Vísir - 18.10.1963, Blaðsíða 8

Vísir - 18.10.1963, Blaðsíða 8
VÍSIR . Föstudagur 18. október 1983. 8 oœa Utgetandi: Blaðaútgáfan VISIR. Ritstjóri: Gunnar G. Schraœ. Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson Fréttastjóri: Þorsteinn ó. Thorarensen. Ritstjómarskrifstofur Laugavegi 178. Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3. Áskriftargjald er 70 krónur á mánuði. 1 lausasólu 5 kr. eint. — Slmi 11660 (5 Unur). Prentsmiðja Visis. — Edda h.f. Nýjar kjarabótaleiðir Verklýðshreyfingin stendur nú á vegamótura. Öll- um er ljóst að hin innantóma kröfugerð færir ekki launþeganum þær kjarabætur sem hann biður um og á rétt á að fá. Sjálfir viðurkenna verklýðsleiðtögamir að hlutur verkamannsins sé nú verri en fyrir áratugi. Hvar er þá kominn árangur kjarabaráttunnar í núver- andi mynd allan þennan tíma? Harðari áfellisdóm yfir núverandi kjaraleiðum er varla hægt að kveða upp. Hér verður því að fara inn á nýjar brautir. Þar eru efst á blaði vísindaleg vinnubrögð og vinnuhagræð- ing. Reynsla annarra þjóða og álit sérfræðinga stað- festir að með vísindalegum vinnubrögðum má auka afköstin um 20—30% á tiltölulega skömmum tíma. Það þýðir jafn mikla kjarabót verkamanninum til handa. í öðru lagi höfum við þegar séð í nokkrum íslenzk- ,um fyrirtækjum hve mjög er unnt að hækka arð laun- þegans með ákvæðisvinnufyrirkomulagi og ágóðahlut. Þótt kauptaxtinn breytist sjálfur ekki hækka samt tekjur verkamannsins allt að 50% með auknum afköst um, Samfara þessu má koma vinnuhagræðingu mjög víða við, þar sem hún er nú óþekkt. Samvinnunefndir atvinnurekenda og launþega eru hér einnig mikilvægt og merkilegt atriði. Þær eru einn ig óþekktar enn hér á landi. Erlendis er því öðru vísi farið. f vel flestum Evrópulöndum hafa þær starfað allt frá stríðslokum og það er samdóma álit launþega og vinnuveitenda að þær hafi unnið mjög gott starf bæði til þess að bæta hag fyrirtækja og afla launþegunum bættra kjara og vinnuskilyrða. En hér þarf hugur að fylgja máli. Slíkar nefndir verða að vera meira en nafnið tómt og vinnuveitendur verða að fá þeim í hend- ur fullt ráðgjafavald og taka óskorað tillit til álits þeirra og vísbendinga. Starfsmat er enn nýlunda hér á landi. Þótt það sé í eðli sínu ekki bein kjarabótaleið kemur það hins vegar í veg fyrir kapphlaup einstakra stétta og starfs hópa um launakjör, þar sem þá er afmarkað hlutfallið milli starfshópanna innbyrðis. Væri því mikill kostur að fá það framkvæmt sem víðast í íslenzkum atvinnu- greinum. Allt eru þetta mikilvæg atriði og geta fært laun- þegum raunhæfar kjarabætur, er langt taka fram papp- írshækkununum, sem unnar eru í löngum verkföllum. Þau þarf að framkvæma hið bráðasta í íslenzku efna- hagslífi. ☆ gl ||p Hver kafli af nýja Keflavíkurveginum, sem tekin er í notkun verður mikil samgöngubót fyrir Suðumes. En jafnframt því kemur upp nýtt vandamál, það er sú freisting sem fylgir steyptum vegi fyrir öku mennina að spretta úr spori. Auknum öku- hraða fylgir mikil hætta. Nú þegar hafa orðið slys á nýja veginum, sem sýna hve alvarlegt þetta vandamál er. Enn sem komið er gilda sömu reglur um hámarkshraða á þess um nýja steypta vegi og tíðkast á öllum hinum mjóu malar- bornu vegum. En allir vita, að eftir þeim reglum er ekki farið. Það er í rauninni ómögulegt að krefjast þess, að bflstjórarnir takmarki ferð sfna við 70 kíló- metra á nýja veginum, sam- göngubótin fyrir Suðurnesin er Ljósmyndin