Vísir - 12.11.1963, Blaðsíða 6

Vísir - 12.11.1963, Blaðsíða 6
6 V1 SIR . Þriðjudagur 12. nóvember 1963, TÓNLEIKAR nlíff Píanósnillingurinn Jakov Flíer heldur tónleika í Háskólabíói sunnudaginn 17. nóvember kl. 20.30. Flíer er á heimleið úr hljómleikaför um Bretland og Bandaríkin og verða þetta einu tónleikar hans hér að þessu sinni. Aðgöngumiðar fást í bókaverzlunum Sigfús- ar Eymundssonar, Lárusar Blöndal og Máls og menningar. Pantanir sækist fyrir kl. 7 á föstudagskvöld. M.Í.R. Hjúkrunarkona Hjúkrunarkona óskast í Sjúkrahús Hvíta- bandsins. Uppl. gefur yfirhjúkrunarkonan. Sjúkrahúsnefnd Reykjavíkur. FÉLAGSLÍF Vfkingur — Handknattleiksdeild. Aðalfundur Handknattleiksdeildar Víkings verður haldinn í félags- heimilinu sunnudaginn 17. nóv. kl. 2.30. Dagskrá: Venjuleg aðalfund- arstörf. Stjómin. Þróttarar, knattspyrnumenn. — Munið æfinguna í ÍR-húsinu kl. 7, 45 í kvöld. Mætið með útigaliann. Knattspyrnunefndin. Kvenarmbandsúr tapaSist, senni lega við Ægisgötu — Ránargötu s. 1. mánudag 4. nóv. Vinsamlegast skilist á Ránargötu 10, uppi. 26. okt. tapaðist mjó gullkeðja (armband). Finnandi vinsamlegast hringi í síma 17013. Fundarlaun. Stáipaður kettlingur, grábrönd- óttur og hvítur í óskilum. Sfmi 15618 eftir kl. 5. Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför BJÖRNS ÞÓRÐARSONAR dr. juris Þórður Bjömsson Guðfinna Guðmundsdóttir. Eiginkona mín GUÐRÚN HANNESDÓTTIR andaðist á Borgarsjúkrahúsinu í Reykjavík mánudag- inn 11. þ. m. Páll Zophoníasson. ■jiib Kona í Kieppsholtinu getur tek- ið nokkra menn í fæði (hádegis- mat). Sími 37653. ÓSKA EFTIR OLÍUOFNI í góðu lagi. Upplýsingar f síma 37032 kl. 7-9 f kvöid. ■ Volvo sfotion '62 Htttónr T’ ■•>=/ iílan sjfsd ; sem nýr til sýnis*ógjsölu í dag. BÍLAVAL Laugavegi 92. * Ég las í nýútkomnu hefti Sveitarstjórnarmála þarfa á- drepu um umgengni f landinu eftir Þóri Baldvinsson húsa- meistara, þar sem hann leggur rfka áherzlu á að halda Islandi hreinu. Menningartákn i óbyggðum Sannarlega orð í tíma töluð. Einmitt vegna þess sem greinar- höfundur heldur fram, að hirðu- leysi og sóðaskapur er ákaflega áberandi þáttur í fari þeirrar kynslóðar sem nú byggir landið. Mér hefur oft orðið þetta ljóst, jafnt f sveit sem kaup- stað, en finn þó átakanlegast til þess þegar ég rekst á niður- suðudósir, glerbrot og annað rusl inni á öræfum landsins — einmitt þeim stað sem maður hélt sig vera óhultan fyrir því- líkum ófagnaði. Ég man það þegar ég átti leið um Öskjugíga hina nýju í sumar, alla glitrandi í hinum fegurstu gjalilitum, en á börm- um sumra þeirra gat að líta hálftæmdar sardínu- og kjöt- dósir, tómar áfengisflöskur, sumar brotnar, og annars stað- ar ávaxtahýði bréfarusl og þótt skrítið sé nær ósnert punds- stykki af smjöri. Enginn hlutur var auðveldari á þessum stað en moka gjalli yfir óþrifnaðinn, en það var ekki gert. Tákn menningarinnar varð að sjást — sjást í 80 — 100 km. fjarlægð frá næstu mannabyggð. En nú ætla ég að gefa Þóri Baidvinssyni orðið og tek mér bessaleyfi að birta orðrétt klausu upp úr grein hans. Þar segir: Sóbaskapur i béttbýlinu „Merki um íslenzkan sóða- skap eru fleiri en svo, að upp verði talin. Þau eru mest áber- andi f þéttbýlinu. I flögum ov melbörðum, skurðum, gryfjum og sjávarbökkum í umhverfi smábæja og þorpa hafa grunn- hyggnir vandræðamenn losað úr kirnum sínum, kerrum eða bíl um og þar blasir ósóminn við. járnarusl, sementsdrasl, spýtna- brak, dósagums og annar við- bjóður. Ár eftir ár hrópar þetta að gestum og gangandi úr sama barðinu eða sama melnum að viðbættum nýjum heiðurs- stöðum fyrir þetta góðgæti. I sjávarþorpum eru fjörur oftast löðrandi af rusli eða sorpi og færist sá varningur æ lengra og lengra um nærliggjandi fjörur. Það sem ekki sekkur endanlega eða berst til hafs, er svo ýmist að taka út eða skolast á land á ný. Það þvælist þarna árum saman með árlegum viðbótar- skerfi hinna grandvöru borgara. Ekki er sýnilegt að yfirvöld við- komandi staða geri neitt til að fjarlægja þennan menningarvott heimkynna sinna". Má fyrirverba sig fyrir oð vera Islendingur Margt fleira leggur húsameist- arinn til málanna og vissulega ekki að ástæðulausu enda seg- ist hann sjálfur hafa komið á fagra staði landsins í svo herfi- legu ástandi að það hafi verið ástæða til að fyrirverða sig fvrir að vera íslendingur. En bví miður hef ég rúmsins vegna ekki tök á að stela meiru úr þessari þörfu ádrepu Þóris. Kári II. jerseykjólum. Stærðir frá 36—42 Margir litir margar gerðir. * Tíikuverilunin Guðrún Rauðarárstíg 1 Höfum fengið nýja sendingu af hinum marg eftirspurðu SAUMA-. STÚLKUR ÓSKAST Laugaveg 178 — Sími 33542 Lampar Mikið úrval af rafmagnslömpum, brauðvigt- um o. m. fl. Ljós og Hiti Garðastræti 2, Vesturgötumegin. Sími 15184 Hjólbarðaviðgerðir Opið frá kl. 8—23 alla daga vikunnar. FELGUR á flestar tegundir. — Fljót og örugg þjónusta. HJÓLBARÐAVERKSTÆÐIÐ MYLLAN Þverholti 8 STÚLKA ÓSKAST Stúlka eða kona óskast til starfa nú þegar. Uppl. í síma 37737. MÚLAKAFFI, Hallarmúla.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.