Vísir - 13.11.1963, Qupperneq 8
8
V í S IR . Miðvikudagur 13. nóvember 1933.
VÍSIR
Utgeíandi: Blaðaútgáfan VISIE.
Ritstjóri: Gunnar G. Schraac.
Aðstoðarritstjóri: Axei Thorsteinson
Fréttastjóri: Þorsteinn ö. Thorarensen.
Ritstjómarskrifstofur Laugavegi 178.
Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstrœti 3.
Áskriftargjald er 70 krónur á mánuði.
t lausasölu 5 kr. eint. — Sími 11660 (5 línur).
Prentsmiðja Visis. — Edda h.f.
Ólafur Thors
forsætisráðherra
J>að markar tímamót í stjórnmálasögu íslenzku þjóð-
arinnar er Ólafur Thors lætur af embætti forsætis-
ráðherra.
:
Hann hefir um árabil verið svipmesti persónuleik-
inn á vettvangi íslenzkra stjórnmála, setið í forsæti
fimm ríkisstjórna og haft meiri áhrif en nokkur
annar stjómmálamaður á því tímabili. Um nær
þrjátíu ára skeið var hann einnig formaður stærsta
stjórnmálaflokks þjóðarinnar. Undir forystu hans óx
flokknum enn ásmegin og fylgi og var það ekki sízt
frábærri forystu hans að þakka.
Ólafur Thors gegndi fyrst ráðherraembætti
skömmu fyrir styrjöldina, þegar þjóðin var bæði fátæk
og hafði ekki enn forræði allra sinna mála. Hann tók
síðan við forsætisráðherraembætti í lokstyrjaldarinnar,
er framfaraskeiðið hófst og þjóðin brauzt úr viðjum
hins gamla tíma. Á þeim árum, sem þá fóm í höhd, var
þjóðinni mikilvægt að njóta einstæðra hæfileika, fram-
sýni og starfsþreks Ólafs Thors í forsætisráðherrastól.
í þingræðisríki er samvinna þingflokkanna forsendan
fyrir framförum lands og þjóðar og farsælli lausn
vandamálanna. Á þeim vettvangi hefir Ólafur Thors
staðið framar öðrum íslenzkum stjórnmálamönnum
og er þá á engan hallað. Honum er sá eiginleiki í rík-
um mæli gefinn að sameina menn og flokka í barátt-
unni að einu marki, og munu forystumenn andstöðu-
flokka Sjálfstæðisflokksins ekki síður leggja þann
sama dóm á. Stjórnvizka Ólafs Thors og stjórnvísi
hefir margsinnis verið sá lausnarsteinn, sem greiddi
úr flóknum vandamálum og skapaði samstöðu um þau
framfaramál, sem þjóðin mun l'engi njóta góðs af. Ber
þar einna hæst hina farsælu forystu hans í landhelgis-
málinu.
Það er táknrænt, að forsætisráðherra kýs nú að
segja af sér embætti, er læknar hans ráðleggja honum
að taka sér hvíld, í stað þess að taka sér leyfi frá störf-
um um hríð. Orsökin er sú, að hann getur ekki unnið
að lausn hinna ýmsu vandamála sem bíða, eins og seg-
ir í yfirlýsingu hans í gær, og kýs hann því frekar að
draga sig í hlé. í þessum ummælum birtist eldhugur
þess forystumanns, sem aldrei hefir hlíft sér í störfum
fyrir flokk sinn og þjóð, hve hörð sem orrahríðin hefir
verið. En vinir hans og samstarfsmenn allir fagna því,
að þótt hann láti af forsætisráðherraembætti, mun
hann eftir sem áður sitja á þingi.
.tí
Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokks-
ins, verður nú falin forysta ríkisstjórnarinnar. Þar
verða taumarnir lagðir í traustar hendur, eins og Ól-
afur Thors hefir sjálfur komizt að orði. Undir stjórn-
arforystu Bjarna Benediktssonar mun stefna framfara
og stórhugar áfram mörkuð næstu árin.
Bjartsýnn for-
sætisráðherra
Hinn nýi forsætisráðherra
Breta, Sir Aiexander Fredrick
Douglas Home, eða Sir Alec
eins og hann er oftast nefndur,
er sannfærður um vaxandi
gengi íhaldsflokksins, þegar
stjórnmálaöldurnar frá sumrinu
tekur að Iægja og almenningi
gefst betra tóm til að átta sig
á yfirburðum stefnu stjórnar-
innar.
Fyrir fáum dögum átti brezka
stórblaðið Sundaý,, Times einka-
viðtal við forsætisráðherrann,
og kemur þessi skoðun lians
skýrt í Ijós í svörum hans.
Stærsta
vandamálið.
— Að hve miklu leyti teljið
þér að rekja megi óvinsældir
stjórnarinnar til þess að henni
hafi ekki tekizt að kynna raun-
verulega stefnu sína fyrir kjós-
endum?
— Stærstu vandamál nútíma
ríkisstjórna hafa verið þau að
kynna fólki stefnu sína til hlít-
ar. Persónubundnir atburðir, frá
Vassal-málinu til Profumo-
málsins, hafa skyggt á störf
stjórnarinnar of lengi. Nú, þeg-
ar þessum málum hefur verið
vikið til hliðar, getum við snúið
okkur að ágreiningsmálum flokk
anna.
— I einni af kosningaræðum
yðar sögðuð þér að sparnaði í
hernaðarútgjöldum yrði eytt 1
félagslegar umbætur, og margir
þóttust skynja að þessi sparn-
aður yrði talsvert mikill. Er
það of mikið sagt?
