Vísir - 15.11.1963, Page 8

Vísir - 15.11.1963, Page 8
8 V1S I R . Föstudagur 15. nóvember 1963. VISIR Utgetandi: Blaðaútgáfan VISISL Ritstjóri: Gunnar G. Schrim. Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson Fréttastjóri: Þorsteinn Ó Thorarensen Ritstjómarskrifstofur Laugavegi 178 Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3 Áskriftargjald er 70 krónur á mánuði. I lausasólu 5 kr eint. — Simi 11660 (5 tinur). Prentsmiðja Visis. — Edda h.f. Úrræöi Framsóknar Framsóknarflokknum er brýn nauðsyn á að fá sér hagfræðing til ráðuneytis, sem skýrt gæti forystu- mönnum flokksins frá einföldustu staðreyndum efna* hagslífsins. Peningavizka Eysteins hefir kannski einu sinni verið talin góð og gild vara, en hún hætti fyrir löngu að vera gjaldgeng. Tíminn skýrir frá því hver úrræði Framsóknar- flokkurinn velji til lausnar vanda efnahagsmálanna. Þau eiga það öll sammerkt að ef þau væru framkvæmd myndi óðaverðbólga magnast í landinu, launaskriðið taka stökk og útflutningsatvinnuvegirnir stöðvast. Ráð framsóknar eru engin önnur en þau að hækka kaup flestra stétta þjóðfélagsins, lækka vextina og útflutningsgjöldin ásamt tollum. Allt lítur þetta ósköp vel út á pappírnum. En vita Framsóknarmenn ekki að allar þessar ráðstafanir hljóta óhjákvæmilega að stórauka fjármagnið sem í umferð er, kalla á aukinn innflutning og auka þess vegna mjög á verðþensluna sem orðin er allt of mikil? Vita þeir ekki að lægri vextir og aukin útlán sparifjárins spenna enn upp yfirborg- anir í byggingariðnaðinum, sem þegar eru orðnar allt of háar? Vita þeir ekki að lægri tollar kalla á aukinn innflutning, en vöruskiptajöfnuðurinn er þegar óhag- stæður um 700 milljónir? Vita þeir ekki að þessi stefna þeirra leiðir því óhjákvæmilega til annars af tvennu: þjóðargjaldþrots eða gengislækkunar? Þessar staðreyndir eru öllum augljósar, sem fylgzt hafa með þróun efnahagsmálanna. En Framsóknar- menn virðast ekki enn hafa numið þær. Þeir ráðleggja í óðaönn það lyf sem myndi verða sjúklingnum að bana í stað þess að lækna hann. Því ættu þeir að leita sér álits fróðari manna og ráða heiðarlegan hagfræð- ing til flokksins, sem útskýrt gæti fyrir þeim stafróf hagfræðinnar. Eldur í hafi í gær birti Vísir fyrstu myndirnar af eldgosinu f hafinu sunnan af Vestmannaeyjum. Munu flestir hafa undrazt þær miklu hamfarir náttúrunnar á hinum frostkyrra haustdegi, en eld og gufustrókurinn var lík- astur mekki kjarnasprengju að sjá. Þessi eldsumbrot í hafinu eru hin fyrstu á þess- um mannsaldri. Þau minna á hvert afl elds býr undir þunnri jarðskorpunni og við strendur landsins. Það er ekki ofmælt sem erlendir jarðfræðingar hafa oft bent á að ísland er enn í dag einstakt sýniland eldgosanna, háskóli eldfjallafræðinganna. Gosið minnir okkur á þá staðreynd að þrátt fyrir tækni hins notalega menning- arlífs sem þjóðin býr við í dag er skammt til þeirra atburða, sem slógu auðn yfir hálft landið Móðuharð- indaárið. Slíkir atburðir leiða einnig hugann að því að það er sómi okkar, að búa sem bezt að þeim mönnum, sem við rannsóknir á jarðfræði landsins starfa og á þeim óstýrilátu öflum sem í iðrum jarðar búa. Almenna bókafélagið hefur gefið út nýja myndabók „Eldur í öskju“ með löngum ítarlegum og ágætum inngangi sem dr. Sigurður Þórarinsson hefur skrifað. I bókinni eru 45 ljós- myndir, sumar litprentaðar og margar þeirra heilsíðumyndir. Ensk þýðing er bæði á texta og myndheitum. Hefur Jóhann Hannesson séð um ensku þýð- inguna. Bókin er prentuð í Lit- myndir h.f. í Hafnarfirði. Dr. Sigurður Þórarinsson býr yfir þeim mikla kosti að kunna að segja frá. Hann er aldrei tyrfinn né þungskilinn, sama hvað efnið er vísindalegt sem hann kryfur til mergjar. Hann býr yfir frásagnarlist eins og hún gerist bezt. Segir ljóst frá, án málalenginga eða óþarfa há- tíðieika, kryddar frásögnina oft með skemmtilegum tilvitnunum eða lifandi atburðalýsingum og skilur við lesandann ávallt þannig að hann er ekki aðeins nokkru fróðari eftir heldurhefur og notið skemmtilegra stunda í samneyti við góða bók. Ég vil ekki vera langorður um texta þessarar bókar, en hún