Vísir - 14.11.1963, Page 6

Vísir - 14.11.1963, Page 6
5 VlSIR . Fimmtudagur 14. nóvember-1963. Fákeyrð árásá Heimdall - BarmsBeg hafursskrif „VERKFALLS" Helgarráðstefna um stefnuskrá félagsins N.K. laugardag hefst í Valhöll kl.2 ráðstefna um stefnuskrá félags- ins, sem verið hefur i endurskoðun um nokkurt skeið. Að endur- skoðuninni hafa starfað 13 nefndir hver skipuð bremur mönnum í eftirtöldum málaflokkum. Almennur inngangur Utanríkis- og varnarmál Stjórnarskrá Efnahags- og viðskiptamál Sjávarútvegsmál Landbúnaðarmál Iðnaðarmál Samgöngu -og ferðamál Almannatryggingarmál Fræðslu- og menntamál Vinnulöggjöf Húsnæðismál Æskulýðsmál Heimdallur setti sér fyrst sérstaka stefnuskrá árið 1931 en nýjar stefnuskrár hafa tvisvar eftir það verið settar eða árin 1947 og 1959. Endurskoðun á stefnuskránni frá 1959 hófst í apríl s. 1. og verða álit nefndanna lögð fyrir ráðstefnuna, sem hefst n. k. laugar- dag. Ráðstefnan er opin öllum félagsmönnum og eru væntanlegir þátttakendur beðnir að skrá sig f síma 17102 eða á skrifstofu ’ Heimdallar í Valhöll. PÍ 1 nýafstöðnu prentaraverkfalli var, sem kunnugt er gefið út blað nokkurt, fjölritað, sem bar nafnið Verkfall. Útgefendur blaðsins voru nokkrir piltar úr ungliðahreyfingu kommúnista og ábyrgðarmaður þess Magnús nokkur Jónsson, Moskvulærður kvikmyndagerðarmaður. Vakti blað þeirra að vonum nokkra athygli ekki sízt vegna þess að þar var sá ritháttur ríkj- andi sem ÞjóðViljinn hélt hvað mest upp á fyrir 30 árum. Má telja skrif þessa blaðs dæmi- gerð fyrir þá algeru „stagner- ingu“, sem ríkjandi er meðal ungkommúnista í dag. Blaðið réðist að Heimdalli F.U.S. með hinum fjölbreyttustu stóryrðum í hinum mergjaða Þjóðviljastíl og hélt þvl m. a. blákalt fram að félagið hefði skipulagt og staðið fyrir grjót- kastinu á Alþingishúsið og skríls- látum þeim, sem áttu sér stað að loknum fundi A.S.Í. á Lækjar- torgi. Verður sú staðhæfing væg- ast sagt að kallast kjánaleg, enda lítið samræmi í því að stuðnings- menn ríkisstjórnarinnar taki þátt í mótmælaaðgerðum gegn frum- varpi hennar. Sú fullyrð- ing að Heimdallur hafi komið umræddum ólátum af stað f skjóli þess að kommúnistum yrði um kennt er fáránleg og lítt svaraverð. Staðreyndin er hins vegar sú, að sá lýður sem kom ólátum af stað var mestmegnis krakkaskríll á fermingaraldri sem ekki verður bendlaður við neinn 1 stjórnmálaflokk. Sáma er ekki hægt'að segja um nokkra þá eldri "mehn, sem sáuSt grýta Alþingis- húsið. Verður ekki á þessum vettvangi reynt að draga þá herramenn í dilka en hins vegar má benda á ummæli Hannibals Valdimarssonar við forseta Sam- einaðs þings, „að fundarboðendur kæmu til með að stefna fundar- mönnum að Alþingishúsinu á skipulagðan hátt, þannig að hinir æstari kæmu ekki óskipulagðir". Greinilegt er að hræðsla Hanni- bals hefur átt við nokkur rök að styðjast, enda má við öllu búast, eins og þarna sannaðist þá er fóik er æst upp til lögbrota og lítilsvirðingar við Alþingi íslend- mga. Æskulýðssfðan vill að lokum fordæma hvers konar ofbeldis- aðgerðir, hvort heldur sem er grjótkast á Alþingishúsið, Tjarn- argötu 20 eða hvatningu til lög- brota á einn eða annan hátt. Siík framkoma er óþolandi f sið- aðra manna þjóðfélagi. SÍA-piiturinn ritstjóri „Verkfalls // Magnús Æskulýðssíðan vill kynna fyr- ir lesendum sinum ritstjóra þess „virðulega" blaðs „Verkfails“, sem gefið var út af nokkrum SÍA-piltum í prentaraverkfall- inu. Pilturinn heitir Magnús og er