Vísir - 14.11.1963, Side 4
4
V1S I R . Fimmtudagur 14. nóvember 1963.
Aðalfundur
Skipstjóra- og stýrimannafélagsins
ALDAN verður haldinn að Báru-
götu 11 laugardaginn 16. þ. m. kl.
4 e. h.
Venjuleg aðalfundarstörf.
Stjómin.
Eyðublaðatækni
Dagana 18.—29. nóv. n.k. efnir Stjómunar-
félag íslands til námskeiðs fyrir félagsmenn
sína í eyðublaðatækni og eyðublaðagerð.
Þátttöku þarf að tilkynna strax í skrifstc.'u
Stjórnunarfélags íslands, sími 20230, P.o. 155,
Reykjavík.
Dásamlegt . . . þetta <nennandi augnabiik
eftir að gjafapakkinn er opnaður og hinn
nýi Parker 61 hvílir í hendi hins heillaða
eiganda. Dásamlegt, það er það, þegar þessi
frábæri penni líður undurmjúkt og áreynslu
iaust yfir pappírinn og gefur þegar í stað
við minnstu snertingu. — í þessarri nýju
gerð af penna er blekið mælt mjög nákvæm-
lega . . . Það er ætíð nægilegt blek við
pennaoddinn. Parker 61 er meira en góður
penni Sem gjöf sýnir hann frábæran smekk
yðar og hugarþel.
Parker 61
Fæst nú 1 bókabúðum! Nýtt Parker SUPER
QUINK — blekið sem er bezt fyrir alla penna —
sérstaklega Parker 61
THE PARKER PEN COMPANY
Fyrir Sukfum —
Framh. af bls. 16.
færzlu landhelgi sinnar muni að
miklu undir því komið hver
verði niðurstaða ráðstefnunnar.
Blaðið segir ennfremur að
brezka stjórnin muni leggja á-
herzlu á það að unnt verði að
ná alþjóðlegu samkomulagi um
á hvaða atriðum skuli byggt við
útfærslu fiskveiðilögsögunnar,
þar sem Genfarráðstefnunum
hafi ekki tekizt að komast að
samkomulagi t því efni.
Leiðtogi brezku sendinefndar
innar á ráðstefnunni verður Mr.
Peter Thomas,, Minister of
State at the Foreign Office. í
brezku sendinefndinni verða
háttsettir embættismenn f land
búnaðar- og fiskimálaráðuneyt-
inu, m.a. Mr. R. G. Wall, sem
var einn af formönnum brezku
nefndarinnar á Genfarráðstefn-
unum, Mr. H. Gardner og Mr.
A. J. Aglen, fiskimálastjóri Skot
lands.
Biaðið bendir á að þau af 16
ríkjunum sem boðið hefir verið
til ráðstefnunnar, sem aðilar eru
að Efnahagsbandalaginu, muni
vera ófús að eiga viðræður um
verzlun með sjávarafurðir vegna
þess að Efnahagsbandalagið
undirbýr nú stefnu sína í þeim
efnum en hún verður fastmót
uð í lok næsta árs. Muni þetta
gera erfitt fyrir um allsherjar-
samkomulag f þvf efni við lönd
utan Efnahagsbandalagsins og
megi jafnvel vænta þess að til
annarrar slíkrar ráðstefnu verði
boðið eftir að Efnahagsbanda-
lagið hafi ákveðið stefnu sína
f fisksölu og fis innflutnings-
málum.
Seljum næstu daga
gallaða kæliskápa
að Laugavegi 170
Sameining —
Framh. af bls. 16.
málaráðherra um að Flugfélagið
taki þátt f viðræðunefnd um þá
hugmynd, að flugfélögin athugi
möguleika á sameiningu.
Alfreð Elíassan, forstjóri Loft-
leiða kvaðst fyrir sitt leyti ekk-
ert sjá þvf til fyrirstöðu að
Loftleiðir tækju þátt f viðræðu-
nefnd um sameiningarhugmynd-
ina, ef ráðherra óskaði eftir því.
Annars væri það félagsstjórn-
arinnar að taka ákvörðun um
það. Og hann bætti við:
„Leiði viðræður í ljós að heil-
brigður og raunhæfur grund-
völlur sameiningar sé fyrir
hendi, þá geri ég ráð fyrir að
stjórn félags mfns sé tilbúin
að taka þátt í henni“.
Ódýr húsgögn
Lítið notuð húsgögn á tækifærisverði:
Sófasett, borðstofusett, stakir sófar, tveggja
manna sófar.
B-delBd SBCEiÍFSIEIIiAil ifjergarði
ORÐSENDSNG
Allir þeir, sem eiga rafgeyma í hleðslu hjá
okkur, eru vinsamlega beðnir um að sækja
þá STRAX, þar sem hleðslan verður flutt í
Þverholt 15 eftir nokkra daga.
MÁLMFYLLING
Þ.JÓNSSON & CO
BRAUTARHOLTI 3 SIMI 15362- 19215
JJagnar Jónsson, skrifstofu-
stjóri, er situr á Alþingi sem
varamaður Matthfasar Bjarna-
sonar, 11. landskjörins þing-
manns, flutti jómfrúrræðu sína
á Alþingi f gær um nauðsyn
verndarráðstafana vegna hugs-
anlegs Kötlugoss.
Sagði þingmaðurinn að Katla
hefði gosið ýmist tvisvar eða
þrisvar á öld, í langan tíma, síð-
ast 1918, og væri aldrei að
vita hvenær til næsta goss
myndi bregða. Augljóst væri að
jökulhlaup er fylgdu Kötlugisi
hefðu haft mikið tjón f för með
sér. Þetta tjón mætti minnka
verulega með byggingu varnar-
garða t. d. til verndar Álftaveri
og Vík í Mýrdal. Gerði Ragnar
að þingsályktunartillögu að rann
sakaðir yrðu möguleikar á ráð-
stöfunum til verndar gegn jökul
hlaupi, á þessu svæði.
Var tillagan samþykkt til fjár-
veitinganefndar og framhalds-
umræðu að lokinni nefndarat-
hugun.
Þá flutti Ragnar einnig fram-
söguræðu fyrir þingsályktunar
tillögu um samgöngubætur á
Fjallabaksleið nyrðri, sem hann
kvað ekki mundu verða kostn
aðarsamar. Þarna væri greiðfær
leið frá náttúrunnar hendi nema
helzt yfir tvær ár, sem hefðu
góð brúarstæði. Þessi leið væri
ein hin fegursta öræfaleið lands
ins og vaxandi umferð á sumrin
á þessum slóðum. Þessari tillögu
var einnig vísað til fjárveitinga-
nefndar.
Allmargar fleiri þingsályktunar
tillögur voru teknar fyrir á
fundi Sameinaðs Alþingis í gær,
en þær hafa flestar verið fluttar
á Alþingi áður.
Ein fyrirspurn, um landþurrk
un á Fljótsdalshéraði, var tek-
in fyrir. Fyrirspyrjandi var Ey-
steinn Jónsson, en Ingólfur Jóns
son landbúnaðarráðherra varð
fyrir svörum.
••
Jómfrúrræða - Variur gegn jðkulhlaupum - Oræfaleið bætt
rssH&