Vísir - 17.10.1963, Side 8
s
Vt STR . Fimmtudagtim 17. oktúber 1963.
Utgefandi: BlaBaútgáfan VlSIfi_
Ritstjóri: Gunnar G. Schraat-
AðstoSarritstjóri: Axel Thorsteinson
f Fréttastjóri: Þorsteinn Ó. Thorarensen
Ritstjómarskrifstofur Laugavegi 178.
Augiýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3.
Áskriftargjald er 70 krónur á mánuði.
1 Iausasölu 5 kr. eint. — Simi 11660 (5 iínur).
Prentsmiðja Visis. — Edda h.f.
Tryggjum krónuna
ORÐ Bjama Benediktssonar dómsmálaráðherra á
Varðarfundinum í fyrrakvöld hafa vakið mikla
athygli.
„Þeim leik að fella gengið verður að ljúka. Við
verðum að hafa þann manndóm að láta honum ljúka“,
sagði ráðherrann þar.
Undir þessi ummæli munu allir taka, sem hafa
þau heilindi í brjósti að viljá'leysa efnahagsvanda
þjóðarinnar þannig að traustur grundvöllur sé fenginn
undir framförum og uppbyggingu atvinnuveganna.
Allt of lengi hefir sú hugsun átt upp á pallborðið að
gengisfelling væri lausnin á ógöngum efnahagsmál-
anna. En slík ráðstöfun er engin lausn, eins og ráð-
herrann undirstrikaði. Þótt innlendar skuldir minnki
að yerðgildi þá verður þó alltaf einhver að borga fyrir
verðmætin. Og sá sem borgar er þjóðin öll.
Dómsmálaráðherra lagði áherzlu á að það ei* ein-
ungis með aukinni framleiðslu, sem hægt er að bæta
kjörin. Hin óraunhæfa kröfugerð hlýtur að leiða til
þess að atvinnuvegir þjóðarinnar stöðvist, eins og bit-
ur reynsla liðinna ára sýnir. Verkföll leiða einungis til
þess að hlutur hinna lægstlaunuðu versnar enn í sam-
anburði við kjör þeirra sem í kjölfarið sigla, eins og
saga umliðinna ára sýnir einnig. Það er hins vegar
aukin framleiðsla og umfram allt bætt vinnubrögð og
vinnuhagræðing sem færir launafólki raunhæfar kjara-
bætur — allt upp í 20—30% lífskjarabætur á nokkrum
tíma, eins og reynsla annarra þjóðá sýnir. í stað hinnar
óraunhæfu kröfugsrðar eiga íslenzk verklýðsfélög að
fara þessa leið til bættra lífskjara. Hin leiðin er löngu
úrelt.
Ríkisstjórnin mun gera það sem í hennar valdi
stendur til þess að hinir lægst launuðu í þjóðfélaginu
fái nú bætt kjör sín. Á hinn bóginn er það ljóst að stór-
felldar almennar launahækkanir eiga engan rétt á sér,
eins og sakir standa. Frá þeim verður að hverfa og
einbeita sókninni þess í stað að því að tryggja verð-
mæti hins íslenzka gjaldmiðils, eins og hann er í dag.
í slíkri tryggingu felst framtíðaröryggi íslenzkra laun-
þega.
V efkamannasambandið
Stofnun sérstaks landssambands verkamanna
gengur í berhögg við fyrri ályktanir ASÍ. Hér er ein-
ungis um tilraun kommúnista innan verklýðshreyfing-
arinnar að ræða til þess að halda völdum í slíku sér-
sambandi, þegar þeir missa tökin á ASÍ innan skamms
Það er mikilvægt að allir verkamenn geri sér þessa
staðreynd ljósa og einnig aðrir meðlimir ASÍ. Þar að
auki er verið að fjölga um enn einn samningsaðila
verkafólks í landinu. Það er öfugþróun. Samstaðan er
mikilvæg í samr.ingum. Hér er hins vegar verið að
kljúfa samtök launþega, sundra þeim á lævísan hátt.
Fátt sýnir betur hinn sanna hug kommúnista til hins
vinnandi manns.
Horfnmar l sambúð Marokko
og Alsír eru a5 alira dómi hinar
alvarlegustu. Marokkanskar her-
sveitir hafa vaðið inn í Alsír,
barizt hefir verið um landa-
mærastöðvar og nokkurt mann-
tjón orðið og átökum ekki Iokið,
er þetta er skrifað, en þrátt
fyrir þetta, og að Ben Bella
forsætisráðherra hefir boðað al-
mennt herútboð „allra þeirra,
sem börðust gegn Frökkum“,
er reynt að ná friðsamlegu sam-
komulagi, og það er tvennt til
um það hvernig ástatt verður
þegar þetta kemur f blaðinu,
hvort óbreytt ástand helzt eða
versnar eða samkomulag næst.
M
Landamærastöðvarnar, sem
Marokkanar gerðu árásir á,
heita Hassibeidi og Tindouf, og
eru 30 km. frá iandamærunum.
