Vísir - 15.11.1963, Page 1

Vísir - 15.11.1963, Page 1
Fyrsta mynd af Gosey Óhemju mikið hraun og gjallfióð hefur streymt upp úr gígnum á hafsbotni við Vestmannaeyjar. Fyllir hraukurinn þegar 120 metra dýpi og teygist upp úr sjónum sem eyja, er glyttir í gegnum gufumökkinn. Rýkur af eyjunni, þegar öldumar skolast um hana, en grjótflugið stendur í allar áttir og sjór- inn verður volgur allt í kring. ÞAÐ HEFUR MYNDAZT NÝ EYJA VIÐ ISLAND. - Kl. 9 í morgun varð Þorleifur Einarsson jarðfræðingur þess var, að svo mikið hraun hafði hlaðizt upp á gígbarma eldgossins við Vestmannaeyjar, að eyja hafði myndazt. Var Þorleifur þá staddur um lægð frá gosinu. Kl. 10,30 f morgun átti Vísir sfmtal við Þorleif Einarsson. Honum sagðist svo frá: Kl. 8 í morgun var strókurinn frá gosinu orðinn 8 km á hæð og virði't oífellt fara hækkandi. Lagði hann til hafs enda norðan átt. Sjálfur gosfóturinn er um 400 metrar á hæð. Þeytast vikur og aska um 300 metra í ioft upp. Kl. 9 f morgun urðum við þess varir, að eyja hafði mynd azt við eldgosið. Höfum við borð í varðskipinu Albert greinilega séð gfgbarmana beggja megin frá og hraunið sem hlaðizi hefur upp á þá. Eyjan virðist vera um 8 metrar á hæð en ekki er unnt að segja hversu stór hún er að fiatarmáli. Dýpið á gosstaðnum er um 120 metrar. Albert er nú í um 500 metra fjarlægð frá gosinu. Við höfum sigit hvað eftir annað inn í gosmök’cinn og hefur þá rignt vikri, ösku og hagli á skipið. Sjórinn hér í kring er allur hvft í aðeins 500 metra fjar- ur af ösku. GLÓANDI HRAUN Það má nú greinilega sjá gló- andi hraun á gigtörmunum. Gos fiugið er geysimikið og er það að sjá eins og rakettur fijúgi í loft upp þegar gosið kemur upp úr gignum. Ekki höfum við orðiö varir við neina ólgu í sjónum og hitann frá gosinu virðist ekki leggja langt út frá Framh. á bls. 6. Mynd þessi var tekin á þingi f gær, þegar forsætisráðherra skýrði frá stjórnarbreytingunni. Ræða hins nýja forsætisrábherra Á fundi Sameinaðs Aiþingis f gær las hinn nýi forsætisráð- herra, Bjarni Benediktsson, upp tilkynningu ríkisstjómarinnar um það, sem gerzt hafði á rikis- ráðsfundi fyrr um daginn. En þar var fyrst borin fram lausnar beiðni Óiafs Thors og tiliaga hans um að Bjarni Benediktsson yrði skipaður eftirmaður hans. Á þessa tillögu ritaði forseti ís- lands: Fellst á tillöguna. Síðan sagði forsætisráðherra: í samræmi við það hefur hann undirritað skipunarbréf til handa mér til að vera forsrh. í ráðuneyti íslands og bréf, þar sem hann veitir Ólafi Thors lausn frá embætti forsrh. Þá var borin upp önnur til- laga til forseta Islands um skip- un ráðherra og breyting á for- setaúrskurði frá 20. nóvember 1959 um skipun og skiptingu starfa ráðherra o. fl.: ' „Þar sem þér, herra forseti hafið fallizt á að veita Ólafi Thors lausn frá embætti fórsrh. og skipað mig forsrh. leyfi ég mér allra virðingarfyllst að leggja til, að yður þóknist að skipa Jóhann Hafstein alþm. ráðh. í ráðuneyti Islands og jafnframt að gera þá breytingu Framh. á bls. ■>

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.