Vísir - 17.10.1963, Side 9
V í SIR . Fimmtudaginn 17. október 1963.
CT
I Eftir dr.
i Þórð
Eyjólfsson
| hæstaréttar-
I dómara
Hér birtist önnur greinin um
S fslenzka hjúskaparlöggjöf úr
| bókinni Fjölskyldan og hjóna-
bandið, sem út kom fyrir
| nokkru á vegum Félagsmála-
| stofnunarinnar.
>f
j^g hef áður getið þess, að svo
veigamiklir gallar geta verið
á sjálfri stofnun hjónabandsins,
að skylt sé að felia það úr gildi
með ógildingardómi, annaðhvort
eftir kröfu annars hjóna eða
saksóknara ríkisins. Ekki er
mér kunnugt um, að slíkir ógild
ingardómar hafi gengið hér á
landi, og tel ég ekki ástæðu til
að ræða það efni frekar.
1 sambúð hjóna getur ýmis-
legt borið að höndum, sem veld
ur því, að annað þeirra eða
þau bæði æskja þess, að hjóna-
bandinu sé slitið. Til þess geta
legið hinar margvíslegustu á-
stæður, sem ekki er unnt upp
að telja. Veita lögin þá hjónun-
um kost á skilnaði, ef tiltekin
skilyrði eru fyrir hendi. Stund-
um er atvikum svo háttað, að
annað hjóna getur krafizt fulls
lögskilnaðar þegar f stað, en f
öðrum tilvikum verður skilnað-
ur að borði og sæng að ganga
á undan fullum lögskilnaði. Á
slíkur skilnaður þá að vera um-
hugsunartími fyrir hjónin, enda
eru mörg dæmi þess að hjón,
sem skilið hafa að borði og
sæng, taka upp sambúð að nýju.
Það væri ekki heppilegt, að hjón
gætu, hvenær sem væri, fengið
hjónabandi sfnu slitið til fulls
þegar í stað, e. t. v. vegna stund
arósamkomulags, sem ekki ætti
sér djúpar rætur.
Skilnaður að borði
og sæng
Um skilnað að borði og sæng
greina lögin á milli þess, hvort
hjónin eru sammála um skiln-
aðinn eða ekki. Ef þau eru sam-
mála, skulu þau fyrst snúa sér
til preste eS& íáttanefndar, sem
leitar um sættir með þeim. Kom
ist sátt ekki á, geta hjónin kraf-
izt þess, að valdsmaður, þ. e.
sýslumaður eða bæjarfógeti, í
Reykjavík borgardómari, veiti
þeim leyfi til skilnaðar að borði
og sæng, og þurfa þau þá ekki
að greina neinar ástæður fyrir
þeirri ráðabreytni sinni. Auk
samkomulags um sjálfan skiln-
aðinn verða þau einnig að vera
sammála um tiltekna skilnaðar-
skilmála, þ. e. um framfærslu
hvors annars, um forræði yfir
börnum, ef til eru, og um fram
færslu þeirra.
Ef annað hjóna neitar hins
vegar um skilnað, horfir málið
öðruvfsi við. Þá verður sá aðil-
inn, sem vill fá skilnað, að sýna
fram á einhverja veigamikla
galla á sambúðinni, sem hinn
aðilinn eigi aðallega sök á. Þar
til nefna lögin, að annar mak-
inn vanræki mjög framfærslu-
skyldu sína eða sé mjög hneigð-
ur til drykkjuskapar eða ann-
arra lasta. Þá getur og verið, að
aðarleyfinu, hvernig foreldra-
valdi yfir börnunum er skipt
með hjónunum eða hvort annað
þeirra eigi að fá umráð allra
barnanna. Þetta er oft mjög við-
kvæmt vandamál. Lögin segja,
að þegar foreldrana greinir á
um þetta, skuli það ráð upp
taka, sem ætla má, að börnun-
um sé fyrir beztu. Að öðru
Þegar hjón skilja að borði og
sæng, skal skipta með þeim
eignum þeirra. Fer það fram
með- þeim hætti, að hvort hjóra
heldur séreign sinni, ef eir.hver
er, en aorar eignir hjónanna, þ.
e. hjúskapareignir þeirra, eru
lagöar saman og síðan skipt til
helminga milli þeirra.