— Allir gætu sparað ef hægt
væri að ná samkomulagi um af-
vopnun, en þar til því takmarki
er náð er hæpið að hægt sé að
spara mikið í hernaðarútgjöld-
um. Útlitið er ekki sem verst,
spurningin er aðeins, hversu
langt Sovétríkin geti gengið í
afvopnun. Þeir verða að taka
tillit til nýrrar hættu og ógnana
á austurlandamærum sínum, og
það gæti tafið framgang þessa
máls.
— Álítið þér að yður muni
fært að skapa nýtt brezkt
frumkvæði í alþjóðamálum, í
framhaldi af samningunum um
kjarnorkutilraunabannið?
— Þegar umræðurnar um af-
vopnunarmál hefjast á nýjan
leik í Genf, munum við vissu-
lega leggja fram þýðingarmikl-
ar tillögur. Ég álít að tillögurnar
um eftirlitsstöðvar í ríkjum At-
lanzhafsbandalagsins og Var-
sjárbandalagsins séu hagkvæm-
ustu skrefin á næstunni. Við
viljum að þessar tillögur verði
teknar til athugunar af við-
komandi ríkjum, sömuleiðis til-
lögurnar um að kjarnorkuvopn-
um verði ekki dreift milli fleiri
ríkja.
.ý. Bretland nútímans
— Þér léggið mikla áherzlu á
að skapa Bretland nútímans, en
bendir þetta ekki til þess að
Bretland hafi ekki haldið nægi-
lega vel á spöðunum hingað til,
hvað eðlilega framþróun snert-
ir?
Viðfal við Sir
Alec Home,
forsætisráð-
herra Breta
— Það er vegna þess að rík-
isstjórninni hefir tekiztaðhrinda
í framkvæmd árangursríkum
áætlunum um vísindalegar rann-
sóknir og framfarir og endur-
skipulagningu framleiðslugrein-
anna, að við getum nú talað um
jafn stórkostlegar breytingar í
framfaraátt.
Fjárfesting okkar á öllum
mikilvægustu sviðum rannsókna
og vísindalegrar uppbyggingar,
iðnaðar og nýrra tæknigreina er
ekki mikið minni en í Banda-
ríkjunum. Við eyðum 2.7%
þjóðarteknanna í þessu skyni,
samanborið við Bandaríkin sem
nota 3.1%. Við stöndum fremst-
ir í ýmsum greinum vísindalegr-
ar uppbyggingar.
— Ýmsir gagnrýnendur hafa
bent á mismunandi skoðanir
innan ríkisstjórnarinnar. Á
sama tíma sem þér hafið viljað
herða sprettinn á efnahagslega
sviðinu, hefur fjármálaráðherr-
ann varað við og sagt að hann
yrði jafnvel að grípa til stöðv-
unaraðgerða?
— Þetta eru mistök í túlkun
á því sem við höfum sagt, vegna
þess að við höfum báðir lýst
yfir að ekki mætti ganga lengra
en góðu hófi gegnir. Áætlanir
okkar um djarflega uppbyggingu
byggjast á þvf að komið verði
í veg fyrir hækkandi vexti, að
haft verði taumhald á framþró-
uninni og komið verði f veg
fyrir óeðlilegt álag á vinnuaflið
og hráefnisframleiðsluna.
Við álitum að áætlanir okk-
ar um uppbyggingu og endur-
nýjun f samræmi við nútíma-
kröfur nái þvf að skapa 4%
framleiðsluaukningu á ári og
allir ráðherrarnir eru sannfærð-
ir um að það geti tekizt. Sé
gengið út frá því að þessu
marki verði náð er ég sann-
færður um að allir f ríkisstjórn-
inni verða á einu máli.
Togstreyta
um völdin
— Þá má benda á hættuna
sem gæti verið afleiðing þess
að Heath hefur fengið talsverð
völd sem ráðherra iðnaðar,
verzlunar og atvinnuuppbygg-
ingar og það hlýtur að skapa
spennu milli hans og fjármála-
ráðherrans Mr. Maudling, og
fjármálaráðuneytisins yfirleitt,
sem neitar að sleppa nokkru af
sfnum völdum til Verzlunar-
ráðsins.
— Þarna ættu ekki að skap-
ast minnstu erfiðleikar. Mr.
Maudling hefur yfirstjóm fjár-
mála- og efnahagsmála, sem
samkvæmt hefð eru í höndum
fjármálaráðherrans, en Mr.
Heath hefur auga með getu og
staðsetningu iðnaðarins.
Aðstaða hans sem ráðherra
gefur honum möguleika til að
skapa þær kringumstæður í
vanþróuðu héruðunum að iðn-
aðurinn blómgist þar og nýr
iðnaður rísi jafnframt upp.
Bjartsýnir á fram-
tíðina ♦
— Hvernig hugsið þér yður
starf yðar sem leiðtoga á þing-
inu þegar það kemur saman?
— Nú þegar hávaðinn og
lætin frá sumrinu hafa dvínað
og liðið hjá verður hafizt handa
um að kynna betur en áður
stefnu ríkisstjórnarinnar og
skapa störfum hennar og stefnu
aukinn skilning.
Og við hugsum ekki aðeins
um ríkisstjórnina heldur einnig
stjórnarandstöðuna. Ég mun
spyrja Mr. Wilson margra
spurninga, nánar um afleiðingar
og einstök atriði í stefnuyfir-
lýsingu Verkamannaflokksins.
Til dæmis mun ég spyrja hann
nánar um Iandvarnarmálin,
kjarnorkumálin, utanríkisstefnu
hans, áætlanir hans um skatta-
mál og hvernig hann ætlar að
standa straum af áætlunum
þeim sem sósíalistar hafa gert.
Ég er staðráðinn i að þjóðin
fái að heyra meira um það sem
til greina kemur að gera. Þegar
athygli almennings hefur verið
beint frá smámálunum mun
okkur byrja að vegna betur.