Vísir - 22.11.1963, Blaðsíða 2

Vísir - 22.11.1963, Blaðsíða 2
2 VISIR . Föstudagur 22. nóvember 1963. m t’* *S««j4: m tL “ M JÓN BIRGIR PÉTURSSON spsiiíHjiæœi MNDSUÐID FYRST -FÉLÁ6SIIDIN SVO' - ætti að vera gullin regla, en er jbví miður snúið við Talsverða furðu vakti sú frétt sem birtist í einu dag- blaðanna í gær, að þjálfari íslenzka landsliðsins í hand knattleik, Karl Benedikts- son hefði sagt lausu starfi sínu og hefði borið við á- hugaleysi liðsmanna, sem mættu einungis þegar þeir íenntu. Verður ekki annað séð en ísland verði að hætta við þátttöku í HM í Tékkóslóvakíu, ef svo gengur áfram, enda stað- festi Ásbjörn Sigurjónsson að svo yrði ef ekki lagaðist aðsóknin að æfingum Landsliðsnefndar HSÍ, en blaðið ræddi stuttlega við hann og nokkra aðra um málið í gærkvöldi. Karl Benediktsson sagði: „Mögu- leikinn á að verja 6. saeti íslands eða komast lengra í Heimsmeistarg keppninni er úr sögunni vilji og nenni Jiðsmenn ekki að æfa. Biðs- menn verða að taka landsliðið fram yfir eigin félög, viiji þannig til að æfingar séu á sörpu tímum, sem ætti sjaldnast að vera. Jsland og úrvalslið landsins eiga að sitja í fyrirrumi fyrir félagshyggju og ríg. Þetta hafa forráðamenn félaga ekki gert. Ég er hins vegar tilbú< I inn til að halda áfram, ef leikmenn sýna áhuga á því.“ Ásbjörn Sigurjónsson sagði okk-! pr: „Okkur hjá HSÍ dettur ekki í j hug að senda neitt rusl á Heims- meistarakeppnina. Ef ekki verður æft, sendum við afboð. Mér finnst að leikmenn ættu að sjá sóma sinn í að æfa í þágu lands og þjóðar. Einhvern tíma hefði það þótt heið- ur að leika í landsliði, en ég veit ekki hvað skal halda nú. Við höf- um reynt að gera okkar bezta í stjórn HSÍ, en ekki mætt samvinnu hjá piltunum. Nú verðum við allir að taka höndum saman um að vinna betur að þessum málum. Karl hefur lofað að halda áfram ef áhugi piltanna er fyrir hendi, von- andi kippum við þessu í lag og náum góðum árangri í Tékkósló- vakíu í vetur, það verðum við að gera þvl eins og þetta mál hefur Ásbjörn Sigurjónsson — Við sendum ekkert rusl á HM — Strákarnir verða að æfa. verið er það hpefahögg í andlit handknattleiksforystunnar. Það er erfitt fyrir okkur að leita stuðnings fyrirtækja og stofnana og Tékk- anna sjálfra, sem hafa heitið að koma til móts við okkur í ferðg- kostnaði, þegar íslenzka landsliðið æfir svo slaklega að þjálfarinn sér ekki út verkefni handa sér“. Íþróttasíðan vill taka undir það sem þessir tveir menn sögðu um þetta. Landslið á að Skiðamenn hugsa til hreyfíngs I 1 í gærkvöldi höfðu skíðamenn taka við dvalargestum í skíða- J / hug á að reyna að fara upp í skála sína, en örugglega munu S } Hveradali til að notfæra sér margir skíðamenn og konur fara S \ upplýstar og troðnar skíðabrekk til fjalla um helgina, ekki sízt k \ urnar við skiðaskálann, en færi ef úr veðri rætist. l í þar efra er nú að sögn mjög Myndin, sem hér fylgir var í 1 gott. Veður var hinsvegar slæmt tekin í Hveradölum í fyrra, þeg / / og varð ekki af ferðinni. ar nóg var af snjó og góðu 1 ’ Skíðadeildir Reykjavíkurfélag veðri og fólkið flykktist upp S ) anna búa sig undir að eftir til að nota