Vísir - 26.11.1963, Blaðsíða 8

Vísir - 26.11.1963, Blaðsíða 8
s Utgeíandi: Blaðaútgáfan VISIS. Ritstjóri: Gunnar G. Schraux. Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson Fréttastjóri: Þorsteinn Ó Thorarensen Ritstjómarskrifstofur Laugavegi 178. Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3. Áskriftargjald er 70 krónur á mánuði. I lausasólu 5 kr eint. — Sfmi 11660 (5 Knur). Prentsmiðja VIsis. — Edda h.f. Samúðarkveðja íslenzka þjóðin tekur undir þau hluttekningarorð sem biskupinn, herra Sigurbjörn Einarsson mælti í Dómkirkjunni í gær við minningarathöfn um John F. Kennedy. Þar er genginn sannur maður, maður sem gerði óttalaus það eitt sem hann taldi rétt. Hann vakti aftur vonina með þjóðum heims að unnt væri að njóta frelsisins, án þess að ófriðarblika væri á lofti. Við fráfall hans eru allar gátur heimsstjórnmálanna miklu torráðnari en áður. Lát Bandaríkjaforseta hefir valdið meiri sorg hér á landi en dæmi eru til fyrr þegar erlendur maður á í hlut. Var það líkast því sem einn af foringjum ís- lenzku þjóðarinnar hefði fallið í valinn. Þannig var það ekki einungis hér í höfuðborginni, þar sem þús- undir komu í bandaríska sendiráðið og vottuðu hlut- tekningu, heldur úti um land allt. íslendingar skildu að þar fór einstakur hæfileikamaður. En að baki liggur sú staðreynd að Kennedy var miklu meira en þjóðar- leiðtogi Bandaríkjanna. Hann var leiðtogi alls hins frjálsa heim. Að því leyti lágu örlög þessa litla lands í hendi hans, ákvarðanir hans voni afdrifaríkar fyrir þessa þjóð, ekki síður en aðrár þjóðir veíraldar. Á þessum tímamótum senda íslendingar banda- rísku þjóðinni kveðjur. Það er von okkar, ekki síður en hennar, að með forystu ríkisins og forsjá mála vestrænna þjóða fari í framtíðinni menn sem eiga hugrekki hins látna forseta, víðsýni hans og dreng- skap. Samningarnir 1 gær barst ríkisstjórninni tilkynning um að verka- lýðshreyfingin hefði loks skipað samninganefnd sína. Hefir þá dregizt í hálfan mánuð að unnt væri að hefja samninga, en í dag munu samningaviðræður hefjast. Ekki er nema hálfur mánuður þar til sá frestur sem ákveðinn var til samninga er útrunninn. Á miklu ríður því að tíminn verði notaður vel, svo heildar- lausn fáist fyrir 10. desember. Yfirlýsing ríkisstjómar- innar um að nauðsynlegt sé að bæta kjör hinna lægst launuðu stendur óhögguð og væntanlega næst skjótt samstaða f því efni. En verkaraönnum og verzlunar mönnum er lítill akkur í slíku ef kaup allra er jafnt hækkað, þannig að hlutföllin haldist óbreytt, og verð- lagshækkanir fylgja í kjölfarið. Hér þarf að einbeita sér að því að bæta kjör hinna verst settu og umfram allt tryggja að þær kjarabætur verði raunhæfar. En boga beinna kauphækkana má ekki spenna of hátt. Þá verður skotið yfir markið og atvinnuvegirnir komast. í þrot. Nauðsyn er því að sanngirni og góður vilji ráði í samningaviðræðunum. Það er engum til heilla, og allra sízt þeim verst settu, ef svo mikils er krafizt að efnahagur þjóðarinnar kollsteypist og geng- islækkun verði þrautalendingin. I þeirri lendingu er hætt við að skipið komi brotið í fjöru. KSH-J! limHWll'IIIMI——aOTWEt3HB3aC——B V í SIR . Þriðjudagur 26. nóvember 1963. í gær var haldinn sérstakur fundur sameinaðs þings þar sem forseti Alþingis Birgir Finnsson minnt- ist Kennedys Bandaríkjaforseta fer hér á eftir. ,Hann var mikill mannvinur' John F. Kennedy forseta minnzt á Síðastliðinn föstudag spurð- ust þau hörmulegu tíðindi um heim allan, að John Fitzgerald Kennedy, forseti Bandaríkjanna, hefði beðið bana í skotárás í borginni Dallas í Texas, þar sem hann var á ferðalagi til þess að „fjytja ræðu. , Hvarvetna seijtí rpenn filjðð^ •við þessa skelfilegu fregn, eins og jafnan, þegar mikinn voða ber óvænt að höndum, og erfitt er að sætta sig við, að slikir hlutir geti átt sér stað. En fregnin var sönn, og í dag fer jarðarför forsetans fram í höfuðborg Bandaríkjanna, að viðstöddum