Jónsson. Dvalið hefur hann I Rússlandi í að minnsta kosti 4 ár og er augljóst áð þijtqrimi hefur lært þar sitt’ af hverju tagi. Óskar siðan hóriúm til hamingju og fullvissar hann og féiaga hans um að aukin áhrif þeirra innan samtaka margklof- inna kommúnista á íslandi muni tryggja áframhaldandi klofning og hrörnun kommúnistahjarðar- innar hér á landi. Hjalti, Skáli og HjöHeihr krefjast ISOþásund króna Síðari hluta aprílmánaðar 1962 hóf Morgunblaðið birtingu á hin- um svokölluðu „Leyniskýslum SÍA“. Gefa skýrslurnar hinar fróðlegustu upplýsingar um inn- anflokksdeilur í Sósíalistaflokkn- um auk þess sem þær inni- halda hugleiðingar SlA-piltanna um ástandið í einræðisríkjum kommúnista. Varð uppi fótur og fit meðal kommúnista hér á landi, þar sem efni þeirra var talið slíkt að ekki hefði komið til mála að birta það almennum flokksmeð- limum. Er það haft fyrir satt að Einar Olgeirsson hafi komizt f slíka gerðshræringu að hann hafi fyrirskipað, að allar skýrslurnar skyldu brenndar tafarlaust. Greinilegt var að Þjóðviljinn fór allur úr sambandi og vissi ekki f hvorn fótinn átti að stfga, þá er skýrslurnar komu fram. Greip blaðið fyrst til hreinna lyga og sagði skýrslurnar vera upp- spuna og „Moggalygi“. Hrein við urkenning á sannleika skýrsln- anna hefur hins vegar ekki komið fram í Þjóðviljanum, nema ef vera skyldi í blaðinu í gær er það skýrir frá 150.000 kr. kröfu þriggja SÍA-pilta á hendur Heimdaili fyrir höfundarétt að „Rauðu bókinni, leyniskýrslu SÍA“, sem Heimdallur gaf út í stóru upplagi s.l. vor. Seldist bókin mikið þá er hún kom út, en sala hennar hefur legið að mestu niðri í sumar. Eftir að uppvíst varð um 150.000 kr. kröfu þeirra SÍA-pilta hefur sala bókarinnar aukizt um allan helni- ing og er Æskulýðssfðunni kunn- ugt um að selzt hafa milli 2— 300 bækur á einum 2 dögum. Æskuiýðssfðan vill því enn á ný þakka þeim SÍA-piltum fyrir þeirra sérstæða og ómetanlega skerf í baráttunni fyrir útrým- ingu kommúnismans á íslandi. Þeirra framlag verður lengi í minnum haft. í\vkisl „b'íuina^ óhróðnr um Islenvika stíídeíita er- íendis meft víUugóinUitn uppspxnia ” ’"hienzkit\ sfúdcnfar viB her~ ........... »>írj».ei<*'»útv»fí >-,<, ' jí rtíwíit jMf- wi&i ,AUfix'.f't/u/uixUÍ:, **>> í !*•- » W 1 .« í'.iKt «« nMrf vvtit 'í iftUní- »«*»<•«> *»>-' * ' iUfttv . ■ -MMW'.Mtr I twr. >v*jWr«tjO/.wri ,»»* •■'. r.o.'c *-> »)ik.lw« <« Ol- ' *•!«- IWlwr {.«> •»»*.,<. rr.**w~rt «M» /•«** ‘ - " •ij r*'«>'■»'*"'* • iiVir'"*‘l vi'n-v-1 ... ||..rt.—— *^.-***«*<m*«w,«m*.*h.|W* Hvað líður nú „Moggnlýginni"? tORVAtPUR ►ORAStNSSOH * V« » < f I » • «♦»».*«<* úl : » i \ ■ \ : ;r» -?, V. , i í ; I J * < n . »rri.:»vjt, u. otrTsOM-r Ut W« Ultot *.ir «*»U V>-t.*í«*«i>JM«„ tufínllwir, *»#•»»< *>?. i 1«-k.iiTSi, « Srt.tnir' a»tUt*»»«.,. Mffw*3*<iU : . ?vlr *>trto Tri W1J í rcr írsíií i X*?\^>%rSX , í riU £**•*•* , ♦U.U aUJUf* «r >*ir «$ okiytet 9* niuír i ; s\*» n, i-t'nf »v*> SH "rvri?y iv* ieirrs oa *ftX \ e>.«j tw* iV.r >U. \ vví ía? í «;'•• i\ ?kœ.*.r vii^xMr, ' «ir ítq v? }VÍ>t Wí «V< J fSríM r^v,X '■ *it» ttu&r, 'itoii’i,, hst tlHif J Ufa w*;..>» tíaU? nix- w j \.;i . 'Ur kw aJ ’v<wí’; ’T'.-rtor, i*.’ i.í ^ ; «JUU»1» >■<■• r-ý.rir,-:-. ■ ; -. Í1»X’Í ííivsi r.rriú RÍT wf. y.'»S .',.V V, : f :•'•» t»t-» ÍHAS.Í ••:<•.;. ,<.Vt U ! -vUvUvU, .. u.;: isr.f.UUHvr | ‘yyj.vv *« , , T s T *♦ VJ % ^ *s+ -í Kröfubréfið frá Þorvaldi Þórarinssyni.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.