Vísir - 22.11.1963, Blaðsíða 13

Vísir - 22.11.1963, Blaðsíða 13
V í SIR . Föstudagur 22. nóvember 1963. / 3 I SOLISTI VENETI f/ // Stjómandi: Claudio Scimone. Hljómleikar ( Þjóðlcikhúsinu föstudaginn 22. nóvember kl. 9 (í kvöld). ViCfangsefni: „Árstíðirnar" eftir Vivaldi. Concerto grosso í e-moll op. 3 no. 3 eftir Geminiani. Concerto grosso I g-moll op. 6 no. 8 eftir Corelli (Jóla- konsert). Sónata no. 6 fyrir strengi í D-dúr eftir Rossini. Tekið á móti aðgöngumiða- pöntunum í síma 1 62 48. Nokkur ummæli heimsblaðanna um leik „I Solisti Veneti": The Times: „Ensemble with Brilliance of Soloists" Observer: „Completely unani- mous ensamble combining elegance and strength'* Daily Express: They were so good I felt like grabbing a gondola and following them back to Venice" Berlingske Jidende: „Prægtige solisti". Aðgöngumiðasala í Þjóðleik- húsinu kl. 13,15 1 dag. Kulda húfur slæður og hanzkar mikið og fjölbreytt úrval. HATTABÚÐIN HULD Kirkjuhvoli Kornkaupin — Framhald af bls. 5. staðar annars staðar í heiminum að Suður-Afríku undantekinni, — en vegna hins kalda loftslags væri gullnámið svo miklum erf- iðleikum bundið, að það mundi vart gefa arð. En það var sigr- azt á þeim erfiðleikum.Þetta var á þeim tíma sem Stalin var að koma á samyrkjukerfinu f sov- ézkum landbúnaði. Bændur sem snerust gegn áformum hans voru miskunnarlaust sendir til Sibiriu — í milljóna tali. Þetta voru harðgerfr menn og vanir erfiði. Leynilögreglunni var fal- in yfirstjórn og setti hún á stofn sérstaka stofnun (Dal stroy) til gullnámsins og sá stjórnin í Moskvu um, að útvega henni allt það vinnuafl, sem hún þarfnað- ist, með því að senda þangað menn í nauðungarvinnu. GULL FANNST VlÐAR í SIBIRIU. Nú fannst gull víðar i Norðaustur-Sibirfu og yfirráða- svæði Dalstroy stækkaði óðum og nær nú yfir 2.4 milljónir ferkílómetra, og er með öðrum orðum að flatarmáli sex sinnum stærra en Frakkland. Og þarna er ekki stjórnað eftir stjórnar- skrá Sovétríkjanna, heldur eru allar framkvæmdir og yfirráð í höndum Dalstroy, sem hefir þarna öll yfirráð. Þarna er unnið að meðalta!: 10 klst. á sólarhring alla daga ársins og föngunum úthlutuð matvæli eftir dugnaði hvers einstaks — í byrjun hvers dags er hverjum vinnuflokki sagt hvað hann eigi að skila miklum afköstum þann daginn til þess að fá fullan matarskammt. Vitanlega eru menn misdug legir og þeir veikbyggðustu bugast að lokum, á síminnkandi matarskammti vegna minnkandi afkasta. En það er nóg af fólki í hinu víðlenda ríki sem er fjandsamlegt ríkisstjórninni og vinnuafl því alltaf nægjaTilegt. Gullnámið f Kolymadalnum hefir stóraukið gullframleiðsluna í Sovétríkjunum, hluti hcnnar af heimsframleiðslunni hefir vaxið úr 4.6% 1910 f 23,3% 1962. Og það er fyrst og fremst vegna gullsins úr Kolymadalnum, sem gerir Sovétríkjunum kleift að kaupa korn nú. En samningamenn Sovétrfkj- anna, sem semja um verð og flutning á korni í Washington, munu þögulir um þær þiáningar. sem milljónir manna hafa orðið að þola, til þess að framleiða gullið, jsem greitt er með. _______________________■ S/INGUR Endurnýjum gömlu sængurnar. Eiguro dún- og fiðurheld ver Æða- og gæsadún- sængui og kodda fyrir liggjandi. Dún- og fiðurhreinsunin Vatnsstig 3 — Sfmi 18740 Áður Kirkjuteig 29 LAUGAVEGI 90-02 Sölusýning á bifreiðum alla virka daga vikunnar. O Stærsta úrval bifreiða á einum stað. • Salan er örugg hjá okkur. ferrania filmur Þökkum hjartanlega auðsýnda samúð og vinsemd við andlát og jarðarför eiginmanns, sonar og bróður. ÁSTRAÐS K. HERMANNÍUSSONAR Guðrún Eyjólfsdóttir foreldrar og systkini. NÝJASTA LANDKYNNINGARBÓKIN I 'OSKJU ellir d,- SIGURD ÞORAHINSSOM — til vina og viðskiptamanna erlendis. ALMENNA BÓKAFÉLAGIÐ Glæsilegir hljómleikar hljómleikar Sihfóníu- hljómsveitarinnar f vetur, fóru fram f gærkvöldi. Þar var