Vísir - 26.11.1963, Síða 5

Vísir - 26.11.1963, Síða 5
V1SIR . Þriðjudagur 26. nóvember 1963. 5 Jón Sigurpálsson Minningarorðs 1 dag fer fram útför Jóns Sigur- pálssonar, sem um alllangt skeið var auglýsingastjóri þessa bláðs og afgreiðslumaður, og um tíma með- eigandi. Jón var fæddur í Flatey á Skjálf- anda 31. okt. 1886, sonur hjónanna Dorotheu Jónsdóttur og Sigurpáls Kristinssonar, formanns. Jón var 4 ára er hann missti föður sinn og fluttist ungur til Húsavíkur og stundaði sjómennsku á unglingsár- um, en hugurinn var þó við annað bundinn, því að hann hafði mikinn áhuga á að afla sér menntunar, og reyndist sóknarpresturinn í Húsa- vlk, síra Jón Arason, honum hin mesta hjálparhella í því efni. Afl- aði Jón sér.ágætrar menntunar af eigin ramleik og með hjálp prests- ins. Rithönd Jóns var svo fögur að frábært þótti. Um tíma var hann starfsmaður Verzlunar Bjarna Bene diktssonar, en fluttist svo hingað til Reykjavíkur, og starfaði við Vísi sem fyrr var getið. Eftir að hann lét af störfum þar annaðist hann bókhald fyrir Byggingafélagið Stoð o.fl. Verzlun rak hann um tíma. Jón var kvæntur Guðrúnu Tómas dóttur frá Barkarstöðum og eign- uðust þau fjögur börn, Eru þau öll á lífi. / Jón var prúðmenni í framkomu, góður samstarfsmaður og drengur góður. — A. Th. HÆRRA VERÐA SÍLDARL ÝSINU Lokið er nú sölu á öllu síld- arlýsi, er Síldarverksmiðjur rik- isins framleiddu í sumar og nær allt sfldarmjöl er einnig selt. Hefur verð á síldarlýsi farið hækkandi á heimsmarkaðinum og hefur fengizt hagstætt verð undanfarið. Síldarlýsisframleiðslan í sum ar nam 15.500 tonnum. í byrj- un ársins var verðið á síldarlýsi á heimsmarkaðinum 46 pund pr. Næstu árbækur Ferðafélags ís- lands verða um Austur-Húnavatns sýslu sem kemur út seint í vetur eða n.k. vor og síðan árbók um Norður-Þingeyjarsýslu fyrir 1965. Þá fyrmefndu hefur Jón Eyþórsson veðurfræðingur skrifað, en Gísli Guðmundsson alþm. bókina um Norður-Þingeyjarsýslu. Frá þessu skýrði Jón Eyþórsson í hófi sem Ferðafélagið efndi til fyrir fréttamenn og ýmsa velunn- ara félagsins I Skíðaskálanum I Hveradölum í fyrradag. Jón Ey- þórsson hefur verið ritstjóri Árbókar Ferðafélagsins undanfarna áratugi og búið hana undir prent- un. Þetta er lang veigamesta ís- landslýsing sem skrifuð hefur ver- ið — samtals 35 bækur — og er orðin mjög eftirsótt. Jón Eyþórsson sagði að búið væri að lýsa öllum sýslum landsins nema Austur-Húnavatnssýslu, Norð ur-Þingeyjarsýslu, Rangárvallasýslu og nokkurn hluta af Norður-Múla- sýslu. Nú væri búið að ákveða að gefa út lýsingar tveggja þeirra fyrst nefndu og koma þær út að tonn og var nokkurt magn af sumarframleiðslunni á síldarlýsi selt á því verði. En síðar í sum ar hækkaði verðið. Og í ágúst var það komið upp I 62 pund á tonnið. Seldu SR 7-8 þús. tonn á þvl verði. 1 síðustu viku seldu verksmiðjurnar síðan 8 þús, lest ir á 71 og 72 pund tonnið. Framleiðsla SR á slldarmjöli var 18000 lestir I sumar. Er sú framleiðsla nær öll seld. ári og 1965. Þegar heildarlýsingu Iandsins væri lokið er það hug- myndin að breyta efni árbókarinn- ar á þá lund að hún flytji ýmist ferðasögur eða lýsingar á einstök- um svæðum I byggð eða óbyggð, ef ástæða þykir, að gera þeim betri eða Itarlegri skil en áður hefur ver ið gert I árbókunum. Er þar af mörgu að taka. Síðasta árbók Ferðafélagsins fjall aði, svo sem kunnugt er, um Bárð- argötu og Vonarskarð, og skrifaði dr. Haraldur Matthíasson hana. I henni eru 90 örnefni sem ekki voru til áður. Er þetta I þriðja skiptið sem Ferðafélagið hefur tekið að sér að gefa ákveðnum landssvæðum nöfn, þar sem örnefni voru fá fyrir Hin t.