Vísir - 18.10.1963, Page 3
V 1 S IR . Föstudagur 18. október 1963
3
Ung stúíka í bláum kjól með
hvítan kappa tekur á móti okk-
ur og býður okkur inn. Við er-
um komin í heimsókn í Hús-
mæðraskóia Reykjavíkur og inn
an skamms kemur skólastýran
fröken Katrín Helgaclóttir. Hún
hefur verið svo elskuleg að
leyfa Myndsjánni að fylgjast
með sér um skólann og sjá,
hvað þar fer fram.
í Húsmæðraskólanum eru nú
64 stúlkur, 40 í heimavist og 24
f dagskóla auk þeirra 16
stúlkna, sem eru á kvöldnám-
skeiði í matreiðslu. Heimavistar
skólinn stendur 9 mánuði, dag-
skólinn 3 og er tvískiptur, og
kvöldnámskeiðin standa 5 vikur.
„Til þess að fá inngöngu í
skólann“, segir fröken Katrín,
„verða stúlkurnar að vera fullra
17 ára og eru þær flestar innan
við tvítugt. Við höfum þó haft
allt upp í 39 ára, það var 10
barna móðir. Stúlkurnar koma
með mjög mismunandi menntun
og undirbúning og er því oft
dálítið erfitt að samræma það,
en yfirleitt gengur allt vel. Stúlk
urnar eru alveg prýðilegar, fyrst
í stao er oft dálítill gauragang-
ur í þeim, en hann hverfur
fljótt. Skólinn er nokkuð strang-
ur, en stúlkurnar gera sér fulla
grein fyrir að þær verða að
fygja skólareglunum. Ég get
ekki sagt annað en að mér
finnst æskan í dag yfirleitt
mjög efnileg og gervileg“.
Þær sem búa í heimavistinni
Frh. á bls. 4.
í eldhúsi dagskólans var
unnið að ýmsu, en stúlkurnar
tvær á myndinni voru að gera
rúllupylsu og kennarinn Dag-
björt Jónsdóttir fylgist með
verkinu.
4
Hún var í saumatíma og
var að sauma mynstur í tejpu-
kjól — og ánægja hennar við
vinnuna leynir sér ekki.
I
Það var margt fallegt að
sjá í vefstólnum — reyndar við
þá líka — og stúlkan við vef-
stólinn á myndinni var að vefa
sér efni í tösku.
Þarna eru matreiðslustúlk
urnar saman komnar f borðstof-
unni, ánægðar eftir að hafa lokið
við að Iaga hádegisverðinn.