þjóðhöfðingjum og forustumönnum þjóða víðsvegar að úr heiminum. John Fitzgerald hafði aðeins verið forseti þjóðar sinnar í 3 ár, er hann lézt með svo svip- legum hætti, en á þeim skamma tíma hafði hann aflað sér slíks álits og virðingar, bæði meðal samherja og andstæðinga, að fá- títt mun vera í sögunni. Þess vegna streyma i dag til þjóðar hans frá öllum löndum heims hinar einlægustu samúð- arkveðjur. Þess vegna heiðrum við minningu hans á þessari stundu, og viljum jafnframt votta fjölskyldu hans, hinum nýja forseta, þjóðþingi Banda- ríkjanna og bandarísku þjóðinni allri, dýpstu og innilegustu sam- úð Albingis og fslenzku þjóðar- innar. Ég leyfi mér að rifja upp örfá atriði úr ævi forse ns. John Fitzgerald Kennedy var aðeins 46 ára gamall, er dauða hans bar að höndum. Hann var af írskum ættum, sonur Josephs og Rose Fitzgerald Kennedv, og var næst elztur af 9 systkinum. Faðir hans er auðugur maður og var um skeið sendiherra Bandaríkjanna í Bretlandi. Afar hans voru báðir þekktir stjórn- málamenn á sínum tíma, og snemma hneigðist hugur hins unga Kennedys inn á þá braut. Hann stundaði háskólanám i þekktustu háskólum Banda- rfkjanna, í Princeton og Har- vard og voru adalnámsgreinar hans stjórnvísindi og alþjóða- stjórnmál. Hann útskrifaðist með láði frá Harvardháskóla árið 1940. Á stríðsárunum starfaði Kennedy í bandaríska sjóhern- um, og stjórnaði tundurskeyta- báti á Kyrrahafi. Kynntist hann þannig hörmungum stríðsins, og rataði í miklar mannraunir. Gat hann sér frægðarorð fyrir björgunarafrek, er hann vann, John F. Kennedy þegar bátur hans var sigldur i kaf af japönskum tundurspilli. Árið 1946 hófst stjórnmála- ferill Kennedys með því, að hann var í framboði fyrir Demókrata í Massachusetts og var kjörinn þingmaður í full- trúadeild Bandaríkjaþings. Hann var endurkjörinn í fulltrúadeild- ina árin 1948 og 1950, en árið 1952 bauð hann sig fram fyrir flokk sinn í Massachusetts við kosningar til öldungadeildarinn- ar. B. hann við þær kosningar sigurorð af andstæðingi sínum úr flokki Repúblikana og átti eftir það sæti í öldungadeildinni þar til hann var kjörinn forseti Bandaríkjanna f sögulegum og Alþingi minnisstæðum kosningum haust ið 1960. Er þannig eitt ár eftir af kjör- tímabili hans, og hefir það nú komið í hlut Lyndon B. John- son, sem var kjörinn varafor- seti Bandaríkjanna árið 1960, að taka við hinu mikilvæga og vandasama forsetaembætti út kjörtímabilið. Hinn nýi forseti er Islendingum að góðu kunnur síðan hann var hér í heimsókn í s.l. septembermánuði ásamt konu sinni og dóttur. John Fitzgerald Kennedy kvæntist árið 1953 eftirlifandi konu sinni Jacqueline, fæddri Lee Bouvier, og eiga þau tvö ung börn á Iífi. Var hún manni sínum jafnan mikil stoð, og glæsilegur fulltrúi yngri kyn- slóðarinnar sem húsmóðir f hvíta húsinu. Systkini hins látna forseta, og fjölskyldu hans öll, veittu hon- um mikinn stuðning á stjórn- málaferli hans. Bræður hans Robert, núverandi dómsmála- ráðherra Bandaríkjanna, og Ed- Ward, öldungadeildarþingmaður fyrir Massachusetts, eru einnig þekktir stjórnmálamenn vest- anhafs. Á fyrstu þingmannsárum Kennedys lét hann sig einkum varða málefni heimahéraðs síns og iðnaðarins í Nýja-Englandi en auk þess studdi hann ein- dregið stefnu Tnnnans forseta varðandi efnahagsaðstoð til ann- arra ríkja og Marshalláætlunina. Árið 1957 var hann kjörinn í utanríkismálanefnd öldunga- deildarinnar, og gerðist þá, og var jafnan síðan, talsmaður þess, að auka bæri aðstoð til vanþróaðra ríkja. Hann taldi stjórnarfarslegt fullveldi þjóðanna vera lltið annað en orðin tóm. ef þær skorti ráð og leiðir til þess að berjast gegn fátækt, fáfræði og sjúkdómum, og þess vegna lagði hann til á þingi Sameinuðu þjóðanna haustið 1961, að þau samtök helguðu framþróuninni þennan áratug. Hann þeitti sér fyrir því, að þjóð hans fylgdi þessari stefnu FramhaJc á 13. síðu txi

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.