Vísir - 22.11.1963, Blaðsíða 1

Vísir - 22.11.1963, Blaðsíða 1
 y v’ • ■ ' • .A* VTT CJ T U V Jl ijIK • • • .... >í - - ' . , • • ? *. •• ..' ;.,*• \ • . •;"' Vegleg kveðjuveizía London í morgun frá sr. Emil Björnssyni. FORSETI ÍSLANDS efndi til kveðju- veizlu á Claridges hóteli f gærkvöidi. Var hún hið veglegasta samkvæmi. Meðal gesta voru Home forsætisráðherra, Butler utanríkisráðherra. Harmann yfirborgar- stjóri í London og frúr þeirra. Alls voru 54 manns í kvöldverðinum. Forsetinn mælti nokkur kveðjuorð blaða laust. Einnig flutti Home stutta ræðu og þakkaði fyrir hönd gestanna. Einkenndust kveðjuræður beggja af hlýleik og mikilli vinsemd. Á borðum var íslenzkur humar og íslenzkt lambakjöt. Þóttu það afbragðs réttir. Þorvaldur Guðmundsson aðstoðaði við undirbúning veizlunnar. f eldhúsi hótelsins voru 55 matreiðslumenn eða einum fleiri en gestirnir. Eftir kvöldverðinn var almenn móttaka. Voru í henni um 250 stjórnmálamenn, ambassadorar, menntamenn, fjármála- menn, ritstjórar, útgerðarfulltrúar og ís- Framhald á bls. 6. Hér birtist símsend mynd frá móttöku Forseta íslands í Claridge hóteii í Lundúnum í gærkvöldi, en það var kveðjuveizlan. Forsetinn heilsar hér Nils Thomas Svenningsen sendiherra Dana í London. Á myndinni sjást einnig forsetafrúin og Henrik Sv. Björnsson sendiherra fslands í London. Öíaðið i dag Bls.2 Landsliðið fyrst — félagsliðin svo. — 3 Goseyjar-rannsóknir í Myndsjá. — 7 Myndlistarþáttur. — 9 Föstudagsgreinin: Lávarðurinn f Downing Street. Nú er óttazt að gosmökkinn ieggi yfir Vestmonnoeyjar Bífstjóramir þrír taidir frá vinstri: Gunnar á Stykkishóimsbflnum, Valdemar frá Borgamesi og Kristján frá Gmndarfirði. Ljósm. Vfsis B. G. „MTTA HiFUR ALDRB VBOB SVOHA SLÆMT" sögðu langferðabílstjórar í gær kyngdi niður snjónum og norðan og norð-austan hríð var um allt land, og margirvegir lokuðust. Hvalfjarðarieiðin var talin lokuð í gær, en klukkan 8,30 í gærkvöldi komu til borg- arinnar 4 langferðabflar er far- ið höfðu gegnum Hvalfjörðinn. Klukkan 7 í gærmorgun lögðu 2 vörubílar upp frá Reykjavík og vom þeir ekki komnir fyrr en kl. 6 upp að Þyrli í Hvalfirði. Langferðabíiunum gekk mun betur frá Þyrli, því Vegagerð ríkisins, sendi veghefla upp eft- ir. „Þetta hefur aldrei verið svona slæmt, sögðu langferða- bílstjórarnir, þegar við hittum 'iá niðri á BSÍ í gærkvöldi. Alls voru það fjórir bílar sem komu ofan úr Hvalfirði i gærkveldi frá: Akra.iesi, Borgarnesi, 3tykki:hólrr.i og Grundarfirði. — Við hittum þrjá af bílstjórun um og sagðist þeim svo frá: — Það má segja að það hafi verið skot færi að Kaðlastöð- um, og hefði jafnvel mátt aka án þess að hafa keðjur. En þeg ar komið var að Kaðlastöðum tók færðin að þyngjast, mikill skafrenningur var og snjónum Framh. á bls. 6. Nokkurs kvíða gætir nú f Vestmannaeyjum vegna eldgoss- ins. Hafa nokkrir Eyjabúar flutt á brott af ótta við gosið og fjöldi húseigenda hefur keypt jarðskjálftatryggingu. Eyjabúar óttast það nú mjög, að gosmökk inn kunni að leggja yfir Eyjar, snúist vindáttin til suðvcstan áttar en talin er nokkur hætta á því, segir fréttaritari Vísis f Eyjum. Það er nú spáð minnkandi norðanátt og búizt við, að snú- ast muni til suðaustan áttar. En úr því gæti vindáttin hæglega slegizt til suðvestan áttar í há- loftunum. En það mundi þýða það, að askan bærist yfir Eyjar, þar eð mikil aska er í hinum geysiháa gosstrók. Sigfús Johnsen fréttaritari Vísis í Eyjum skýrði blaðinu svo frá í morgun, að fólk væri á verði í Eyjum gagnvart ösku- falli og hefðu margir þegar tek- ið rennur frá svo ekki rynni úr þeim í vatnsgeymana. Hins veg- ar hefðu ekki enn farið fram neinar rannsóknir á vatninu til þess að athuga, hvort það væri skaðlegt vegna öskufalls eða ekki. Sigfús sagði, að það sem menn óttuðust mest í Eyjum væri jarðskjálfti. Ekki þyrfti nema litlar jarðhræringar til Framhaid á bls. 6. • ’r

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.