Vísir - 26.11.1963, Blaðsíða 2

Vísir - 26.11.1963, Blaðsíða 2
VI SIR . Þriðjudagur 26. nóvember 1963. ÉflSÍ ;íi Sf'f , Æ i!t ;Wil«|ftíitá'llíiSlft!i!i«aiftftftiifcíai|;íii JON BIRGIR PETURSSON Afmælismót Ármanns: Metunum rígndi fyrrí duginn Það var leitt hve fátt var um manninn í Sund- höllinni í gærkvöldi, er Ármenningar héldu fyrri hluta afmælismóts síns. Þetta var einhver bezta skemmt- un um árabil, margt góðra afreka, spenna og meta- regn, hvað getur maður beðið um meira af sundfólk- inu okkar. E. t. v. var það líka hvað skemmtilegast hve mikil gróska virðist vera meðal yngra fólksins, sem ryður hverju metinu á fætur öðru. í gærkvöldi voru alls 9 met sett, 4 ísiandsmet, 2 drengjamet, 2 telpnamet og 1 sveinamet. Hrafnhildur Guðmunds- dóttir setti tvö metanna og má fullyrða að Hrafn- hildur hefur aldrei verið betri en einmitt nú. im p.v||%*, í & (rti mm é■ /p >, Fjögur íslandsmet voru sett — Sundæskun lofur góðu Fyrsta sund kvöldsins færði drengjamet. Davíð Valgarðsson, hinn 16 ára efnissundmaður synti vegalengdina á 4:39,9, sem er að- eins rúmri sekúndu lakara en ís- landsmet Guðmundar ^GísIasonar. Norski sundmaðurinn Wengel, sem er Norðurlandameistari f 1500 m. skriðsundi, varð að sjá eftir þessum kornunga sundmanni og fékk tfm- ann 4:44,8 og varð annar. Hrafnhildur kom fyrst við sögu f 200 metra bringusundi þar sem Þarna eru þau Guðmundur Gfelason og Hrafnhildur Guðmundsdóttir með þjálfara sínum, Jónasi Halldórs- syni. Spenntir áhorfendur í Sundhöllinni í gær. Þannig var spenningurin allt kvöldið. Ársþing KSÍ: STJÓRNIN FÉKK TRAUST Framkoma Siglfirðinga vítt harðlega Á Ársþingi K.S.Í. um helg- ina var m. a. samþykkt eftir- farandi tillaga: „Ár-sþing KSÍ haldið þánn 23. og 24. nóvember fordæmir hvers konar ærumeiðandi og móðg- andi ummæli um dómstól og stjórn KSÍ“. Á þinginu var ennfremur samþykkt tillaga um að fjölga í landsliðsnefnd í 5 menn, furðu leg tillaga, sem .á e. t. v. eftir að daga dllk á eftir sér, því hún er einungis til þess fallin að auka á glundroðann og hrossakaupin. Unglingalandslið var til um- ÍSBðu á þinginu og samþykkt að vinna að því að koma UL á legg. Vantar aðeins verkefni fyrir liðið, en hvernig væri t.d. fyrir KSÍ að notfæra sér boð Færeyinga, sem hafa boðið ís- lenzku úrvalsliði utan á næstu Ólafsvöku? Éins og fram kom raunar í blaðinu hlaut stjórn KSl al- gjört traust, var öll endur- kjörin. hún átti ekki samleið með stöllum sínum ,synti glæsilega án keppni að kalla má, á 2:54.5. Hvað gerir Hrafnhildur við betri aðstæður? — Skemmtilegt var að sjá stúlkurnar sem tvær næstar komu, þær Matt- hilcji Guðmundsdóttur og Auði Guð- jónsdóttur. Matthildur setti telpna- met á 3:04.4 en Auður synti á ágaét- um tíma 3:05.1. Guðmundur synti 100 m skrið- sund á ágætum tíma 57,3 og stakk báða Norðmennina af. Korswald var annar á 60 sek. Guðmundur var hinn öruggi sigurvegari í fjórsundi karla á nýju glæsilegu íslandsmeti, 2:23,3, en Korsvald var annar á 2:33,1. Davíð Valgarðsson setti drengjamet f þessu sundi á 2:34,4 og var allan tímann án keppni en hann var í öðrum riðli, sem var vissulega misráðið, því að hann hefði veitt báðum Norðmönnunum keppni, — og e.t.v. sigrað, því hann er képpnismaður góður. Þá var röðin komin að Hrafn- hildi aftur, og nú í 200 m skrið- sundi kvenna. Hrafnhildur synti ein, engin spenningur fremur en vant er þegar hún syndir, en sund- ið mjög vel heppnað þrátt fyrir allt og íslandsmet Ágústu Þorsteinsdótt 2:28,3 mín., sem er 3/10 betra en ur slegið út. Hrafnhildur synti á 2:28,3 mín., sem er 3/10 betra en eldra metið. Hinar kornungu Ármannsstúlkur settu nýtt met í 4x50 m. bringu- sundi kvenna á 2:51,2 og gáfu félagi sfnu góða afmælisgjöf. STXJTTA Guðmundur Gfslason setti 57. Is- landsmet sitt í gærkvöldi, þegar hann synti 200 metra fjórsund á 2:23,3 mín. Þar með hefur Guðmund ur náð þjálfara sínum, Jónasi Hall- dórssyni í metafjölda, en Jón setti alls 57 met á árunum 1930 til 1946, en hann var eins og Guðmundur ósigrandi sundmaður í fiestum greinum. Við hittum þá vinina Guðmund og Jónas eftir verðlaunaafhending- una og spurðum í gamni: — Ertu ekki leiður að vera að missa þetta métamet þitt, Jónas? — Ha, ég, nei, sagði Jónas á- kafur. „Þetta er sko alls ekki neitt leiðinlegt, þvert á móti. Við Guð- mundur höfum unnið saman í fjöldamörg ár og það samstarf hef ur verið mjög ánægjulegt og ég hef fylgzt með framförunum af miklum áhuga eins og gefur að skilja. Stundum finnst mér að það hafi verið ég sem hef sett met, þegar Guðmundur bætir sig“, sagði hann, og við vitum að þetta er rétt, því áður en tími Guðmundar í sundi hafði verið tilkynntur gaf ánægjusvipurinn á andliti Jónasar þegar til kynna glæsilegt met. Við spurðum Guðmund: Hvenær heldur þú að met númer 58 sjái dagsins ljós? — Kannski annað kvöld í 100 metra flugsundinu, maður veit aldrei. 3. í þessu sundi setti Matthildur Guðmundsdóttir telpnamet, en hún tók fyrsta sprett fyrir boðsunds- sveitina og synti á 39,1 sek. I 100 m bringusundi setti Guð- mundur Grímsson met í 100 m. bringusundi unglinga á 1:21.6 og setti nýtt sveinamet. Davið Valgarðsson hlnn 16 ára sundmaður, sem á glæsilega framtíí - þama er Davíð í snúningi. L JT' JtoiLM

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.