Vísir - 14.11.1963, Page 7
V1SIR . Fimmtudagur 14. nóvember 1863.
'ST FÓRNA '
Frá 24. október til 7. nóvem-
ber beindist hugur manna í öll-
um löndum að atburðunum í
Lengede, námabænum í Neðra
Saxlandi. Jafnvel uppreisnin i
Viet Nam virtist hverfa í skugg-
ann af því sem þarna var að
gerast í lífi 600 námamanna og
fjölskyldna þeirra.
Stífla ofan við Matthildar-
námuna í Lengede hafði sprung
ið og 500 þúsund teningsmetrar
af vatni streymt inn um op og
ganga námunnar. Hundrað
tuttugu og níu námamenn voru
niðri i riámunni þegar óhappið
gerðist. „Hvaða drunur eru
þetta?" spurði einn þeirra fé-
laga sinn. Svarið kom streym-
andi undir fætur þeirra og upp
fyrir ökla og vatnið i námunni
hækkaði stöðugt. Hver og einn
reyndi að forða sér sem bráðast
úr mikilli hættu. Nú gerðist
eitt af öðru. Veggir sprungu og
gangar lokuðust; náman hrundi
að talsvert miklu leyti. En 79
námamenn höfðu getað forðað
sér.
Björgunarleiðangur var undir-
búinn og gekk það greiðlega.
Farið var niður í námuna og
gúmmíbátar hafðir meðferðis.
Sjö menn fundust fljótlega og
voru dregnir upp í gúmmíbát, úr
60 metra dýpi nárqunnar, á
þessum stað.
ÍT'leiri virtust ekki vera á lífi.
Stjórn námunnar tilkynnti
að 39 menn hefðu farizt og
mikil sorg og söknuður ríkti í
litla námabænum. „Fjallið
krc-fst fórna,“ sagði gamall
maður. „Það fæðir okkur og
heimtar sitt í staðinn". Svo
drúpti hann höfði og rölti burtu
með hendurnar í vösum.
Það var 24. október sem stífl-
an brast. Tveim dögum síðar
var búið að gefa upp alla von
um 39 manns. En námamenn-
irnir hafa í huganum grann-
skoðað ýmsa möguleika á björg-
un nokkurra annarra félaga.
„Gæti verið að fjórir þeirra
væru í lítilli „Ioftholu" þarna
undir ruðningunum?" Mjór bor
er látinn þreifa fyrir sér, og
viti menn. Hann hefur komizt
niður á „loftholuna". Þrír eru
á lífi, 80 metra niðri í jörðinni.
Sá fjórði yfirgaf þá hálfri
klukkustund áður en þeir sluppu
í „öruggan stað“. Því hvaða
staður er öðrum öruggari undir
þessum kringumstæðum? Tækni
fræðingar björgunarleiðangurs-
ins gerðu sína útreikninga.
Fjöldi sérfræðinga var kallaður
til aðstoðar, verkfræðingar,
námumenn, borvinnumenn,
læknar, hjúkrunarlið. Hiiðstæð
björgun hafði aldrei verið fram-
kvæmd fyrr, svo menn vissu til.
Aðeins eitt fordæmi var fyrir
því sem gera þurfti, tilraunaköf-
un franska kafarans Costeau.
Það sem gerði allar aðstæður
frábrugðnari var sá mikli loft-
þrýstingur sem mennirnir þrír |
urðu að þola. Það var ekki að-
eins nægilegt að ná þeim upp,
það varð einnig að sjá svo um
að þeir fengju nægilegan tíma;
til að laga sig eftir venjulegum
loftþrýstingi á yfirborði jarðar.j
Loftþrýstingurinn I holunni,
sem mennirnir þrír voru í, mátti|
heidur ekki minnka snögglega,!
þá var þeim bráður bani búinn.j
Námamennimir þrír, eftir dvölina i loftþrýstiklefanum.
JI|orunin hófst. Borholan var
50 sentimetrar 1 þvermál.j
Verkið vannst tiltöluiega vel,
en margt þurfti að gera í ör-|
yggisskyni. Tii að hindra loft-
útrás um borholuna var vatn og|
leir látið renna í hana, gengið
3 fVaiörnfcá sérstökum Iokum á
, þoitinni,: og Ioftþrýstiklefi varj
- : ’fluttur 200 km. leið til Lengede,
en í hann urðu mennirnir þrírj
að komast fyrst, eftir að þeir
næðust upp, og dvelja þar nokk
urn tíma, við smám saman
minnkandi loftþrýsting, þar til
ástand þeirra var orðið eðlilegt.
Sérfræðingurinn í þessu sér-
staka atriði var kunnur um allt
Þýzkaland meðal lækna. Hann
sagði: „Eftir þetta langan tíma
við jafnmikinn ioftþrýsting
hiýtur að hafa safnazt mikið af
nitrogeni í blóð mannanna. Ef
þeir eru skyndilega færðir úr
miklum loftþrýstingi í lítinn
loftþrýsting, falla þeir saman
og deyja innan hálfrar klukku-
stundar. Þessu má líkja við það
sem gerist í sódavatnsflösku.
Það er ekki hægt að sjá bólurn-
ar fyrr en flaskan er opnuð. Þá
þjóta þær upp á yfirborðið."
Þegar búið var að bora 180
fet í jörðu voru settir málm-
hólkar og steypa í borganginn,
til að styrkja hann. Það tók
um fimm klukkustundir. Síðan
var boruninni haldið áfram.
