Vísir


Vísir - 18.10.1963, Qupperneq 16

Vísir - 18.10.1963, Qupperneq 16
VÍSIR Föstudagur 18. október 1963. Home í áheyrn hjá drottningu Home lávarður, utanríkisráð- herra, gekk á fund Elfsabetar drottningar f Buckingham-höll árdegis ,óg er talið að drottn- ing muni feia honum stjórnar- myndun. Drottning hafði áður farið í sjúkrahúsið til Macmilians til þess að ráðgast við hann. Ræddi drottning við hann i hálfa klst. SEINUSTU FRÉTTIR: Drottningin hefir falið Home lávarði stjórnarmyndun. Sjá nánara á 6. sfðu. Tvö risafyrirtæki viB íslenzku Islenzku flugfélögin eru um þessar mundir að fá mikla samkeppni, þar sem eru flugfélögin SAS og Pan American. SAS hóf í gær flug á DC-7C skrúfuþotum yfir At- lantshafið og var fyrsta vélin þéttsetin og upp- selt er í fyrstu 3 vélam- ar og búast SAS-menn við miklum önnum í þessu flugi. Pan Ameri- can hóf fyrir tveim vik- um flug á DC-8 þotum gegnum Keflavík og hef- ur það flug gengið afar vel. Ferðir SAS verða fjórum sinn um f viku og verður flogið frá Kaupmannahöfn til Gautaborgar þá til Oslo eða Bergen en þaðan án viðkomu yfir hafið til New York. Verðmunur á miðum með skrúfuþotunum og flugvélum með þrýstiloftshreyflum er rúm ar 1000 danskar krónur á leið- inni frá Kaupmannahöfn til New York fram og til baka og kost- ar tæpar 3000 krónur danskar. Kristján Guðlaugsson hjá Loft leiðum sagði okkur í morgun: „Við kjósum sem fyrr að starfa eftir ,,móttóinu“ að flýta okkur hægt. Pað hefur orðið mjög vin- sælt eins og raun ber vitni. Flutningarnir hjá okkur eru sem fyrr eðlilegir og ég held að við Framh. á bls. 5. FCNSU 800 RJÚP- UR A CINUM DC6I Rjúpumar eru teknar að streyma í verzlanir f Reykjavík, en veiði- tfmabilið byrjaði sem kunnugt er 15. okt. Okkur tókst ekki að fá vitneskju um verð á rjúpunni, en almennt áiitu kaupmenn að það yrði til að byrja með um 55 krón- ur. Samkv. upplýsingum hefur rjúpnaveiði yfirleitt verið góð og á sumum stöðum gengið mjög vel. Fyrsta dag veiðitimabilsins fóru 20 menn upp að Tröllakirkju frá Fornahvammj og fengu þeir alls 800 rjúpur eftir daginn. Flestir þeirra voru flugmenn og hæstur var Björn Guðmundsson, flugmað- ur með alls 62 rjúpur. Veður var hálf siæmt á heiðinni í morgun, en þrátt fyrir það héldu nokkrir til veiða frá Fomahvammi. Meðfylgjandi mynd tók ljós- myndari Vísis, B.G. f kjötbúðinni Borg í morgun. Á henni sést Val- geir Vaidimarsson halda á nokkr- um rjúpum ,sem komu f verzl- unina í morgun. Leikféhsg Reykþvíkur sýnir nýjasta leikrít eftir Sartre Fangarnir í Aitona heitir nýj- asta leikrit hins fræga Jean Paul Sartre. Leikrit þetta hefur nú verið þýtt á íslenzku og verður næsta viðfangsefni Leikfélags Reykjavfkur. Æfingar eru hafn- ar og sýningar munu hefjast um miðjan næsta mánuð. Leik- stjóri verður Gísli Halldórsson, en í aðalhlutverkum Helgi Skúla son, Helga Bachmann, Sigríður Hagaiín og Brynjólfur Jóhannes son. Eins og kunnugt er hefir Leik félag Reykjavíkur lengi haft hug á að byggja fyrirhugað leik hús sitt á Klambratúninu ,og var það til umræðu. En nú þyk- ir aftur ólfklegra að leikhúsið verði reist á þvf svæði. Leikfél- aginu hefir alllengi staðið til boða lóð á Háaleitinu, sunnan Miklubrautar og vestan Háaleit isbrautar. En