Skiinaður að borði og sæng
Lagaákvæði
um
hjónaskilnaði
ósamlyndi með hjónum sé orðið
svo magnað, að ekki megi una
frekari samvistum, og skal þá
veita skilnaðarleyfi, nema sá
eigi aðallega sök á ósamlynd-
inu, sem skilnaðar æskir. Fyrst
ber að leita um sættir með hjón
unum, eins og áður var getið,
en verði sáttatilraun árangurs-
laus, skal sá, sem skilnaðar æsk
ir, snúa sér til stjórnarráðsins
með skilnaðarbeiðni sína. Rann-
sakar stjórnarráðið þá mála-
vexti, og ef þvf þykir krafa
skilnaðarbeiðanda á nægum rök
um reist, veitir það leyfi til
skilnaðar að borði og sæng. I
skilnaðarleyfi skal þó ávallt tek
ið fram, hverjir séu skilnaðar-
skilmálar. Nær það fyrst til
þess, hvort annað hjóna skuli
greiða hinu framfærslueyri, með
an skilnaður að borði og sæng
stendur yfir. Fer um það eftir
efnahag hjóna og ástæðum. Oft-
ar er það eiginmaðurinn, sem
greiðir konunni framfærslueyri,
en hitt getur líka átt sér stað,
að konunni sé gert skylt að
framfæra eiginmanninn að ein-
hverju eða öllu leyti, t. d. ef
hann er óvinnufær sjúklingur,
en konan efnuð. Það hjónanna,
sem á aðallega sök á skilnaðin-
um, á þó ekki rétt til að fá
framfærslufé úr hendi hins,
nema sérstaklega standi á. Ef
hjónin eiga börn, sem eru undir
sameiginlegum foreldraráðum
þeirra, ber að taka fram í skiln-
jöfnu stendur þó það hjónanna
ver að vígi, sem aðallega á sök
á skilnaðinum. Loks skal greina
í skilnaðarleyfi, hvernig skipta
skuli með foreldrum kostnaði af
framfærslu barnanna. Má þá
skylda foreldri til að greiða
meðlagseyri með bami eða börn
um, sem hinu foreldrinu fylgja.
Á þetta einnig að fara eftir
högum hvors hjóna um sig. Ef
hjónin eru sammála um fram-
angreinda skilmála, þ. e. um for-
ræði yfir bömunum og meðlags
greiðslur, skal yfirleitt eftir því
fara. Þó skal forræði hvers
bams ávallt vera óskipt hjá
sama foreldri. Ef aftur á móti
er ágreiningur með hjónunum
um skilmálana, sker stjórnar-
ráðið út, og verða báðir aðiljar
að sætta sig við það. Ef hagir
foreldra eða bama breytast
siðar, getur stjórnarráðið breytt
skilmálunum, t. d. hækkað eða
lækkað meðlag eða fellt það
niður, tekið umráð barns af
öðru foreldrinu og flutt þau til
hins o. s. frv. Þó að lögin geti
þess ekki, má samt setja I
skilnaðarleyfi ákvæði um, að
það hjónanna, sem ekki fær
umráð tiltekins barns, skuli þó
fá að hafa rétt til að hitta það
á nánar ákvörðuðum tímum.
Slikur heimsóknarréttur for-
eldris til barns eða barns til
foreldis tíðkast víða erlendis, en
ekki hefur hann ávallt reynzt
heppilegur.
hefur þær afleiðingar, að hjón-
in slíta samvistir. Verður þá
annað þeirra, og e.t.v. þau bæði,
að taka sér nýtt heimili. Oft er
samkomulag um það með hjón-
unum, hvort þeirra skuli flytj-
ast burt af hinu sameiginlega
heimili, en náist ekki samkomu-
lag um það, ákveður skiptaráð-
andi, í hvers hlut íbúðin skuli
koma.
Þó að skilnaður að borði og
sæng hafi gerzt og hjónin slitið
samvistir, stendur hjónabandið
samt áfram. Hvorugt þeirra get-
ur gengið f nýtt hjónaband,
meðan svo stendur, og ekki
heldur stofnað til trúlofunar,
sem gildi hafi að lögum. Ef
hjónin flytjast saman aftur,
fellur skilnaður að borði og
sæng niður. án þess að nokkrar
aðgerðir yfirvalda þurfi til að
koma. Vilji hjónin þá ekki una
saman til lengdar, verða þau að
fá nýtt leyfi til skilnaðar að
borði og sæng.
Um algeran lögskilnað hjóna,
sem slítur hjónabandinu til
fulls, gilda svo sérstakar reglur.
