Vísir


Vísir - 14.11.1963, Qupperneq 11

Vísir - 14.11.1963, Qupperneq 11
I Eyjólfs frá Dröngum, V. (Vilhjálmur S. Vilhjálms- son). 22.35 Djassþáttur (Jón Múli Árnason). 23.00 Skákþáttur: Friðrik Ólafs- son og Ingi R. Jóhanns- son tefla tvær hraðskákir, Sveinn Kristinsson lýsir keppni. 23.45 Dagskrárlok. Sjpnvarpið Fimmtudagur 14. nóv. 17.00 To Tell The Truth % % % STiÖRNUSPÁ Stump The Stars Afrts News The Telenews Weekly The Ted Mack Show Walt Disney Presents Afrts News Extra Biography The Jimmy Durante Show The Unexpected The Untouchables Afrts Final Edition News The Tonight Show FLÓNIÐ Gamanleikurinn Flónið verður sýndur i 10. sinn í Þjóðleikhús- inu í dag, fimmtudag. Aðalhlut- verkin í leiknum eru leikin af Kristbjörgu Kjeld og Rúrik Har- aldssyni. Leikstjóri er Lárus Pálsson. — Myndin er af Krist- björgu Kjeid og Baldvin Hall- dórssyni í hlutverkum sinum. 'V' Spáin gildir fyrir föstudag- inn 15. nóvember. Hrúturinn, 21. marz til 20. apríl: Taktu til athugunar eigin þarfir áður en þú verð fé þinu í þarfir einhverra annarra. Þú gætir orðið þeim að mestu liði með því að vísa þeim leiðina. Nautið, 21. apríl til 21. maí: Þú ættir að líta á það sem heppni að vinir þinir eða nánir félagar eru fúsir til að gefa þér góðar leiðbeiningar og hjálpa þér. Reyndu ekki að berjast gegn þeim. Tvíburarnir, 22. maí til 21. júní: Sýndu öðrum fram á það að þú sért persóna til að standa f þínu hlutverki þegar mikið reynir á. Einhver kynni að vera fús til að rétta þér hjálparhönd. Krabbinn, 22. júní til 23. júlí: Það er talsverður munur á því hvernig hlutunum er raunveru- lega háttað og því, hvernig þú vilt að þeir séu. Hið bjargfasta er raunverulega það eina sem giidir. Ljónið, 24. júlí til 23. ágúst: Þú ættir að hafna þátttöku í málefnum, sem áður ollu þér vandræð.um og reyndust dýr. Nánir féiagar þínir eða vinir kunna að reynast ósveigjanlegir. Meyjan, 24. ágúst til 23. sept.: Þú kannt að hafa tilhneigingar til að láta hugann reika um dal og hól í stað þess að ein- beita honum að þeim verkefn- um, sem fyrir hendi eru. Vogin, 24. sept. til 23. okt.: Vera má að þú hafir séstaka meðaumkun með sjálfum þér nú í dag, þannig að ýmsar góðar fyrirætlanir fari út um þúfur í bráð. Þú verður að starfa eftir áætlunum. Drekinn, 24. okt. til 22. nóv.: Þú mátt búast við því að á- rangurinn verði fremur magur eða jafnvel algjörlega óhagstæð ur, ef þú hefur látið tilfinning- arnar hlaupa með þig. Bogmaðurinn, 23. nóv. til 21. des.: Nokkuð erfiðar hugrenn- ingar sækja nú að þér sakir gangs mála á sviði peninganna svo og tilfinninganna. Þú ættir að tileinka þér meira raunsæi. Steingeitin, 22. des. til 20. jan.: Þú getur ekki tekið á þig mikið meiri útgjöld heldur en er eins og stendur, jafnvel þó að í nafni einhverra vináttutengsla sé. Vatnsberinn, 21. jan. til 19. febr.: Stundum kann ábyrgðar hluti þinn að virðast þér ofvax- inn, en þegar neyðin er stærst er hjálpin næst. Fiskarnir, 20. febr. til 20. marz: Það eru talsverðar horfur á því að þú eigir erfitt með að losa þig við hin neikvæðu öfl, sem nú hafa áhrif á þig af eig- in rammleik þínum. kóng- urinn Fólkið í þorpinu varð frá sér numið af hrifningu þegar það sá fangana koma, rígbundna. Það öskrar og hrópar, Iætur öllum illum látum. Libertínus fór að ef- ast um að það yrði auðvelt að stjórna þessu fólki. Mwogbiboor brosomi, var allt í einu sagt dimmri röddu, og þá urðu allir þögulir. Föngunum til mikillar undrunar var þá byrjað að hengja alls konar blóm og skraut utan á þá. Og einn af hinum innfæddu kom með glæsilegt hásæti. Hah, hugsaði Libertínus ánægður. Þeir ætla sem sagt að hylla mig. En þar skjátlaðist honum hrapalega. R I P K I R 3 Y Senor Scorpion hefur safnað að sér auðæfum, bæði í skartgripum og reiðufé. Hann hefur komið til New York til þess að losa sig við skartgripina, koma þeim í pen- inga, og þá komizt að raun um að ég hefi verið að fylgjast með ferli hans. Allt i lagi Rip, segir lögregluforinginn, og klappar hon um á öxlina. Ertu viss um að þetta sé bara tó‘. : sem er • í pípunni þinni? Ópíum fær menn til að ýmynda sér undarlega hiuti. Ég er viss um að það er bara tóbak, segir Rip hlæjandi, ég er eins viss um það, eins og ég er viss um að það er stór kúla á hnakkanum á mér. FRÆGT FÓIK Spánverjinn forðulegi Salva- dor Dali fær alveg æfintýra- lega hátt verð fyrir myndimar sínar. Nýlega seldi hann banda- rfska kryddkóngnum Hunting- ton Hartford mynd sína „Vinna 1963“ fyrir fjórðung milljónar króna. Salvador Dali Jafnframt var ákveðið að kryddkóngurinn fengi næstu mynd en fyrir hana á hann að greiða nær hálfa milljón. I hverju Iiggur verðmunur- inni? Ef til vill er nafn hinnar nýju myndar svo mikiis virði en það er: — „Alacidalacidde- soxhinoounuellicacid“. Xr Saroya Það er alltaf verið að skrifa ævisögu Saroyu fyrrverandi keisarafrúr í Persíu og í þeirri nýjustu segir hún að kvik- myndaleikarinn Gary Grant hafi kennt henni sjálfsdáieiðslu — og ætli hún að fara að not- færa sér kunnáttuna. Hún segir: Gary Grant hefur fullvissað mig um að það sé í krafti þess arar sjálfsdáleiðslu sem hann hefur getað haldið sér svo ung- legum — bæði honum sjálfum og kvikmyndaiðnaðinum til mikils gagns. Og úr því að við erum að tala um Saroyu há er það einn- ig af henni að frétta að hún hefur gert einhvern stærsta kvikmyndasamning sem nokk- ru sinni hefur verið gerður. Undir stjórn kvikmyndastjór- ans Laurentis á hún að leika hlutverk Katrínar miklu af Rússiandi og í myndinni mun hún bera skartgripi sem að útliti (og sjálfsagt verðmæti) komast mjög nálægt skartgrip unum sem hún bar er hún var keisarafrú í Persíu.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.