Vísir - 21.10.1963, Síða 2

Vísir - 21.10.1963, Síða 2
I VÍSIR . Mánudagur 21. október 1963. róttara grátt Betur má ef duaa Þrír fyrstu leikir Reykjavikur- mótsins i handknattleik karla fóru fram um þessa helgi og er nánar sagt frá þeim hér á síð- unni. Það var áberandi með þessa leiki cins og oftast í fyrstu um- ferðum handknattleiksmóta að Iiðin eru langt frá getu. Þetta væri ekki mikið vandamál, ef ekki stæði fyrir dyrum heim- sókn eins bezta handknattleiks- liðs í heiminum í dag, SPART- AK PILSEN frá Tékkóslóvakíu, sem kemur hingað eftir rúma viku á vegum ÍR. í liði Spartak eru að sögn 4 eða 5 landsliðsmenn og liðið í heiid er i fullri æfingu og er ofarlega í 1. deild um þessar mundir. Það verður því erfiður róður fyrir okkar menn, ef ekki skal.. verður haldið vel á spöðunum fram að heimsökn, og þær ör- fáu æfingar, sem eftir eru full- nýttar. Handknattieiksfólkið okkar er annars mjög líklegt til stórra afreka í vetur. Nóg er af efnisfólki bæði hjá körlum og konuni, bara að æft verði af kappi. Furðulegustu úrslit á laug- ardagskvöld í Reykjavíkur mótinu var e. t. v. tap hinna reyndu Þróttara gegn hinum kornungu en efnilegu Valspiltum. í lið- inu er elzti leikmaður 24 ára en flestir eru undir 20 ára aldri. Þarna er um lið að ræða, sem á bjarta fram tíð fyrir sér, ekki sízt þegar farið verður að leika á stór- um velli. Fyrri hálfleikur var ekki ójafn en enginn vafi var á að Valsliðið lék mun betur og máttu Þróttarar vel við una að hafa aðeins eitt mark undir 5 —6 í hálfleik, en tvö fyrstu mörk Þróttar í leiknum voru mjög klaufaleg mistök markvarðar. í seinni hálfleik léku Valsmean Þróttara grátt. Á 2 - 3 mínútum var staðan orðin 9 — 5 fyrir Val, en eftir 5 mínútna leik stóð 11-6. Þannig héldu Valsmenn áfram að mola Þróttara niður og unnu með 17 — 8 sem voru sanngjörn úrslit. Valsliðið er mjög gott og líklegt til afreka í vetur. Gylfi Jónsson, Bergur Guðnason og Jón Ólafsson markvörður voru beztu menn Vals, en hjá Þrótti voru aðeins tveir menn nokkuð góðir, þeir Guðmund ur Gústafsson, markvörður og Þórð ur Ásgeirsson, aðrir afar lélegir. Sðgiflr ingum sens siasSdnn IícIm áff isekaFð bik Ekki fengu menn eins spennandi uppgjör milli Fram og Víkings í Reykjarvíkunnótinu í hand knattleik og menn höfðu vænzt fyrir leikinn. Frain- arar héldu uppi hraða og hörlcu lengi fram eftir og tókst að „rota“ Víkingana og ná öllum völdum í sókn og vörn. Hafa Víkingar ekki átt svo slakan leik mjög lengi. Framarar náðu í upphafi 2-0 for- ystu með mörkum Ágústs Odd- geirssonar og eftir það má segja að sigur þeirra hafi ekki verið I tiltakanlegri hættu. í hálfleik var staðan 5—1 og í seinni hálfleik juku Framarar enn forskotið. 1. jnark seinni hálfleiks kom að vísu frá hinum unga Gunnari Gunn arssyni, sem minnkaði bilið í 5-2 fyrir Víking, en eftir fylgdi ráða- leysiskafli hjá Víkingunum gegn hinum fljótu og harðskeyttu Fröm urum. Ingólfur Óskarsson skorar úr næstu sóknum fyrst úr vítakasti, eftir að brotið var á Framara á línu, þá með góðu skoti og loks með vítakasti eftir línubrot. Staðan var því orðin 8-2 fyrir Fram á fremur skömmum tíma. Eftir þetta var slakað á hraðan- um og Víkingar fóru aðeins að átta sig og tókst að minnka bilið í 9-6, en hinn stutti leiktími í þessu móti 2x15 mín. gerði það að verk- um að sigur Fram var aldrei í verulegri hættu. Fram tókst líka að svara fyrir sig með hressilegum lokaspretti, sem tryggði þeim 5 marka sigur 12-7. Leikurinn var heldur slakur, leik menn eru greinilega ekki búnir að samlagast Hálogalandi og margir eru langt frá að vera í góðri æf- ingu. Beztir voru þeir Ingólfur Óskarsson og Sigurður Einarsson hjá Fram en Rósmundur, Pétur og Brynjar Bragason hjá Víking. Dómari var.Magnús Pétursson og dæmdi ágætlega. Þarha braut Ingólfur illa á Sigurð Hauksson, sem var kominn inn á línu. Ingólfur ýtti aftan á Sigurð sem hrökk illa út f þil og meiddist lítilsháttar. Dómarinn sá elckert athugavert við þetta brot. Skoruðu uðeius eitt murk Víkingar þjarma að Sigurði Einarssyni, sem hefur farið í gólfið með boltann. Það eru Pétur Bjarnason og Steinar Halldórsson sem standa hjá honum en Ólafur Friðriksson horfir á. 6:1 Einstætt afrek var unnið í leik ÍR og Ár- manns sem var fyrsti leikurinn í Reykjavíkur- mótinu í handknattleik. Ármann skoraði aðeins eitt einasta mark í leikn- um, — eitt mark í öllum þeim f jölda tilrauna sem þeir gerðu á 30 mínútum leiksins. Lokatalan var heldur ekki há, 6 mörk gegn einu, mjög óvenju- legt, jafnvel í stuttum leik sem þessum. ÍR byrjaði leikinn vel og Hermann skoraði fyrsta markið Tilraunir Ármenninga strönd- uðu annað hvort á markstöng- unum eða í fangi markvarðar- ins Jöns Jónssonar, sem átti sinn bezta leik. Gylfi Hjálm- arsson bætti tveim mörkum við, þrumuskotum sem sungu í netinu og Hermann bætti 4 — 0 við skömmu fyrir hálfleiksiok. Heppnin var hliðholl Ármenn ingum seinast í þessum hálfleik, loksins. Örfáum sekúndum áður en biístra dómarans gall við, skoraði Árni Samúelsson eina mark Ármanns f gegnum all- stóra varnarglufu sem hann Framh. á bls. 5. Sfaðon ■ Rvk. mófinu Eftir 1. umferð í Reykjavíkur- mótinu í handknattleik er stað- an þessi: Valur 110 0 17—8 2 Fram 110 0 12—7 2 ÍR 1 1 0 0 6—1 2 Ármann 1001 1 — 6 0 Víkingur 10 0 1 7—12 0 Þróttur 10 0 1 8—17 0 Markhæstu menn cru: Ingólfur Óskarsson, Fram 6 (3 úr vítaköstum), Bergur Guðnason, Val, 5, Þórður Ásgeirsson, Þrótíi, 4 (2 úr víti), Gunnsteinn Skúlason, Val, 3, Sigurður Dagsson, Val, 3, Gylfi Hjálmarsson, ÍR, 3.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.