Vísir - 13.11.1963, Síða 5

Vísir - 13.11.1963, Síða 5
VlSIR . Miðvikudagur 13. nóvember 1963. 5 Rieunvísindi — Framhald af bls. 9. Eðlisfræðistofnunin sem segja má að sé vísirinn að Raunvísinda- stofnun Háskólans, hefir einnig fengið til umráða hús gömlu Loftskeytastöðvarinnar á Melun- um, fyrir tæki sín og rannsókna- stofur, þar vinnur meðal annarra Bragi Árnason efnafræðingur. Það verður líkt og að flytja úr koti í höll þegar fyrrnefndir vís- indamenn okkar, og aðrir raun- vísindamenn geta flutt af þeim hrakhólum, sem þeir eru nú á að ýmsu leyti, inn í nýju Raun- vísindastofnunina á Melunum. Þeirri spurningu mun prófessor Þorbjörn einna færastur til að svara, og hann segir: í fyrsta lagi bætir hún aðstöðu íslenzkra vísindamanna til sjálf- stæðra rannsókna hér heima og stuðlar að því að þjóðinni nýtist hæfileikar þeirra og menntun. Jafnvel gæti tilkoma hennar orð- ið til þess að við fengjum heim íslenzka vísindamenn sem hafa starfað erlendis. Einnig myndi hún gera kleift að fá hingað í heimsókn, og til einhverrar dval- ar, fræga og færa útlenda vís- indamenn og þannig skapa nauð- synleg menningartengsl á raun- vísindasviðinu út á við og draga úr hættunni á menningarlegri einangrun. í öðru lagi munu sigla í kjöl- far þessarar stofnunar auknir möguleikar til menntunar við Há- skóla íslands. Að vfsu er ekki gert ráð fyrir neinni kennslu í húsi Raunvísindastofnunarinnar. En hún mun trúlega draga til sín raunvísindamenn, sem færir eru til háskólakennslu og þannig skapa möguleika á fullkominni háskóiakennslu í eðlisfræði, efna- fræði og stærðfræði. Vitað er að Háskólinn bindur mjög miklar vonir við Raunvísindastofnunina, sem reist verður á hans vegum. 1 þriðia lagi mun Raunvísinda- stofnunin hafa mikla hagnýta þýðingu fyrir tæknilega þróun at- vinnuveganna í framtíðinni. Bretlandsför— Framh. af bls. 16. dagstund í Oxford í boði Há- skólarektors þar. Þann 20. nóv. hafa forseta- hjónin móttöku í Dorchester- hóteli fyrir íslendinga búsetta í Bretlandi og brezka íslandsvini. Kvennasíða — Framhald af bls. '7 „uppskriftinni" haldið vel leyndri. Sagði Arnbjörn að sér hefði verið tjáð í fyrra, að búið væri að framleiða um 128 millj. pör af slíkum hælum. Ef einhver er ekki með á nótunum hvaða hælar þetta eru, þá eru þetta hælarnir, sem segja má að séu skæðustu óvinir gólf- dúkanna. Svo að við snúum okkur aftur að kuldastígvélunum íslenzku, þá er verð þeirra yfirleitt annað hvort 595 krónur eða 695 krón- ur, en hnéháu stígvélin verða talsvert dýrari, en munu þó ekki fara yfir eitt þúsund kr Tollgæzlan — Framh. af bls. 16, un. Undanfarið hefur Tollgæzl- an ekki getað komið við nægi- legu lestareftirliti í skipum og meðan það vantar, er tollgæzl- an hvergi nærri fullkomin. Tel- ur Tollgæzlan, að heppilegast væri að unnt væri að flytja vör- urnar beint í geymslur nálægt hafnarbökkunum og þar gæti nákvæm tollskoðun farið fram. Þegar hið nýja geymsluhús hafn arinnar verður tekið í notkun, verður unnt að koma þessu fyr- irkomulagi við gagnvart flutn- ingaskipum Eimskipafélagsins, en eftir sem áður verða hinir sömu erfiðleikar á því að koma við sliku eftirliti með öðrum skipum. Vísir átti tal við Óttar Möller forstjóra Eimskipafélags íslands í morgun og innti hann eftir því, hvort félagið ráðgerði ekki að koma sér upp frekara geymslu- rými en fengist í hinu nýja húsi hafnarinnar. Kvað Óttar félagið hafa óskað eftir því við borgar- yfirvöldin, að félaginu yrði út- hlutað athafnasvæði, þar