Fréttum hefir ekkj borið saman
um hverjir hafi þessar stöðvar á
valdi sínu, Ben Bella sagði fá-
mennt lið hafa varizt þar og
verjast þar áfram, þrátt fyrir á-
rás 4000 manna liðs frá Mar-
okko — og stjórn Marokko seg-
ir liðið á valdi Marokkoher-
sveita. En enginn vafi er, að
hersveitir Marokko hafa sótt
lengra fram inn á sandflæmi
Sahara.
M
Deilt er um landamæri Mar-
l f okko krefst spildu, þar sem
málmar eru í jörðu, vegna þess
f\ að Marokko ásælist þessar auð-
• i lindir — að því er stjórn Alsír
■ segir, og enn fremur, að Mar-
okko hafi ekki gefið upp von
Ein helzta spurningin, sem menn nú bíða svars við — á tíma
hinnar nýju hættu í Alsír — er: Hvað gerir Hocine Ait-Ahmed,
— erkifjandi Ben Bella, Ieiðtogi uppreisnarmanna í Kabiliufjöllum?
Ný hætta í ALSÍR
um, að sölsa undir sig Mauret-
aniu, og seilist því til yfirráða
á alsírskri landspildu alveg að
landamærum hennar.
M
Ben Bella hvatti landsmenn
til sameinaðrar baráttu gegn
„deyjandi konungsveldi Mar-
okko“. En nú „er eftir að vita“,
símaði fréttaritari brezka út-
varpsins frá Algeirsborg, „hve
margir af þeim 40.000 hermönn-
um, sem uppi stóðu eftir bar-
dagana við Frakka svara kvaðn-
ingunni". Óbeint virðist gefið í
skyn með þessu, að undirtektir
kunni að verða daufar, — og
vafalaust er þjóðin þreytt á bar-
dögum. Og svo er annað: Hve
mikil alvara er á ferðum? Er
landið í hættu? Er um innrás að
ræða, sem er undanfari styrj-
aldar milli Marokko og Alsír?
Eða var bara farið yfir landa-
mærin til þess að „steyta hnef-
ann“?
Sé raunveruleg styrjaidar-
hætta á ferðum má víst heita,
að undirtektir við kvaðningu til
herskyldu verði betri en ef
menn eru ekki trúaðir á, að til
styrjaldar komi.
M
Fyrsta tilkynning alsírska
landvarnaráðuneytisins um inn-
rásina var svo hljóðandi:
Aðfaranótt 14. október fóru
herflokkar úr konunglega mar-
okkanska hernum yfir landa-
mæri Marokko og Alsír inn á
alsírskt landsvæði við Moham-
med el Ghozane um 400 km.
suðvestur af Bechar (sem áður
hét Colom-Bechar). Að morgni
þess 14. var ráðizt á stöðvarnar
Hassibeidi og Tindouf 30 km.
innan landamæra Alsír. Flokk-
ar úr þjóðarhernum alsírska eru
á vettvangi og verjast þrátt fyr-
ir að Marokkanar beittu skrið-
drekum og flugvélum landher-
flokkum sínum til stuðnings. —
Áframhald var á bardögum eft-
ir að dimmt var orðið.
m
Á mánudagskvöld sendi Ben
Bella þingmanninn Mohamed
Yazis og Slimane Hoffmann of-
ursta til Rabat „opinberra er-
indagerða". Og Taieb Sabbani,
■sérlegur sendimaður Bourguiba
sem nýlega var í Rabat,, höfuð-
borg Marokko, sagði, að horfur
væru góðar á, að æðstu menn
Túnis, Marokko og Alsír kæmu
saman á fund.
En eftir þetta versnuðu horf-
ur svo sem fyrr var greint —
en þó áfram von um samkomu-
lag.
M '
Það er sagt, að Alsír ráði yf-
ir 60 — 75 þúsund manna her —
og Marokko álíka mannmörgum
— en nokkur hluti hers Alsír
hefir verið sendur til Kabiliu.
Hefir orðið að flytja nokkrar
hersveitir þaðan aftur, vegna
þess að Ben Bella verður nú að
horfast f augu við hina nýju
hættu. Hvort hún verður til þess
að sameina þjóðina, — eða upp-
reisnarmenn nota sér hana, er
eftir að vita, en það hefir verið
rólegt í Kabiliu, síðan er her-
sveitir Hocine Ait Ahmed hörf-
uðu frá Michelet.aðalbækistöð
sinni.
»*
Ben Bella skaut málum til
Samtaka Afrikuþjóða með skír-
skotun til sáttmála þeirra, sem
gerður var í Addis Abbeba. Sam
tökin stuðla áreiðanlega að sam
komulagi. Og jafnvel Hussein
V konungur segist vilja sam-
komulag. Var hann þá bara að
steyta hnefann? eða átti hann
við samkomulag eftir sinu eigin
höfði?
*