Vísir - 15.11.1963, Síða 2

Vísir - 15.11.1963, Síða 2
VÍSIR Föstudagur 15. nóvember 1963. xaa Lj® si®. '‘iriL m & BinWHIHHIIfmillll8B«^^»88W!i^^teg^miiaHllliHi|llÍTO JÓN BIRGIR PÉTURSSON Islassd / heimsmeistara■ keppnina í marzbyrjun Skýrt frá verkefnum handknattleiksmanna / vetur og næsta sumar Ásbjörn Sigurjónsson form. HSÍ. Handknattleikssambandið skýrði blaðamönnum frá verkefnum þeim sem framundan eru hjá samband- inu í gær, en þau cru mikil og margvísleg eins og oftast hjá því ágæta sambandi. Meðal ve-’^fna eru heimsmeistarakeppni í • ó- slóvakíu, unglingamót Norðu.iuuda í Svíþjóð, Norðurlandamót kvenna í Reykjavík í sumar, Færeyjaferð í sumar o. fl. HEIMSMEISTARAKEPPNIN I MARZ N. K. Heimsmeistarakeppnin að þessu sinni verður háð í fimm borgum í Tékkóslóvakíu, hefst 5. marz, en lýkur sunnudaginn 15. marz. Is- land verður í riðli með Svíum, sig- urvegurum í Afríkuriðli og sigur- vegurum í leik Ungverja og Pól- verja. Mikili undirbúningur hefur farið frr - vegna keppninnar, að sögn fararstjóra tékkneska hand- knattleiksliðsins, sem var hér á dögunum. Skýrt var frá æfingum iandsliðsins hér á síðunni í gær og verður ekki rætt um þær nánar, en geta má þess að iandsliðsnefnd skipa auk formanns Frímanns Gunn laugssonar þeir Bjarni Björnsson og Sigurður Jónsson. Fararstjórar með landsliðinu verða þeir Jóhann Einvarðsson, form. HKRR, Björn Ólafsson, gjaldkeri HSÍ, og Ásbjörn Sigurjónsson, formaður HSI", en Frí- mann Gunnlaugsson fer með á veg um landsjiðsnefndar. Sennilegt er að Norðurlandaliðin hittist öll í Kaupmannahöfn og fari saman til Tékkóslóvakíu, en ekki er það enn afráðið. NORÐURLANDAMÓT UNGLINGA I ESKILSTUNA Skömmu eftir keppnina í Tékkó- slóvakíu fer fram keppni unglinga í Eskilstuna, en íslenzk lið hafa und anfarin tvö ár verið með í þeim I hjá stúlkunum, en f vetur hafa keppnum. Svo verður einnig nú, en keppnin fer fram 20, — 22. marz. Ásbjörn Sigurjónsson kvaðst geta flutt þær ánægjulegu fréttir, að unglingarnir æfðu mjög vel og kappsamlega bæði í Reykjavík og eins suður á Keflavíkurflugvelli. Landsliðsnefnd unglinga skipa þeir Jón Kristjánsson, Karl Jóhanns son, sem er þjálfari, og Hjörleifur Þórðarson. KVENNAMEISTARAMÓT í REYKJAVÍK Kvennameistaramót Norðurlanda fer fram að sumri hér í Reykjavik og verður öll keppnin háð utan- húss, sennilega á Laugardalsvelli og e. t. v. einhvers staðar utan Reykjavíkur að einhverju leyti, og hafa menn vellina á Hörðuvöllum og í Njarðvík í huga. Kvennahandknattleikur stendur nú með mun meiri blóma en í fyrra, en það ár var mjög lélegt Mikil tugþrautarkeppni i Reykjavík næsta sumar Níu beztu tugþrautarmenn Svla, Norðmanna og fslendinga munu keppa á Laugardalsvell- inum í Reykjavík 8. og 9. ágúst næsta sumar. Keppni verður þannig hagað að afrek tveggja beztu manna hverrar þjóðar verða reiknuð. Hugsazt getur að erlend tugþrautarstjarna verði með í keppninni, en ekki hefur enn verið reynt fyrir sér með það. Er ætlunin að reyna að fá mann á borð við Formósumann- inn Yang (9121 stig) eða ein- hvern stærri spámanna Banda- rlkjanna. Tugþrautarkeppni þessi var ákveðin á ráðstefnu