hefur höfuðkosti frásagnarlistar dr. Sigurðar til að bera og er þá nokkuð sagt. Hann lýsir Dyngjufjöllum og Öskju land- fræðilega, rekur sögu Öskju- gosa frá því sögur hófust, eink- um þó eldsumbrotanna miklu 1874 — 75 þegar Öskjuvatn mynd aðist, dýpsta stöðuvatn á ís- landi. Þá er og lýst harmleikn- um í Öskju 1907 er tveir Þjóð- verjar týndust í vatninu með Frá síðasta Öskjugosi. Myndabók um Oskju dularfullum hætti. Aðal uppi- staðan er þó lýsing eldsumbrot- anna 1 Öskju 1961 og má segja að bókin sé í heild fyrst og fremst helguð þeim. Fyrir fáum árum gaf Almenna bókafélagið út aðra myndabók um eldfjall, bók um Heklu. Sú bók er að mínu áliti bezt heppn aða og fallegasta ljósmyndabók sem út hefur verið gefin um Island. Manni verður það ó- sjálfrátt á að bera þessa nýju bók saman við hana hvað prent- un og myndaval snertir, burtséð frá texta. Og niðurstaðan verð- ur óhjákvæmilega sú, að Öskju- bókin standi þeirri fyrri skör lægra. 1 einu tilliti tel ég þó Öskjubókina standa Heklubók- inni framar en það er val lit- mynda sem ég tel mun betra heldur en í þeirri síðarnefndu. Sumar litmyndirnar eru með hreinum ágætum og skal þar fyrst nefna mynd nr. 20, sem kallast skrauteldar, og er eftir Óttar Kjartansson. Mynd nr. 16 „Eldar I nærsýn“ eftir Sigurð Þórarinsson og mynd nr. 27 „Ólgandi hraun“ eftir Einar B. Pálsson eru báðar stórglæsileg- ar. Allar þessar myndir skara fram úr þeim litmyndum, sem prentaðar voru í Heklubókinni. Mjög skemmtilegar litmyndir eru einnig „Hraunlænur" (nr. 36) eftir Guðmund Jónasson, „Eldstöðvarnar úr lofti" (nr. 25) eftir Sig. Þórarinsson og „Þunn- fljótandi hraun" (mynd nr. 30) eftir Friðjón Árnason. Síðasta litmyndin í bókinni „Útfelling- ar“ (nr. 45) eftir Hans C. Castens hefur margt sér til á- gætis, enda þótt staðsetning mannsins á myndinni gæti naumast verið óheppilegri. Á sumum öðrum litmyndum ber helzt til mikið á bláslikju sem er mjög til óprýði. Þar má fyrst telja mynd nr. 2, Dyngjufjöll séð frá Kverkfjöll- um, fremur veigalítil mynd og með svo afkáralega fjólubláum himni að hreina fjarstæðu má kalla. Þá eru tvær hraunmyndir í bókinni (nr. 29 og 41) með þessari sömu fáránlegu blá- slikju. Loks er mynd nr. 31 af Austari-Borg og Herðubreið, svo litsnauð að erindi hennar sem litmyndar er mjög vafasamt í bókina. Allar þrjár framan- taldar myndir hefðu verið betri svart-hvítar heldur en í lit. Svart-hvítu myndirnar eru misjafnar að gæðum og fáar þeirra mjög góðar. Skemmtileg- ust þykir mér mynd Ingimundar Magnússonar „Hraunstrókar" (nr. 10). Sú mynd er algerlega einstæð. Þokkalegar ljósmyndir eru einnig nr. 7 og 8, báðar eftir Edvard Sigurgeirsson, mynd af Þorvaldstindi, einnig eftir Ed- vard og sumar hraunmyndana- myndirnar, sem Sigurður Þórar- insson hefur flestar tekið. Þar finnst mér þó að jarðfræðing- urinn hafi leikið of stórt hlut- verk í Ijósmyndaranum. Ég tel öldungis nóg að hafa hamar eða haka sem samanburð á einni mynd þó hann sé ekki á 5 eða 6 ljósmyndum af sam- tals rúmlega 30 svart-hvítum myndum sem eru í bókinni. Annar fátækleiki í mynda- vali, kemur fram í myndunum nr. 12—15 „Nætureldar" sem eru svo Iíkar að þær draga á- hrif hvor frá annarri og eins myndirnar nr. 21 og 22 sem eru að heita má eins. Mynd nr. 24 „Gosmökkur“ (sem raunar er eftir undirritaðan) finnst mér ekki nógu góð í myndabók. Mynd nr. 38 „Hraunlind" er ljót og virðist auk þess tilgangs- laus því að góð mynd við hlið- ina á henni (nr. 39) sýnir sama fyrirbæri, aðeins miklu betur. Mynd nr. 40 „Vikrahraun“ er í sjálfu sér skemmtileg mynd, auk þess sem hún gefur ágæta hugmynd um rennsli og víðáttu síðasta Öskjuhrauns. En af ein- hverjum ástæðum er hún óskörp og Ioðin öðru megin, en virðist skörp hægra megin í myndflet- inum. Sumar aðrar myndir eru langt frá því að vera góðar, en eru e. t. v. af öðrum ástæðum (þ. e. sem skýringarmyndir) æskilegar. Bókin er sæmilega prentuð, sennilega betur prentuð en aðr- ar myndabækur sem prentaðar hafa verið hérlendis, en stendur þó verulega að baki beztu myndprentun erlendis. Þ. Jós. I

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.