Vísir - 21.10.1963, Page 9
V1SIR . Mánudagur 21. okioDer 1963.
9
Rætt viö Harald Böövarsson,
útgerðarmann, sem gaf Ak-
urnesingum BÍÓHÖLLINA
fyrir tuttugu
Hinn 28. september
1943, barst bæjarstjórn
Akraness svohljóðandi
bréf: „Við undirrituð
hjón höfum ákveðið að
gefa Akraneskaupstað,
kvikmynda- og hljóm-
leikahúsið Bíóhöllina,
við Vesturgötu með á-
fastri gangstétt og lóð
undir húsið. Stærð lóðar
innar ákveðum við síðar
í sambandi við skipulag.
Bíóhöllin er gefin með
sætum, sýningavélum
og öðrum innanstokks-
munum, eins og það verð
ur um næstu mánaða-
árum
af þvf, að um þessar mundir eru
liðin tuttugu ár frá þvf að Bfó-
höllin hóf starfsemi sfna.
Við hittum Harald og frú Ing-
unni heima í hinu vistlega íbúð-
arhúsi þeirra við Vesturgötu.
— Þegar Bíóhöllin barst í tal,
varð Haraldur fámáll og vildi
sem minnst gera úr gjöf þeirra
hjóna.
— Það. var eins hér og á
mörgum öðrum stöðum, að mik
il þörf var fyrir peninga til
menningar og líknarstarfsemi.
Og það var þess vegna sem okk
ur hjónunum datt í hug að
byggja Bíóhöllina og gefa hana.
Því um leið og Akurnesingar
eignuðust kvikmyndahús, sem
gæti einnig orðið hljómlistar og
leiklistarlífi bæjarins lyftistöng,
gæti Bíóhöllin Iagt til nokkurt
fé til byggingar sjúkrahússins,
sem þá var og er enn f dag mik-
ið nauðsynjamál, segir Haraldur.
ina sem þau gáfu Akumesingum fyrir 20 árum.
Bíóhöllin hefur lagt yfir milljón
króna til byggingar sjúkrahúss
mót“. — Undir bréfið
rituðu hinn landskunni
útgerðarmaður, Harald-
ur Böðvarsson, og kona
hans frú Ingunn Sveins-
dóttir.
Og 8. október 1943 hóf Bfó-
höllin starfsemi sína. Á einu ári
hafði stórt og reisulegt hús, sem
rúmaði 377 manns f sæti risið
við Vesturgötu. Þá var íbúatala
Akraneskaupstaðar 2026 fbúar. I
dag búa yfir 4. þúsund manns á
Akranesi, og þó að tuttugu ár
séu liðin frá þvf að húsið var
byggt, er Bíóhöllin meðal
stærstu og glæsilegustu kvik-
myndahúsa á landinu. Lýsir
þetta vel framsýni sæmdarhjón-
anna, sem gáfu það.
Allur ágóði af rekstri Bíóhall
arinnar hefur runnið til bygging
ar sjúkrahússins á Akranesi, og
um síðustu áramót var framlag
Bfóhallarinnar til sjúkrahússins
orðið 1. milljón 134 þús. krónur.
Peninga vantaði til
menningar og mannúðar
starfsemi.
Einn góðveðursdaginn fyrir
skömmu skruppum við upp á
Akranes þeirra erinda að rabba
við Harald Böðvarsson í tilefni
Engin teikning gerð
af húsinu.
— Og hvernig gekk að byggja?
— Það gekk í alla staði ágæt-
lega. Mörgum finnst það eflaust
nokkuð spaugilegt, þegar ég
segi ,að engin teikning hafi ver-
ið gerð af húsinu. Sannleikurinn
var sá, að ég sá mynd af kvik-
myndahúsi f Stokkhólmi, og fór
töluvert eftir þeirri mynd. Ég
kom á hverjum degi til smið-
anna og sagði þeim fyrir. En
um leið gætti ég þess að hafa
bygginguna nógu sterka, vegg-
ina þykka og hæfilega mikið af
járni.
— Svo hefur verið haldin sér-
stök hátíðarsamkoma, þegar Bíó
höllin var opnuð?
. — Já, rétt er það. Þar voru
ræður haldnar, m. a. töluðu þeir
séra Þorsteinn Bjarnason, Pétur
Ottesen og Olafur Björnsson. Eft
ir ræðuhöldin var kvikmynda-
sýning. Fyrsta myndin hét Refsi
nornin og var ekki álitin nein
úrvals kvikmynd.
