Vísir - 14.11.1963, Side 8
8
Utgerandi: Blaðaútgáfan VISLR.
Ritstjóri: Gunnar G. Srhra.T.
Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson
Fréttastjóri: Porsteinn 0. Thorarensen
Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178.
Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3.
Áskriftargjald er 70 krónur á mánuði.
I lausasölu 5 kr. eint. — Sími 11660 (5 linur).
Prentsmiðja Vfsis. — Edda h.f.
Ógnun við /ýðræð/ð
Það er áreiðanlega rétt, sem Alþýðublaðið sagði
á sunnudaginn, að „þjóðinni létti er hún heyrði að ríkis-
stjórnin og forustumenn verkalýðsfélaganna hefðu gert
samkomulag um vinnufrið og afstýrt þeim átökum,
sem boðuð höfðu verið'. En hvað var það, sem olli
hugsandi fólki mestum áhyggjum meðan deilumar
stóðu yfir á Alþingi um frumvarp ríkisstjórnarinnar?
Verkföll eru alltaf til tjóns, bæði fyrir einstaklinga,
sem að þeim standa og þjóðina í heild. En verkföll þau,
sem nú voru boðuð, voru auk þess, ef til þeirra hefði
komið, gerræði gegn samþykkt löglega kjörins meiri-
hluta Alþingis og þess vegna ógnun við lýðræðið í
landinu. Því var það, að marga setti hljóða, þegar þeir
heyrðu liðsodda stjórnarandstöðunnar hvetja lands-
menn til þess, úr sölum Alþingis, að hafa að engu þau
lög, sem meirihlutinn mundi setja. Löglega kjörinn
meirihluti Alþingis og sú ríkisstjórn, sem hann hefur
myndað, er það vald, sem þjóðinni ber að hlýða, og því
er það vissulega mikið alvörumál, þegar minnihluti
bingsins reynir að æsa stéttir og starfshópa til lög-
brota og ofbeldisverka. í löndum þar sem slíkum að-
ferðum hefur verið beitt með árangri, hefur endirinn
iafnan orðið á einn veg: Lýðræðið hefur verið afnumið
og einræði kommúnismans komið í staðinn, og þá
hefur verkalýðurinn séð það, um seinan, að hann átti
þess ekki framar kost, að ráða nokkru um kjör sín.
Moldviðrið, sem stjórnarandstaðan þyrlaði upp
út af frumvarpi ríkisstjórnarinnar um launamál o. fl.
var ekkert annað en pólitískur loddaraleikur. Og það
mun mála sannast, að forsprakkarnir hafa sjálfir verið
hræddir, í aðra röndina, við það, sem þeir voru að
hrinda af stað. Það er óvíst hver hin pólitíska upp-
skera þeirra hefði orðið af því, að þvinga verkalýðinn
út í verkfall rétt fyrir jólin. Það var því með öllu á-
stæðulaust yfirlæti, sem kom fram í fyrirsögnum Tím-
ans og Þjóðviljans um samkomulag ríkisstjórnarinnar
og forustumanna launþegasamtakanna. Slíkar upp-
hrópanir og stóryrði minna helzt á orðbragð götu-
stráka, og er raunar ekki óvanalegt í þessum blöðum.
Ríkisstjórnin má vel una þessum úrslitum og get-
ur látið sér í léttu rúmi liggja, þótt stjórnarandstaðan
þykist hafa unnið þarna einhvern stórsigur! Allir, sem
eitthvað hugsa, hljóta að sjá, að með samkomulaginu
fékk stjórnin því framgengt, sem hún ætlaði að ná með
lcgunum, þ. a. hún fær frest til þess að undirbúa raun-
hæfar kjarabætur þeim til handa, sem hafa þeirra
mesta þörf. Og frá sjónarmiði ríkisstjórnarinnar er að-
alatriðið að finna þá lausn, sem að gagni má verða
fyrir launþegana, og hún mun verða fundin og koma
til framkvæmda, ef stjórnarandstaðan vinnur að því af
jafn heilum hug og ríkisstjórnin.
V í SIR . Fimmtudagur 14. nóvember 1963.
BAC-III, er hún var nýkomin á loft.
Furðuþotan BAC-III
fórst / tikmmfkigi
Hinn 22. f. m. urðu Bretar
fyrir því mikla áfalli, að far-
þegaþota fórst í tilraunaflugi —
eina flugvélin, sem til var þess-
arar tegundar, og miklar fram-
tíðarvonir voru bundnar við.
Og með henni fórst kunnasti
flugm. Breta, þeirra, sem hafa
það að atvinnu að fljúga til-
raunaflug, með nýsmíðað-
ar flugvélar, áður en fjöldafram-
leiðsla hefst. Þessi flugmaður
var Mike Lithgow.
*
Þessi farþegaþota, furðuþotan
BAC III, sem ætluð var til inn-
anlandsflugferða og til notkunar
á skemmri flugleiðum frá Bret-
landi til anr.arra landa, en ekki
til langflugs yfir höf, hrapaði
komst enginn lífs af þeirra 7
manna, sem í þotunni voru. Með
fylgjandi mynd lýsir betur en
orð hvernig þotan leit út eftir
að hún hrapaði.
Það voru þorpsbúar í Hindon,
sem fyrst urðu þess varir, að
hún átti í erfiðleikurh. Hún flaug
lágt, stakkst allt í einu til jarð-
ar og varð sprenging í henni, er
hún kom niður, og fáeinum
augnablikum síðar stóð hún i
björtu báli. Þeir, sem í henni
voru hlutu bráðan bana, eins
og áður greinir. Þannig fór um
einu flugvélina af þessari gerð,
sem til var, og kostað hafði 25
milljónir sterlingspunda að fram
leiða.
*
British Overseas Aircraft Corpo-
ration. Eins og vanalega í slík-
um flugferðum beitir flugmaður
inn ýmsum prófunaraðferðum,
og í 17,000 enskra feta hæð,
beitti Mike Lithgow slíkri að-
ferð. Hann hægði á flugvélinni
uns hún næstum „stóð kyrr“,
Þar sem uppstreymi lofts vegna
hraðans er ekki nógu öflugt til
að halda henni uppi, /ið þessar
aðstæður verða þeir, sem taka
þátt í svona tilraunaferðum og
slíku eru óvanir, óttaslegnir, og
gripnir megnri vanlíðan,
flugvélin nötrar öll, annar væng
urinn hallast og flugvélin fer
að hrapa til jarðar. Mike var
búinn að gera þetta fjórum
sinnum, og heppnaðist hverju
sinni að láta flugvélina „rétta
Leifar tilraunaflugvélar, sem kostaði 25 miiljónir stpd, og miklar framtíðarvonir voru bundnar við.