sem framtíðarhöfnin væri fyrirhuguð en það biði endanlegra ákvarð- ana Reykjavíkurborgar varðandi staðsetningu hinnar nýju hafnar. Markmiðið — Framh. af bls. 16 hússins 2758 rúmmetrar. í Reykjavík hefir verið tekin í notkun 1000 númera stækkun sjálf virku stöðvarinnar þar, og einnig' lokið 70-80 þúsund stunda verki við breytingar og viðbætur þar, til þess að gera hana samvirka sjálf- virkum stöðvum á öllu landinu. Og að auki hefir verið sett upp sjálfvirk langlínumiðstöð. Undir lok ræðu sinnar kvað bæj- arsfmastjóri svo að orði: „Eftir rúman aldarfjórðung á rauðu ljósi má greina grænt Ijós framundan í símamálum, þvf að nú höfum við loks númer fram yfir brýnustu þarfir, sem við höfum ekki haft í aldarfjórðung". Þjófnaðor — Framh. af bls. 16. holtsvegi 43 þekkti manninn á mynd, sem rannsóknarlögreglan sýndi henni og taldi sig örugga um að það væri einn og sami maður. Hafði sá lítillega komið við sögu hjá lögreglunni áður, en nóg til þess að til var mynd af honum f skjalasafni lögreglunnar. Lögreglan fór heim til þessa manns og fann þar bæði hann sjálfan og eins hinn stolna pen- ingakassa með öllum þeim skjöl- um og ávísunum, sem í honum áttu að vera, en peningunum var hann að mestu búinn að eyða. Játning liggur nú fyrir frá mann inum, en þetta er unglingspiltur um tvftugt. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og jarðarför móður okkar og tengdamóður. ÁSTBJARGAR jónsdóttur, Norðurlandsleiðin nð loknst Leiðin til Akureyrar er nú orðin svo þungfær að vafasamt var talið í morgun að bílar kæmust leiðar sinnar, og útilokað með öllu fyrir litla bíla. í gær áttu bílar í nokkrum erf- iðleikum með að komast yfir Öxna dalsheiði og var þó um stóra og kraftmikla flutningabíla að ræða. Þeir komust þó alla leið og ein- hverjir þeirra munu freista að brjótast vestur yfir Öxnadalsheiði aftur í dag. Þar mun þó sennilega vera bylur sem stendur og verða engar tilraunir gerðar til að moka af veginum fyrr en veðri slotar. I Öxnadal sjálfum er komin þæfings- ófærð. Sömuleiðis var orðið þung- fært í gær á Vatnsskarði, í Langa- dal og á Svínvetningabraut. Hríð- arveður með hvassviðri var í morg un í Húnavatnssýslu vestarlega og eins á Holtavörðuheiði, en þar skóf af veginum og engin teljandi ófærð komin. Vaðlaheiði var orðin svo þungfær að bílar voru hættir að fara hana f gær og fóru norður um Dals- mynni. Þar var einnig komin þæf- ingsófærð, en þó enn fært stórum bflum. Sama gegnir um flesta vegi í Eyjafirði, en litla bíla þýðir yfir- leitt ekki að hreyfa. Lágheiði er lokuð og Siglufjarð- arskarð er búið að vera lokað lengi. Á Siglufirði hefur verið nokkur snjókoma, en mun minni en t. d. í Eyjafirði og þar austur af. Möðrudalsöræfin eru talin lokuð og verður engin frekari tilraun gerð til að opna leiðina í vetur. Fyrir síðustu helgi brutust þó tveir stórir flutningabílar, sem komu austan af fjörðum, yfir heiðina. Áttu þeir í miklum erfiðleikum á leiðinni frá Jökuldalsheiðinni og vestur í Möðrudal og voru heila nótt að brjótast yfir. Or þvf gekk ferðin vel og komust bílarnir aðfaranótt sunnudagsins til Akureyrar. í fyrra kvöld héldu þeir áfram áleiðis suð- ur. Vegurinn til Vopnafjarðar er lok aður og sömuleiðis vegurinn milli Raufarhafnar og Þórshafnar. Á Fljótsdalshéraði snjóaði tals- vert um miðja síðustu viku og þá urðu vegir þar þungfærir á láglendi fyrst á eftir, en hafa nú lagazt. Vegir af Héraði og niður á firðina eru flestir enn slarkfærir en með öllu óvíst