það hefir verið tregt til að flytja starfsemi sína langt út úr gamla Miðbænum. Nýlega var Leikfélaginu gefinn kostur á annarri lóð, sem einn- ig er á Háaleitissvæðinu, það er að segja sunnan Miklubraut ar og austan Kringlumýrar- brautar, en ekki hefir verið tek- Frarnh. á bls. 5. Ömurleg aíkoma Um miðjan dag í gær var iög- regla ásamt barnaverndarnefnd Glæsileg aukning skipastóls Vestmannaeyinga 4 ný 200 lesta stálskip að koma VESTMANNAEYING- AR eiga nú von á 4 nýj- um glæsilegum fiskiskip um, 200 lesta stálskip- um, sem smíðuð eru í Hollandi og Noregi. — Sýna kaup þessara glæsi legu skipa, að útgerðar- menn í Eyjum eru bjart- sýnir á framtíð útgerðar enda eru Vestmannaeyj- ar mesti útgerðarbær landsins. Það eru fjórir aðilar, sem eiga von á hinum nýju fiskiskipum, þ. e. Kristinn Pálsson og fleiri, Ársæll Sveinsson, Óskar Sigurðs son og Rafn Kristjánsson. Einn hinna nýju báta er smíðaður í Hollandi, en hinir þrfr í Noregi. Yfir 90 bátar eru nú gerðir út —* ------------------ frá Vestmannaeyjum. Eru flestir bátarnir nú á dragnótaveiðum og hefur afli verið góður, þegar gefið hefur á sjó, en tíð hefur verið mjög stirð. Sem stendur má heita að nægilegur mannafli sé í Eyjum, en þó rétt tæplega og útgerðarmenn og eigendur fiskvinnslustöðva þar gera sér það ljóst, að mikil hætta er á vinnuaflsskorti í vetur, er vetr- arvertíð hefst. Eigendur smærri báta eru einnig mjög uggandi um það, að erfitt verði að manna smærri báta, þar eð sjó- menn vilja að sjálfsögðu eink- um vera á hinum stærri og full komnari fiskiskipum. Mun þessi ótti eigenda hinna smærri báta hafa verið aðalundirrót tillögu, er samþykkt var á sfðasta fundi Útvegsmannafélags Vestmanna- eyja, en í þeirri tillögu var skor að á ríkisstjórnina að kaupa all- an bátaflota Vestmannaeyja og gera hann út! Björn Guðmunds- son, fyrrverandi formaður félags ins, talaði gegn þessari tillögu á fundinum, en ei að síður var hún samþykkt. Munu útvegs- menn í Eyjum þó tæplega ætl- azt til þess, að tillagan sé tekin alvarlega, a. m. k. varla þeir úr hópi þeirra, sem nú eru að kaupa ný fiskiskip til landsins. kvödd að íbúðarhúsi einu við Hverf isgötu vegna drykkjuláta óðs lýðs. En í þessum hópi var um- komulaust kornabarn, nokkurra mánaða gamalt. í íbúðinni voru 5 manns, auk barnsins. Voru það húsráðendur, hjón, ennfremur kona, móðir barns ins og loks tveir karlmenn, sem voru öll gestkomandi hjá hjónun- um. Upphófst mikil drykkja, þótt dag ur væri aðeins miður og þar kom að nágrannafólk taldi ástæðu til að kveðja lögregluna á vettvang. Sögðu lögreglumennirnir aðkomuna hafa verið átakanlega, allt full- orðna fólkið dauðadrukkið og svo viti sínu fjær, að það vissi ekkert hvað það aðhafðist. Hafi það verið hrein mildi og tilviljun ein, að það skuli ekki hafa slangrað ofan á barnið, sem var þarna algerlega um komulaust og án þess nokkuð væri um það hugsað. Barnaverndarnefnd var gert að- vart. Hún kom á vettvang og tók barnið í sína umsjá. Lögreglan hafði hins vegar afskipti af full- orðna fólkinu og taldi ástæðu til að flytja móður barnsins og annan hinna gestkomandi karlmanna í fangageymslu. Hjónunum og hinum karlgestinum var sleppt.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.