Vísir - 21.10.1963, Side 3
Visiit
3
MYNDSJ
í' ' '
■ ■ : ::
t# '
:
. ' S \
• \ S •
'
íPIPIéI
■ :
I J
s>
■ ■■• '. ....
Á laugardag varði Ólafur
Bjarnason yfirlæknir og dósent
doktorsritgerð sína um leg-
krabbamein á íslandi. Hófst at-
höfnin kl. 2 f hátíðasal Há-
skóla Islands. Mikill fjöldi
manns var saman kominn til að
hlýða á doktorsvörnina og fengu
færri sæti f salnum en viidu.
Meðal áheyrenda voru háskóia-
rektor, prófessorar og miklil
fjöldi lækna og læknastúdenta.
Forseti læknadeildar próf.
Davíð Davíðsson tók fyrstur til
máls og stýrði siðan athöfnlnni.
Þá tók doktorsefni til máls og
gerði grein fyrir tildrögum að
ritgerðinni og rakti í stuttu
máli efni hennar. Að ræðu
hans lokinni tók til máls fyrri
andmælandi dr. med. próf.
Júlíus Sigurjónsson. Fjallaði
hann aðallega um skýrslur og
tölur í ritgerðinni og gerði ýms-
ar athugasemdir en að venju
varði doktorsefni ritgerð sína
eftir megni. Síðari andmælandi
Pétur Jakobsson dósent og yfir-
læknir fjallaði um sjúkdóminn
og greiningu hans og gerði sín-
ar athugasemdir en bæði hann
og fyrri andmælandi luku f
heiid miklu Iofsorði á ritgerðina
og kváðu hana hið merkasta
heimildarit og ' grundvöll að
framhaldsrannsóknum. Hvatti
Pétur Jakobsson lækna til að
fara að dæmi Ólafs Bjarnason-
ar.
Þvf næst lýsti forseti lækna-
deildar því yfir að þar sem rit-
gerð doktorsefnis hefði verið
metin hæf til doktorsvarnar
væri Ólafur Bjarnason nú rétt-
nefndur doktor Háskóla íslands.
Óskaði hann sfðan hinum nýja
doktor til hamingju og ámaði
honum allra heilla í framtíðar-
starfi og rannsóknum.
Hinn nýi doktor þakkaði og
flutti Háskóla íslands árnaðar-
óskir sínar.
Að því búnu sleit forseti
læknadeildar, próf. Davfð
Davíðsson athöfninni.
Efsta mynd t. v.: Doktors-
efnið Ólafur Bjarnason ver rit-
gerð sfna.
Efsta mynd t. h.: Fyrri and-
mælandi dr. med. próf. Júlíus
Sigurjónsson gerir teikningu af
lfnuriti á töflu til útskýringa á
athugasemdum sínum. Doktors-
efni fylgist með.
Mynd t. v.: Andmælendurnir
tveir, dr. med. próf. Júlíus Sig-
urjónsson t. v. og Pétur Jakobs-
son dósent og yfirlæknir.
Myndin til hliðar: Séð yfir
nokkurn hluta áheyrenda. Með-
al þeirra má greina: háskóla-
rektor, Ásmund Brekkan, lækni,
próf. Snorra Hallgrímsson, dr.
Bjarna Jónsson, Guðjón Guðna-
son lækni, dr. Sigurð Þór-
arinsson, Þórarin Guðnason
lækni, dr. Friðrik Einarsson,
Steingrím Baldursson, próf.
Guðmund Thoroddsen, Bjarna
Bjarnason lækni, Jónas Bjarna-
son Iækni, próf. Sigurð
Samúelsson, Pál Kolka lækni,
dr. Árna Árnason, Guðmund
Benediktsson lækni, Ólaf Jens-
son Iækni og dr. Bjarna Guðna-
son.