Mihjónasti gesturinn
á þessu ári.
— Hvernig hefur reksturinn
gengið frá þvf húsið tók til
starfa?
— Reksturinn hefur gengið
ágætlega, en það er ekki hægt
að segja, að Bíóhöllin sé neitt
stórgróðafyrirtæki. Frá því hún
byrjaði að starfa hafa verið
haldnar 7452 kvikmyndasýning-
ar, og sýningagestir eru örðnir
alls 946.216 þús. Þessar tölur
miðast við síðustu áramót, og
er því útlit fyrir að milljónasti
gesturinn komi á þessu ári. Árið
1944 komu í Bíóhöllina alls
56,455 gestir á kvikmyndasýning
ar. Það árið sýndum við alls
185 myndir og á hverja sýningu
komu að meðaltali 305 manns,
sem er mjög góð sætanýting.
Ehvið tökum svo aftur síðasta
ár, þá voru sýndar í Bíóhöll-
inni alls um 140 kvikmyndir,
sýningarnar voru 390 talsins, en
tala sýningargesta 53 þús. Það
eru að meðaltali 136 gestir á
sýningu. í sambandi við árið
1944 er vert að geta þess, að
þá var mikið um hermenn hér
sem sóttu kvikmyndirnar. En
tölurnar frá síðasta ári sýna
það, að Bíóhöllin er ekki ennþá
orðin of lítil.
— En Bíóhöllin er notuð fyrir
fleira en kvikmyndasýningar?
— Já, þar eru m. a. haldnar
söngskemmtanir, leiksýningar
og fundir.
Yfir milljón krónur
til sjúkrahúsins.
— Frá því Bíóhöllin hóf starf
semi sína, hefur hún greitt tii
byggingar sjúkrahússins 1 millj-
ón 124 þús. Þar með talið lán,
sem tekið var vegna byggingar
sjúkrahússins 1950 að upphæð
500 þús., sem Bfóhöllin tók á
sig. Einnig verður að geta þess,
að kvenfélagið lagði að mig
minnir 160 þús. kr. til sjúkra-
hússins, og einnig var til sjúkra
skýlissjóður sem átti ein 100
þús. Þetta fé nægði til þess, að
hægt var að byggja upp sjúkra
húsið og afhenda það bænum
skuldlaust.
— Ekki greiðir Bíóhöllin neina
skatta?
— Þá komum við að þvf, sem
mér hefur fundist sárast í sam-
bandi við starfsemi Bfóhallarinn
ar. Hún hefur ætfð þurft að
greiða bæði sætagjald og
skemmtanaskatt, sem var t. d. á
síðasta ári yfir 80 þús. Látum
það vera, ef þetta væri ein-
staklingsfyrirtæki, en Bíóhöllin
er eign bæjarins og allur ágóð-
inn rennur til sjúkrahússins.
— En þið eruð bæði ánægð
með reksturinn?
— Jú, það erum við bæði, svo
sannarlega. Við vonum, að allt
eigi eftir að ganga eins vel f
framtíðinni og það hefur gengið
hingað til og Akurnesingar eigi
eftir að njóta Bíóhallarinnar vel
og lengi. — p. sv.
Flugfélogið og Iberio und-
irritu umboðssumning
Flugfélag Islands og spánska
flugfélagið Iberia hafa undirrit-
að gagnkvæman umboðssamn-
ing, þannig að Flugfélag fslands
fer með aðalumboð Iberia á ís-
landi og Iberia með aðalumboð
Flugfélags fslands á Spáni.
Alfredð Fuchs-Medem, aðal-
fulltrúi Iberia í Bretlandi og
norðanverðri Evrópu, kom til
Reykjavíkur til samningagerð-
arinnar ásamt Jóhanni Sigurðs-
syni fulltrúa Flugfélags fslands
í London.
Þessi samningur er hinn
fimmtándi um gagnkvæmt aðal-
umboð, sem Flugfélag íslands
gerir við erlend flugfélög, en
auk þess fer félagið með aðal-
umboð T.W.A. hér á landi.
Spánska flugfélagið Iberia
hefir um þessar mundir I undir-
búningi stórfellda aukningu á
sölustarfsemi í norðanverðri
Evrópu og á Bretlandseyjum og
hyggst á næstunni taka upp
flug til nokkurra staða þar, m.
a. Glasgow.