Vísir - 15.11.1963, Blaðsíða 9

Vísir - 15.11.1963, Blaðsíða 9
VISIR . FTJstudagur 15. nðvember 1953, 9 ☆ i. Við fljúgum mót eldgosi. Við sitjum fjórir í þröngum sætum okkar f lítilli flugvél af Cessna-gerð. Veðrið er stillt og bjart nema framundan, þar sem eldgossins er að vænta er allt hulið dimmum mekki. Er það þokubakki? Er ný lægð að færast upp að landinu, eða er þetta mistur af gos- mekki? Vélin tifar áfram austur með ströndinni. Við höfum Þorláks- höfn á hægri hönd, fljúgum yf- ir ölfusárósa, yfir Eyrarbakka og Stokkseyri og þaðan yfir Þjórsárósa. Bráðum beygjum við út á hafið — í stefnu á Vestmannaeyjar. Jú, Vestmannaeyjar eru framundan, en_hvar er eldgosið, sem okkur hafði verið lofað? Við bregðum hönd fyrir augu og skyggnumst í allar áttir, en sjáum ekkert. Um það bil sem við vorum að Ieggja af stað frá Reykja- víkurflugvelli var okkur sagt að Vestmannaeyingar stæðu á öndinni af undrun og hrifningu og að mökkurinn væri alltaf að stækka og aukast. Við erum bráðum komnir inn yfir Vestmannaeyjar og sjáum engan mökk, engan gosstrók úr sæ, ekkert sem minnir á eid eða náttúruhamfarir. Var þetta aðeins plat-gos? Hætti það sennilegra en hér sé um eldgos á eyju að ræða. Svo er þó ekki. Myndin á að sýna Heklugos, en fyrr á öldum töldu útlendir menn að Hekla stæði við sjó og á gömlum landabréfum gefur að Ifta svokallaðan Hekluskaga við suðurströnd íslands. Myndin er tekin úr bók Blefkens unt ísland, útgáfu, sem kom út í Leyden f byrjun 18. aldar. NYTT LAND LIR SJO jiifi ifinöTO ui9 TBgaq ^lítrd fpffn+ nokkrum mínútum eftir að það hófst? Við héldum ótrauðir áfram. II. „Þarna er það“. Það var sessunautur minn sem benti úr sæti sínu út í mistrið framund- an. Það var ekki um það að vill- ast. Þarna var það. Niður við hafflötinn sá ein- hverja ljósleita ókyrrð, ein- hverja ólgu, rétt eins og hol- skefiu rísa upp af dimmum haf- fletinum. Þetta greindist betur með hverri mínútunni sem leið, hverjum spöl sem við færðumst nær þessum æðisgengna djöful- óð úti á miðju hafi. Ég hef séð tvö eldgos áður, í Heklu og Öskju. Þetta er gjör- ólíkt. Samt furðulegt og stór- kostlegt — ef til vill furðulegast þeirra allra. Við vitum ekki á hvaða dýpi gígurinn er. Vitum það eitt að hann stendur á botni úthafs — Atlantshafsins sjálfs. Ég hafði fram til þessa haldið að heilt úthaf megnaði að halda eldi í skefjum, en sú var ekki raunin. Þetta var æðisgengin sjón. Það var erfitt að gera sér í hug- arlund, úr þeirri hæð og fjar- lægð sem við vorum í, hvað sjálfir gosmekkirnir stigu hátt yfir hafflötinn. Við gizkuðum á 50—100 metra, en þeir geta hafa verið hærri — líka lægri. Við höfðum engan samanburð. Stór- kostlegt var þetta hvað sem öðru leið og enn stórkostlegra fyrir það að eldinum nægir ekki að brjótast upp úr jarð- skorpunni, heldur upp úr sjálfu hafinu i þokkabót og þyrlar vikri eða ösku, möl eða sandi í ógurlegum mökkum tugi metra til lofts. Upp af þessum dimmu gosstrókum myndast þykkur, grár gufumökkur sem hringast upp í bólstrum, þéttastir og þykkastir neðst, en hætta að forma sig því hærra sem dregur og verða þar aðeins að gráleitu ógagnsæju mistri. Eldingum eða leiftrum bregð- ur öðru hvoru fyrir, en við sjá- um þau ekki nema endrum og eins. Sjórinn hefur upplitazt á stóru svæði og það eru skýr mörk þar sem blágrænn sjór- inn mætir mógrænum eðjulit. Undarleg litasamsetning. En stórfelldastar eru andstæðurnar þar sem dimmir gosstrókarnir hefja sig upp úr mógrænum sjónum og hátt upp í hvítgráa gufubólstrana. Þannig lítur eldgos út úr hafi. III. Enginn núlifandi maður mun hafa augum litið eldgos úr hafi við strendur íslands. En forfeð- ur okkar hafa gert það og sumir hverjir fært í letur. I gömlum annálum er getið eldsumbrota úr hafi, en flest voru þau við sunnanvert Reykjanes eða f sjónum við suðvesturströnd ís- lands. Fyrsta eldgosið { hafi, sem sagnir herma, varð árið 1211. Þá urðu miklir jarðskjálftar á Suðurlandi og talið að 18 manns hafi látið lífið er hús hrundu ofan á þá. Skömmu síðar kom eldur úr hafi fyrir sunnanverðu Reykjanesi og þá er sagt að Eldey, eða Eldeyjar, hafi skotið upp