frjálsíþrótta leiðtoga Norðurlandanna í Kaup mannahöfn fyrir skemmstu. Þar fóru mjög miklar umræður fram en auk tugþrautarmálsins skiptir fsland mestu máli Norðurlanda- mót unglinga, sem ákveðið var að færi fram í Osló, en mót þetta hefur til þessa verið haldið sem keppni milli Norðmanna, Svía og Finna, en Danir og ís- lendingar fá nú þátttökurétt, enda þótt ýmsir fulltrúa Svía væru ekki hrifnir af því. Einnig var ákveðin „Iands“keppni Vest ur-Noregs og fslands í Reylcja- vík 21. og 22. júli n. k. YANG — Tekst að fá hann til að kerpa í Reykjavík? margar bráðefnilegar stúlkur skotið upp kollinum og má vænta góðs árangurs næsta sumar, ef vel verð- ur haldið á málunum. Danir, Finn- ar og Svíar hafa þegar tilkynnt þátttöku og tekið sameiginlega á leigu flugvél til fararinnar. Einnig er búizt við þátttöku Norðmanna og svar varðandi hana væntanlegt í þessum mánuði. Landsliðsnefnd kvenna skipa: Pétur Bjarnason, sem einnig þjálfar landsliðið, Sigurður Bjarnason og Birgir Björnsson. Mik ill áhugi er á mótinu og hafa þrír danskir blaðamenn þegar til- kynnt komu sína. BOÐIÐ TIL FÆREYJA HSf hefur fengið bréf frá fær- eyska íþróttasambandinu, þar sem úrvalsflokki HSf er boðið utan næsta sumar til keppni í tilefni af 25 ára afmæli færeyska sambands- ins. KSf mun hafa fengið sams konar boð Færeyinga. FRAMKVÆMDANEFND - HAPPDRÆTTI MEÐ FARMIÐA TIL TOKYO HSf hefur skipað framkvæmda- nefnd til að hafa yfirumsjón með keppnum þessum og munu fimm nefndir starfa undir þessari fram- kvæmdanefnd. í framkvæmdanefnd inni eru Axel Einarsson, Valgeir Ár sælsson, Rúnar Bjarnason, Jóhann Einvarðsson, Sigurgeir Guðmanns- son. Ákveðið er að fara með happ drætti af stað, og er vinningurinn farmiði fram og aftur til Tokyo á Olympíuleikana 1964, en vinning- urinn er 65 þús. króna virði. Landslið og Pressa í karla og kvennafiokkum mætast að Háloga- landi 1 kvöld kl. 8. Pressuliðin voru valin í gær og eru þannig skipuð: Lið karla Karl Marx Jónsson ÍR Þorsteinn Björnsson Á Karl Benediktsson Fram Ágús. Þ. Oddgeirsson Fram Jón Friðsteinsson Fram Pétur Bjarnason Víking Þórarinn Olafsson Viking Gylfi Hjálmarsson fR Reynir Ólafsson KR Þórður Ásgeirsson Þrótti Viðar Símonarson ÍR Lið kvenna Rut Guðmundsdóttir Ármann Geirrún Theódórsdóttir Fram Liselotte Oddsdóttir Ármann Svana Jörgensdóttir Ármann Vigdís Pálsdóttir Val Elín Guðmundsdóttir Víking Valgerður Guðmundsdóttir FH. Erlendar wmn -Á ALFREDO DI STEFANO og fé- lagar hans í Real Madrid SANTAMARIA og ISIDRIO hyggjast brátt leggja skóna á hilluna. Til þess að hafa starfa þegar knattspyrnuferillinn er á enda hafa þeir ákveðið að setja á stofn hænsnabú. í þessu skyni hafa þeir keypt 10.000 kjúklinga. „Við viljum vera öruggir um framtíð barna okkar, þegar við hættum knattspyrnunni“, sagði Di Stefano. ic PELE — b'razilska knattspyrnu- stjarnan heimsfræga — hefur nú borgað alla sína skatta að sögn framkvæmdastjóra hans og ná- ins vinar, Pepe. Pele mun hafa skuldað sem svarar 4 milljón- um ísl. króna, sem urðu tilefni „sensasjón“-frétta biaða víða um heim.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.