Vísir - 15.11.1963, Síða 16
I
I
SIR
Föstudagur 15. nóvember 1963
Gosmökkurími séður frá Reykjmík
Vísir átti stutt viðta!
við Tómas Tryggvason,
jarðfræðing í morgun og
spurði um álit hans á gos
inu og myndun eyjarinn-
ar. Tómas kvað greini-
legt, að gífurlegur kraft
ur væri á gosinu. Á að-
eins 26 tímum hefði kom
ið upp svo gífurlega mik
ið hraunmagn, að eyja
hefði myndazt.
Vakti hann sérstaka athygli á
þvf, að dýpið væri 120 metrar
og eyjan þegar orðin 8 metrar
á hæð. Hann taldi líklegt að
keilan væri brattari neðansjáv-
ar en ofan. — Hann sagði
að mikil hætta væri á spreng-
ingu og flóðbylgju, ef leið opnað
ist fyrir sjóinn inn í gossprung-
una. Taldi Tómas sennilegast,
að f gær hefði verið um 3—4
gígi að ræða en nú hefðu þeir
myndað eina sprungu.
Tómas sagði, að þegar spreng
ingin hefði orðið í Krakatá f
Sundaeyjum í Kyrrahafi hefði
krafturinn verið svo óskapleg-
ur að myndazt hefði flóðbylgja
er farið hefði tvisvar umhverfis
hnöttinn, — Tómas sagði, að
mesta hættan af flóðbylgju væri
er hún skylli á landi. Slík alda
væri undiralda er ekki hefði
bárufald en hún færi með ógur-
legum krafti og gæti valdið
tjóni, er hún skylli á land.
Síldveiði í uótt
PaO er greinilegur asi á þessum farþegum, sem voru aö fara í flugferð yfir gosstaðinn kl. 10
morgun. Farþegarnir háðu kapphlaup um aö ná beztu sætunum.
í vikunni sem lauk 2. þ.m. nam^
síldveiðin 50 þús. tunnum aðeins,
og hefir ekki verið um neina síld-
veiði að ræða, fyrr en en f nótt
I morgun snemma höfðu 12 bátar
tilkynnt sauitals 3290 t. Veidd-
ist síldin í Kolluál um 35 sjómílur
vestur af norðri frá Malarrifi og
norðvestur eftir eða heldur nær
landi en áður. Dálítil kvika var og
síldin stygg.
Síldarleitarskipið Þorsteinn þorska-
bttur hefir nú verið við síldarleit
á ný nokkra daga og einnig hefir
Ófeigur II. leitað. Þorskabítur hefir
leitað sunnan Reykjaness og djúpt
út af Reykjanesi og síðar Ófeigur
II. allt til Eyja og svo vestur með
landi. Hefir verið leitað á venjuleg-
um síldarslóðum fyrir sunnan land
ið, en ekki orðið vart við síld.
Fólkið fíykkist á gosstaðinn
Flugfélögin hafa ekki undan að flytja far-
t>ega. Flugstjórn aðvarar flugmenn um að
gæta varúðar á staðnum ,
Áhugi almennings um allt
land hefur verið geysimikill á
neðansjávargosinu við Vest-
mannaeyjar í gær og í morgun.
Hjá Flugfélagi íslands eru allar
símalínur rauðglóandi og af-
greiðslusalirnir fullir af fóiki,
sem er að leita upplýsinga eða á
leið með flugvél á gosstöðvam-
ar. Ferðir munu verða I dag
flugleiðis frá Akureyri og Vest-
mannaeyjum og svo auðvitað
frá Reykjavík, líklega 5 ferðir,
ef hægt verður.
1 gær og í morgun var geysi-
leg flugumferð yfir gossvæðið
og tjáði flugstjórnin á Reykja-
víkurflugvelli okkur að 8—9
flugvélar væru yfir svæðinu kl.
10 í morgun. Flestar voru þetta
litlar flugvélar frá flugskólun-
um, Flugsýn og Birni Pálssyni,
en allir þessir aðilar hafa leig
flugvélar I ferðir yfir gosstööv-
arnar. Flugstjórnin sagði að
talsverð hætta væri samfara
flugi sem þessu, og hefði að-
vörun til flugmanna verið gefin
út, m.a. að fljúga ekki hlémegin
við strókinn, þar eð vélarnar
gætu orðið fyrir hættulegum á-
fjöllum. Eru allir flugmenn á-
minntir þegar þeir leggja af
stað, um að gæta fyllstu var-
kárni.
Flugfélag íslands flutti i gær
170 farþega yfir gossvæðið, en
500 voru alls bókaðir hjá félag-
inu. Fimm ferðir verða að öll-
um líkindum farnar í dag. Ferða
skrifstofan Lönd og Leiðir hefur
samvinnu við Flugfélagið um
þessar ferðir.
Talsmaður L & L sagði Vísi i
morgun, að frétzt hefði að út-
sýn úr Landeyjunum væri stór-
kostlegt og stæði til að kanna
Framh. á bls. 6.
Sigurður Bprnn-
son, forsefi N. d.
Sigurður Bjarnason ritstjóri, 2.
þingmaður Vestfjarðakjördæmis,
var kjörinn forseti neðri deildar
Alþingis í stað Jóhanns Ilafstein,
er tekið hefur við embætti dóms-
málaráðherra. Hlaut Sigurður 19
atkvæði en auðir seðlar voru 19.
Sigurður var forseti neðri deildar
árin 1949—1956, en hefur átt sæti
á 24 þingum.
Slgurður Bjamason.