kollinum, en aðrar Eldeyjar „sem ævinlega höfðu staðið", horfið í sjó. Sá hét Sörli Karls- son sem fyrstur varð þessa var. Eftir annálum að dæma hafa á fyrri hluta 13. aldar orðið sam- tals fimm eldgos í hafi fyrir Reykjanesi, eða meir en helm- ingur þeirra eldsumbrota í sjó, sem sögur fara af við Islands- strendur. Urðu þessi eldgos fræg jafnt utanlands sem innan og spunn- ust af margar sagnir, sumar furðulegar. Arngrímur ábóti á Þingeyrum segir á einum stað í Guðmundarsögu „að upp hefur komið af eldsganginum stórt fjall, en annað sökk niður í staðinn". Örkneyjabiskup segir 1275 frá því að sjór brenni á mílu svæði við íslandsstrendur og láti eftir sig svart gjall og óhreint. í öðru riti frá 13. öld segir að sjórinn við Island hafi á 3ja mílna svæði tekið að ólga og sjóða og að úr undirdiúpun- um hafi komið eldgjósandi guf- ur og stórt fjall, sem risið hafi úr sæ. IV. Á 15. öld skýra annálar frá eldi í hafi útsuður undan Reykja nesi. Þá hafi skotið þar upp eyju, en ekki vita menn lengur hver sú eyja hefur verið. Á 16. öld eru einnig óljósar sagnir um eldsumbrot í sjó við suðurströnd ina og heimildarmenn fyrir því þýzkir sjófarendur. Síðan ekki söguna mejr fyrr en árið 1783, sama árið og Skaftáreldar voru uppi, þá urðu sjómenn varir við reykjarmekki mikla djúpt í hafi út af Reykjanesi. Var það ein- hvern tíma nálægt sumarmálum. Skipstjóri á dönsku skipi sem þá var í íslandssiglingum lýsir unérun sinni yfir því að hafa séð sjó loga. Það þótti honum hin mesta furða. Lét skipstjóri sigla í áttina til eldsins og sást, að eyja hafði risið úr sæ röskar átta mílur suðvestur af Geir- fuglaskeri. Úr eyjunni stigu mekkir og gufur og svo mikla fýlu eða daun lagði af þessum gufum og logandi sjónum, að skipstjórinn hafði sig hið skjót- asta á brott til að hásetar sínir mættu lífi halda. Eyjunni lýstu þeir þannig, að hún hafi verið allt að mílu ummáls og hafi litið út sem allhátt hraunhrúg- ald með úfnum klettum. Sjór- inn umhverfis hana var allur þakinn vikri og á sjávarbotni fannst svartur gljáandi sandur eins og steinkol að útliti. Fleiri sjófarendur sáu eyjuna nokkru seinna sama vor. Mælti Danakonungur svo fyrir að eynni skyldi nafn gefa og hlaut hún nafngiftina „Nýey". Fól kóngur jafnframt stiftamtmanni að fara út í eyna og helga hana Danaveldi með hátíðlegri við- höfn, m. a. með því að draga danska fánann þar við hún. í eynni skyldi og höggvið nafn kóngs, svo og ártal á stein, til enn frekari áréttingar. Til þessarar viðhafnar kom aldrei. Eyjan sökk aftur í sæ og sá ekki urmul af henni eftir þegar embættismenn Danakon- ungs fóru þangað í landvinninga Jeit. IV. Gossagan í sjó við lslands- strendur er þar með næstum á enda. Síðustu öruggar heimildir um gos eru annars vegar frá árinu 1830 að menn urðu varir við reykjarmökk í hafinu suð- vestur af Eldeyjarboða, er staðið hafi frá miðjum marz og fram í maímánuð, hins vegar sást seint í maimánuði árið 1879 gos í hafi á svipuðum slóðum og gosið 1830, en það sást ekki nema í tvo daga. Þá urðu og harðir jarðskjálftar á sunnan- verðu Reykjanesi, m. a. hrundi þá Geirfuglasker. Fimm árum seinna, í júlímán- uði 1884, taldi vitavörðurinn í Reykjanesvita sig hafa séð nýja eyju í hafinu, á að gizka 3 sjó- mílur suðvestur af Eldey. Ein- hverjir fleiri þóttust hafa séð eyna, en aðrir töldu missýning- ar einar, og svo mikið er víst að eyjan hefur aldrei fundizt svo vitað sé. Síðast mun það hafa verið dagana 17. —19. september 1896 að fólk úr Landeyjum, Holtun- um og Hvolhreppi taldi sig hafa séð elda í hafi skammt frá Vest mannaeyjum, en fyrir sunnan þær. Töldu menn sig sjá þar tvær eldsúlur rísa úr sæ á kvöld in og næturnar og stigu hátí til himins. Um þessa sýn fékkst aldrei nein frekari vitneskja. V. ísland er enn í deiglunni. Það er f smíðum og verður það vafa laust um aldir ennþá. Fyrir bragðið er það eitt af furðu- löndum veraldar, einkum í aug- um jarðfræðinga og annarra þeirra, sem láta sig nýsköpun Iands einhverju máli skipta. Við höfum sagnir um lönd og eyjar kringum ísland eða Framh á bls. 6

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.