hve lengi þeir haldast opnir. Vestfjarðaleiðir eru allar meira og minna lokaðar eftir að kemur vestur í Barðastrandarsýslu, og er ekki hugsað til að opna þær í vetur úr þessu. Þungfært er strax þegar kemur vestur í Dalasýslu, en vegir þó enn færir stórum bílum. Gengið hnrt eftir greiðslu Jón Guðbjartsson, Dóra Guðbjartsdóttir, Ólafur H. Guðbjartsson, Jóhanna Guðbjartsdóttir, Benedikt Á. Guðbjartsson, Unnur Þórðardóttir, Ólafur Jóhannesson, Sólrún Jónsdóttir, Jean Claessen, María Pétursdóttir. Innheimtubréf hafa nú verið send til allra aðila sem staðnir hafa verið að því að hafa gefið út inn- stæðulausar ávísanir, og upp komst við skyndirannsókn bankanna í Iok síðustu viku. Þarna er um fjölda aðila og í heild um mjög háa upphæð að ræða, en ekki viidi Seðlabankinn gefa upp neinar ákveðnar tölur í morgun, né heldur fjölda þeirra ma'hria, sem ’gefið höfðu út inni- stæðulausar ávísanir. Hins vegar fékk blaðið þær upp- lýsingar að búið væri að senda út innheimtubréf til allra aðila og verður gengið mjög hart eftir greiðslu. Þeir sem ekki gera skil innan þriggja daga verða kærðir samkvæmt landslögum, enda er hér um hegningarbrot að ræða, annars Dregið í Skyndihapp- drættinu Dregið hefur verið í Skyndi-] happdrætti Sjálfstæðisflokksins < og reyndist vinningsnúmerið \ vera 5870. Hinn heppni eigandi miðans er < beðinn um að hafa samband við ] skrifstofur Sjálfstæðisfloklrsins í < Sjálfstæðishúsinu við Austurvöll < en vinningurinn er Mercedes ] Benz 190, 320 þús. kr. virði. Sjálfstæðisflokkurinn þakkar < hinum mörgu, sem studdu að[ glæsilegum árangri i happdrætti < þessu og lögðu þar með drjúgan' skerf til eflingar starfsemi, flokksins. +Verrhm p prentsmiftja 4. gúmmlstimplagerö Elnholti Z - Simi 20960 vegar sem auðgunarbrot og hins vegar sem skjalafals. Telja má víst að sumir þessara manna hafi gefið út innistæðulaus ar ávísanir af hreinni yfirsjón, af því einu að þá hafi rangminnt um bankainnistæðu sína. Hjá öðrum er þetta aftur á móti að yfirlögðu ráði gert, beinlínis til þess að fá ókeypis lán með svokölluðum keðju tékkum og það þykir miklu alvar- legra og grófara brot, enda verða þeir aðilar látnir sæta ábyrgð sam kvæmt iögum hváð sem endur- greiðslu hinna innistæðulausu tékka líður. Aðalmarkmið bankanna með þess HáskéEaf'/rírlestur Dr. Valter Jansson, prófessor í sænsku við Uppsalaháskóla, flyt- ur fyrirlestur í boði Háskóla íc- lands á fimmtudag, 14. nóv., sem hann nefnir „Hermann Paul — Ferdinand de Saussure — Adolf Noreen“. Fyrirlesturinn verður haldinn í I. kennslustofu Háskólans og hefst kl. 5.30 e. h. Öllum heimill aðgangur. ari skyndirannsókn er að styrkja gildi ávisana sem nauðsynlegs og æskilegs gjaldmiðils í viðskiptalíf- inu. Og enda þótt slíkar rannsókn- ir kosti óhemju vinnu og fyrir- höfn er fyrirhugað að halda þeim áfram öðru hvoru og þá fyrirvara- laust. Fyrir tveim árum voru sett- ar strangari reglur og hert á viður lögum um misnotkun ávísana. Þær báru þá nokkurn árangur, en ekki nægan og þess vegna var gripið til framangreindra ráðstafana nú. Unn ið var í bönkunum langt fram eft- ir kvöldi á laugardaginn og sums staðar einnig fram eftir degi á sunnudaginn. Þ.JONSSON &CO BRAUTARHOLTI 6 - SIMI 19215 Hili.Klf gmUNIN HEKIA h/f LAUGAVEG 170-172 HEFUR FENGW NÝTT SÍMANÚMER 2 12 40 Einnig beint samband við: BíLAVARAHLUTAVERZLUNINA, sími 13450 BÍLAVERKSTÆÐIÐ, sími 15450 og SMURSTÖÐINA, sími 13351. □ :ia

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.