Vísir - 14.11.1963, Síða 9

Vísir - 14.11.1963, Síða 9
V í S 11 . Fimmtudagur 14. nóvember 1963. HCFUR MINNKA VISNA TOLLALÆKKANA L þessu ári hefur Tollgæzlan ■ orðið mjög lítið vör við jmygl og við erum þeirrar skoð xnar hér hjá Tollgæzlunni, að smygl hafi minnkað verulega vegna lækkunar tolla á hátolla- vörum, sagði Unnsteinn Beck yfirmaður Tollgæzlunnar í við- tali við Vísi fyrir nokkrum dög um. Er það tollalækkunin 1961 eða tollalækkun sú, er kom til framkvæmda á þessu ári, með nýju toilskránni, sem á stærsta þáttinn í hinu minnkandi smygli? Við getum enn lítið sagt um áhrif tollalækkananna á þessu ári, þar eð ekki liggja fyrir nægi legar- skýrslur um innflutning- inn í ár. En innflutningsskýrslur frá fyrri árum leiða í ljós, að Lækkuðu hátollavörur enn við tilkomu hinnar nýju tollskrár? Aðallækkunin á hátollavörum kom til framkvæmda 1961. T. d. var tollur á vefnaði úr gervi- efnum og ull þá læklíaður úr 132 prósent í 90 prósent. En með tilkomu hinnar nýju toll- skrár lækkuðu þessar vörur enn í 65 prósent toll. Kvensokkar halda hins vegar svipuðum tolli og áður, þ. e. 50 prósent, en fengu 52 próserA. toll 1961. Toll ur á kvenskófatnaði er hinn sami samkvæmt hinni nýju toll- $krá og ákveðið var 1961, eða 80 prósent. Er ekki reynt að smygla öðr- um vörum nú nn áður? Jú, við höfum t. d. orðið þess varir, að nokknð er nú reynt að smygla litlum útvarpstækj- ViðtaS við Uimstein 3eck yfSrmaan Tdlgæzlunnar eftir tollalækkunina 1961 hefur innflutningsverðmæti aukizt verulega á vörum, er mikið var smyglað til landsins áður. Bend ir það vissulega til þess, að smygl á þessum vörum hafi minnkað, enda þótt aukinn inn- flutningur þeirra geti einnig að nokkru leyti átt rætur 'Sínar að rekja til eðlilegrar aukningar eftirspurnar eftir þeim vegna aukinnar kaupgetu. Hvaða vörur er hér einkum um að ræða? T. d. nylonsokka, sem mikið var smyglað til lamdsins fyrir tollalækkunina 1961. Nú borgar sig ekki að smygla nylonsokkum iengur, þar eð þeir eru orðnir svo ódýrir í verzlunum. V/’oru tollar á nylonsokkum orðnir mjög háir? Já, ef öll aðflutningsgjöld eru talin saman, námu þau 132 pró- sent á kvensokkum fyrir tolla- lækkunina 1961, en nú nema þau 50 prósent. Á ýmsum öðr- um vörutegundum voru aðflutr ingsgjöldin þó orðin enn hærri, eða yfir 300 prósent. Á tilbúuri erlendum kvenfatnaði voru tol! ar t. d. orðnir svo háir, að slíkar vörur urðu nær óselian- legar. Var tollalækkunin 1961 einmitt framkvæmd í því skyni að lækka hin gífurlega háu að- flutningsgjöld, sem komin voru á vissar vörutegundir og stuðla á þann hátt að því að unnt yrði að flytja þær með eðliíegum hætti til landsins. Lækkuðu tollar ekki enn á ný, er hin nýja tollskrá tók gildi á þessu ári? Jú, nokkuð, en höfuðtilgang- urinn með lögfestingu hinnar nýju tollskrár var þó sá, að sníða flokkun íslenzkra tolla eftir alþjóðlegri tollskrárfyrir- mynd, þ. e. hinni svokölluðu Briissel skrá. Breytipgarnar, sem gerðar voru á tollunum, voru því fyrst og fremst samræming tolla og að sjálfsögðu lækkuðu sumir tollar vegna þeirrar sam- ræmingar, en aðrir hækkuðu, en í heild varð þó um lækkun að ræða. um (transistor tækjum) og öðr- um slíkum (ækjum. En annars er ávallt meit smyglað af áfengi og tóbaki. TTafið þiðekki orðið þess varlr í seirni tíð að reynt væri að smyga miklu vörumagni I einu? Nei, en í því sambandi vil ég taka fiam, að undanfarið höf- um vil ekki getað komið við lestaeftirliti vegna mannfæðar nemaað mjög litlu leyti. Tollverðir leita f togaranum tJranusi. Leitið þið þá lítið í lestum skipanpa núna? Já, alltof lítið. Og með- an svo er, vantar vissulega mik- ið á að tollgæzlan geti verið fullkomin. Ef vel á að vera, þarf að skipa upp úr lestum skipanna undir ströngu eftirliti Tollgæzlunnar alltaf öðru hverju. Er það algengt erlendis? Já, en aúk þess er það mjög algengt ytra, að vörurnar séu í fyrstu fluttar í sérstök pakk- hús við hafnirnar, þar sem unnt er að athuga vandlega hvort allt er með felldu. Tollgæzlan leitaði mikið í lest um skipanna fyrir nokkrum ár- um? Já, talsvert, en ^síðan hafa verkefni Tollgæzlunnar aukizt mjög án þess að starfsmönnum hennar hafi fjölgað. Við verð- um t. d. nú að hafa menn í tollvörugeymslum flugfélaganna, en það gerðum við ekki áður. Einnig hefur orðið að fjölga í ýmsum öðrum sérdeildum, svo sem í póstdeild og afgreiðslu á flugfragt. Og allir vöruflutning- ar hafa að sjálfsögðu stóraukizt undanfarin ár og vinna við vöru skoðun er því mun meiri en áð- ur. Hversu margir vinna nú hjá Tollgæzlunni? Það eru nú 44 starfsmenn hérna. Þeir voru 47 þegar flest var, en voru á tímabili komnir niður í 41. En á þessu ári feng- um við aftur 3 starfsmenn, sem verið höfðu um skeið á skrif- stofu tollstjóra en áður unnu hjá Tollgæzlunni. Margir af starfsmönnum Tollgæzlunnar eru að sjálfsögðu bundnir dag- lega við tollskoðun skipa og flug véla? Já, það eru ávallt a.m.k. 6, er vinna við tollmeðferð á flugfragt og 8—13, er vinna við skoðun og tollmeðferð vara, er koma með skipum. 17 ru nokkrar breytingar fyrir- hugaðar á Tollgæzlunni? — Fjármálaráðherra skipaði í fyrra nefnd til þess að gera til- lögur um breytingar á fyrir- komulagi Tollgæzlunnar. í þá nefnd voru skipaðir þessir menn: Valgarð Briem, Einar Ingimundarson, Jón Finnsson og Unnsteinn Beck. Skilaði nefnd- in drögum að tillögum sl. vetur og munu þær nú vera til athug- unar í fjármálaráðuneytinu. Unnsteinn Beck Síðastliðið föstudagskvöld var maður handtekinn í Reykjavík, sem játaði daginn eftir að hafa stolið 7 .þúsund krónum af manni hér í borg. Málsatvik voru þau, að um miðj- an dag 13. okt. s. 1. fór Reykvík- ingur einn á veitingahús og fékk sér staup af áfengi á barnum. Á meðan hann sat við barinn bar þar annan gest að garði og tóku þeir tal saman. Kvaðst aðkomumaður vera utanbæjarmaður, sagði til nafns — sem síðar kom á daginn að reyndist rangt — og kvaðst búa á Hótel Sögu. Það reyndist heldur ekki rétt. Vel fór á með þeim við barinn og varð að samkomulagi að utan- bæjarmaðurinn færi heim til Reyk víkingsins. Eftir nokkra stund þar heima ákvað húsráðandi að hafa fataskipti. Á meðan fékk hann gesti sínum peningaveski sitt, sem í voru sjö þúsund krónur og bað hann Framh. á bls. 5

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.