Þegar 12 fet voru niður að loft-
holunni, var hætt að láta vatn
og leir renna niður með born-
um. Þetta var gert til að þeir
sem stjórnuðu boruninni gætu
auðveldlega fyigzt með því hve-
nær hann kæmist í gegn.
Boruninni var lokið. Tveggja
sólarhringa verki. — Öllum
nema nauðsynlegustu mönnum
var skipað að fjarlægjast hol-
una skömmu áður en borun
lauk. Það var ekki að vita nema
loftstreymið úr loftholunni
geystist upp borgöngin og þeytti
burtu fimm tonna lokunni, sem
sett hafði verið á göngin, og
stálinu í göngunum og öllu sem
í kringum göngin var. Menn
biðu með öndina i hálsinum.
Skyldi þetta nú gerast eftir allt
saman. Ættingjum hinna þriggja
: | i:|
I hylki af þessari gerð voru
námamennirnir dregnir upp á yf-
irborðið.
var skipað að vera í Lengede,
þar til björguninni væri lokið.
^llt gekk að óskum. Tækni-
fræðingarnir höfðu sigrazt
á miklu vandamáli. Sérstaklega
smíðaður sívalningur var sendur
niður borgöngin með manni
innanborðs. Hann átti að að-
stoða námamennina við að kom
ast í sívalninginn og vera
hinum síðasta til hughreysting-
ar. Það þótti ekki öruggt að
láta þriðja manninn verða ein-
ann í holunni stundarkorn. Sí-
valningurinn kom aftur upp
eftir nokkrar mínútur með
fyrsta manninn. Hann fór í sí-
valningnum beint inn í loft-
þrýstiklefann. Síðan komu þeir
hver af öðrum og björgunar-
maðurinn síðastur. Allir fengu
sólgleraugu til að skýla augun-
um fyrir geislandi sólinni. Og
í loftþrýstiklefanum dvöldust
hinir endurheimtu í 3 klukku-
stundir. Loftþrýstingurinn í
klefanum var smám saman
minnkaður þar til hann var
orðinn jafn því sem hann er í
andrúmsloftinu.
Kvalirnar, sem geta gert vart
við sig ef dregið er of ört úr
loftþrýstingnum sögðu aidrei til
sín. Þetta voru eitilharðir karl-
ar þessir þrír, sagði læknirinn,
sem verið hafði með þeim inni
í loftþrýstiklefanum. Þeir stigu
brosandi út úr klefanum, í
faðm ættingja og vina og gengu
síðan tii sjúkrabifreiða er fluttu
þá í sjúkrahús, en þar verða
þeir að dveljast að minnsta
kosti í viku, meðan rannsókn
fer fram á líkamlegu og andlegu
ástandi þeirra.
Meðan þetta átti sér stað
kvörtuðu margir reyndir náma-
menn yfir því að stjórn nám-
unnar gerði ekki nægilega mik-
ið til að kanna hvort-einhverjir
fleiri væru á lífi í göngum eða
opum í námunni. Þeir bentu á
liklega staði. En stjórn nám-
unnar var sammála um að það
væri útiiokað. Björgunarleiðang-
urinn, sem unnið hafði fræki-
legt afrek, pakkaði sfnu dóti
saman, og hvarf á braut. Högg
heyrðust úr námunni og töldu
margir að þau væru lífsvottur.
Aðrir sögðu að þetta væru stál-
bitar, sem sveifluðust í djúpum
námunnar. Nokkrir komu fram
með þá kenningu að kannski
væru einhverjir í yfirgefnum
hlutum námunnar, hefðu forðað
sér þangað.
þá er ákveðið að kalla
björgunarleiðangurinn til
baka, nóttina 3. nóvember. Eft-
ir greinileg merki neðan úr
námunni er gert mögulegt að
senda hijóðnema niður í nám-
una og gegnum hann berast
þær gieðifréttir að þar séu
ellefu menn á lífi. En sorgar-
fréttin um 10 látna skammt frá
fylgir einnig með. Þessir ellefu
hafa haldið í sér lífinu f lítilli
hoiu, með vatn allt f kringum
sig. Hinum ellefu mönnum voru
einnig send mæiitæki, til að
mæla stöðu sína. Og eins og í
tilfelli hinna þriggja eru skap-
aðir möguleikar til matarsend-
ingar og skilaboða.
Fjöldi blaða-, útvarps-, og
sjónvarpsmanna hefur streymt
til Lengede úr öllum hornum
veraldar. Þeir eru lítið færri en
íbúar Lengede. Blöðin höfðu
fengið mynd af hinum þremur
eða öllu heldur tveimur, sem
tekin hafði verið niðri í hol-
unni af þriðja manninum, og sú
mynd hafði vakið meiri athygli
á þessum atburðum en flest
annað.
Margvíslegir erfiðleikar virð-
ast ætla að verða á því að unnt
verði að bjarga félögunum ell-
efu. Það fer að verða hættulegt
að bora. Borgangurinn hefur
hrunið saman einu sinni, og það
er ekki að vita nema loftið
í holu hinna ellefu hrynji saman
þegar borinn kemst niðuríhana.
Ákveðið er að víkka holuna og
styrkja hana eftir því sem unnt
er. Þetta tefur verkið. Og síð-
asta spölinn verður að láta bor-
inn vinna mjög hægt. En mögu-
leikarnir hafa batnað og vonin
um fullkomna björgun glæðist.
Framh. á bls. 5.