
tvö á laugardögum. „Hvað fer
þarna svo merkilegt fram?“,
kann nú einhver að spyrja. Því
er fljótsvarað. Varðberg, félag á-
hugamanna um vestræna sam-
vinnu, hefir húsið á leigu, og
sýnir þar afbragðsmyndir frá
flestöllum löndum, um flestöll
vandamál, og frá flestöllum sjón
armiðum.
Meðal þeirra mynda sem eru á
sýningarskrá vetranins er mynd
sem kölluð hefir verið „Ofar
skýjum og neðar“, og er sú
mynd í Eastman litum og Cin-
emascope og hefir hlotið fjölda
verðlauna og á þau öll skilið.
Ég átti þess kost að sjá þessa
mynd fyrir skömmu, er hún með
íslenzku tali og f alla staði
hin vandaðasta og skemmtileg-
asta. Svona myndum hafa allir
gaman af.
Þar að auki eru sýningar þess
ar öllum opnar, og það kostar
ekkert að sjá afbragðsmyndir,
valdar af miklum smekkmönn-
um um alþjóðleg málefni og
lönd og þjóðir. Þetta er athyglis
vert framtak hjá Varðbergs-
mönnum, og vona ég að sem
flestir verði til að sjá myndir
þær sem þeir bjóða upp á, því
ég veit af eigin reynslu að af
þeim verður enginn illa svikinn.
Svo nú skulum við, lesandi
góður, mæta í Nýja Bíó annan
laugardag kl. tvö, og ég ábyrg-
ist góða skemmtun.
Lúðvfk Karlsson.
☆
Gamla Bíó sýnir nú myndina
„Reiðir ungir menn“, en á frum
málinu heitir myndin „The Subt-
erraneans". Framleiðandi er
MGM í bandaríkjunum og þar
gerist myndin. Áhorfandinn er
fyrst kynntur á all nýstárlegan
hátt fyrir persónunum, þær eru
í rauninni látnar kynna sig sjálf
ar, og fellur þetta vel við efni
myndarinnar og myndina í heild.
Söguhetjurnar eru svokallaðir
bóhemar, gáfað óstýrilátt ungt
fólk sem neitar að lúta öllum
lögmálum og siðavenjum nútíma
þjóðfélags, og heldur sig eins og
þvf sýnist án þess að taka nokk
urt tillit til hugsana eða álits
annarra. Þetta fólk á sér sál, það
ræktar hana og leyfir henni að
þróast á opinskáan hátt, og
það lætur Ijós sitt skfna við
hvert hugsanlegt tækifæri, ræðir
alla hluti án tillits til umhverfis,
gerir það sem því dettur í hug
það sinnið. Söguhetjan, Mardou
Fox (Leslie Caron) er andlega
trufluð, og hún hittir af tilviljun
ungan mann, Leo (George
Peppard), og verða þau ástfang-
in eftir nokkurt þjark. Hópurinn
sem þau umgangast er mislitur,
Leo er sjálfur ungur en lítt
þekktur rithöfundur, og aðrir
eru Roxanne (Janice Rule) sem
málar sjálfa sig í sterkum litum,
bæði í framan og á léreft, Yuri
(Roddy McDowall) heimilislausa
ljóðskáldið sem sofið gat stand
andi og hló að öllu, Adam (Jim
Hutton) þunglyndi listmálarinn
og að Iokum má geta Joshua
trúboða listamanna sem spilar á
saxofón til að geta rekið trú-
boðsstöð sína, en hann er leik-
inn af hinum heimsfræga jazz-
ista Gerry Mulligan, og er þetta
í fyrsta skipti sem ég sé Mulli-
gan gera annað en blása sinn
saxofón á hvíta tjaldinu, og verð
ur ekki annað sagt en að þessi
tiiraun hans til að Ieika sé bara
dável heppnuð.
Allir þeir leikarar sem ég hef
nefnt skila hlutverkum sfnum
með hinni mestu prýði, en fram
úrskarandi er leikur Roddy Mc
Dowall í hlutverki Yuris. Hann
nær þessum sympatíska stefnu-
leysingja með alla sína tilfinn-
ingasemi og góðleika svo vel
að unun er á að horfa.
Þessi mynd er tekin í skemmti
legum litum og Cinemascope,
takan er skemmtilega létt, klipp
ingar yfirleitt góðar, músik af
bragð en á köflum var lýsingin
einum of súrrealistísk fyrir minn
smekk þó ekki væru þar neinir
æpandi litir eða mótsagnir.
Vil ég eindregið hvetja fólk
til að missa ekki af þessari á-
gætu mynd og þeim boðskap er
hún flytur. Hér er á ferðinni
mynd sem ég mæli eindregið
með.
Lúðvík Karlsson.
Hátíðaitónleikar
í Dómkirkjunni
Dómkórinn í Reykjavík og nem-
endur í orgelleik, sem dr. Páll Is-
ólfsson tónskáld hefur útskrifað
frá Tónlistarskóla Reykjavíkur,
gangast fyrir tónleikum til heiðurs
dr. Páli ísólfssyni sjötugum í Dóm-
kirkjunni í kvöld kl. 9 e. h.
Efnisskráin verður eingöngu tón-
srníðar eftir dr. Pál ísólfsson, að
undanteKnu einu lagi eftir föður
hans, Isólf Pálsson.
Flutt verða þrjú orgelverk. Flytj-
endur: Máni Sigurjónsson, Guðm.
Gilsson og Árni Arinbjarnarson.
Einsöngur: Frú Margrét Eggerts-
dóttir. Dómkórinn syngur 5 lög, og
að síðustu Dómkórinn með aðstoð
fóstbræðra o. fl. Lofsöng, Þú mikli
eilífi andi úr Alþingishátíðarkant-
ötu dr. Páls ísólfssonar. Stjórnandi
Ragnar Björnsson með undirleik
Jóns G. Þórarinssonar. Öllum er
heimill aðgangur að tónleikum þess
um meðan húsrúm leyfir.