mikið um 19. aldar dýrðir eins og fyrri daginn, en þó farið vel fram á þá 20. með gömlu verki eftir Jón Nordal, þ. e. Konsert fyrir hljóm sveit, sömdum 1949. Það verk ber öll merki þess, sem efst var á baugi í músík Evrópu og Ame ríku þá dagana, nýklassísks stíls og malanda Páls nokkurs Hindemiths, sem Jón Þórarins- son kennari J. N. og margra ann arra flutti með sér inn í landið að vestan. Þetta var „avangard- ismi“ þess tíma, og ýmsum kann að firinast hann nokkuð slitinn og beinaber nú, eftir að viðhorf manna hafa þróazt allmjög í aðr ar áttir. En mikill viðburður hefur frumflutningur þessa verks verið, og Iyftistöng okk- ar fátæklega músíklífi. Það er samið fyrir litla hljómsveit, (ein falt tré og blikk) eða þau hljóð- færi sem hér voru fáanleg með góðu móti. Sú hljóðfæraskipan gefur skiljanlega ekki tilefni til stórbrotinna sinfónfskra átaka, en fellur hins vegar ágætlega að kammermúsfkölskum stíl P. H. & Co. Auðvitað er þetta nem- andaverk, og gallar þess aug- ljósir, sérstaklega í síðasta þætt inum, þar sem mjög skortir til- breytni. En því miður er stað- reyndin sú, að enn hefur ekki verið samið heillegra verk á skólabekk hér í landi, (reyndar er mér til efs, að betur sé að farið f konservatóríum annars staðar). Proinnsías Ó ’Duinn stjórnaði hljómsveitinni af miklu öryggi og nákvæmni. Hefði ver ið fróðlegt og mikil ánægja, að heyra hann fara með t. d. Brota- spil eftir Jón Nordal, þroskaðra og á allan hátt merkara verk, sem fékk herfilega útreið á hljómleikum hér, fyrir. hartnær tveimur árum. Þá var knminn hér Ricardo Odnoposoff, til að leika fiðlu- konsert eftir Tjækovskí. Maður þessi er einn af fremstu fiðlu- leikurum veraldar, og því mikill fengur og brjóstbirta í honum. Fyrir utan óvenju glæsilega tækni, er hann listamaður sem gætir sér hófs, og skýtur aldrei yfir markið með yfirmáta tilfinn ingasömum leik. Þetta eru eigin leikar sem gott var að heyra í Tjækovskí konsertinum, sem stendur annars berskjaldaður fyrir froðsurum. Enda man ég ekki eftir, að hafa hlýtt á þetta verk mér til meiri ánægju f ann- an tíma. Þó skorti nokkuð á að hljómsveitin fylgdi einleikaran- um á köflum, og mun það nokk uð hafa ráðið, að síðasti þáttur- inn varð ekki eins glæsilegur og efni stóðu til. Þessi fiðlu- leikari mun einnig leika með hljómsveitinni á aukahljómleik- um annað kvöld, og er það ve! til fundið, þar sem býsna margir viljugir áheyrendur, komust ekki að fyrir húsfylli í gærkvöldi. Lokaverk hljómleikanna, Syn fónía í d moll eftir Cesar Franck, var flutt með glæsibrag, og hefur hljómsveitin sjaldan verið samstilltari í fáguðum leik. Ó ’Duinn sýndi hér, að hann býr yfir fágætum hæfileik um sem stjórnandi. Formun þáttanna var með miklum á- gætum, þar skiptust á ljós og skuggar í eðlilegum hlutföllum, og hraðabreytingar (rubati) voru talsverðar, en alltaf sannfær- andi. Með þessum hljómleikum sýndi hljómsveitin, að hún hef- ur mikla framfaramöguleika, ef hún nýtur handleiðslu alvarlegs og heilbrigðs stjórnanda. Og hér höfum við hann. Leifur Þórarinsson. VÉLVIRKI - VINNA Vélvirkja vantar hreinlega vinnu eftir áramót, helzt nálægt Vogahverfi. Margt kemur til greina. Tilboð sendist Vísi merkt „Reglusamur 8000“. ATVINNA - ÓSKAST Ungur laghentur maður með meira bílprófi óskar eftir atvinnu. Margt kernur til greina. Sími 12956. BÍLSTJÓRI ÓSKAST Vörubílstjóri óskast við fiskvinnslustöð á Gelgjutanga. Sími 24505 FLUGUMFERÐASTJÓRI óskar eftir íbúð f Reykjavík, Kópavogi, eða Hafnarfirði Sími 40793. GEYMSLUPLÁSS ÓSKAST Geymslupláss óskast. Þarf að vera upphitað. Helst sem næst Miðbænum. Mætti vera íbúð eða iðnaðarhúsnæði. Barnablaðið Æskan Kirkjuhvoli. Sfmi 14235. HERBERGI ÓSKAST Farmaður óskar eftir herbergi sem næst miðbænum. Sími 23606. j7Ji

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.