Verður þá að greina á milli
þess, hvort hjónin hafa áður
skilið að borði og sæng eða
ekki.
Þegar hjónin hafa fengið
leyfi til skilnaðar að borði og
sæng, geta þau fengið lögskiln-
að eftir eitt ár, ef þau eru sam-
mála um skilnaðinn og skil-
mála fyrir honiun, þ. e. um for-
e’.drardð yfir börnunum og
framfærsluatriði. En séu hjónin
ósammála, verða tvö ár að líða,
og geti’r þá anr.að hjóna að
þeim liðnum krafizt lögskilnað-
ar, enda þótt hitt mótmæli.
Ákvæti um l 'r’g-
skilnatarás'æbur
Þá er næst að víkja að atvik-
um, sem veita öðru hjóía rétt
til fulls lögskilnaðar, þó að
skilnaður að borði og sæng
bafi ekki á undan gengið. Eru
slík atvik nefnd hjónaskrinaðar-
ástæður. Er þá oftast um að
ræða einhverja sök hjá öðru
f jóna, sem veiti hinu skilnað-
arrétt, en einnig geta komið
til atvik, sem hvorugu hjóna
verður gefin sök á, en skipta
svo miklu máli fyrir hjóna-
bandið, að ekki þykir rétt að
láta það haldast áfram gegn
vilja annars hjána. Sérstaklega
er vert að gefa gaum þeim
hjónaskilnaðarástæðum, sem
reistar eru á sök annars mak-
ans, þar sem af því má læra,
hvað lögin telja einna athuga-
verðast. i fari hjóna og fram-
komu þeirra hvors gagnvart
öðru. En til þess eru vítin að
varast þau.
Skilnaðarástæðurnar eru tald-
ar upp í lögunum, og eru þær
þessar:
1. Ef hjón hafa slitið sam-
vistir án skilnaðar að borði og
sæng og lifað þannig aðskilin
í 3 ár, getur hvort um sig kraf-
izt lögskilnaðar. Slíkur aðskiln-
aður er talinn veita nægar líkur
fyrir því, að sambúð hjónanna
hafi verið orðið svo áfátt, að
ekki sé rétt að láta hjónabandið
haldast gegn vilja annars
þeirra. Hjónin kunna að hafa
verið sammála um aðskilnað-
inn, og þarf því ekki að hafa
verið fremur um sök hjá öðru
að ræða en hinu. En ef annað
á aðalsök á samvistarslitunum,
er ekki skylt að veita skilnað
eftir kröfu þess, ef hitt mót-
mælir.
2. Ef annað hjóna hefur yf-
irgefið hitt án samþykkis þess
eða fullnægjandi ástæðna, oftast
með því að hverfa burt af heim-
ilinu, getur það, sem fyrir mis-
réttinum hefur orðið, krafizt
skilnaðar, þegar 2 ár eru liðin
frá samvistarslitum.
- 3. Ef annað hjóna hverfur,
og óvlst er um, hvort það sé á
lífi, getur hinn makinn krafizt
lögskilnaðar, þegar 3 ár eru lið-
in frá því, að síðast spurðist til
hins horfna. Sem dæmi má
nefna, að maður er í siglingu,
en hverfur utanlands, án þess
að til hans spyrjist. Hér þarf
vitanlega ekki að vera um neina
sök að ræða hjá þeim, sem
horfið hefur.
4. Ef annar makinn hefur
gengið I nýtt hjónaband, t. d.
eiginmaðurinn gerzt sekur um
tvíkvæni, getur hinn makinn
krafizt lögskilnaðar. Hann get-
ur þá valið um tvennt, annað
hvort að krefjast ógildingar á
hinu nýja hjónabandi maka
síns eða lögskilnaðar við hann,
en hann getur ekki krafizt
hvors tveggja. Ef hann krefst
ógildingar á nýja hjónabandinu,
á eldra hjónabandið að haldast.
Krefjist hann hins vegar lög-
skilnaðar, getur það orðið til
þess, að hið nýja og ólöglega
hjónabandið standi áfram og
verði síðan löglegt, þegar eldra
hjónabandinu er slitið með full-
um lögskilnaði.
5. Ef annað hjóna gerist
sekt um hjúskaparbrot með þvl
að hafa kynmök við annan að-
ilja en maka sinn, getur hinn
Framh. á bls. 10.