Vísir - 22.11.1963, Blaðsíða 16

Vísir - 22.11.1963, Blaðsíða 16
Föstudagur 22. nóvember 1963. Ljósmynd af Iíkani hins fyrirhug- aða vistheimilis. Teikningar af hús- inu gerði Skarphéðinn Jóhannsson. Baldvin Tryggvason form. Fuiltrúaráðsins O 9 Reykjavíkurborg hefur nú á- kveðið að byggja nýtt og glæsi- legt heimili fyrir heimililaus börn inni í sjálfri Reykjavík. Mun útboðslýsing væntanlega verða gefin út um áramótin. Vistheimilið á að standa við Dal braut á auða svæðinu austur af gömlu Sundlaugunum, skammt frá Laugalækjarskóla. Nú sem stendur eru vistheim- ili fyrir heimilislaus börn þessi á vegum Reykjavíkurborgar: Vöggustofa Thorvaldsenfélags- ins fyrir börn upp að 3 ára aldri, Silungapollur og Reykja- hlíð í Mosfeilssveit. Á hinu nýja og væntanlega vistheimili verður dvalarstaður fyrir börn á aldrinum 3-16 ára. Skiptast þau í þrjár deildir 3-7 ára, 8-12 ára og 13-16 ára. Þau munu eiga heima þarna, það er vera þarna allan sólarhringinn, en þó eiga þau að samlagazt öllum börnum í sama hverfi, m. a. ganga í Laugarlækjarskóla Húsið verður 1540 fermetrar, það er allt á eini jarðhæð, nema miðbyggingin, sem er kjallad, hæð og ris þar sem vinnu og leikstofur verða. Toipríisanii* ut Samningar um kaup og kjör undirmanna á togurunum renna út um næstu mánaðamót. Var samningnum sagt upp fyrir tæp- um tveim mánuðum. í gær- Framh á bls. 6 f O Reykjavíkurborg viðhefur nú mjög fljótlegar aðferðir við að ryðja snjó af götum borgarinn- ar, en til þess eru notaðar litl- ar ámoktursvélar af JMC-gerð og eru þær einkar þægilegar viðfangs. Er þetta mikil fram- fÁt* fró cnintvinlzcfriniim mP?i skóflum, sem til þessa hefur sézt á götum borgarinnar. „Þetta er geysileg framför", sagði Sveinbjörn Hannesson hverfisstjóri, sem stjórnar snjó- mokstrinum i miðbænum, þessa dagana. stærri ámokst- ursvélar nokkuð í fyrra, þegar mikill snjór kom, en þær voru ekki eins handhægar og þessar. Borgin á 2 mjög fjölvirkar á- mokstursvélar og nokkra trakt- ora, sem hægt er að útbúa til snjómoksturs, ekki sízt af gang- stéttum, enn einnig hafa vélar verið teknar á leigu. Mokstur- inn hefur gengið vel með þess- um vélurn, þrátt fyrir skort á verkamönnum“. í Lækjargötu voru nokkrir menn i morgun að vinna við að ryðja snjó af gangstéttunum og götunni. Valdimar Ketilsson, flokkstjóri mannanna sagði að eginn vafi léki á að þessar á- mokstursvélar væru það sem koma skyldi. „við höfum áður haft blásara, sem var vissulega framíör frá skóflunum, en á- mokstursvélarnar eru miklu þægile?ri og hraðvirkari. Þær er líka hægt að nota til margra hluta annarra, t.d. við skurð- gröft, moldarmokstur, við að ýta mold og ýmislegt fleira“. Þessi mynd var tekin í morgun f Lækjargötunni og sýnir ámokstursvé! & myndinni var horfinn eftir rúma mínútu og eftir skamma stund var engan snjó að sjá í Lækjar- götunni. ■ m Hin nýkjörna stjórn Fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík hefur nú skipt með sér störfum. Formaður Fulltrúaráðsins var kjörinn Baldvin Tryggvason, fram- kvæmdastjóri, varaformaður var kjörinn Gunnar Thoroddsen, fjár- málaráðherra og ritari Styrmir Gunnarsson stud. jur. Hin ný^jörni formaður Fulltrúa- ráðsins hefur átt sæti í stjórn þess sl. tvö ár en framkvæmdastjóri Fulltrúaráðsins var hann árin 1956 — 1960. Baldvin' Tryggvason hefur auk þess gegnt fjölmörgum öðrum trúnaðarstörfum á vegum Sjálf- | stæðisflokksins. I Baldvin Tryggvason. Vísir átti tal í morgun við Ingólf Jónsson flugmálaráðherra og spurðist fyrir um það hvað liði afgr. á beiðni Loftleiða um mikla fargjaldalækkun til Lux- emborgar. Hafa Lofleiðir beðið um að mega lækka fargjald fram og aftur niður í rúmar 5.000 krónur á þessari leið. Ráðherra skýrði Vísi svo frá að fyrir nokkrum dögum hefði sér borizt bréf frá Flugráði um málið. En í því bréfi hefði engin afstaða verið tekin til málsins. Hefði hann því ritað Flugráði og bcðið um ákveðna afstöðu ráðs- ins, jákvæða eða neikvæða. — Ef Flugráð vill vera jákvætt í þessu máli er nauðynslegt að það taki það fram, sagði ráð- herrann. — Við höfum alger- lega neitað að tryggja gegn jarðskjálfta í Vest- mannaeyjum meðan á", gosinu stendur, sagði Axel Kaaber skrifstofu- stjóri Sjóvátryggingafé- lags íslands í viðtali við Vísi í morgun. Þetta er eins og að tryggja hús, sem er að brenna, bætti hann við. Axel sagði, að SJÓVÁ yrði að taka tillit til endurtryggjenda við sölu á tryggingum sínum hér. Og það væri ávallt regla að meta hættuna á tjóni þegar tryggingar væru seldar og hér væri hættan á tjóni talin of mikil, a. m. k. meðan á gosinu stæði. Hins vegar sagði Axel, að SJÓVÁ hefði selt nokkuð af jarð skjálftatryggingum utan Vest- mannaeyja undanfarið. M. a. hafa nokkur háhýsi í Reykjavík keypt jarðskjálftatryggingu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.