er öruggt sönnunargagn, hún sýnir bílinn og á skífu í efra horni hraða hans og tímann þegar myndin er tekin. jpyrir nokkru -skýrði Vísir frá því í fréttum samkvæmt samtali við lögreglustjóra, að lögreglan hafi hug á að eignast radartæki til mælinga á öku- hraða, en þau gætu auðveldað, mjög hraðamælingar og sparað ar á örskotsstund. Þar þarf ekki að mæla út tvo punkta með tiltekinni fjarlægð á milli, held- ur framkvæma geislinn og hin sjálfvirku tæki mælinguna. Kem ur hraði bifreiðarinnar þá fram á venjulegri hraðamælisskífu, svo Hraðaeftirlit með radar er nauðsyn á Keflavíkurvegi lís ■ einmitt í því fólgin að aukinn hraði verður mögulegur og á að vera leyfilegur. Jjað er því lýðum ljóst, að nauðsynlegt er að setja nýj- ar reglur um akstur á steyptum vegum, fyrr er vart hægt að koma á eftirliti með umferðinni. Það geta verið skiptar skoðanir um, hvaða hraða á að Ieyfa, lögreglunni starfslið við fram- kvæmd eftirlits, sérstaklega á Keflavíkurveginum. Vísir hefur nú leitað upplýs- inga um gerð og notkun slíkra tækja og er það m. a. upplýst, að slík radartæki eru nú víða í notkun bæði í Evrópu og Bandaríkjunum. Sérstaklega þykja þau hentug til hraðamæl- inga á hinum fullkomnu bíla- Hér sést í radartæki í lögreglubil í notkun við hraðamælingar við bflabraut f Þýzkalandi. sennilega væri hæfilegt 85 eða 90 km. En þegar hraðamarkið hefur verið ákveðið er hins veg- ar nauðsynlegt að ströngu eftir- liti verði komið á við veginn, að það mark sé ekki rofið. Þó veg urinn sé sléttur og beinn, er það beinlínis glæframennska, þegar bifreiðastjórar fara upp fyrir 100 km á honum, en grunur leikur á að brögð séu að því, núna áður en nýjar reglur og eftirlit eru sett á. brautum í Þýzkalandi og einnig á þeim frekar stuttu spottum bílabrauta, sem gerðar hafa ver- ið i Danmörku. Jjar eru nú einkum í notkun tæki af Telefunkengerð, sem hafa reynzt mjög hand hæg. Tækin eru þannig gerð, að eftir að radargeislinn hefur gripið bifreið ,sem ekur eftir veginum, er hægt með sjálfvirk- um tækjum að mæla hraða henn ekki er um neitt að efast. Hafa þessi tæki reynzt mjög fljótvirk og traust. Mælingar þeirra hafa fengið fulla staðfestingu fyrir dómi og ekki er um það, að ræða, að aðrar bifreiðir, sem aka samsíða þeirri sem verið er að mæla geti truflað neitt. Til dæmis um það.^hve fljót- virk tækin eru má nefna það, að radartækin geta mælt hraða nýrrar bifreiðar eftir tvær sek- úndur. Er þannig hægt að fylgj ast með hraða allra bifreiða sem um veginn fara og sjá hann svart á hvítu á mælaskífunni. Þannig myndi strax sparast starfslið, því að við hraða mælingar lögreglunnar fram að þessu hefur þurft tvo bíla með tveimur lögreglumönnum í hvor um, en með þessu aðeins einn bíl með tveimur mönnum. Með örðum hjálpartækjum, mætti jafnvel spara enn meiri vinnukraft, en það er með sjálfvirkum myndavélum. Auð- velt er að koma þeim í samband við radarinn og tekur mynda- vélin þá samtímis mynd af bíln- um sem verið er að mæla ásamt skýru skrásetningarnúmeri hans og einnig mynd af klukku er sýnir hvenær atvikið gerðist og mynd af radar-hraðaskífunni. Þannig verður ljósmyndin öruggt sönnunargagn, sem ekki er hægt að véfengja fyrir dómi og þýðir þáð, að ekki þyrfti að vera nema einn maður í eftir- litsbifreiðinni. Er auðséð að slíkt tæki myndi mjög styrkja eftir- litið með Keflavíkurveginum, sem nauðsynlegt er að koma á sem fyrst.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.