sér fjallaloftið. ( Á • ■fC ' Karl Benediktsson landsliðsþjálfari, sem er vel þekktur leikmaður og hefur sjálfur Ieikið með Landsliði oftsinnis, mjög góður þjálfari og snjall í leikaðferðum. Hér er Karl í spennandi Ieik við FH með liði sínu, Fram. koma fyrst, félögin síðar. Það skal játað, að þetta er erfitt — en nauðsynlegt. Þetta hefur komið ónotalega við mörg félög og ekki hvað sízt FH, sem hefur átt hálft landsliðið undanfarin ár og oft betur en það. Þetta he|ur komið fram í þreytu leik- ' manha, méiðsluni og íieiru, en ^‘fetur sámt aldrei breytt því að Island komi á undan óbreyttu félagsliði. Það vita allir að FH hefur í fjölmörg ár verið sterkasta handknattleiksfélag lapdsins, — það hafa allir landsliðsmenn þeirra sýnt, og þrátt fyrir að FH hafi ekki hafnað i fyrsta eða jafnvel öðru sæti Islandsmóts- ins, hefur engum blandazt hug- ur um hver var raunverulega sterkastur. Því var fleygt um daginn að sumir innan hins útvalda hóps Landsliðsnefndar vildu ekki æfa „vegna þess að ekki væri öruggt að þeir kæmust með til Tékkó- slóvakíu“. Það er erfitt að trúa þessu og við leyfum okkur að efast um að svo iítill „karakter" finnist innan handknattleiks- hreyfingarinnar. — jbp. — €o$-ð wið VestRiannneyjar: Á fyrstu dögum neðansjávargoss ins við Vestmannaeyjar var þess getið í fréttum, að nokkur hætta kynni að vera á sprengingu neðan- sjávar sem kynni að orsaka flóð- bylgju er gæti valdið tjóni. Skrifstofa almannavarna hefur nú kannað þetta mál og leitað álits jarðfræðinga á því og skýrði Ágúst Valfells forstöðumaður Almanna- varna Vísi svo frá, að það væri samdóma álit jarðfræðinganna Sig- urðar Þórarinssonar os Trausta Ein arssonar að hættan á sprengingu væri mjög lítil, það væri aðeins um teoretiskan möguieika að ræða. Þetta stafar af efnasamsetningu hraunsins, það er að hraun sem renna hér á Iandi eru basaltkennd og þvl svo þunn, að þau veita ekki mótspyrnu svo að kraftur geti safn- azt saman. Á þeim stöðum í heim- inum þar sem sprengingar hafa orð ið svo sem Krakatá og Martinique eru hraunin öðruvísi samsett, þétt- ari I sér svo að hraunstraumurinn hefur stöðvazt og kraftur safnazt saman. Þrátt fyrir það, þó vafasamt sé að nokkur sprenging geti orðið var prófessor Trausti Einarsson fenginn til að reikna út, hvað krafturinn gæti líklega orðið mikill af hugsan- legri sprengingu. Þeir útreikningar sýndu að vafasamt væri að sprengi krafturinn gæti orðið meiri en 400 kílótonn, en af slíkri sprengingu gæti myndazt 2 metra há flóðalda, sem gæti komizt upp I 4 metra yfir yfirborð sjávar við Vestmanna- eyjar. Þá er að geta þess, að hraði slíkr ar öldu yrði aldrei meiri en svo að hún yrði 6 mínútur að komast til Eyja og líklega tæki það hana 10 — 12 mínútur. En hljóðið af spreng- ingunni yrði aðeins eina mínútu að berast til Eyja og yrði dóma- dagshávaði. Gæflst fólki þannig nægur frestur til að fara upp á hærra land, ef sprenging yrði. Þetta telja Almannavarnir rétt að komi fram, þó hafa verði þann fyrir- vara mjög skýran, að sáralitlar lík- ur eru á að sprenging geti orðið við eyjuna.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.