ö landssvæðin voru Kerlingar fjöll og Tindafjallajökull. Framkvæmdastjóri Ferðafélags- ins, Einar Þ. Guðjohnsen, skýrði I höfuðdráttum frá helztu starf- semi þess I sumar. u' nn gat þess m.a. að fc .:rið 87 ferðir á sumrinu samtals 2244 þátttakendum og er það bæði fleiri ferðir og meiri þátttaka en I fyrrasumar. í Heiðmörk voru 5 Undir lok marzmánaðar 1956 kom lítið og snoturt skip til landsins, nýsmíðað, frá Morsdal, Danmörku, og hóf ferðir hér I flóanum — hina fyrstu 30. marz — og hefir nú á 7 árum og miss- erii betur flutt hvorki fleiri né færri æn 320.000 farþega í Akra ness- og Borgarnessferðum sfn- um. Þetta skip er Akraborgin. Skipstjóri hennar hefir frá upp- hafi verið Þórður Guðmundsson. þúsund trjáplöntur gróðursettar. Keyptur var lltill en góður skúr og fluttur norður á Hveravelli, þar sem hann var notaður fyrir hús- vörð I sumar. Unnið var að endur bótum á Þórsmerkurskála. Þá voru dýnur endurnýjaðar þar sem helzt þótti þörf I skálunum. Gefið var út nýtt íslandskort I 10 þúsund ein- tökum. Talstöðvar voru I sælu- húsunum á Hveravöllum og Þórs- mörk I sumar og húsverðir I báðum skálunum. Unnið var að vegarruðn ingi hjá Bláfjöllum austanverðum og meiningin að gera bílfært með- fram þeim öllum að sunnan. Hófinu stjórnaði forseti Ferða- félagsins, Sigurður Jóhannsson vegamálastjóri. Tóku ýmsir til máls og þ.á.m. Valdimar Örnólfsson sem1 kvaðst hafa staCIð I samvinnu við Ferðafélagið undanfarin þrjú sum- ur og fengið hjá því sæluhúsið í Kerligarfjöllum til afnota fyrir skíðaskóla. Nú væri það meining- in að byggja sérstakt hús I Kerl- ingarfjöllum fyrir skólastarfsem- ina svo að félagið gæti tekið sælu hús sitt að nýju til gistingar og dvalar fyrir gesti. — Þú skalt ekki birta neitt viðtal um þetta, sagði Þórður við mig á skipsfjöl Akraborgar fyrir skömmu, „en ég skal láta þér 1 té nokkrar tölur um far- þegaflutningana, og I þær get- urðu gluggað". Og tölumar fékk ég og hefi gluggað dálítið I þær, ' og gat ekki varizt þeirri hugsun, að lík- lega fari það fram hjá mörgum hve mikilvæg samgöngubót hef- ir verið að þessu litla, vinsæla skipi, sem flesta daga ársins fer til Akraness og Borgarness, — næstum hvernig sem viðrar, á erfiðri siglingaleið — á þessum tlma, þegar maður heyrir oft, að enginn geti hreyft sig „nema skipta tugum þúsunda árlega, hafa hjól undir löppunum“, kemur I ljós af tölunum, að þeir sem finnst sér henta betur að fara á Akraborginni milli Reykja víkur og Akraness. Mestir voru farþegaflutningarnir milli þess- ara staða, þegar verið var að byggja sementsverksmiðjuna, — komust I yfir 40 þúsund á ári. — Farþegafjöldinn til Borgar- ness og frá er miklu minni, enda minni bær — og auk þess lengri sjóferð og hættara við sjóveiki I vondúm veðrum, og velja sé'r því heldur bílfar, og hefir þó árleg- ur farþegahópur I Borgarness- ferðum haldizt nokkurn veginn, svo að allmargir eru þeir, sem kunna því vel að fara sjóleið- ina. Fyrsta árið, frá 30. marz voru farnar 187 ferðir til Borgarness með 4319 farþega, til Akraness 383 ferðir með 29.546 farþega Viðkomur á Akranesi I Borgar- nesferðum 366. Árið 1959 voru Borgarnesferð ir I Borgarnes með 6264 farþega og til Akraness 476'með 34.838. Viðkomur á Akranesi I Borgar- nesferðum 499. Árið 1958 voru Borgarnesferð ir 251 með 6499 farþega og til Akraness 475 með 33.149 far- komur á Akranesi I Borgarnes- ferðum 521. Ári, 1959 voru Borgarnesferð- ir 263 með 5810 farþega og til Akraness 471 með . 37.328. Við- komur á Akranesi 525. Árið 1960 voru Borgarness- ferðir 246 með 5311 farþega og til Akraness 461 með 37.291. 487. Viðkomur I Borgarnesferðum Árið 1951 voru Borgarnesferð- ir 255 með 4380 farþega og til Akraness 484 með 38.549. Við- komur á Akranesi I Borgarness- ferðum 525. Árið 1962 voru Borgarnesferð ir 248 með 3311 farþega og til Akranes 475 með 33.149 far- þega. Á þessu ári (1963) til 11. nóv. 224 ferðir með 2830 farþega og til Akraness 438 með 29.498. Viðkomur á Akranesi það sem af er árinu 448. Til Borgarness hafa þannig verið farnar alls 1946 ferðir með 38.714 farþega, til Akraness 3658 með 281.151 farþega — og við- komur á Akranesi I Borgarnes- ferðum 3864. Rétt er að geta þess þó al- kunnugt sé, að vöruflutningar Akraborgarinnar til Borgarness eru Borgarfjarðarhéraði mjög mikilvægir. Og Akraborgin flyt- ur borgfirzku mjólkina til okk- ar Reykvíkinga. — A. Th. t Þökkum af heilum hug auðsýnda samúð við fráfall og jarðarför GUÐRÚNAR HANNESDÓTTUR Páll Zóphóníasson og fjölsk. r Næstu árbækur F.I.: Austur-Húnavatnssýsla og Norður-Þingeyjarsýsla

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.